Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 I lV fréttir Hollustuvernd ríkisins um matvælaeftirlit: Eftirlit á einni hendi - einn formlegur talsmaður fyrir Reykjagarð Matvælaeftirlit - heyrir undir þrjú ráðuneyti Umhverfisráöuneyti 1 Landbúnaðarráöuneyti 1 Sjávarútvegsráðuneyti | 1 Hollustuvernd ríkisins - yfirumsjón og framkvæmd heilbrigöiseftirlits 1 ▼ Yfirdýralæknir 1 1 Fiskistofa - eftirlit innanhúss með fiskvinnslufyrirtækjum ▼ Heilbrigöisnefndir sveitafélaganna 1 t Dýralæknar - eftirlit innanhúss meö sláturhúsum og eldisstöðum i Heilbrigöiseftirlit - eftirlit utanhúss með umhverfisþáttum framleiöslufýrirtækja Matvælaráð 1 fulltrúi á hverja stofnun. Skipun: Hollustuvernd Yfirdýralæknir Fiskistofa , ma „Það er æskilegt að eftirlitið sé á einni hendi og réttir aðilar komi síðan inn í það með formlegum hætti varðandi sérhæfða þætti,“ sagði Hermann Sveinbjörnsson, forstjóri Hollustuvemdar ríkisins, við DV. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um það á þessu stigi hver ætti að hafa það eftirlit með höndum. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir hefur látið í ljós þá skoðun í DV að eðlilegast sé að dýralækn- ar annist heilbrigðiseftirlit með kjúklingabúum, innan dyra sem utan. Það þýðir að heilbrigðisfull- trúar komi þar hvergi nálægt. Mik- il umræða hefur spunnist um fyrir- komulag heilbrigðiseftirlits vegna mikillar campylobactermengunar sem kom upp í kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum sem framleiðir Holtakjúklinga. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hugðist taka umhverf- iseftirlit á staðnum úr höndum heilbrigðisfulltrúa Suðurlands og koma til Hollustuverndar. Stofnun- in taldi ekki lagastoð fyrir þvi en greindi nefndinni frá því hvernig hún gæti komið að málinu. Hermann sagði að það hefði valdið vandkvæðum í gegnum árin að tveir aðilar kæmu að eftirliti á kjúklingabúunum. Mörkin væru ekki alveg skýr og aðila hefði greint á um hvað heyrði undir hvern. „Yfirdýralæknir hefur ekki bor- ið þetta beint undir okkur en ég tel að æskilegast væri að eitt starfs- leyfi væri gefið sem næði yfir allan reksturinn. Það mun vera einhver pottur brotinn í útgáfu starfsleyfa eins og er. Yfirdýralæknir gefur út starfsleyfi fyrir búin og sláturhús- in en viðkomandi heilbrigðiseftir- lit fyrir ytri þættina." Varðandi eftirlitsmál á Ásmund- arstöðum sagði Hermann að um- hverfiseftirlitið þar væri í höndum heilbrigðisfulltrúa Suðurlands eft- ir sem áður. Hollustuvernd hefði hins vegar, að beiðni Heilbrigðis- nefndar Suðurlands, orðið við því að vinna með aðilum til að auð- velda samskipti og samræmingu, setja fram tillögur um aðgerðaá- ætlun o.s.frv. „Við ákváðum það okkar á milli að það sem sagt yrði út á við um þessi mál kæmi einungis frá Holl- ustuvernd fyrst um sinn. Við telj- um málinu ekki til framdráttar að mjög margir séu að vinna málin og senda hver öðrum skilaboð í gegn- um fjölmiðla." -JSS Akureyri: Björgunar- sveitir sanv einaðar DV, Akureyri: Björgunarsveitirnar þrjár á Ak- ureyri, Hjálparsveit skáta, Flug- björgunarsveitin og Sjóbjörgunar- sveit SVFÍ, hafa verið sameinaðar í eina sveit sem mun bera nafnið Súlur, björgunarsveitin á Akur- eyri. Markmiðið með sameiningunni er að sameina þá aðila sem vinna að björgunarmálum á Akureyri í því skyni að ná betri árangri í starfi og enn fremur að ná fram aukinni hagræðingu með samnýt- ingu tækja, húsnæðis og búnaðar. Nýja björgunarsveitin sem til varð við sameininguna er aðili að Slysavamafélaginu Landsbjörg. Súlur, björgunarsveitin, verður ein stærsta og öflugasta björgunar- sveit landsins með um 100 virka félaga, fjóra öfluga björgunarbOa, tvo snjóbíla, sjö vélsleða, vörubíl, gúmmíbát og búnað til sjóbjörgun- ar, auk mikils búnaðar til björgun- arstarfa. Starfsemin verður til að byrja með í húsum gömlu sveit- anna en stefnt er að því að starf- semin verði sem fyrst undir einu þaki. Súlur munu eiga náið sam- starf við Kvennadeild SVFÍ og skátafélögin á Akureyri. -gk Kafarar könnuðu flak E1 Grillo í gær: Ætla að ná 2000 tonnum af olíu DV, Seyðisfirði: Kafarar í Seyðisfirði munu vinna markvisst að því á næstunni að ná upp olíunni úr E1 Grillo, sem áætlað er að sé allt að 2 þúsund tonn. Út- búnaður kafaranna, sem munu kanna flakið af olíuskipinu, kom til Seyöisfjaröar með Reykjafossi síð- degis á fimmtudag. Strax var byrjað að koma tækjum og tólum fyrir á stórum pramma og farið með hann út að flotgirðingunni fyrir ofan flak- ið. Blaðamaður DV hitti Árna Kóps- son kafara í gærmorgun þar sem hann var að starfi úti við flakið. Hann sagði að menn væru búnir að skyggnast um niðri við flakið. Mik- ið væri þar af línum sem þyrfti að fjarlægja, en þær hefðu verið notað- ar í stormi um daginn til að reyna að festa flotgirðinguna. Þær sköp- uðu hættu við köfunina og yrði að taka þær burt. Að öðru leyti væri allt með sömu ummerkjum. -JJ Hvar er Eiríkur nú? Sá atburður þegar Eiríki Sig- fússyni vöruflutningabílstjóra tókst með snarræði að nauðhemla og forðast að aka á ljós- lausan aftasta lög- reglubílinn í fylgd- arliði Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta á Ejjarðar- heiði, þar sem hersingin hafði staðnæmst í svartaþoku á þriðju- | dag, hefur orðið mörgum um- j hugsunarefni. Þegar Hákon Aðal- ■ steinsson skáld ók degi síðar í föruneyti forseta í Vopnafjörö yfir hæsta fjallveg á íslandi, Hell- isheiði eystri, líka í svartaþoku, orðaði hann hugsanir sínar svo: Þung er i skauti þokan grá, þekur útsýn tilfjallsins brúna. I Fram undan liggur heidin há, hvar skyldi Eirikur vera núna? Sorg að sjá Náttúruvemdarsamtök íslands hafa gert samantekt um Eyja- þakka og þá at- burðarás sem haf- in er og kann að | leiða til þess að I svæðinu verði sökkt undir vatn og þátt umhverf- . isráðherra í þeim atburðum. Eftir að hafales- ið samantektina orti Gunnar H. Hjálmarsson: Sökkva Eyjabökkum á ég annaö varla merki. Það er mikil sorg að sjá Siv að níðingsverki. Sannfœringu selja má, svignar burðarsperran. IFórnar því sem annast á umhverfisráðherrann. Pólitískur frami flár fœr hér œðsta gildi. Heggur mikið svöðusár sá er hlifa skyldi. Glötuð gæsapör Guðmundur Bergsson hefur vissan skilning á hinni sögulegu nauðsyn Eyja- bakkalóns ef marka má vísu sem hann hefim ort af sama til- efni. Hún er svona: Eyjabakka upp hjá lóni alsœl stóð með bros á vör. Vatnið þó að valdi tjóni vistkerfinu á okkar fróni og glatist nokkur gœsapör. Umsjón Stefán Ásgrimsson Netfang: sandkorn @ff. is \ 1 t i.N \ Hkl \ t INti \ \ KklNtit l NNI I ()Kl M \ II) M \ .Nl I > \t ,1NN ’ S1 |‘TI MBl I ( H i t )PNIM \t I l iR I IM\11 l I )A(ilNN 30 SNMIMHIKKI 18:00 \ 11) \ (>Nt \l \D 1>I l 1 \ \ \1 1 >1 I kkl i >1' 1 (ilNDl \l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.