Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 25 Fréttir DV, VeSturlandi: Smölun gekk illa: Blautir og kaldir til byggða DV, Skagafirði: SkjáVarp breiöir úr sér: Hornfirsk sjón- varpstækni á höf uðborgarsvæði Nýjasta viðbótin á íslenskum sjón- varpsmarkaði er SkjáVarp, upplýs- ingasjónvarp með staðbundnum upp- lýsingum á afmörkuðum svæðum um allt land. SkjáVarpið er hornflrsk uppfinning og er nú komin á höfuð- borgarsvæðið. Ágúst Ólafsson sem verið hefur fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Austurlandi síðustu 11 árin hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri SkjáVarps hf. og hefur hann flutt frá Egilsstöðum til Homaíjarðar ásamt starfsfélaga sínum Sigurði Mar Halldórssyni ljósmyndara. „SkjáVarp er sérsniðið að þörfum íbúa á viðkomandi útsendingarsvæði og við leggjum áherslu á að ná inn á hvert einasta heimili," segir Ágúst. Skjáir eru staðsettir á mörgum stöð- um, til dæmis í bönkum, verslunum og biðstofum. Þannig geta íbúar á hverju svæði fylgst náið með öllu því helsta sem þar er á döfmni. Lokið er uppsetningu á þeim stöð- um á Austurlandi sem tilheyra fyrsta áfanga en þessir staðir eru Egilsstað- ir, Fellabær, Seyðisfjörður, Neskaup- staður, Eskifiörður, Reyðarfiörður og Hornafiörður. Áður voru hafnar til- raunaútsendingar í Vestmannaeyjum, Dalvík, ísafirði og Hnífsdal. Á þessum stöðum er SkjáVarp nú í loftinu allan sólarhringinn og næst í öllum sjón- varpstækjum á sama hátt og hefð- bundnar sjónvarpsstöðvar. Settar verða upp 29 staðbundnar SkjáVarps- rásir um allt land fyrir veturinn, á 18 stöðum á landsbyggðinni og 11 rásir á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágúst, en hverfisbundnar upplýsingarásir munu miðla upplýsingum um starf- semi sem fram fer í hverfum Reykja- víkurborgar. Vegna mikillar starfsemi SkjáVarps á höfuðborgarsvæðinu hefur fyrirtæk- ið komið sér upp húsnæði að Ármúla 11 í Reykjavík. Þar verður margmiðl- unardeild fyrirtækisins til húsa og stýrir allri grafískri vinnslu fyrir SkjáVarp á suðvesturhorni landsins. Ágúst segir það stefnu forráðamanna SkjáVarps að þetta verði öflugasti upp- lýsingamiðill landsins, þar sem fólk geti gengið að öllum nauðsynlegum upplýsingum og átt rafræn samskipti við stofnanir og fyrirtæki. Júlía Imsland Ungfrúin forsýnd í Ólafsvík Á sunnudagskvöldið verður forsýn- ing á kvikmyndinni Ungfrúin góða og húsið i Félagsheimilinu Klifi í Ólafs- vík. Myndin er byggð á sögu Halldórs Laxness og er leikstjóri dóttir skálds- ins, Guðný Halldórsdóttir. Upptökur hófust síðastliðið haust í Flatey á Breiðafirði þar sem gerð var útileikmynd af þorpinu „Eyvík“. Mik- ið einvalalið leikara var fengið í öll aðalhlutverkin og má þar nefna Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem leikur eldri systurina, RagnhOdi Gísladóttur, sem leikur þá yngri, Rúrik Haraldsson, EgU Ólafsson, Helga Björnsson, Helgu Brögu Jónsdóttur o.fl. Einnig fara er- lendir leikarar með stór hlutverk í myndinni, þau Reine Brynjolfsson, Agneta Ekmanner, Björn Floberg og Ghita Norby, aUt stór nöfn á Norður- löndum. -DVÓ Gangnamenn í Skagafirði fengu mjög óhagstætt veður til smölunar um síðustu helgi, en þá voru víða fyrstu leitir í héraðinu. Þoka og úr- heUisrigning gerðu mönnum erfitt fyrir og gekk smölun viða verulega úr skorðum af þeim sökum. Er talið fuU- víst að óvenjumargt fé sé enn í fiöUum af þessum sökum. Ekki urðu nein venUeg óhöpp vegna erfiðra skilyrða en gangnamenn voru blautir og kald- ir þegar þeir komu til byggða að smöl- un lokinni. -ÖÞ Þórkötlustaða- rétt á laugardag Réttað verður í Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 18. septem- ber næstkomandi. Gangnamenn koma tU réttar um klukkan 14.00 með um eitt þúsund fiár. Ásgeir Gunnarsson harmóníkuleik- ari mun leika og halda mönnum við söng og skemmtan. Undanfarin ár hef- ur verið mikið fiölmenni og stemning við Þórkötlustaðarétt. -AG Starfsmenn SkjáVarps á Hornafirði: Ágúst Ólafsson Björn Ingi Jónsson og Sigurður Mar Halldórsson. framkvæmdastjóri, DV-mynd Júlía impecial ctvgzjo Nicam stereo, ísl. textavarp, Black Matrix myndlampi, 2 Euro Scart tengi, S-VHS inngangur, Fullkomin fjarstýring, Sjálfvirk stöðvaleitun, Stórir hljómmiklir hátalarar að framan, Allar aðgerðir á skjá, Heyrnatólatengi. <r ármúia 38 • Sími 5531133 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Reykjavík: Heimskringlan - Hafnarfjörðun Rafbúð Skúla - Grindavík: Rafborg - Keflavík: Sónar - Akranes: Hljómsýn - orgames: Kaupfélag Borgfirðinga Hellissandur: Blómsturvellir - Stykkishólmur: Skipavík - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfirðingabúð Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar - fsafjörðun Frummynd - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Ljósgjafinn - Húsavik: Ómur Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðin Rafeind Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður: Turnbræður - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradíó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.