Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 47 \\k - engin tímamörk frá áföllum þar til fólk leitar hamingjunnar á ný. segir biskup „Dorrit MoussaiefT er lausráðinn dálkahöfundur hér við tímaritiö og skrifar í dálka sína endrum og sinn- um. Ég man að síðasti dálkur henn- ar sem birtist hér hét „Ein og ánægð" (The joys of being single). Annað veit ég ekki um Dorrit, því miður,“ sagði Antonia Bailie, for- stöðumaður upplýsingasviðs tímrits- ins Tatler í London, þar sem ástkona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Is- lands starfar. - Hefur hún verið gift? „Um það get ég ekkert sagt enda veit ég ekkert um það.“ - Á hún böm? „Sama svar. Ég veit ekkert um það. Þú verður að spyrja einhvern sem þekkir hana betur. Þakka þér fyrir samtalið. Vertu blessaður," sagði Antonia Bailie hjá Tatler. Ein og ánægð í samtölum sem DV hefur átt við blaða- og fréttamenn á dagblöðum og tímaritum í London má skilja að samband Dorrit Moussaieff og for- Nýjasta hefti tímaritsins Tatler með ofurfyrirsætunni Elle MacPherson á forsíðu. Þarna birtist dálkur Dorrit Moussaieff um gildi þess og kosti að vera einheyp kona: „Joys of being single." seta íslands sé enn ekki orðið frétta- efni þar í landi og einnig hitt, að Dor- rit sé ekki þekkt í samkvæmislífi Lundúnaborgar. Eftir því sem næst verður komist er Dorrit vel efnuð og væntanlegur erfingi að skartgripa- fyrirtæki sem verið hefur í eigu fjöl- skyldu hennar í nokkra ættliði. Hún er vel menntuð, fæst við hönnun skartgripa, svo og dálkaskrif fyrir tímarit eins og fyrr sagði og ferðast mikið. Viðfangsefni síðasta pistils hennar í tímaritinu Tatler (The joys of being single) lýsir þeirri upplifun að vera ein og óbundin. Er efnið mjög í anda tímaritsins sem fjallar um lífsstíl heldra fólks, leiki þess, tómstundir, samkvæmislíf og áhuga- mál almennt. Indverskir örlagavaldar Eftir því sem næst verður komist má rekja samband þeirra Ólafs Ragn- ars og Dorrit Moussaieff allt aftur til marsmánaðar á þessu ári. Þá fór for- seti íslands í opinbera heimsókn til Póllands þar sem menn voru að fagna inngöngu Póliands í Atlants- hafsbandalagið, nánar tiltekið 12. mars. Á heimleiðinni lá leið forseta íslands í gegnum London, þar sem hann staldraöi við og þáði kvöldverð- arboð hjá indverskum vinum sínum. I kvöldverðarboðinu var einnig stödd blaðakona af ítölskum gyðinga- ættum, Dorrit Moussaieff. Ind- verjarnir kynntu hana fyrir forseta íslands og síðan hafa þau verið vin- ir. Má því segja að umræddir Ind- verjar séu örlagavaldar í lifi forseta íslands en Indverjunum kynntist Ólafur Ragnar er hann var í forsvari evrópsku þingmannanefndarinnar, Parlementarians for Global Actions. Um er að ræða indverska milljarða- mæringa sem auðgast hafa á stálframleiðslu og eru búsettir í London. Það var einmitt brúðkaup í fjölskyldu þessara Indverja sem varð fréttaefni hér á landi þegar Ólafur Ragnar hélt alla leið til Indlands til að vera viðstaddur hjónavígslu þar- lendra vina sinna áður en hann varð Dorrit Moussaieff við vígslu Bláa lónsins ásamt forseta íslands og Tinnu dóttur hans. Arkitekt Bláa lónsins, Sigríður Siþórsdóttir, er á tali við forsetann. forseti. Þá voru Indverjarnir sem hér um ræðir viðstaddir innsetningarat- höfn Ólafs Ragnars Grimssonar vin- ar síns í embætti forseta íslands á sínum tíma. Allar leiðir liggja til Lundúna Góð kynni forsetanna og Dorrit í indverska kvöldverðarboðinu í London í kjölfar Nato-hátíðahald- anna í Póllandi urðu til þess að Ólaf- ur Ragnar og breska blaðakonan héldu áfram að hittast. Ekki löngu síðar þáði forsetinn boð Dorrit um að mæta með henni í annað kvöldverð- arboð, nú, hjá bandaríska sendiherr- anum í London. í framhaldi af því fóru starfsmenn forsetaskrifstofunn- ar og starfsmenn Flugleiða að veita því eftirtekt að leið Ólafs Ragnars lá oft um London. Þar hófust allar ferð- irnar og enduðu líka og höfðu menn sem til þekktu á orði að nú lægju all- ar leiðir tO Lundúna. Það var þó ekki fyrr en um mitt sumar sem nán- ustu samstarfsmönnum forsetans var tilkynnt að þeim væri heimilt að ræða þennan nýorðna vinskap for- setans og breska dálkahöfundarins meðcd sinna nánustu. Reyndar þótti mörgum þeirra hreint með ólíkind- um hversu lengi var hægt að halda sambandinu leyndu eða eins og einn þeirra orðaði það eftir að forsetinn hafði rætt sambandið í sjónvarps- fréttum Stöðvar 2: „Mér er létt. Þetta er búið að standa svo lengi.“ Nætur á Bessastöðum Samkvæmt heimildum DV hefúr Dorrit Moussaieff komið hingað tO lands á fund forseta íslands einum fjórum sinnum. í tvö skipti hefur hún komið fram með forsetanum á opinberum vettvangi. í fyrra skiptið við vígslu Bláa lónsins og í hið slð- ara er hún sat hádegisverðarboð á Bessastöðum þar sem Richard A. Grasso, forstjóri kauphallarinnar í New York, flutti fyrirlestur fyrir boðsgesti forsetans. í það skiptið kom Dorrit fljúgandi til landsins með KauphaOaiforstjóranum í flug- vél hans. í öllum heimsóknum Dorrit á fund forsetans hingað tO lands hef- ur hún gist á Bessastöðum, 2 - 3 næt- ur í senn. Hún er því orðin hagvön á Bessastöðum og málkunnug starfs- fólki. íslenskur almenningur hefur tekið sambandi forseta síns við Dorrit Moussaieff vel eins og sjá má hér annars staðar á síðunni. Því er þó ekki að leyna að margir hafa gert orð aldinnar konu í vesturbænum að sín- um er hún sagði: „Ég samgleðst for- setanum en er ekki aðeins of stutt síðan," og átti þar við að enn er ekki liðið ár frá því að Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú var borin tO hinstu hvOu. Um þann þátt hefur herra Ólafur Skúlason, fyrrum bisk- up yfir íslandi, þetta að segja: Hamingjuleit „Kirkjan vill stuðla að farsæld fólks og það er ekki nokkur leið að setja einhver tímamörk frá því að fólk verður fyrir áföOum þar tO það leitar hamingjunnar á ný,“ sagði herra Ólafur Skúlason. Að mati kirkjunnar manna er ekk- ert því til fyrirstöðu að forseti ís- lands gangi að eiga konu sem er gyð- ingatrúar. Það gæti hins vegar orðið snúnara fyrir konu af gyðingaættum að ganga í hjónaband með forseta sem er lúterstrúar. Þó er ekkert í trúarbrögðum gyðinga sem bannar slíkt en meðal þeirra strangtrúuð- ustu er slíkt ekki tíðkað. í samtölum DV við presta mátti þó merkja áhyggjur nokkurra þeirra á því að Ólafur Ragnar gæti brugðið á það ráð að taka gyðingatrú í nafni ástar- innar og þá sérstaklega með tOliti tO þess að forsetinn er æðsti yfirmaður kirkjunnnar og skipar biskup. „ís- lenska þjóðkirkjan gæti aldrei sætt sig við forseta sem væri gyðingatrú- ar,“ sagði einn prestanna sem átti það sammerkt með öðrum starfsfé- lögum sínum að vilja ekki láta nafn Á nýjum sióðum í nýju landi. Dorrit Moussaieff hlýðir á forsetann T ávarpa gesti við vígslu Bláa lónsins. síns getið í þessu sambandi. í nánasta vina og kunningjahópi Ólafs Ragnars Grímssonar er fast- lega gert ráð fyrir því að forsetinn muni innan fárra vikna kcdla fjöl- miðla fyrir sig á Bessastöðum og kynna þar Dorrit Moussaieff ástkonu sína. í framhaldi af því muni hún fara að gegna hlutverki fylgdarkonu forsetans við opinberar athafnir og verða kynnt þannig í samfélagi þjóð- anna. -EIR Hvað finnst þár um Höskuldur Reyn- ir Höskuldsson smiður: „Forsetinn er bara maður eins og ég og þú og má gera það sem hann vOl. Mér líst bara mjög vel á þetta sam- band hans og Dorrit.“ Þórður Magn- ússon verslun- arstjóri: „Ef hann er ham- ingjusamur þá er þetta hið besta mál.“ Sigríður Magn- úsdóttir, at- vinnulaus: „Eins og hann sagði sjálfur í fréttatíma sjón- varpsins þá hef- ur þessi kona hjálpað honum að komast í gegn- um sorgina svo að sjálfsögðu finnst mér ekk- ert vera af því.“ Kolbrún Júlín- usdóttir inn- kaupafræðing- ur: „Mér hefur heyrst á fólki að það sé almennt ánægt með þetta samband og per- sónulega fannst mér viðtalið við forsetann í sjón- varpinu vera voðalega sætt.“ Guðjón Magn- ússon háskóla- nemi: „Hann er nú ekki búinn að ná í þessa konu enn- þá þannig að ég skO nú ekki aOt þetta fjaðrafok. Mér finnst alveg sjálfsagt að hann líti í kringum sig og held að þetta sé hin vænsta kona.“ Áslaug Þórðar- dóttir húsmóð- ir: „Þetta er algjör- lega hans einka- mál. Ef hann er ástfanginn þá er það hið besta mál.“ Sigurlaug Hrafnsdóttir at- vinnurekandi: „Mér finnst þetta alveg æðislegt og hann hækkaði um mörg prósent í áliti hjá mér með því að tala opinskátt um þetta í sjónvarp- inu. Ég mun kjósa hann aft- ur.“ Spurning dagsins: samband forsetans og Dorrit Moussaieff? Líney Hrafns- dóttir, starfar við umönnun: „Þetta er alveg yndislegt. Mér fannst mjög gott að hann tjáði sig um samband sitt við Dorrit í fréttatíma sjón- varpsins því það kemur þá í veg fyrir að eitthvað slúður sé í gangi.“ Sigurjón Ara- son nemi: „Ég fíla að hann sé kominn með konu. Ég geri ekki upp á milli þjóða þannig að mér finnst aUt í lagi þó að hún sé ekki íslensk." Guðmundur Freyr Ævars- son matreiðslu- maöur: „Hvað segirðu, er forsetinn kom- inn með kær- ustu? Og það blaðakonu? Ja, það hlýtur bara aö vera í góðu lagi, blaðakonur eru ágætar." Björn Ingi Jónsson raf- eindavirki: „Þetta er að mín- um mati bara hið besta mál, ekki vUjum við að hann verði pip- arkarl. Þetta eitt og sér mun ekki hafa. nokkur áhrif á það hvort hann verði end- urkjörinn sem forseti eða ekki.“ Tinna Dögg Gunnarsdóttir húsmóðir: „Ég á útlenskan mann sjálf þannig að mér finnst að sjálf- sögðu í lagi að hann sé að slá sér upp með erlendri konu. Mér finnst heldur ekkert of stutt liöið frá andláti Guðrúnar Katrínar." Laufey Gústafs- dóttir af- greiðslukona: „Mér finnst þetta gott mál en það verður svo bara að koma í ljós hvernig þetta þróast. Ég held hún myndi sóma sér vel á Bessa- stöðum því þetta er hugguleg kona.“ Helga G. Helga- dóttir tónlistar- kennari: „Eina sem skipt- ir máli er að sambandið þeirra á milli sé gott.“ Guðmundur J. jónsson for- stöðumaður: „Þetta er gott mál og ég hef enga trú á því að við íslendingar förum að gera eitthvað hneyksl- ismál úr þessu, því þetta er ekk- ert hneyksli." Sævar Hjalta- son sjómaður: „Forsetinn er mannlegur eins og aðrir og það skiptir mig engu máli hvaða kona þetta er sem hann er að slá sér upp með.“ Gísli Gunnar Gunnlaugsson nemi: „Mér finnst að hann hefði átt að syrgja Guðrúnu í ár áður en hann fyndi sér nýja.“ Sigrún Gunn- arsdóttir nemi: „Þetta er allt í finu lagi. Mér finnst þessi kona vera mjög mynd- arleg." Þórir Ástvalds- son rafvirki: „Hvað myndir þú gera í hans sporum? Af hverju ætti hann að vera að bíða með það að finna sér nýja konu? Ég segi bara verði forseta vor- um að góðu.“ Guðfinna Krist- $ jánsdóttir: „Mér finnst þetta æðislegt. Það skiptir engu máli þó hún sé erlend, heimurinn er hvort sem er svo lítill."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.