Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Side 32
40 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 -J Nýja-Sjáland ber höfuð og herðar yfir önnur lönd þegar kemur að ferðamennsku um þessar mundir. Allt það besta í ferðabransanum: Nýja-Sjáland og Chicago - á toppnum samkvæmt nýrri lesendakönnun Árlega birtir alþjóðlega ferða- tímaritið Condé Nast Traveller nið- urstöður úr umfangsmikiill ferða- könnun. Lesendur blaðsins, sem er almennt talið eitt útbreiddasta ferðatímarit veraldar, svara ítarlega spurningum um bestu ferðamanna- löndin, bestu hótelin, bílaleigumar, skemmtilegustu borgimar og þar fram eftir götunum. Niðurstöðumar er unnar úr svöram rúmlega 30 þús- und lesenda og hér á síðunni má sjá niðurstöður úr Ijórum af fjölmörg- um spurningum blaðsins; þeim sem era einna áhugaverðastar. Nýja-Sjáland í mestu uppáhaldi Nýja-Sjálandi hefur skotiö upp á stjömuhimininn undanfarin ár þeg- ar ferðamennska er annars vegar. Það kemur því sjálfsagt fáum á óvart að landið skuli ná fyrsta sætið í könnuninni. Þær spumingar sem lagðar vora til grandvallar, þegar besta ferðamannalandið var valið, vora umhverfi, öryggi, veðurfar, fjölbreytiieiki í gistingu, veitinga- hús, almenn fegurð, fjöldi áhuga- verðra staða og öryggi. Nýja-Sjáland hlaut hæstu ein- kunn fyrir umhverfi og öryggi og hafnaði í öðra sæti á eftir Portúgal þegar spurt var um viðmót gagnvart ferðamönnum. Kanada getur einnig vel við unað, var í fjórtánda sæti i fyrra en lendir nú í öðra sæti. Kanada fékk mjög háa einkunn fyrir alla þætti nema veðurfarið; enda ferðamenn gjarnir á að vilja vera í sól og sumaryl á ferðalögum. Spánn þykir hafa besta veðurfarið, Bandaríkin mesta fjöl- breytni í gistingu og Ítalía státar af bestu matargerðinni. Austurríki fékk hæstu einkunn fyrir landslag og almenna fegurð en Mexikó ber af öðram hvað varðar fjölda áhuga- verðra staða fyrir ferðamenn. Chicago í fyrsta sæti Undanfarin ár hafa borgirnar Sydney og San Francisco bitist um fyrsta sætið en nú ber svo við aö Chicago skýst í toppsætið í fyrsta Bestu ferðamanna- löndin |1 Nýja-Sjáland 89,50 | 2 Kanada 88,67 [3 Ástralía w51 4 Taíland S"'" 88 1 6 Portúgal 87,75 7 Austurríki 87 ] 8 Spánn 85,01 9 Bandaríkin 83,37 10 Víetnam 83,29 Bestu bílaleigurnar tl Budget 84,96 2 AlámoátNl^fc^,. 82,78 3^vis ' 82,19 4Hettz g«**Æ**I 5 Europcar ' 81.91 & w Skemmtilegustu rrm í ) r ~1 | jLCIii(«aÍo<j f 89,66 2 Slngapore 88,93 [3 Vancouver 88,76 | 4 Melbourne 88,18 5 Dublin 87,411 6 Sydney 87,32 7 Amsterdam 86.22, Bestu hótelin 11 Shangri-La, ; Singapore 95.16| 2 flBSBHBf'. 94.98 3 Al Bustan Palace, 93.171 4 SydneySerVat° V’ 93.10 5 Mandarin Oriental, Hong Kong 91.01 6 The Palace, Madrld 88.57 16 The Mark, New York 88.57 8 Barceíóna 88.10 19 The Waldorf Astoria, New York 10 Rltz-Carlton, Singapore 87.43 bera heldur skarðan hlut frá borði en aðeins þrjár borgir, Dublin, Amsterdam og Madrid ná inn á listann. Chicago í Bandaríkjunum hefur ekkl áður verið á topp tíu lista lesendakönnunar Condé Nast ferða- blaðsins. Borgin er í fyrsta sæti og þyklr hafa alit að bera sem frábær ferðamannaborg. Asíuhótelin best Ekki er víst að marg- ir íslendingar hafi átt þess kost að gista á þeim hótelum sem les- endur tímaritsins telja þau bestu í heimi, enda eru þau flest hinum megin á hnettinum. Þjónusta, andrúmsloft, afþreying og staðsetn- ing er það sem skiptir máli þegar góð hótel era annars vegar. Aust- urlönd hafa samkvæmt könnuninni yfir bestu hótelunum að ráða en Shangri-La í Singapúr þykir besta hótel heims. Hong Kong hef- ur alltaf komið sterkt út úr lesendakönnun- inni og á nú hótel i öðru og fjórða sæti. Evrópuhótel eru aðeins tvö á listanum; í Barcelóna og Madrid. Svipuð einkunn skipti. Spurt var um viðmót borgar- búa, gæði veitingastaða, menningu, arkitektúr, næturlíf og hvort ferða- manninum fyndist hann öraggur. Chicaco lenti reyndar ekki í fyrsta sæti í neinum lið en meðaleinkunn borgarinnar var hæst. Prag var val- in fallegasta borgin en fast á hæla hennar koma Flórens, Róm og Barcelóna. Besta viðmótið reyndist vera í Dublin, bestu veitingahúsin í París, besta næturlífiö í Melboume og ferðamenn töldu sig öraggasta í Singapúr. Ekki dugir hins vegar að skora hæst í einum flokki og því höfnuðu flestar ofantaldra borga fyr- ir utan listann þegar meðaleinkunn var reiknuð út. Evrópuborgirnar Bílaleigan Budget var i fjórða sæti í fyrra en er nú í því fyrsta. Fimm bestu bílaleigumar hlutu raunar nokkuð sambærilega einkunn og í fljótu bragði virðist ekki mikill munur á þeim. Spurt var um verð, þjónustu, fjölda bíla og áreiðanieika þeirra. Budget þótti að vísu bera af þegar kemur að því að fá sem mest fyrir peningana og einnig þykir sú bíla- leiga vera fljótust að afgreiða bílana. Þeir sem vilja geta valið úr sem flestum bílategundum ættu að leita til Alama sem þykja bera af í því sambandi. Avis skoraði hins vegar hæst þegar spurt var um gæði og áreiðanleika bílaleigubílanna. -Condé Nast Traveller Nú geta ferðamenn. farið í skoöimaferð að flaki Titanic og | þeir mega aukinheldur taka ljós- I myndir af , f 1 a k i n u. | Þetta var ógjömingur ; fyrir stuttu síðan en ; hæstiréttur | Bandaríkj- anna úr- skurðaði nú í vik- unni að ekki væri stætt á því að banna ferðamönnum aðgang að ; flakinu; hvað þá að ljósmynda það. Fyrirtækin sem hafa keypt réttinn tii þess að bjarga verðmætum úr flakinu höfðu einmitt krafist þess en það er álit réttarins að þar sem Titanic liggur á hafsbotni innan al- þjóðlegs hafsvæðis, nánar tiltekið um 640 kílómetra frá Nýfundna- landi, sé enginn grundvöllur til þess að banna almenningi aðgang. Hversu skemmtilegt það er að skoða flak Titanic skal ósagt látið en slik ferð kostar engan smáskild- ing, rúmar 200 þúsund krónur á I mann. Þess má geta að niður að flakinu eru um fjórir kílómetrar.. Nýr Disney í París Euro Disney-fyrirtækið í París áformar að reisa nýjan skemmti- garð í París. Nýi garðurinn, sem veröur tileinkaður sögu kvik- mynda bæði í Hollywood og Evr- ópu, verður við hliö Disneylands- ins í París. Einkum verður lögð áhersla á að leyfa gestum að upp- lifa það sem gerist á bak við tjöld- in. Ekkert verður til sparað og reiknað er með að garðurinn muni ekki kosta undir 650 milljónum dala. Þeim íjárhæðum ætla Disney- menn að ná til baka með góðri að- sókn en þeir spá því að árlegur fjöldi gesta verði ekki undir fjórum milljónum. Garðurinn verður opn- aður að hluta sumarið 2002 og væntanlega fullbúinn ári síðar. Kampavínsstopp rétt fyrir mið- nætti Ólíklegt er að margir verði á ferð með Frönsku jámbrautunum næst- k o m a n d i gamlárskvöld en þeir sem þurfa að vera á ferðinni verða að sætta sig Ivið stutt stopp þegar líða tek- ur að mið- nætti. Ástæð- an er hugsan- legur 2000- vandi og hyggjast Frakkar hafa öryggið i fyrirrúmi í þeim efhum. Lestimar verða stöðv- aðar þegar klukkuna vantar fimm mínútur í tólf og ef allt er lagi munu þær halda áfram tuttugu mínútum síðar. Stoppið þykir hins vegar Rjörið fyrir farþega til að skála í kampavíni og fagna nýju ári. Radio City opið á ný Leikhúsið Radio City Music Hall er eitt frægasta samkomuhús New | York-borgar. Ferðamenn í borginni hafa þó komið að lokuðum dyrum síðustu sjö mánuði á meðan um- fangsmestu endurbætur á húsinu, innan sem utan, hafa farið fram. : Viðhaldi hafði litið sem ekkert ver- iö sinnt á húsinu frá því það var vígt árið 1932. Taka þurfti upp 5901 sæti, gera við um 1500 ljósakrónur og þar frameftir götunum. Endur- bæturnar þykja hafa tekist vel og húsið, sem byggt er í Art Deco stíl, jafnglæsilegt og það var í upphafi. Skoðunarferð að Titanic

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.