Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Síða 16
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 DV
i6 fJteygarðshornið
Textarnir á mjólkurfernunum
Auglýsingar eru ekki hafð-
ar í sjónvarpi vegna þess að
þær séu nauðsynlegur tekju-
stofn þessari stofnun til að
hún geti framleitt vandað og
skemmtilegt íslenskt efni. Við
erum bara látin halda það.
Auglýsingarnar eru álitnar
samfélaginu nauðsyn: þær
hafa leyst myndlistina sálugu
af hólmi sem sjónrænn vett-
vangur fyrir sjálfsmynd og
drauma samfélagsins. Þær
hafa leyst messur og bæna-
gjörð af hólmi sem leikhús og
möntrusmiðja sem innræti
einstaklingnum það sem
brýnast kann að þykja til
þess að hann leysi sómasam-
lega af hendi skyldur sinar
við samfélagið. Fyrr á öldum,
þegar hér ríkti trúræði,
gegndi bænin því hlutverki
að halda einstaklingnum við
efnið að uppfylla vilja Guðs.
Sá vilji snerist fyrst og síðast
um iðjusemi og trúmennsku.
Sá sem iðjaði stöðugt upp-
fyllti vilja Guðs og var þar
með farsæll einstaklingur.
Vinnusemi af slíkum toga
nýtur æ minni virðingar í
samfélaginu, enda eigum við
mörg dæmi um þær ógöngur sem
dugnaðurinn hefur leitt okkur út í,
þegar hann er gerður að markmiði
í sjálfum sér. Siðaboðin sem berast
einstaklingunum hafa því breyst:
nú er okkur gert að neyta í stað
þess að iðja. Við eigum að kaupa.
Við eigum að henda. Umfram allt:
við eigum að endumýjast.
Farsæll einstaklingur er sá sem
endurnýjar ársfjórðungslega bíl-
inn sinn, sófasettið, sjónvarpið,
tölvuna, gemsann, eldhúsinnrétt-
inguna, bílskúrshurðaopnarann,
hárgreiðsluna, lífsstil sinn. Við
eigum að vera eins og líkami okk-
ar sem endurnýjar sig reglulega
með sífellt nýjum frumum; endur-
nýjun er lykilorðið, ekki trú-
mennska og varðveisla.
* * * *
Eitt fyrirtæki sker sig þó úr í
þeim skilaboðum sem það kemur á
framfæri við neytendur. Mjólkur-
samsalan. Og vitaskuld er sjálf-
skipaður menningarviti eins og ég
aðdáandi mjólkurfemanna. Byrj-
um samt á tuði: Hvers eigum við
sem drekkum ijörmjólk að gjalda?
Á þeim umbúðum eru bara upplýs-
ingar um einhver heilsufræði og
gott ef ekki orðagjálfur um gildi
hreyflngar og likamsræktar - á
meðan þeir sem drekka léttmjólk
eða þungmjólk fá hvers kyns bók-
menntatexta að lesa og velta vöng-
um yflr á meðan þeir svolgra í sig
mjólk og graðka í sig súkkulaði-
kexi. Þeir em verðlaunaðir - okk-
ur refsað; mér líður eins og ég sé
að drekka ómerkilegri mjólk en
þeir.
Textamir aftan á mjólkurfern-
unum eru merkilegt framlag til ís-
lenskrar bókmenntaumræðu og
gríðarleg framfór frá hinum yfir-
lætislegu tilmælum um rétt mál
sem áður skreyttu þessar umbúð-
ir. En þeir era líka annað og
meira.
Það er vel til fundið hjá ímynd-
arhönnuðum Mjólkursamsölunnar
að tengja tramleiðslu hennar með
svo beinum hætti við íslenska
tungu og mikilvægi þess að varð-
veita hana á viðsjálum tímum
vegna þess að sjálf er Mjólkusam-
salan síðasta einokunarfyrirtækið
sem Bónus á ekki. Þannig hefur
ímyndarhönnuðum samsölunnar
tekist að koma þeirri hugsun inn
hjá almenningi að ef einokun
hennar á framleiðslu mjólkur-
vamings yrði aflétt væri íslensk
menning á einhvem hátt í hættu
stödd; tunga að tapast og týnast
sál.
* * * *
Það sem er
athyglisverð-
ast við text-
ana á mjólk-
urfemunum
er það sem
þar er ekki.
Þar er ekkert
eftir Halldór
Laxness, ekk-
ert úr Njálu
eða Eglu,
ekkert úr Laxdælu. Ekkert frægt.
Hins vegar er þar brot úr minning-
argi'ein um einhvem Egil, frá 19.
öld. Þama er sagt frá hundi sem
tók alltaf undir þegar sungið var
og þama er Írafells-Móra getið að
Guðmundur Andri Thorsson
góðu. Þama era brot úr þjóðlegum
fróðleik, sem bókmenntafræðingar
neysluþjóðfélagsins halda að sé
það hallærislegasta í heimi. Þama
era brotúr gömlum annálum, lýs-
ingar úr verkum tiltölulega
óþekktra höfunda, nafnlausir text-
ar.
Hér er verið í fyrsta sinn að gera
sýnilegar þær bókmenntir sem allt
sem á okkar
dögum byggist í
rauninni á.
Þetta er hin
týnda bók-
menntasaga.
Hinir hógværa
höfundar sem
fleyttu áfram
þessum
stórfurðulega
arfi íslendinga:
bókmenntun-
um, héldu þeim
lifandi, bættu
við þær, sniðu
af agnúa, hvesstu, fáðu. Þó að
Mjólkursamsalan hafi ekki orðið
til annars en að halda nafni þess-
ara höfunda á lofti hefur hún ver-
ið rekin til nokkurs.
Auglýsingarnar eru'
álitnar samfélaginu
nauösyn: þœr hafa
leyst myndlistina sál-
ugu af hólmi sem sjón-
rœnn vettvangur fyrir
sjálfsmynd og drauma
samfélagsins
dagur í lífi
Fjórtán tímar í grenjandi rigningu:
Kædeiksþjónusta og gamlar prestasögur
Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni í Keflavíkurkirkju, segir frá einum degi í starfi djáknans
Þriðjudagurinn 5. október var
óvenju langur vinnudagur hjá mér
en þó ekki einsdæmi.
Haustið er komið með sína elsku-
legu rigningu svo að maður þarf ljós
við að lesa Moggann klukkan rúm-
lega sjö. Maðurinn minn fór í vinn-
una fyrir klukkan átta og ég lagði af
stað hálftíma síðar. Það rigndi mik-
ið í Garðabæ og Hafnarfirði þennan
morgun en vegskiltið á Reykjanes-
braut sýndi plústölur bæði fyrir loft-
hita og veghita á Strandarheiði.
Þúsundir bíla voru á leið inn eft-
ir, eins og Suðurnesjamenn kalla
höfuðborgarsvæðið, en við vorum
færri á leiðinni suður úr. Þó álíka
langt sé í báðar áttimar er það vist
algengara að vinna sé sótt inn eftir
en að við sem búum á innesjunum
sækjum vinnu á útnesin. Ég er ein
af þessum fáu því ég hef verið djákni
við Keflavíkurkirkju frá síðustu ára-
mótun en bý í Garðabæ.
Ég hófst þegar handa er ég kom í
safnaðarheimilið Kirkjulund við að
undirbúa fyrstu fjölskyldustundirn-
ar sem við Laufey Gísladóttir kenn-
ari ætlum að sjá um. Klukkan tíu
var allt til reiðu og mæður og ömm-
ur tóku að streyma inn með ung
börn sín sem voru frá þriggja mán-
aða til fjögurra ára.
Við byrjuðum með helgistund;
báðum bænir og sungum sálma.
Börnin skoðuöu í dótakassann, full-
orðna fólkið naut samvistanna og til-
lögur um tilhögun fjölskyldustund-
Lilja og Laufey með Birtu Rut á milll sín.
anna komu fram. Þetta fyrsta skipti
tókst bara vel hjá okkur.
Eftir að barnafjölskyldurnar voru
farnar undirbjó ég mig fyrir sam-
veru- og helgistund í Hvammi, fé-
lagsmiðstöð aldraðra í Reykjanesbæ.
Þangað fer ég ásamt organistanum,
Einari Erni, tvo þriðjudaga í mánuði
og erum við með frábæra eldra fólki
kl. 14-16 þessa daga. Þátttakendur
koma oft sjálfir með andleg og ver-
aldleg efni sem þeir flytja; Hallbera
les hugvekju, Steini kvæði og Árni
sýnir okkur eigin glerlistaverk, svo
fátt eitt sé nefnt. í spjallinu koma oft
upprifjanir gamla fólksins sem veit
svo margt, hefur reynt svo mikið og
þau eru svo snjöll að komast
skemmtilega að orði um menn og
málefni.
Þennan dag sagði hún Guðrún
okkur til dæmis frá því að þegar hún
flutti til Keflavikur sex
ára gömul, þá hafði ekki
verið nein gata í bænum.
Guðrún er nú 92 ára, hef-
ur alið tólf böm og hennar
góða skap og létta lund er
smitandi. Ingibjörg sagði
okkur prestabrandara frá
Eyrarbakka sem varð til
þess að fleiri prestabrand-
arar komu frá hinum þátt-
takendunum.
Djáknar eru samstarfs-
menn presta og sinna kær-
leiksþjónustu, fræðslu- og
líknarmálum. Þetta er
mjög fjölbreytt, kreQandi
og skemmtilegt starf sem
enn er í mótun hér á
landi. Djáknum er ætlað
að vinna verk handa
Krists hér á jörðu, það er
nú ekkert minna!
Þegar ég kem aftrn- á skrif-
stofu mína, klukkan hálf-
fimm hringi ég nokkur
símtöl í skjólstæðinga. Ég
tala einnig við viðskiptafræðing sem
ætlar í byijun nóvember að vera
með fræðslu fyrir foreldra ferming-
arbama um kostnaðinn við ferming-
una og fjalla einnig um fjármál
heimjlanna almennt. Einnig undirbý
ég fyrir morgundaginn kyrrðar- og
bænastund sem verður í hádeginu,
eins og alla miðvikudaga, með léttri
máltíð í safnaðarheimilinu á eftir.
Um sjöleytið fór ég á Glóðina og
fékk þetta líka fína kjúklingasalat og
góða þjónustu. Meðan ég beið eftir
matnum, gekk ég á efri hæðina og
hitti Lionessur sem ætluðu að fara
að funda þar. Á Glóðinni er,
skemmtilega uppsett, Poppminjasafn
íslands til húsa. Hvar annars staðar
en í Bítlabænum? í ramma Guð-
mundar Ingólfssonar gítarleikara
mátti m.a. sjá handskrifuð nótna-
blöð fyrir lögin: By by Blackbird og
Heims um ból.
Klukkan átta um kvöldið rigndi
sem aldrei fyrr. Þá fór ég á fund í
Njarðvíkurkirkju með premur prest-
um af Suðurnesjum og fleiri sem eru
að undirbúa hátíðarmessu sem vera
á í væntanlegu fjölnota íþróttahúsi
þeirra Suðumesjamanna 2. apríl nk.
í tilefni þúsund ára kristnitökuaf-
mælis á íslandi. Ég lofaði að segja
ekki frá hugmyndum þeirra um um-
gjörð messunnar en óhætt er að
segja frá því að þarna var fólk fullt
af eldmóði.
í Evrópu er gömul Kristsstytta
sem hendumar hafa brotnað af. Ein-
hver hefur sett miða á styttuna sem
hefur áletrunina: Hann hefur engar
hendur nema þínar. Þegar ég kom
heim klukkan hálfellefu, eftir að
hafa keyrt fljótandi Reykjanesbraut-
ina, var ég dauðþreytt svo ég fór
strax að hátta. í bænum mínum bað
ég að Kristur hefði haft not af hönd-
um mínum þennan dag og að hann
myndi nýta þær alla þá daga sem ég
á eftir hér á jörðinni.