Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 7 JDV Fréttir Vegstæöi um Kerlingarskarö eða Vatnaheiði? Báðir kostir vekja deilur - ákvörðunar skipulagsstjóra að vænta á föstudag DV, Vesturlandi: Úrskurður skipulagsstjóra um vegabætur á Snæfellsnesi er vænt- anlegur á föstudag. Hvor leiðin sem valin verður mun verða kærð sam- kvæmt heimildum DV og vekja heiftarlegar deilur. Verði Kerlingar- skarðsleiðin ofan á munu íbúar á Snæfellsnesi kæra og ef vegur yfir Vatnaheiði verður valinn þá munu umhverfissinnar, bændur og fleiri kæra. Þvi getur farið svo að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fái það verkefni að úrskurða í mál- inu. Vegagerðin hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegafram- kvæmda yfir Vatnaheiði. Um er að ræða nýjan veg sem myndi leysa af hólmi veginn um Kerlingarskarð. Mai'kmiðið með nýju vegstæði yfir Vatnaheiði er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi vegfar- enda, Snæfellinga sem annarra. Sveitarstjórnarmönnnum vestra þykir enginn vafi leika á að Vatna- heiðin, sem liggur eilítið vestar, sé mun betri kostur, 90 metrum lægri leið og brekkur ekki jafn hrikalegar og á Kerlingarskarði. Vegurinn um Kerlingaskarð ligg- ur hátt, mesta hæð er 320 metrar yfir sjávarmáli, á honum eru krapp- ar beygjur, blindhæðir og brattar brekkur. Vegurinn er sérlega erflð- ur yfirferðar á vetrum. Nýr vegur um Vatnaheiði þykir mikið hags- munamál meðal margra Snæfell- inga, Vestfirðinga og annarra veg- farenda sem eiga leið með ferjunni Baldri yflr Breiðafjörð. -DVÓ Yfirdýralæknir vegna hugsanlegs Kötlugoss: Skrásetja verður öll dýr á hættusvæðum DV, Selfossi: Yfirdýralæknir hefur sent frá sér tilkynningu um viðbrögð embættis- ins gagnvart hugsanlegu eldgosi. í henni segir að fyrstu viðbrögð skuli vera að kalla saman dýralækna á fund í gosráði og gera strax ráðstaf- anir til að sýni verði tekin af ösku til flúormælinga. Til þess eigi að hafa samband við jarðfræðinga og aðra gosmenn og virkja þá til sýna- töku, einnig eigi að fá veðurathug- unarfólk til verksins og hvetja al- menning til að fylgjast með ösku- falli með því að setja út hvíta diska. Fylgjast eigi með og skrá atburða- rás og það hvernig áhrif hún hafi á land og skepnur. Fylgjast verði grannt með veður- spá og samkvæmt henni á að ráða í horfur á öskufalli. Finna þarf út hvaða skepnur verði hugsanlega í hættu og miða leiðbeiningar við það. Athuga verði drykkjarvatn á væntanlegum ösku- fallssvæðum og benda sérstaklega á Mýrdælingar eru að verða við öllu viðbúnir og menn gleyma ekki bú- stofni sínum og gæludýrum. Mynd Njörður hugsanlega hættu af grunnum vötn- um og pollum ef öskufall verður. Þá segir að ef búfé verði fyrir eitrun verði að leggja mat á hollustu af- urða af þeim svæðum. í tilkynningu yfirdýralæknis segir að hluti af gosviðbúnaði sé að skrá- setja fjölda búijár á hugsanlegum hættusvæðum og gera gæludýratal. Hafa verði tilbúnar leiðbeiningar til bænda og annarra sem eiga fénað úti og aðrar skepnur í hættu. Þær leið- beiningar yrðu mismunandi eftir árstíð, hvaða skepnur væri um að ræða og aldur þeirra, magn flúors i öskunni, hvernig gos hagi sér og hvert askan frá því berist. Leiðbeiningamar mundu snúast um smölun búpenings, hýsingu, fóðrun og drykkjarvatn sem meng- ast gæti. Þá ráði einkenni bráðrar og langvinnrar eitrunar af flúori og öðrum gosefnum viðbúnaði. Einnig þurfl að huga að meðferð annarra dýra (til dæmis gæludýra) ef þarf að flytja af staðnum menn og dýr. Sameinaði lifeyrissjóðurinn Að lokum segir að ungviði sé í mestri hættu vegna langvinnra áhrifa. Þá sé kvendýrum hætt við doða á seinni hluta meðgöngu og um burð. -NH Vegagerðarmenn að vinnu í Kerlingarskarði fyrir nokkrum dögum. DV-mynd S. I swöfelai og viðskiptavina | Afgreiðslutími Frá 16. september - 1. maí er skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 9.00 - 17.00 alla virka daga. | Yfirlit send til sjóðfélaga Hinn 17. september 1999 voru send yfirlit til allra greiðandi sjóðfélaga yfir skráð iðgjöld frá 1. janúar 1999 til 31. ágúst 1999. SjóðféLagar eru hvattir til að bera þau saman við Launaseðla. Beri þeim ekki saman er áríðandi að hafa strax samband við sjóðinn því dýrmæt réttindi geta gLatast vegna vanskiLa á greiðsLum. | YfirLit í Séreignardeild YfirLit hafa veriö send tiL aLlra aðiLa sem greiddu í séreignardeild Sameinaða Lífeyrissjóðsins fyrir tímabiLið 1. janúar 1999 tiL 1. júlí 1999. AðiLar eru hvattir til að bera þau saman við LaunaseóLa. Beri þeim ekki saman er áríðandi að hafa strax samband við atvinnurekanda eða sjóðinn. [p | Ný heimasíða Á síðunni er að finna fLestar uppLýsingar um Lífeyrissjóðinn. Hægt er að sækja um Lífeyri og sjóðféLagaLán, reikna út væntanLegan Lífeyri, finna greiðsLubyrði af sjóðféLagaLánum og fyLLa út umsókn um séreignarsparnað. Ufeyrir Sameinaði lífeyrissjóðurinn Sími: 510 5000 Fax: 510 5010 Grænt númer: 800 6865 Heimasíða: lifeyrir.is Netfang: mottaka@lifeyrir.is Vinsamlegast athugið nýtt heimilisfang okkar að Borgartúni 30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.