Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Blaðsíða 31
JJV LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 fréttir31 stöðugt að vera að breyta og bæta hlutina, skipuleggja og hagræða. Það er í góðu lagi, þangað til mað- ur stendur frammi fyrir mannleg- um þáttum. Ég náði árangri og þess vegna kallaði ég yfir mig af- brýðisemi, ótta og öfund. Ég var svo vitlaus að ég áttaði mig ekki á því lengi vel.“ Vonskuverur heimsins mæta Gyða staldrar aðeins við til að ræða hvað samfélagið sé fast í kreddum og skökku gildismati og segist fyrst hafa orðið alvarlega vör við það þegar hún byrjaði í Kennaraháskólanum og heyrði fólk spyrja innan skólans: „Hvað er hún að byrja svona seint, þessi kona? Þetta verður enginn ferill hjá henni.“ En þegar náminu lauk fluttist hún til Seyðisfjarðar, þar sem Sigurður hafði tekið við sýslu- mannsembætti. Álag þriggja ára- tuga hafði náð að knésetja þessa sterku konu um stund og mætti hún austur á firði með liðónýtt bak. „Ég átti í þessu bakmeini í nokkur ár,“ segir Gyða, „og ég var mjög slæm. Mér leið eins og fanga í Suður-Ameríku, sem hleypt var á straumi á nokkurra sekúndna fresti í mörg ár. Þetta var ægileg þjáning. Ég fékk vitlaus lyf og á öllu gekk. Mér fannst eins og þarna ætluðu allar vonskuverur heimsins að vinna á mér. Þetta var ægilegt veikindastríð, en ég hafði á endanum betur. Að vísu er taugarótin sködduð og ég fæ köst - en get varla kvartað á meðan ég er í tvö hundruð prósent vinnu." Gyða og Sigurður voru á Seyðis- firði í átta ár. Þar hellti hún sér út I kennsluna með öllum sínum upp- átækjum og nýju aðferðum. „Ég þótti skritin," segir hún, „en eigin- kona sýslumanns má vera skrítin og ef hún er það ekki, er hún gerð skrítin. En ég fékk nóg að starfa. Það vakti strax athygli mína að á fjörðunum fyrir austan var dyslex- ia griðarlegt vandamál. Þetta var stífasta dyslexia sem ég hafði kom- ist í og ég fór að velta því fyrir mér hvort dyslexian væri ástæðan fyrir því að einmitt þetta væri fólkið sem yrði eftir heima í þorp- inu, þegar aðrir færu í burtu. Það var svo merkilegt að þetta var greindasta fólkið, en fékk ekki kennslu við hæfl.“ Sýslumannsfrúin er skrítin „Ég byrjaði að nota það sem ég hafði lært og tók til við að kenna foreldrum að kenna með mér og þetta svínvirkaði. Bekkurinn sem ég var mest með, varð ekki fallbekk- ur og það má segja að þarna hafi ég laért að vera kennari. Ég fór líka nýjar leiðir i ýmsu, eins og að láta stelpurnar sauma fermingarkjólana sína sjálfar, með aðstoð mæðra þeirra. Þetta þótti skrítið en það var allt í lagi, ég var sýslumannsfrúin. En það verður að segjast eins og er að þessi átta ár á Seyðisfirði voru alveg ofsalega skemmtileg." Á meðan Gyða bjó á Seyðisfirði tók hún sérkennslu í fjarnámi frá Hallormsstað. „Þetta var mikill skóli og það var gaman að vera á Hallormsstað, jafnvel þótt þar væri mikill músagangur og við dunduð- um okkur við að veiða mýsnar í stígvél og bera þær út. Seinna árið í sérkennslunni tók hún þegar hún flutti aftur suður og fór að kenna í Selásskóla. „Ég byrjaði auðvitað á foreldra- kennslunni þar, en rakst á allt og alla. Þegar maður byrjar á því að umturna öllu í kringum sig, gerist það. En ef grunnskólinn á að vera sú stofnun sem tengir kynslóðirnar saman, þá verður að mennta foreld- rana. Fyrir slíku er þó ekki skiln- ingur og það er lítið gert fyrir leið- toga i grunnskólanum. Þar vilja menn ekki leiðtoga í einu né neinu. En hvað um það, ég byrjaði á því að nota lituð gler og glærur í kennslu og fór fram á að bætiefnagjöfín yrði tekin alvarlega. Ég æsti bæði lækna- og kennarastéttina upp á móti mér, sem varð auðvitað til þess að ég fór að efast. En þá leitaði ég til landlæknis sem lagði blessun sína yfir það sem ég var að gera, enda fór ég aldrei yfir ráðlagða dagskammta. Ég streðaði við þetta kerfi í þrjú ár, en þá var ég búin að fá nóg og fór.“ Menn hoppa í kringum vandamálm Næst lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík, auk þess sem Gyða hefur kennt í Hvaleyrarskóla í Hafnar- flrði og í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Hún segist hafa fengið mikinn stuðning í vinnu sinni frá Ingvari, skólastjóra Iðnskólans og kennarar skólans hafa allir fengist við að hjálpa nemendum með sértæka Ég æsti bæði lækna- og kennarastéttina upp á móti mér, sem varð auðvitað til þess að ég fór að efast. sem skella sér út í vinnuna eru jú ægilega sniðugir en fá ekki gæða- stimpil. Það er endalaust verið að tala um það hvemig á að leysa vandann, þvi sitt sýnist hverjum af öllum þessum sérfræðingum. Þetta er átakanlegt þegar maður veit að það er hægt að ganga í málið og leysa það.“ Að skapa framtíðina Nýjasta verkefnið sem Gyða hef- ur hellt sér út í er Landmark For- um. „Ég ætla mér að verða kynning- arleiðtogi fyrir þau samtök," segir hún. Þeir halda námskeið, sem standa í þrjá og hálfan dag, í hinum ýmsu borgum heims og mig langar að fá slík námskeið til íslands. En þau eru dýr. Það kostar sex milljón- ir að halda námskeið fyrir 220 manns. En ég er sannfærð um að ekkert annað afl gæti forðað æsk- unni frá því að lenda í eiturlyfjum." Hvað er Landmark Forum? „Á fyrsta námskeiðinu hjá Land- mark Forum kemst þú að því hvern- ig þú hefur lært að lifa af þína eigin tilveru. Þú setur upp þrjú skeið þar sem þú mótar þina vinningsfor- múlu. Á þessum þremur stigum komumst við að því að við erum „failures," eða misheppnuð. En við eigum alltaf möguleika á að nota vinningsformúluna til að halda áfram. Hún er eins og bakskrúfa sem fleytir okkur fram á við. Við komumst að því að við stöndum í „ekkertinu" og það skiptir engu máli sem liðið er. Það skiptir heldur engu máli að það skiptir ekki máli. Við förum i gegnum ferli sem leiðir að þessari niðurstöðu. Þá förum við að skapa fram á við - skapa framtíð- ina. Það hefur enginn náð árangri með því að vera venjulegur og gera raunhæfa hluti. Þarna lærum við að vera „sérstök" og gera „óraunhæfa" hluti. Ég lærði þetta og hætti að hafa áhyggjur af því hvar ég hefði sjálfa mig. Þetta var spurning um að fara bara og gera hlutina. Um leið og maður fer að vera maður sjálfur, þá er hægt að faðma og kyssa lífið og þakka fyrir að fá að vera sérstakur og gera óraunhæfa hluti. Ég hefði ekki trúað því að ég ætti aftur eftir að eiga svona mikla hamingju." námserfiðleika eða dyslexiu. Iðn- skólinn hefur með velvilja meistara stigið stærra skref en menn hafa áttað sig á, því að þessi þáttur Iðn- skólans hefur ekki verið auglýstur eins vel og t.d. samskiptalegu erfið- leikamir sl. vetur. En því tímabili er lokið fyrir atbeina kennara og meistara og sitjum við í Paradís uppi á Skólavörðuholtinu eins og áður. Gyða er komin á eftirlauna- aldurinn og finnst það út í hött. „Ég sit uppi með þekkingu til að hjálpa sjávarplássunum úti á landi - en það hefur enginn áhuga á að nýta sér þá þekkingu. Það er mikið býsnast yfir námsárangri þar og það er ekkert mál að ráða bót á honum. Það er ömurlegt að sjá menn hoppa í kring- um vandamálin eins og köttur í kringum heitan graut í stað þess að hoppa út í grautinn." Hvað áttu við með að hoppa í kringum vandamálin? „Menn sitja og greina og skil- greina endalaust. Við getum bara tekið hugtakið „misþroska" sem mjög skýrt dæmi. Nú eru til þrjú hundruð hugtök yfir misþroska. Greiningin er orðin svo flott og þeir sérfræðingar sem skrifa mest um greininguna eru flottastir. Hinir, Það hefur enginn náð árangri með því að vera venjulegur og gera raunhæfa hluti. sus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.