Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 68
Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ Sl'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Höldum okkar KR-hátíð „Við höldum okkar hátíð og bjóðum upp á uppbyggilegt og skemmtilegt mannlíf," sagði Helgi Björn Kristins- son, framkvæmdastjóri KR-sports, við DV. Á sunnudag fer fram úrslitaleikur í bikarnum milli KR og ÍA. Á Rauða ljóninu verður opnað kl. 10 um morg- uninn og verður boðið upp á skemmti- atriði fyrir alla flölskylduna fram eftir degi. Rútuferðir verða þaðan á leikinn. Helgi Björn sagði að hátíðahöldin nú yrðu „settlegri" en sl. laugardags- kvöld. Sú sigurhátíð hefur verið gagn- rýnd harðlega, m.a. vegna þess að áfengi var selt í óleyfi á Eiðistorgi og kvartað var yfir ungmenni undir lög- aldri væru á samkomunni um kvöldið. „Við munum ekki selja áfengi á torginu á sunnudag," sagði Helgi Bjöm. „En við rekum veitingahús við Eiðistorg og það verður opið. Fólki er . svo í sjálfsvald sett hvort það gleðst u '“'yfir öli eða ekki. Við emm ekki með neina forræðishyggju í þeim efnum. En það fer enginn með áfengi út frá okkur og út á torgið. Það er alveg ljóst. Við erum ekki í stríði við neinn held- ur fógnum við vonandi nýjum titli.“ -JSS Kvikmynd Guðnýjar Haildórsdóttur, Ungfrúin góða og húsið, var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld. í boði fyrir sýninguna var glatt á hjalla. Þar voru mættar þær Ragnhildur Gísladóttir, t.v., og Tinna Gunnlaugsdóttir, leikarar í myndinni, sem hér samfagna leikstjóranum. DV-mynd E.ÓI. Fjárfestingarbankinn: Yfirtökutil- boð laga- skylda - segir í lögfræðiáliti „Okkur þykir einsýnt, samkvæmt lögfræðilegu áliti sem við erum með í höndum, að kaupendum meiri- hluta ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er skylt að gera minnihlutanum yfirtökutilboö," sagði Eyjólfur Sveinsson, stjórnar- formaður eignarhaldsfélagsins Orca S.A. sem á 28% hlutafjár í bankan- um. Reynist þetta rétt er ljóst að hlut- hafar Orca S.A. geta hagnast vel á eign sinni í bankanum, eða yfir hálfan milljarð króna. Nú eru margir að kanna grund- völl þess að gera tilboð í hlut rikis- ins í Fjárfestingarbankanum, lífeyr- issjóðir og sparisjóðir. Sjá nánar frétt bls. 2. The Times: Moussaieff góð- vinur Connerys Breska stórblaðið The Times greindi í gær frá sambandi Ólafs Ragnars Grimssonar, forseta íslands, og Dorrit Moussaieff. Segir þar frá yf- irlýsingu forsetans á miðvikudags- kvöld. Um ungfrú Moussaieff segir að hún sé egypskur gyðingur, náinn vin- ur leikarans Seans Connerys og eigin- konu hans, Micheline. Segir að hún riti af og til tímaritsgreinar en sé þekktari fyrir að stjórna skartgripa- fyrirtæki í félagi við fóður sinn. Hún er þekkt meðal fina fólksins fyrir íburðarmikinn lifsstil og fágaðan fatasmekk. Haft er eftir fyrrum starfs- félögum að hún klæðist ávallt fótum tískuhönnuða. -hlh MERKILEGA MERKIVÉLIN brother pt (slenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Fíkniefnarukkarar játa limlestingar: Hrottum sleppt Manni sem handtekinn var á miðvikudag, grunaður um hrotta- lega líkamsárás á 23 ára gamlan mann nóttina áður, var sleppt eft- ir yfirheyrslur í gær. Annar mað- ur, sem handtekinn var vegna sama máls á fimmtudag, var í yfir- heyrslum hjá lögreglu í gær en var sleppt síðdegis. Málið er talið upp- lýst og má þá gera ráð fyrir að mennirnir hafi játað á sig óhæfu- verkið. Bíll sem fórnarlamb þeirra var á þegar árásin var gerð og mennirn- ir sölsuðu undir sig fannst í gær eftir ábendingar mannanna. Eins og fram kom í DV í fyrra- dag er árásin talin hafa átt að beinast að eldri bróður mannsins sem sagður er hafa stofhað til yfir 700 þúsund króna skuldar vegna flkniefhakaupa. Árásin var sér- staklega óvægin og er maðurinn handleggsbrotinn og tvíbrotinn á fæti, auk þess sem hann fékk slæman andlitsáverka. Ómar Smári Armannsson, aðstoð- aryflrlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, segir árásina alls ekki vera einsdæmi í fíkniefnaheiminum þó að þvilíkar líkamsmeiðingar séu að visu sem betur fer sjaldgæfar. „Þetta lýsir þeim hugsunarhætti og „lífsstíl" sem þetta fólk hefur til- einkað sér,“ segir Ómar. Hann segir aðspurður að árásin tengdist stóra fikniefnamálinu ekki á nokkurn hátt. Ómar segir ástæðu þess að ekki var krafíst gæsluvarðhalds yfir mönnunum þá að rannsókn málsins hafl ekki útheimt slíkt og að bræð- urnir tveir væru báðir niðurkomnir þar sem árásarmennimir gætu ekki náð til þeirra. Mennimir sem grun- aðir era í málinu em fæddir 1977 og 1976 og hafa áður komið við sögu lög- reglu. -GAR Daihatsu Charade-bíllinn, sem handrukkararnir stálu, fannst í gær við Vesturberg í Breiðholti og var fluttur á lögreglustöð. DV-mynd s Veðrið á sunnudag: Blautt norðan til Á morgun, sunnudag, er búist við norðaustanátt, 8-13 m/s, rigningu eða súld, einkum norðan til. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. Veðrið á mánudag: Rigning eða súld Á mánudag er spáð norðanátt, 8-13 m/s, og rigningu eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig. Veðrið í dag er á bls. 73. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.