Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Page 29
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999
37
Nærmynd
Hillary Clinton lék við hvern sinn fingur þegar hún kom með flugvél bandaríska forsetaembættisins til Islands sfðdegis í gær. Hún átti greinilega ekki von á að hitta Strobe Talbot,
aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á flugvellinum eins og sjá má. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra ísland í Bandaríkjunum, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra horfa hugfangnir
á forsetafrúna sem var rétt búin að heilsa þeim. DV-mynd ÞÖK
og stytta móður sinnar þegar fjölmiðlafárið vegna
Sfmamynd Reuter
m verður tvítug á næsta ári, var stoð
íálsins var sem mest.
bernsku forsetans. Þá
greindi hún frá þvi
hvernig hann hefði
skaddast vegna togstreitu
móðurinnar og ömmunn-
ar. Þessi ummæli voru
tengd saman og þess
vegna leit út eins og Hill-
ary hefði skýrt framhjá-
haldið með erfiðleikum í
æsku.
I ástarsambandi
við æskuvin Bills
Tímaritsviðtalið var
enn á vörum allra þegar
fregnir bárust af meintu
áralöngu ástarsambandi
hennar við annan mann.
Rithöfundurinn og
blaðamaðurinn Christ-
opher Anderson staðhæf-
ir í nýútkominni bók, Bill
og Hillary: Hjónabandið,
að Hillary hafi um árabil
haldið við æskuvin for-
setans, Vincent Foster,
sem varð einn lögmanna
Hvíta hússins.
Að því er Andersen
heldur fram hófst ástar-
sambandið þegar árið
1977 þegar Bill var ríkis-
stjóri í Arkansas. Vincent
og Hillary störfuðu þá
saman á Rose lögmanns-
stofunni í Little Rock. Einn
aðalheimildarmaður bókarhöfundar
um meint ástarsamband er einn
fjögurra lögreglumanna í Arkansas
sem hægrisinnaða tímaritið The
American Spectator greiddi fyrir
nokkrum árum þúsundir dollara
fyi'ir að segja gruggugar sögur um
Clinton.
Skaut sig í bílnum
sínum
Bókarhöfundurinn staðhæfir að
vinir og samstarfsmenn Bills hafi
vitað af sambandinu. Anderson
greinir ekki frá því hvenær
sambandinu lauk en segir aftur á
móti að Hillary hafi brotnað saman
þegar hún frétti af dularfullu láti
Fosters.
Foster, sem einnig flæktist í
Whitewatermálið, skaut sig í bíl
sínum í skóglendi nálægt
Washington árið 1995. Kenningar
voru uppi um að hann hefði drepið
sig annars staðar og lík hans síðan
verið flutt þangað sem það fannst.
Einnig voru kenningar uppi um að
hann hefði hreinlega verið myrtur.
Eftir dauða Fosters leituðu
starfsmenn Hillary á skrifstofu
hans og fjarlægðu þaðan ýmis
skjöl.
í kosningabaráttunni, sem
HUlary hefur í raun hafið, þótt hún
hafi ekki opinberlega tilkynnt um
væntanlegt framboð sitt, er það
henni tU framdráttar, en er ef tU vill
einnig ókostur, að hún er vel þekkt.
Hún þarf ekki að kynna sig fyrir
þjóðinni. AUir vita hver HiUary er
og næstum allir hafa skoðun á
henni. Hún er annað hvort dáð eða
hötuð.
Veldur konum
vonbrigðum
Það eru sérstaklega skiptar
skoðanir um hana meðal kvenna.
Sumar eru vonsviknar yfir því að
hún skuli ekki fyrir löngu hafa
yfirgefið eiginmanninn, sem
löngum hefur verið henni ótrúr, og
hafið nýtt líf. Aðrar dá hana fyrir
þann nær ómanneskjulega
hæfileika hennar til að þola
sársauka og tU að fyrirgefa.
Margir velta því fyrir sér hvers
vegna HUlary, sem á rólegra og
sársaukaminna líf fram undan
þegar BUl lætur af
forsetaembætinu í janúar 2001, ætli
í pólítísk kapphlaup þar sem engin
vægð er sýnd. Hana skortir ekki
möguleika. En Hillary þrífst í
sviðsljósinu og nýtur þess að hafa
völd. Stuðningsmenn hennar leggja
áherslu á að hún vUji halda áfram
baráttunni fyrir hugðarefnum
sínum.
Byggt á Reuter, Times,
Aftenposten o.fl.