Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 Fréttir 5 Litla-Búrfell í Svínavatnshreppi: Flækingshundur drap allar hænurnar DV, Akureyri: Oft er talað um minka í hænsna- búi en það er sjaldgæfara, þótt það sé ekki einsdæmi, að hundar ráð- ist á hænur og strádrepi þær. Þetta gerðist þó við bæinn Litla- Búrfell í Svínavatnshreppi í A- Húnavatnssýslu á dögunum, þegar hundur frá bæ í nágrenninu drap allar hænurnar þar á bænum. „Hænumar voru margar drepn- ar á þann hátt að þær vom bitnar í bakið,“ segir Raimund Bernhard Brockmeyer Urbschat sem býr á Litla-Búrfelli ásamt Mævu konu sinni. Raimund segir að hænurnar hafi verið frjálsar úti í móum skammt frá bænum en þó ekki í sjónfæri. Hann hafi hins vegar heyrt einhvern hávaða og komið að þar sem hænurnar hafi verið, á um 200 metra svæði, en hundur- inn hafi þá verið búinn að drepa þær allar. Hann sá hundinn vel og daginn eftir sá hann svo hundinn aftur við næsta bæ ásamt hundin- um þar á bænum, og fékk þá upp- lýsingar um hvaðan hundurinn sem drap hænurnar er. Hundur- inn, sem um ræðir, mun vera þekktur flækingshundur, og hefur orðið uppvís að því að áreita fugla annars staðar þótt ekki tækist honttm að drepa í það skiptið. Raimund og Mæva kona hans era Þjóðverjar sem búið hafa á ís- landi í tæpa tvo áratugi. Þau eru bæði menntaðir búfræðikandidat- ar. Hænurnar þeirra munu hafa verið einu lífrænt ræktuðu hæn- urnar í búi hér á landi af sérstök- um stofni sem þau hafa ræktað. Lögreglan á Blönduósi er með mál- ið til rannsóknar og samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur hund- inum, sem drap hænurnar, ekki hafa verið lógað enn þá. -gk © BÍLAR Flytjum inn notaða bíla á óvenju hagstæðu verði. Pessir bílan eru til sýnis á staönum: Grand Cherokee LTD ‘97, ek. 39 þús. km, grænn/gullsans., 4,0, 6 cyl., topplúga, CD og kassetta. Einn með öllu. Verð 2.980.000 Einnig 8 cyl. Plymouth Voyager '97, rauður, ek. 47 þús. km, 5 dyra, ssk., central o.fl. Verð 1.640.000 EV-Egill Vilhjálmsson ehf. Smidjuvegi 1 sími 564-5QOO Forsetaritari: Orðlaus Dorrit „Ég get ekki svarað nokkm til um það hvort Dorrit sé hér á landi eða ekki. Ég get því miður ekkert sagt,“ sagði Ró- bert Trausti Árnason forseta- ritari aðspurður um Dorrit Moussaieff, vm- konu forseta ís- lands. - Mun Dorrit taka þátt í opin- berum athöíhum með forsetanum á næstu vikum? „Þvi get ég heldur ekki svarað." - Er að vænta yfirlýsingar frá for- seta íslands varðandi hugsanlegt hlutverk Dorrit Moussaieff hjá for- setaembættinu? „Því get ég ekki svarað." - Er að vænta yfírlýsingar frá for- seta íslands um framboð til endur- kjörs að vori? „Um það hefúr hann ekki rætt við mig,“ sagði Róbert Trausti Ámason forsetaritari. -EIR Róbert Trausti Árnason. Slys hjá Slysavarna- skólanum Slys varð um þrjúleytið í gærdag þegar Slysavamaskóli sjómanna stóð fyrir æfmgu við Sundahöfn í Reykjavík. Nemendur voru að æfa sig í að stökkva af tíu metra háum bakka ofan í sjóinn. Einn þeirra sem vóru á æfmgunni lenti illa á bakinu þegar hann kom niður í sjó- inn og meiddist. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað til og slökkvi- liðsmenn fluttu manninn á slysa- deild. -HG Velti bíl á Reykjanesbraut Velta varð á Reykjanesbraut kl. 3 aðfaranótt gærdagsins. Ökumaðurinn var á leið til Keflavikur og virðast málsatvik hafa verið þau að hann hafi misst stjórn á bíl sínum í krapa- hálku sem var þá á veginum. Billinn fór út af veginum og valt áður en hann stöðvaðist. Slysið varð vestan við Vogaveg. Fór lögregla á staðinn ásamt tækjabíl því bíllinn var illa skemmdur. Þurfti að klippa manninn út. Maðurinn kvartaði um eymsli í höfði og var keyrður á sjúkrahús en fór fljótlega heim. Hann er grunaður um ölvun við akstur. -HG 3-Diska geislaspilari - Super T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Tónjafnari með ROCK - POP - JAZZ - 12 + 12 W RMS magnari - Al leiðsögukerfi með Ijósum -32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fjarstýring - Segulvarðir hljómmiklir hátalarar. 1 1®$ 3-Diska geislaspilari - 37 + 37 + 12 + 12 W RMS magnari með surround kerfi - SUPER T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Innibyggður Subwoofer í hátölörum - tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - Jog fyrir tónstillingar og lagaleitun á geislaspilara - Al leiðsögukerfi með Ijósum - 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir - Tengi fyrir aukabassahátalara ( SUPER WOOFER ) - Segulvarðir hátalarar. A/JIJÍUU 38 • Siml 5531133 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Reykjavík: Heimskringlan - Hafnarfjörður. Rafbúð Skúla - Grindavflc Rafborg - Keflavík: Sónar - Akranes: Hljómsýn - Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga Hellissandur: Blómsturvellir - Stykkishólmur: Skipavík - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfiröingabúö Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar - fsafjörðun Frummynd - Siglufjörðun Rafbaer - Akureyri: Ljósgjafinn - Húsavík: Ómur Vopnafjörðun Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður: Turnbræður - Hella: Gilsá - Selfoss: Radlórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradló

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.