Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Síða 23
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999
23
endurminningum frá því að ég var
smali á þessum slóðum - og þá
miklu oftar í þoku en bjartviðri.“
Myndaválin skæður
keppinautur
Villtistu þá aldrei?
„Jú, oft. Einu sinni var ég ásamt
tveimur öðrum Tungnamönnum í
heilan dag að villast og við enduð-
um uppi í Langjökli. Við lentum úti
í meiri og meiri urð og að lokum
sáum við ís undir hófum hestanna.
Ferðin var hestunum mjög nauðug
og þeir urðu fegnir þegar við sner-
um við.
Það líður yfirleitt langt á mUli
sýninga hjá Gísla eins og sjá má af
því að á síðastliðnum áratug hefur
hann aðeins sýnt tvisvar, á Kjar-
valsstöðum árið 1990 og í Hafnar-
borg árið 1994. Þar sýndi hann aðal-
lega fantasíur og kallaði sýninguna
„Tíminn og hverfulleikinn". Sýning
hans í Listasafni Árnesinga ber
heitið „Hálendi" og þar sem verkin
á sýningunni hafa orðið til á nokk-
uð löngum tíma lá beinast við að
spyrja Gísla hvort hálendið sé tíma-
laust.
„Já, ég vona það, að minnsta
kosti á meðan það er ekki eyðilagt,
til dæmis með háspennulínum. En
allt í náttúrunni er breytilegt og
Það er einmitt á þennan hátt sem
þetta landsvæði hefur síast inn í
mig. Ég hef, eins og aðrir, stíliserað
landslagið, eða málað það hálfa-
bstrakt en ég var orðinn leiður á því
og langaði til þess að láta koma
fram í myndunum þekkjanlega
staði úr þessu umhverfi sem nær
frá byggð og inn á Kjöl.
Landslagsmyndir af þessu tagi
eru víðsfjarri því sem hægt er að
gera með ljósmyndavél en það má
segja að myndavélin hafi verið
skæður keppinautur og ljósmyndar-
ar hafi gert út á fegurð landsins eins
og sést í mörgum glæsilegum
myndabókum. Þeim hefur beinlínis
verið látið þetta myndefni eftir.
Ég er að vona að það verði eins
konar renaissance, eða endumýjun,
á gerð landslagsmynda með því að
gera í myndlist það sem ekki er
hægt að gera með myndavél."
hverfult, þvi jöklar ýmist minnka
eða stækka og land blæs upp og
hraun renna.
Það er einmitt þessi hluti lands-
ins, þar sem víða er alger auðn og
ekkert nema urð og grjót, sem ég er
að fást við. Þar finnst mér meira af
myndrænni fegurð heldur en þar
sem gróðurinn er ríkulegur.
Ég er á þeirri skoðun að við ætt-
um að vernda auðnimar og vera
ekki að eyða tíma og peningum í að
græða upp land sem þegar er ör-
foka. Það hefur sína miklu töfra.“
Eins og hverja?
„Það er nektin, það era formin
sem verða til í grjótinu, það em víð-
emin, það er þessi örsmái náttúru-
legi gróður sem kannski er rétt á
milli steina. Það era farvegir og
sandar með fjöll og jökla í baksýn."
sús
Þegar Hildur bauð mér að sýna f Listasafni Arnesinga fannst mér við hæfi að draga fram myndir frá liðnum árum
sem eru af hálendinu ofan Biskupstungna.
■ I
Orfoka land
hefur mikla töfra
- hálendið, frá byggð og inn á Kjöl, er viðfangsefni Gísla Sigurðssonar á sýningu í Listasafni Árnesinga
Sýning á landslagsmyndum eftir
Gísla Sigurðsson verður opnuð í
Listasafni Árnesinga á Selfossi í
dag. Þetta er 12. einkasýning Gísla
og er viðfangsefnið hálendið ofan
Biskupstungna og inn á Kjöl. Sjálfur
er Gísli fæddur og alinn upp í Út-
hlíð í Biskupstungum og gerþekkir
því viðfangsefnið sem hefur verið
honum hjartfólgið um árabil. Þetta
landslag hefur hann málað í ýmsum
útgáfum í gegnum árin en það er
aldrei eins heldur tekur stöðugum
breytingum, eins og sjá má á sýn-
ingunni á Selfossi. Þar em bæði
eldri myndir og nýjar og fyrir þá
sem fylgst hafa með Gísla í gegnum
árin er ekki síst spennandi að sjá
nýjustu myndirnar sem hafa ein-
hvers konar gágnsæja áferð, eins og
landið sé að verða tærara.
Landslagið ekki í tísku
Þegar Gisli er spurður hvemig
hann hafi valið myndirnar á sýn-
inguna, segir hann:
„Þegar Hildur bauð mér að sýna í
Listasafni Árnesinga fannst mér við
hæfi að draga fram myndir frá liðn-
um árum sem eru af hálendinu ofan
Biskupstungna. Sumar þeirra hafa
verið á sýningu áður, aðrar ekki.
En ég vildi auðvitað líka bæta við
nýjum myndum og sýna eingöngu
landslagsmyndir - sem er eins langt
frá þvi að vera í tísku og hægt er að
komast."
Nýjustu myndirnar em töluvert
ólíkar þeim eldri, eins og í þeim sé
meiri tærleiki, birta og mystik.
Beitirðu einhverri nýrri aðferð?
„Já, i seinni tíð hef ég verið að
gera tilraunir með blandaða tækni,
þar sem unnið er með olíu og sam-
klippur og stundum á plexígler.
Þetta gefur ýmsa nýja og áhuga-
verða möguleika og verður líka til
þess að gera myndirnar frábrugðn-
ar hefðbundnum landslagsmyndum.
Þetta eru olíumálverk en samt
blönduð tækni á þann hátt að þau
era samklippur. Stundum nota ég
óáprentaðan dagblaðapappir í mörg-
um lögum, baða hann í efni sem ger-
ir hann gagnsæjan og mála á hann
með oliu. Málverkið sést í gegnum
pappírinn.
Ég er ekki að reyna að ná fram
mystik, en hún verður ósjálfrátt til,
sem er kannski ekki undarlegt
vegna þess að yfir þessu hálendi er
yfirleitt mikil mystik.
Ég hef til dæmis gert þónokkrar
myndir með þoku vegna þess að
þær eru að mestu leyti byggðar á
USt '99
Stuttir og síðir
frakkar.
Aðskornar síðar
kápur, með
eða án hettu.
Hattar og húfur
í úrvali.
Opið
laugardaga,
kl. 10-16.
Mörkinni 6,
sími 588 5518.