Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Side 47
-U'\/ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 55 mæli Finnbogi Guðmundur Lárusson Finnbogi Lárusson, fyrrv. bóndi og sjómað- ur, að Laugabrekku á Hellnum í Snæfellsbæ, varð níræður í gær. Starfsferill Finnbogi fæddist í Vörum í Garði en flutti með foreldrum sínum að Brekkubæ á Helln- um er hann var á öðru ári og ólst hann þar upp. Hann byrjaði til sjós tíu ára á opnum árabátum og stundaði síðan sjómennsku lengst af, fyrst á árabátum og síðan á trillum frá Hellnum. Eina vertíð var hann þó á línubát frá Sandgerði. Finnbogi lærði smíðar í hálft ann- að ár, hjá Guðjóni Sigurðssyni í Ólafsvík 1928-29. Finnbogi keypti, ásamt bróður sínum, jörðina Laugabrekku 1932, sem þá var eyðijörð. Hann stundaði Finnbogi Guðmundur Lárusson. þar búskap með ær, kýr og hesta þar til stjúpson- ur hans tók við búinu fyrir nokkrum ánun. Finnbogi stundaði um árbil dýralækningar í samráði við dýralækni, hafði umsjón með dýra- lyfjum, var forðagæslu- maður á fimmta ára- tugnum og var lengi trúnaðarmaður fyrir Dýraverndunarfélags ís- lands. Finnbogi sat í stjórn ungmennafélagsins Trausta og var formað- ur þess um skeið, sat í stjóm Búnað- arfélags Breiðuvíkurhrepps og var formaður þess, sat í hreppsnefnd í fjölda ára, sat í sóknamefndar Hellnasóknar í sextíu og fimm ár og formaður hennar í sextíu og eitt ár, var umsjónarmaður kirkjunnar og kirkjugarðsins á sama tíma, var safnaðarfulltrúi í tuttugu og þrjú ár, meðhjálpari í tólf ár og organisti í nær fjörutíu og sjö ár án þess að þiggja fyrir það laun. Hann sat í stjóm Sjúkrasamlagsins frá 1945 og þar til það var lagt niður, sá um lyfjavörslu og lyfjaafgreiðslu fyrir Arngrím Björnsson, lækni í Ólafs- vík, og sinnti sjúkum í samráði við lækni um árabil. Auk þess hefur hann gegnt fjölda annarra trúnaðar- starfa fyrir sína sveit. Finnbogi er heiðursfélagi Breiðu- víkurhrepps og var veitt heiðurs- skjal frá Hellnasöfnuði, var veitt viðurkenning frá SVFÍ fyrir þátt- töku við björgun úr sjávarháska í tvígang og var veitt hin íslenska fálkaorða fyrir félagsstörf Fjölskylda Finnbogi kvæntist 1950 Lóu Fann- eyju Jóhannesdóttur, f. 9.5. 1909, d. 25.3. 1997, húsfreyju. Hún var dóttir Jóhannesar Guðmundssonar, bónda og kennara í Teigi í Hvammssveit, og k.h., Helgu Guðríðar Sigmunds- dóttur húsfreyju. Stjúpsynir Finnboga eru Helgi Þorkelsson, f. 5.12.1938, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg; Jóhannes Reynir Bragason, f. 2.1. 1947, bóndi að Laugabrekku, kvæntur Jónasínu Oddsdóttur húsfreyju frá Kolviðar- nesi i Eyjahreppi og eiga þau tvö börn. Finnbogi átti þrjú systkini: Sigríð- ur, f. 1898, nú látin, húsfreyja á Lýsuhóli; Gufinna, f. 1901, lengst af húsfreyja á Stóra-Kambi í Breiðu- vikurhreppi; Ólafur, f. 1906, nú lát- inn, sjómaður í Keflavík. Foreldrar Finnboga vora Láras Lárusson, f. 1868, d. 1951, bóndi og sjómaður í Brekkubæ, og k.h., Guð- björg Stefanía Ólafsdóttir, f. 1874, d. 1949, húsfreyja í Brekkubæ. Haldið verður upp á afmælið í Fé- lagsheimilinu að Arnarstapa í dag, laugardaginn 9.10.. Finnbogi tekur þar á móti gestum eftir kl. 16.00. Allir eru velkomnir. Hólmfríður Stefánsdóttir Hólmfríður Stefánsdóttir húsmóð- ir, Skarðshlíð 28d, Akureyri, varð áttræð í gær. Starfsferill Hólmfríður fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún hefur lengst af verið húsmóðir á Akureyri. Eftir að böm þeirra hjóna fóru að heiman starfaði Hólmfríður utan heimiiisins en hún vann í Skóverk- smiðjunni Iðunni um árabil. Fjölskylda Hólmfríður giftist 29.10.1939 Áma Böðvarssyni, f. 5.8. 1914, d. 23.12. 1995, verkstjóra. Hann var sonur Hólmfríði Böðvars Björnssonar, verkamanns á Akur- eyri, og Guðnýjar Kristjánsdóttur hús- móður. Böm Hólmfríðar og Árna eru Kristján Árnason, f. 3.7. 1939, prentari á Akureyri en kona hans er Anna Lillý Daníelsdóttir og eiga þau sex börn; Böðvar Árnason, f. 25.6. 1941, blikksmiður á Akureyri; Stefán Hólmfríður Stefánsdóttir. Árnason, f. 4.7. 1945, húsasmiður á Akureyri, kvæntur ánsson, f. Davíðsdóttur og eiga þau tvo syni; Elinborg S. Árnadóttir, f. 16.12. 1946, matráðskona á Akureyri en maður hennar er Þor- móður Einarsson og eiga þau fjögur börn; Bjarki Ámason, f. 7.2. 1949, raf- virki að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit en kona hans er Bergljót Sigurð- ardóttir og eiga þau fjög- ur böm. Systkini Hólmfríðar: Helga Stefánsdóttir, f. 18.5. 1918, húsmóðir á Akureyri; Kristján Stef- 15.2.1921, d. 10.4. 1963, var búsettur í Hveragerði; Ragnar Stef- ánsson, f. 1.5. 1923, verkamaður á Akureyri; Sigþrúður Sigrún Stefáns- dóttir, f. 2.8. 1925, húsmóðir á Akur- eyri; Sigurlaug Stefánsdóttir, f. 12.1. 1933, verkakona á Akureyri. Foreldrar Hólmfríðar voru Stefán Marinó Steinþórsson, f. 6.3. 1895, d. 25.11. 1979, landpóstur á Akureyri, og k.h., Sigríður Friðrika Kristjáns- dóttir, f. 14.7. 1895, d. 11.6. 1985, hús- móðir. Hólmfríður tekur á móti gestum i Safnaðarheimili Glerárkirkju, í dag, laugardaginn 9.10. eftir kl. 18.00. Margrét Magnúsdóttir Margrét Magnúsdóttir húsmóðir, Reynivöllum 6, Akureyri, verður níutíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Margrét fæddist á Brimnesi í Ólafsfirði en ólst upp frá 1907 að Lyngholti í Ólafsfírði, þar sem faðir hennar hafði reist fjölskyldu sinni hús. Faðir Margrétar lést frá fjölda bama 1914 og kom það því í hennar hlut að hjálpa móður sinni, innan og utan heimilisins. Margrét réð sig í kaupavinnu að Þóroddsstöðum í Ólafsfirði er hún var sextán ára og var hún þar í þrjú ár. Hún var síðan í sumarvinnu í heimahögum og aðstoðaði á heimili móður sinnar, en dvaldi yfir vetrar- UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir: Gullfaxi GK-14 (áður Eldhamar GK-13 0297), þingl. eig. Útgerðarfélagið Hl£n ehf., gerðarbeiðendur Fjárfestingarbanki atvinnul. hf., Lífeyrissjóður sjómanna, Sparisjóður Vestmannaeyja og Þróunar- sjóður sjávarútvegsins, miðvikudaginn 13 október 1999 kl. 10. S Y SLUMAÐURINNIKEFLAVIK tímann á Akureyri í vist á einka- heimilum. Eftir að Margrét stofnaði eigið heimili bjuggu þau hjónin í Ólafs- firði til 1950. Þau bjuggu síðan í Reykjavík í tvö ár en fluttu þá til Akureyrar þar sem þau hafa átt heima síðan. Þau hjónin em við góða heilsu og búa á eigin heimili með dyggri að- stoð Heimilisþjónustu Akureyrar. Fjölskylda Margrét giftist 7.5. 1927 Ágústi Jónssyni, f. 22.12. 1902, bygginga- meistara. Hann er sonur Jóns Þórð- arsonar, f. 4.10. 1867, d. 2.10. 1940, bónda og smiðs á Þóroddsstöðum, og k.h., Maríu Sigríðar Jónsdóttur, f. 14.3. 1869, d. 3.5. 1966, húsfreyju. Böm Margrétar og Ágústs em Magnús, f. 1.9. 1928, byggingaverk- fræðingur á Akureyri, kvæntur Pemille Hoddevik, f. 21.5. 1927, sjúkraliða frá Hoddevik í Noregi og eiga þau fimm börn; María Sigríður, f. 20.10. 1929, húsmóðir í Reykja- vík, gift Haraldi S. Magnússyni, f. 27.10. 1928, viðskiptafræðingi og eiga þau tvö böm; Jón Geir, f. 7.8. 1935, byggingatæknifræðing- ur og byggingafulltrúi á Akureyri, kvæntur Heiðu Þórðardóttur, f. 3.9. 1935, húsmóður og eiga þau sex börn; Halldóra Sesselja, f. 22.5. 1940, tækniteiknari á Akureyri, gift Hauki Haraldssyni, f. 26.9. 1938, byggingatæknifræðingi og eiga þau þrjú böm. Bamabörn Margrétar og Ágústs em nítján talsins. Systkini Margrétar: Sigursteinn, f. 17.8. 1902, nú látinn skólastjóri i Ólafsfirði; Adam, f. 3.9. 1903, nú látinn, byggingameist- ari á Akureyri; Ástríð ur, f. 10.2.1908, nú látin síðast búsett á Akur eyri; Maria, f. 17.11 1909, nú látin, síðast bú sett í Reykjavík; Kjart an, f. 12.2. 1911, nú lát inn, byggingameistari og bóndi að Mógili í Svalbarðshreppi; Krist- Margrét Magnúsdóttir. ín, f. 11.11. 1913, hús- móðir, búsett í Reykjavík; Magnús, f. 30.9.1914, nú látin, byggingameist- ari. Foreldrar Margrétar voru Magn- ús Brandur Sölvason, f. 30.6.1871, d. 21.11. 1914, smiður í Ólafsfírði, og Halldóra Þorsteinsdóttir, f. 29.8. 1881, d. 7.9. 1954, húsmóðir. 20 fet, árg. 1994, 135 ha. Mercruiser-mótor. Uppl. í síma 862 5092. 20 fet, árg. 1995. Mótor árg. '99, " Honda 115 ha. fjórgengisvél. Alvöru Jet Ski árg. ‘99 lítið notað. Uppl. í síma 862 5092. Uppl. í síma 862 5092. Tll hamingju með afmælið 10. október 100 ára Guðríður Guðmundsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 80 ára Jón P. Andrésson, Klapparstíg la, Reykjavík. Eiginkona hans er Sveinsína Ásdís Jónsdóttir. Þau verða að heiman. Guðmundur Karlsson, Lautasmára 22, Kópavogi. 70 ára Ólafur H. Jakobsson, Krummahólum 6, Reykjavík. Verður verður ekki heima á afmælis- daginn Stefán Sigurjónsson, Hringbraut 111, Reykjavík. Steinar Haraldsson, Kirkjuvegi 12, Keflavík. 60 ára Birgir Ágústsson, Hrafnabjörgum 8, Akureyri. Jónína Garðarsdóttir, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. Steindór Einarsson, Víðastöðum, Egilsstöðum. 50 ára_____________________ Ámi Þórhallsson, Sogavegi 96, Reykjavík. Haraldur Þráinsson, Eyjabakka 16, Reykjavík. Heiðar Baldursson, Tangagötu 4, Stykkishólmur. Katrín Þóroddsdóttir, Hólum, Króksíjarðarnesi. Stefán Mogensen, Kambaseli 71, Reykjavík. 40 ára Anna María Richardsdóttir, Marbakka, Akureyri. Ása Ingibjörg Hauksdóttir, Skólavörðustíg 4c, Reykjavík. Benjamín L. Fjeldsted, Gunnlaugsgötu 20, Borgarnesi. Guðrún Kristinsdóttir, Austurtúni 10, Bessastaðahreppi. Helga Harðardóttir, Hvannarima 20, Reykjavík. Karl Reynisson, Þjórsárgötu 5, Reykjavík. Sigríður Jóhanna Gunnarsdóttir, Hvassaleiti 46, Reykjavík. Sigríður S. Gunnlaugsdóttir, Marargötu 5, Grindavík. Þórunn Liv Kvaran, Reykjavík. Þuríður Ósk Kristinsdóttir, Dyrhömram 2, Reykjavík. árg. '96, ek. 46 mílur, ssk., 2x airbag. Uppl. í síma 862 5092

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.