Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1999, Page 4
4 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 I lV fréttir Hollustuvernd ríkisins um matvælaeftirlit: Eftirlit á einni hendi - einn formlegur talsmaður fyrir Reykjagarð Matvælaeftirlit - heyrir undir þrjú ráðuneyti Umhverfisráöuneyti 1 Landbúnaðarráöuneyti 1 Sjávarútvegsráðuneyti | 1 Hollustuvernd ríkisins - yfirumsjón og framkvæmd heilbrigöiseftirlits 1 ▼ Yfirdýralæknir 1 1 Fiskistofa - eftirlit innanhúss með fiskvinnslufyrirtækjum ▼ Heilbrigöisnefndir sveitafélaganna 1 t Dýralæknar - eftirlit innanhúss meö sláturhúsum og eldisstöðum i Heilbrigöiseftirlit - eftirlit utanhúss með umhverfisþáttum framleiöslufýrirtækja Matvælaráð 1 fulltrúi á hverja stofnun. Skipun: Hollustuvernd Yfirdýralæknir Fiskistofa , ma „Það er æskilegt að eftirlitið sé á einni hendi og réttir aðilar komi síðan inn í það með formlegum hætti varðandi sérhæfða þætti,“ sagði Hermann Sveinbjörnsson, forstjóri Hollustuvemdar ríkisins, við DV. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um það á þessu stigi hver ætti að hafa það eftirlit með höndum. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir hefur látið í ljós þá skoðun í DV að eðlilegast sé að dýralækn- ar annist heilbrigðiseftirlit með kjúklingabúum, innan dyra sem utan. Það þýðir að heilbrigðisfull- trúar komi þar hvergi nálægt. Mik- il umræða hefur spunnist um fyrir- komulag heilbrigðiseftirlits vegna mikillar campylobactermengunar sem kom upp í kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum sem framleiðir Holtakjúklinga. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hugðist taka umhverf- iseftirlit á staðnum úr höndum heilbrigðisfulltrúa Suðurlands og koma til Hollustuverndar. Stofnun- in taldi ekki lagastoð fyrir þvi en greindi nefndinni frá því hvernig hún gæti komið að málinu. Hermann sagði að það hefði valdið vandkvæðum í gegnum árin að tveir aðilar kæmu að eftirliti á kjúklingabúunum. Mörkin væru ekki alveg skýr og aðila hefði greint á um hvað heyrði undir hvern. „Yfirdýralæknir hefur ekki bor- ið þetta beint undir okkur en ég tel að æskilegast væri að eitt starfs- leyfi væri gefið sem næði yfir allan reksturinn. Það mun vera einhver pottur brotinn í útgáfu starfsleyfa eins og er. Yfirdýralæknir gefur út starfsleyfi fyrir búin og sláturhús- in en viðkomandi heilbrigðiseftir- lit fyrir ytri þættina." Varðandi eftirlitsmál á Ásmund- arstöðum sagði Hermann að um- hverfiseftirlitið þar væri í höndum heilbrigðisfulltrúa Suðurlands eft- ir sem áður. Hollustuvernd hefði hins vegar, að beiðni Heilbrigðis- nefndar Suðurlands, orðið við því að vinna með aðilum til að auð- velda samskipti og samræmingu, setja fram tillögur um aðgerðaá- ætlun o.s.frv. „Við ákváðum það okkar á milli að það sem sagt yrði út á við um þessi mál kæmi einungis frá Holl- ustuvernd fyrst um sinn. Við telj- um málinu ekki til framdráttar að mjög margir séu að vinna málin og senda hver öðrum skilaboð í gegn- um fjölmiðla." -JSS Akureyri: Björgunar- sveitir sanv einaðar DV, Akureyri: Björgunarsveitirnar þrjár á Ak- ureyri, Hjálparsveit skáta, Flug- björgunarsveitin og Sjóbjörgunar- sveit SVFÍ, hafa verið sameinaðar í eina sveit sem mun bera nafnið Súlur, björgunarsveitin á Akur- eyri. Markmiðið með sameiningunni er að sameina þá aðila sem vinna að björgunarmálum á Akureyri í því skyni að ná betri árangri í starfi og enn fremur að ná fram aukinni hagræðingu með samnýt- ingu tækja, húsnæðis og búnaðar. Nýja björgunarsveitin sem til varð við sameininguna er aðili að Slysavamafélaginu Landsbjörg. Súlur, björgunarsveitin, verður ein stærsta og öflugasta björgunar- sveit landsins með um 100 virka félaga, fjóra öfluga björgunarbOa, tvo snjóbíla, sjö vélsleða, vörubíl, gúmmíbát og búnað til sjóbjörgun- ar, auk mikils búnaðar til björgun- arstarfa. Starfsemin verður til að byrja með í húsum gömlu sveit- anna en stefnt er að því að starf- semin verði sem fyrst undir einu þaki. Súlur munu eiga náið sam- starf við Kvennadeild SVFÍ og skátafélögin á Akureyri. -gk Kafarar könnuðu flak E1 Grillo í gær: Ætla að ná 2000 tonnum af olíu DV, Seyðisfirði: Kafarar í Seyðisfirði munu vinna markvisst að því á næstunni að ná upp olíunni úr E1 Grillo, sem áætlað er að sé allt að 2 þúsund tonn. Út- búnaður kafaranna, sem munu kanna flakið af olíuskipinu, kom til Seyöisfjaröar með Reykjafossi síð- degis á fimmtudag. Strax var byrjað að koma tækjum og tólum fyrir á stórum pramma og farið með hann út að flotgirðingunni fyrir ofan flak- ið. Blaðamaður DV hitti Árna Kóps- son kafara í gærmorgun þar sem hann var að starfi úti við flakið. Hann sagði að menn væru búnir að skyggnast um niðri við flakið. Mik- ið væri þar af línum sem þyrfti að fjarlægja, en þær hefðu verið notað- ar í stormi um daginn til að reyna að festa flotgirðinguna. Þær sköp- uðu hættu við köfunina og yrði að taka þær burt. Að öðru leyti væri allt með sömu ummerkjum. -JJ Hvar er Eiríkur nú? Sá atburður þegar Eiríki Sig- fússyni vöruflutningabílstjóra tókst með snarræði að nauðhemla og forðast að aka á ljós- lausan aftasta lög- reglubílinn í fylgd- arliði Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta á Ejjarðar- heiði, þar sem hersingin hafði staðnæmst í svartaþoku á þriðju- | dag, hefur orðið mörgum um- j hugsunarefni. Þegar Hákon Aðal- ■ steinsson skáld ók degi síðar í föruneyti forseta í Vopnafjörö yfir hæsta fjallveg á íslandi, Hell- isheiði eystri, líka í svartaþoku, orðaði hann hugsanir sínar svo: Þung er i skauti þokan grá, þekur útsýn tilfjallsins brúna. I Fram undan liggur heidin há, hvar skyldi Eirikur vera núna? Sorg að sjá Náttúruvemdarsamtök íslands hafa gert samantekt um Eyja- þakka og þá at- burðarás sem haf- in er og kann að | leiða til þess að I svæðinu verði sökkt undir vatn og þátt umhverf- . isráðherra í þeim atburðum. Eftir að hafales- ið samantektina orti Gunnar H. Hjálmarsson: Sökkva Eyjabökkum á ég annaö varla merki. Það er mikil sorg að sjá Siv að níðingsverki. Sannfœringu selja má, svignar burðarsperran. IFórnar því sem annast á umhverfisráðherrann. Pólitískur frami flár fœr hér œðsta gildi. Heggur mikið svöðusár sá er hlifa skyldi. Glötuð gæsapör Guðmundur Bergsson hefur vissan skilning á hinni sögulegu nauðsyn Eyja- bakkalóns ef marka má vísu sem hann hefim ort af sama til- efni. Hún er svona: Eyjabakka upp hjá lóni alsœl stóð með bros á vör. Vatnið þó að valdi tjóni vistkerfinu á okkar fróni og glatist nokkur gœsapör. Umsjón Stefán Ásgrimsson Netfang: sandkorn @ff. is \ 1 t i.N \ Hkl \ t INti \ \ KklNtit l NNI I ()Kl M \ II) M \ .Nl I > \t ,1NN ’ S1 |‘TI MBl I ( H i t )PNIM \t I l iR I IM\11 l I )A(ilNN 30 SNMIMHIKKI 18:00 \ 11) \ (>Nt \l \D 1>I l 1 \ \ \1 1 >1 I kkl i >1' 1 (ilNDl \l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.