Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Útlönd Þýðing á ræðu Prodis týndist Romano Prodi, nýr forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, lenti í heldur pínlegri aðstöðu í gær þegar hann ætlaði að flytja ræðu í húsakynnum Evrópuþings- ins í Strasshorg. Ensk þýðing ræðu hans virðist hafa týnst í tölvu- leiðslunum einhvers staðar á milli Brussel og Strasborgar. Því varð hann nokkrum mínútum of seinn í þinghúsið þar sem Evrópuþing- menn áttu að kjósa nýja fram- kvæmdastjórn. Prodi varð því sjálfur að þýða ræðuna, sem hann hafði skrifað á ensku, eftir minni á ítölsku og láta svo túlkana um að þýða hana af ítölsku. Ný sprengjuárás á fjölbýlishús Að minnsta kosti 11 týndu lifi og yflr 100 særðust, þar af tugir alvar- lega, þegar bílasprengja sprakk við níu hæða fjölbýlishús i bænum Volgodonsk í suðurhluta Rússlands síðastliðna nótt. Við sprenginguna eyðilagðist framhlið byggingarinn- ar. Eldur kom upp á tveimur neðstu hæðum hússins. Fjöldi bygginga í nágrenninu skemmdist einnig. Samkvæmt frásögn rússnesku ör- yggislögreglunnar fundust leifar af sprengiefni í flaki vörubifreiðar. Talsmaður innanrikisráðuneytis- ins í Rússlandi sagði sprengjuna hafa sprungið um 15 mínútum eftir að bíl hefði verið ekið að fjölbýlis- húsinu í nótt. Sem betur fer hefðu allar dyr fjölbýlishússins verið lok- aðar og þess vegna hefði enn verri Jeltsín segir Rússa hafa nægan styrk til að uppræta hryðjuverka- starfsemi. harmleik verið afstýrt. í tengslum við hertar öryggisaðgerðir hafði verið leitað að sprengju í fjölbýlis- húsinu í gær. Borís Jeltsín Rússlandsforseti ræddi í morgun við Vladimir Pútín forsætisráðherra um sprengjuárás- ina. „Við höfum nægan styrk til þess að uppræta hryðjuverkastarf- semi,“ sagði Rússlandsforseti að loknum fundinum, að því er frétta- stofan Interfax greindi frá. Alls hafa að minnsta kosti 275 manns látið líflð í sprengjuárásum í Rússlandi undanfarnar tvær vik- ur. í gær lýstu áður óþekkt samtök, Frelsishreyfing Dagestans, yfir ábyrgð á síðustu sprengjuárásun- um. í símtali við Itar-Tass fréttastof- una sagði maður, sem ekki lét nafns síns getið, að sprengjuárásimar í Moskvu og í Machatjkala, næst- stærstu borg Dagestans, væru hefndaraðgerðir vegna árása Rússa í Dagestan og Tsjetsjeníu. Borgin Volgodonsk liggur ekki langt frá Dagestan þar sem rússneskar sveit- ir greindu í gær frá nýjum sigrum í sókn sinni gegn múslímum. Rússneska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði handtekið 27 manns í tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum að undanförnu. Jafnframt greindi lögreglan frá því að hún hefði komist að þvi hvernig sprengjuárásirnar á tvö flölbýlishús í Moskvu hefðu verið framkvæmd- ar. Þæf hefðu verið verk uppreisn- armanna í Tsjetsjeníu. EVRÓPA mmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ,TÁKN UM TRAUST Faxafeni 8 - sími 581 1560 | WWW.evropa.is | Dodge Caravan 2400i Base '98, ek. 17 þús. km, útv./segulb„ vökvast., ssk„ þjófav., armp., líknarb., loftk. Verð 2.390.000. Einnig árg. ‘96, '97 og '99. Volvo S70 2500 cc '98, ek. 32 þús. km, útv./segulb„ allt rafdr., vökvast., ABS, spólv., upph. sæti, 5 höfuðpúðar, 4 líknarb., leður, rúskinn, basepakki, lúxuspakki, sportpakki, vetrardekk. émemmáx Fiat Marea Weekend 1600 station '99, ek. 8 þús. km, útv./segulb„ allt rafdr., vökvast., ABS, samlæs., höfuðpúðarað aftan, álfelgur, 4 líknarbelgir, vindskeið, vetrardekk. Verð 1.390.000. VW Golf GL 1600 Comfort Line '98, ek. 16 þús. km, útv./segulb., allt rafdr., ABS, sarnl., þjófav., 5 höfuðp., liknarb., vetrard. Hvítrússneskur hermaður mokar ofan af fjöldagröf með líkum hermanna Rauða hersins og óbreyttra borgara sem talið er að nasistar hafi drepið í heimsstyrjöldinni síðari. Þriðjungur íbúa Hvíta-Rússlands, sem þá yar hluti Sovétríkjanna, týndi lífi í styrjöldinni. Gífurleg eyðilegging í Dili: Flest hús brunn- in eða skemmd Flest hús í Dili, höfuðborg Aust- ur-Timor, eru ýmist brunnin til grunna eða skemmd á annan hátt, að því er fréttamaður Reuters i borginni segir. Hundruð flóttamanna búa við öm- urlegar aðstæður niðri við ströndina. í morgun sást til her- manna hreinsa til í rúst- um heimilis Carlosar Belos, biskups á Austur- Tímor. Belo flúði land, ásamt tugþúsundum annarra, þegar víga- sveitir andstæðinga sjálfstæðis landsins gengu berserksgang. „Þeir eyðilögðu allt. Ekki bara vígasveitirnar, heldur einnig her- mennirnir," sagði nunna í samtali við Reuters. Xanana Gusmao, leiðtogi sjálf- stæðissinna á Austur-Tímor, lofaði í morgun að ekki kæmi til hefndarað- gerða í landinu þegar búið væri að koma á röð og reglu. „Sjálfstæðishermennim- ir vilja ekki grípa til hefndaraðgerða,“ sagði Gusmao við fréttamenn í breska sendiráðinu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, þar sem hann hefur haldið til frá því hann var leystur úr haldi Indónesa í síðustu viku. Yfirmaður friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna fyrir Austur-Tímor sagði í morgun að fyrsta verkefni sveitanna yrði að tryggja frið í höfuðborginni Dili og tryggja öryggi bækistöðva SÞ í borg- inni. Búist er við fyrstu friðar- gæsluliðunum til Dili um helgina. Xanana Gusmao.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.