Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Page 7
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 7 Fréttir Hillary Clinton og íslensku hestarnir: Geysilega hrifin - segir Einar Bollason „Hillary Clinton var geysilega hrifin af hestunum og hestasýning- unni. Þetta var mikill sigur fyrir is- lenska hestinn," segir Einar Bolla- son sem var einn hinna fjölmörgu sem unnu aö því að gera gjöf ís- lenskra barna til bandarískra að raunveruleika í tengslum við komu forsetafrúar Bandaríkjanna hingað til lands. Hestamir voru afhentir þegar Hillary Clinton heimsótti Þingvelli á laugardaginn. Af því til- efni var efnt til stuttrar sýningar á íslenska hestinum. Hestana tvo gaf íslenska ríkið bandarískum bömum í nafni ís- lenskra barna. Að framkvæmd málsins unnu, auk aðila af hálfu ís- lenska ríkisins, Einar, Félag hrossa- bænda og Félag tamningamanna. Einar sagði að Hvíta húsið myndi í samráði við forsætisráðuneytið ákveða hvar hestunum yrði komið fyrir ytra. „Hrossin eiga að verða fýrir bandarísk böm. Þá er talað um reið- skóla fyrir böm eða heimili fyrir böm. En Hillary vill sjálf fá að at- huga það mál. Hestarnir verða geymdir hjá formanni Félags hrossabænda þar til búið verður að ganga frá því hvert þeir fara. For- setafrúin mun síðan aíhenda þá í Bandaríkjunum." Einar sagði að Hillary Clinton Hillary Clinton ásamt Davíð Oddssyni í víkingaskipinu íslendingi. Hillary fór með sjóferðabæn um borð og fékk að hlýða á íslenskan fimmundarsöng. DV-mynd ÞÖK hefði vitað allnokkuð um íslenska hestinn. Hún hefði m.a. spurt eftir hinum sérstaka gangi hans þegar hún horföi á sýninguna á Þingvöll- um sem Félag tamningamanna sá um. Það er greinilegt að íslenski hest- urinn hefur vakið hrifningu er- lendu gestanna því í gærmorgun bragðu ritari og aðstoðarblaða- fulltrúi forsetafrúarinnar sér í reið- túr með Ishestmn. -JSS Hillary Clinton var mjög hrifin af hestasýningunni sem Félag tamningamanna skipulagði á Þingvöllum. Þakkaði hún hverjum og einum sýnanda fyrir með handabandi. Eins og útivistarfólk veit hefur íslensk náttúra einstakt lag á að koma á óvart. Fegurð landsins birtist okkur þegar minnst varir. En íslenskt veður er líka óútreiknanlegt. I einu vetfangi breytist hlýr andvari í hávaðarok og dökk ský dregur fyrir sólu. Ertu til? NANOQ#

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.