Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 26
26 %raðan ertu? LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 Aslaug Dóra ólst upp þar sem búskapurinn var gróðurhúsaræktun og plattagerð. DV-mynd Hilmar Þór krakkar í bekknum en við fórum sex stelpur þaðan í Menntaskólann á Laugarvatni. Á Laugarvatni lauk ég stúdentsprófi nítján ára gömul og þá tók lífið á mölinni við.“ Er alltaf að upplifa sitt besta ár „Ég var og er mikið náttúrubarn þannig að mér fannst það mikil for- réttindi að fá að alast upp úti á landi í sveit svo ekki sé minnst á jafn fal- lega sveit eins og Biskupstungumar eru. Þar er bæði fógur náttúra, mikil saga, mjög gott mannlíf og samheldni. Þegar ég var krakki og unglingur var ég staðráðin í því að búa alltaf í sveit og helst í Biskupstungunum. Það var því sjálfgefið að fara á Laugarvatn því það var stutt að heiman og líka mjög fallegur og skemmtilegur staður. Á Laugarvatni hélt maöur líka áfram að vera í miklum tengslum við náttúr- una þó maður væri kominn í Mennta- skólann. Við fórum oft í langar göngu- ferðir upp á fjallið og inn í skóginn og bátsferðir á vatninu. Það var einnig gaman að vera á heimavist með um 200 jafnöldrum og mjög þroskandi fé- lagslega." Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir ólst upp í Biskupstungum: Var og er mikið náttúrubarn - og finnast forréttindi að hafa fengið að alast upp í sveit Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir er flest- um íslendingum að góðu kunn frá árunum þegar hún var einn af stjómendum Dagsljóss. í dag er hún framkvæmdastjóri sýningarinnar Sölku Völku í Hafnarfjaröarleikhús- inu sem byrjað verður að sýna í október. Þá er Áslaug einnig for- maður Kvenréttindafélags íslands og er í lausamennsku í sjónvarps- þáttagerð. Afi brenndi myndir á postu- línsplatta og könnur „Ég er frá Syðri-Reykjum II í Bisk- upstungum, þ.e. í uppsveitum Ámes- sýslu og ólst upp hjá afa mínum og ömmu. Amma mín hét Áslaug Ólafs- dóttir og afi minn heitir Stefán Árna- son. Afi fæddist á Skólavörðustígnum en ung að árum lögðu þau hjónin land undir fót og íluttust í Biskupstungur og byggðu upp stórt og mikið garð- yrkjubýli. Á Syðri-Reykjum er mjög stór heitur hver, einn sá stærsti á landinu, og hann var nýttur til að hita gróðurhúsin. Þegar ég var alast upp hafði frændi minn reyndar að mestu tekið við gróðurhúsunum en við vor- um með tvö hús þar sem við ræktuð- um papriku og tómata. Afi minn hafði þá söðlað um og lært að brenna myndir á postulín, á platta og könnur og þess háttar, og var það aðalstarf hans þegar ég var að alast upp. Það var t.d. mjög mikið að gera í kringum þjóðhátíðarárið 1974 en þá þurfti að gera platta fyrir alla landsfjórðunga Þingvallavatn Skálholt. SYÐRI REYKIR I r •< Selfoss og fyrir alls konar félagasamtök og bæjarfélög. Þetta er því sá búskapur sem ég ólst upp við, þ.e. plattagerð. Svo var líka nokkuð að gera við gróð- urhúsin, sérstaklega á vorin og sumr- in. Maður var að vökva, reyta arfa og tína tómata og þar fram eftir götun- um. Þetta var mjög skemmtilegt og hef ég alltaf verið hrifm af allri rækt- un. Það var líka stór garður kringum húsið og er enn sem við unnum mik- ið í en amma lagði ríka áherslu á að hann væri fallegur. Þó að ég byggi í sveit var ég fremur hrædd við dýr, að undanskildum villiköttunum sem héldu til í gróðurhúsunum, og ég gat aldrei drukkið mjólkina beint úr kún- um og þurfti alltaf að fá hana geril- sneydda frá Mjólkurbúi Flóamanna." Menninqarstundir ngs í skólabnnum Þegar Aslaug Dóra var krakki og unglingur var hún staðráðin í að búa alltaf í sveit og helst í Biskupstungunum Áslaug Dóra var sex ára þegar hún fór í skóla í Reykholti í Biskupstung- um. „Á hverjum morgni kom skóla- bíliinn heim á hlað og svo var keyrt í skólann i öllum veðrum, aðallega snjó og ófærð minnir mig, og tók oft lang- an tíma að komast á áfangastað. Bíl- stjórinn á skólabílnum hét Guðjón á Tjöm og held ég reyndar að hann sé enn að keyra skólabílinn. Hann er sá þolinmóðasti og þrautseigasti maöur sem ég hef nokkum tímann kynnst." Og þá hefur þurft að vakna snemma til að allir næðu á réttum tíma? „Já, það var farið snemma af stað til að vera komin á réttum tíma. Við sungum gjarnan ættjarðarsöngva við raust og ræddum þjóðmálin svo þetta voru miklar menningarstundir. Við krakkarnir kynntumst auðvitað mjög vel þarna í skólabílnum því þegar skóla lauk voram við keyrð heim aft- ur þannig að það var engin sérstök samvera hjá okkur fyrir utan skóla- tímann og skólabilinn. í Reykholti var ég þangað til komið var í 9. bekk en þá var ekki lengur pláss fyrir okkur þar og tókum við níunda bekkinn í Lýðháskólanum í Skálholti hjá-Heimi Steinssyni. Það var alveg sérstaklega skemmtilegur tími og má segja að við höfum blómstrað þarna í níunda bekknum. Það voru alls sautján Og em menntaskólaárin bestu ár ævinnar? „Ég myndi segja að æskuárin hafl verið sveipuð dýrðarljóma. Ég ólst þarna upp ein hjá afa mínum og ömmu þannig að ég var eins og blóm í eggi alveg vafm í bómull og hefði ekki getað fengið betra atlæti. Þau ár voru yndisleg og menntaskólaárin tóku svo við í beinu framhaldi sem mjög góð ár. En enn þann dag í dag fmnst mér ég alltaf vera að upplifa mitt besta ár þannig að ég get ekki sagt að bestu árin séu að baki.“ Gaman að reyna sig á nýjum vettvangi Heimsækirðu æskustöðvamar oft? „Já, ég var þar núna um helgina og reyni að fara oft í Tungurnar. Þegar ég var á Laugarvatni fór ég heim aöra hverja helgi en þá sá ég reykjarstrókana úr hvernum frá skólanum. Núna fer maður nokkrum sinnum á ári heim og reynir að komast í réttirnar og svo skreppur maður oft á sumrin. í vor fógnuðum við fimmtán ára stúd- entsafmæli á Laugarvatni og það var mjög gaman að hitta gömlu bekkjarfélagana. En myndirðu einhvem tímann flytjast aftur út á land? „Já, ef mér stæði til boða eitthvað starf eða annað sem væri ákjósan- legt þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um. En það er líka mjög gott að vera í vesturbænum, og um þessar mundir vildi ég hvergi annars staðar búa.“ Að lokum er það spurningin sem brennur eflaust á margra vörum: Fá íslendingar að sjá Áslaugu Dóm í Dagsljósi eða eitthvað að ráði í sjón- varpi á næstunni? „Nei, ekki get ég nú séð það beint fyrir mér. Ég tek aö mér ritstjórn og kynningarmál fyrir Listahátíð í Reykjavik eftir áramót og svo má segja að ég sé komin í svolítið ann- an gír. Að vísu á enn eftir að sýna nokkra þætti sem nefnast Úr hand- raðanum, þar sem rifjað er upp gamalt og skemmtilegt efni úr sjón- varpinu, og svo er ég núna að vinna að þáttaröð um íslenska listamenn og gera myndband fyrir Vímulausa æsku. Annars er ég nú mest fyrir að prófa nýja hluti og mér flnnst alltaf skemmtilegast að takast á við eitt- hvað nýtt og krefjandi." -hdm. ... í prófíl Jóhann Bach- mann, trommu- leikari Skíta- mórals Jóhann Bachmann er trommuleikari hljómsveitar- innar Skítamórals sem flestir landsmenn ættu að þekkja. Skítamórall leikur fyrir dansi á lokahófi knatt- spyrnumanna 2. október. Jóhann er í prófíl þessa vik- una. Fullt nafn: Jóhann Bachmann Ólafsson. Fæðingardagur og ár: 10. febrúar 1976. Maki: Birgitta Haukdal. Böm: Ein dóttir, Embla Dögg. Skemmtilegast: Að spila á stórum tónleikum fyrir troð- fullu húsi. Leiðinlegast: Að gera ekki neitt. ■ ■ > Uppáhaldsmatur: Allur aust- urlenskur. Uppáhaldsdrykkur: Egils Bergvatn. Fallegasta manneskja fyrir utan maka: Dóttir mín. Fallegasta röddin: Einar Ágúst. Uppáhalds líkamshluti: Tungan. Hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni: Hlutlaus. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndirðu vilja eyöa nótt: Pocahontas. Uppáhaldsleikari: Samuel L. Jackson. Uppáhaldstónlistarmaður: Þeir em of margir til að telja þá upp. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Siv Friðleifs. ,y Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends og Seinfeld. Leiðinlegasta auglýsingin: j Syngjandi tómatsósuauglýsing-1 in frá Hunts. Leiðinlegasta kvikmyndin:i Engin sem ég man í augnablik-| inu. Sætasti sjónvarpsmaðurinn:| Bryndís Hóbn. Uppáhaldsskemmtistaður: Gaukurinn, Astró og Glaumb- j ar. Besta „pikköpp“-lfnan: Heyrðu, fómm, það var ein- hver að pmmpa. Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú ert orðinn stór: Allt og ekkert. Eitthvað að lokum: Takk fyr- t ir mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.