Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 ftéttir' Sitt sýnist hverjum í sameiningarmálum knattspyrnufélaga: Félögin of mörg og grafa hvert undan öðru Á síðustu misserum hefur sam- eining félaga verið talsvert í um- ræðunni og sjá margir mikla hag- ræðingu með slíku rekstrarformi. Að sjálfsögðu er líka til sá hópur sem ekki má heyra slíkt nefnt. Svona sameining er vandmeðfarin og þarf að huga að mörgu áður en út í slíkt er farið. í þessari umræðu allri hefur helst verið rætt um sam- vinnu eða sameiningu liða í austur- hluta Reykjavíkurborgar. Þar eru félögin Fram, Valur, Víkingur og Þróttur en sumum finnast félögin á þessu svæði vera of mörg. Með sam- einingu af einhverju tagi væri hægt að ná fram hagstæðari rekstrarein- ingu en fjárhagur margra félaga er ekki beysinn og skuldahalinn orð- inn ansi langur. Af þeim sökum finnst sumum vera kominn tími til að setjast niður og ræða málin af al- vöru. Á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu hafa félög á síðustu árum verið að renna saman í eina sæng. í sumum tiifellum er komin reynsla á slíkan samruna og í flestum tiifell- um hefur það gefið góða raun. „Ég held að það sé alveg borð- leggjandi staðreynd að félög í borg- inni eru orðin allt of mörg og þá lít ég sérstaklega til austursvæðisins f þeim efnum. Ég held aö menn velkist ekki í neinum vafa um það. Það þarf að styrkja þessar félagsein- ingar með einhverjum hætti og þá horfi ég til samsteypu í einhverju formi. Það eru að sjálfsögðu til aðr- ar leiðir og að mínu mati getur ung- lingastarf félaganna verið með óbreyttu sniði. Horft til sameiningar á meistaraflokkunum Á hinn bóginn geta félögin sam- einast um meistaraflokkana en eins og dæmin sýna hafa menn farið ýmsar leiðir í þessum efnum eins og t.d. á Norðurlöndunum og í fjöl- mennum borgum í Bretlandi," sagði Sveinn Andri Sveinsson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram. Sveinn Andri sagði að ef menn færu út í þetta á annað borð og með alvöru þá fyndist honum borðleggj- andi að Fram og Þróttur sameinuð- ust en svæði þessara liða í borginni liggja í kross. Þróttarar eru komnir með glæsilega aðstöðu en Framarar Fréttaljós aftur á móti eru með sterka innviði og mikla hefð. Þetta gæti eflaust passað vel saman ef menn væru til í að prófa þetta. Um tíma var sameining Fram og Fjölnis í Grafarvogi í deiglunni. Andri sagði að sú umræða væri svo sem í gangi ennþá og menn væru alls ekki búnir að gefa þau áform upp á bátinn. Hann sagði það alveg ljóst að ef menn horfðu yfir sviðið væru liðin í Reykjavík alltof mörg og með sama áframhaldi væru þau að grafa hvert undan öðru. Komið að tímapunkti til að staldra við og skoða málið „Ef við lítum til rekstrar á meist- araflokkum í dag þá krefst hann mikils fjármagns og sameining liða myndi hjálpa til og stækka bakland- ið. Þá myndi áhorfendum og styrkt- araðilum fjölga. Reksturinn hjá mörgmn þessara liða er búinn aö vera erfiður svo ef til vill að er kom- ið að þeim tímapunkti að staldra við og hugsa málið. Við ættum hins vegar að fara mjög varlega í að fækka félagssvæðum. Barna- og unglingastarfíð er nokkuð sjálfsbær starfsemi og rekur sig á æfinga- gjöldum. Þess vegna er varasamt að mínu áliti að fækka fótboltavöllum frá því sem er í dag. í þessari um- ræðu ailri er auðvitað viðkvæmt að leggja niður gömlu félögin en þá finnst mér ákveðin leið að viðhalda þessum gömlu félagseiningum í bama- og unglingastarfmu. Sam- runinn beinist þvi eingöngu að meistaraflokkunum. Mér finnst vera kominn tími til að skoða þessi mál með opnum huga,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson. Ekki mikill sameiningartónn á Akureyri Að því er virðist er ekki mikill sameiningartónn í mönnum á Akureyri ef marka má orð Áma Óð- inssonar, formanns knattspyrnu- deildar Þórs. Árni var inntur eftir því hvort hann sæi fyrir sér sam- runa KA og Þórs. „Nei, en það er hins vegar verið að tala um þetta um allan bæ. Menn sem em hins vegar að vinna innan KA eða Þórs hafa ekki talað saman. Ég sé í fljótu bragði engan ávinning með sameiningu vegna þess að þetta snýst í mínum huga ekki um neina sameiningu. Þetta snýst um að at- vinnureksturinn í bænum hefur ekki kjark til að setja peninga i íþróttirnar á Akureyri. Mér finnst atvinnustarfsemi í bænum og fyrir- tæki alls ekki styrkja íþróttirnar sem skyldi. Á flestum stöðum úti á landi er það atvinnustarfsemin á hverjum stað sem ber íþróttastarf- semina uppi. Atvinnureksturinn hefur ekki kjark Ég get nefnt Grindavík. Ólafs- fjörð, Isafjörð og Homafjörð, þar sem atvinnureksturinn ber þetta uppi með einum eða öðmm hætti. Á meðan atvinnureksturinn á Akur- eyri hefur ekki kjark í það þá breyt- ir það engu hvort það er KA, Þór ■ ■ ' Ékíá |R V Rekstur knattspyrnudeildar er þungur baggi fyrir mörg félög. Margir sjá þann kost vænstan fyrir mörg félög að þeim sé borgið með að sameinast. Framtíðin á eftir að leiða það í Ijós hvort það verður ofan á. eða þriðja batteríið. Með sammna þyrftum við að afla enn meira fjár að mínu mati,“ sagði Ámi Óðins- son. Ámi vildi meina að með sam- einingu yrðu félögin ekki sterkari. Bæjarfélagið væri það stórt að það væri ekki fullnægjandi að gera út eitt knattspymulið. Hann gæti hins vegar viðurkennt að staða liðanna á svæðinu væri sorgleg. Það hefur enginn bent mér á kostina „Það hefur enginn fram að þessu getað bent mér á kostina við að fé- lögin hér gangi í eina sæng. Það get- ur vel verið að einhver búi yfir slíku og ef svo væri er ég tilbúinn að skoða það. Ef einhver hópur úti í bæ sem er endalaust að tala um sameiningu byggi til samruna með það að markmiði hugsanlega að kaupa til sína bestu leikmenn félag- anna og gera þetta almennilega út þá skyldi ég glaður stíga til hliðar og gefa þeim tíma. Ég ætla ekki að hafa forgöngu að því og held að menn í KA séu sama sinnis. Mér finnst umræðan um þessi mál koma mikið að sunnan og allar spurningarnar koma þaðan. Það er greinilegt að Sunnlendingum flnnst að við ættum að sameinast og ég skil það sjónarmið vel enda staða liðanna hér enga veginn ásættanleg. Það sem hefur háð okkur núna seinni árin er aö við höfum ekki haft neitt fjármagn og svigrúm til að takast á hendur neinar alvöruskuld- bindingar með leikmenn og annað slíkt," sagði Ámi Óðinsson. Þú finnur hvergi jafn mikið í svona stórum bíl. Þótt Clio hafi alla kosti smábíls býóur hann um leió þægindi og öryggi stærri bíla. Hann er ekki aóeins rúmmeiri en aórir bílar í sama stæróarflokki heldur er hann einnig mun öruggari á alla vegu (t.d. ABS hemlakerfi og allt aó 4 líknarbelgir). Hljóóeinangrunin í Clio er meiri og aksturseiginleikar hans eru betri. Er ekki kominn tími til aó fá sér stóran bíl?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.