Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Síða 8
8
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
Útlönd
Stuttar fréttir :dv
Borís Jeltsín er
á batavegi
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
er á batavegi á sjúkrahúsi í
Moskvu. Hann var lagður inn um
helgina með flensu og háan hita.
Forsetinn hitti starfsmannastjóra
sinn í gær, að sögn embættis-
manna, og ræddu þeir um þau
mál sem efst eru á baugi. Ekki
var greint nánar frá hvaða mál
það væru.
„Borís Jeltsín er enn á sjúkra-
húsi þar sem hann fær viðeigandi
meðferð," sagði talsmaður rikis-
stjórnarinnar í gær. „Honum líð-
ur ögn skár og hitinn hefur lækk-
að.“
Ekki er vitað hve lengi forset-
inn þarf að liggja inni.
Missir rétt til
öryggiseftirlits
Fyrirtækið Railtrack, sem sér
um rekstur járnbrautarteina og
tilheyrandi búnaðar í Bretlandi
fær ekki lengur að hafa umsjón
með öryggismálum kerfisins.
Breska ríkisstjómin ákvað þetta i
gær í kjölfar lestarslyssins nærri
Paddington-stöð í Lundúnum í
síðustu viku.
John Prescott, samgönguráð-
herra Bretlands, sagði að í
skýrslu um slysið hefði verið bent
á að nýja stofnun þyrfti til að hafa
yfirumsjón með öryggi járn-
brautakerfisins.
Lögreglan sagði í gær aö líklega
yrði endanleg tala látinna á bilinu
30 til 40.
Major varar
íhaldsmenn við
John Major, fyrrum forsætis-
ráðherra Bretlands, varaði for-
ystu íhaldsflokksins breska við
því að einstrengingsleg andstaða
við Evrópusamstarfið gæti leitt
flokkinn í miklar ógöngur og gert
hann ókjósandi í augum almenn-
ings. í viðtali við breska sjónvarp-
ið, BBC, var Major ákaflega sár
yfir þeim góðu viðtökum sem
Margaret Thatcher fékk á lands-
fundi íhaldsflokksins fyrir helgi.
Á sama tíma var lítið gert úr
stjórnarárum Majors sjálfs.
Þýskir jafnaðarmenn fá á baukinn í Berlín:
Versta útreiðin
frá stríðslokum
Jafnaðarmannaflokkur Gerhards
Schröders Þýskalandskanslara galt
mikið afhroð í fylkisþingskosning-
unum í Berlín í gær. Flokkurinn
fékk þar verstu útreið sina frá lok-
um heimsstyrjaldarinnar síðari.
Ósigurinn í gær var sá sjötti í röð í
fylkiskosningum frá því Schröder
komst til valda fyrir einu ári.
Kristilegir demókratar unnu yfir-
burðasigur, fengu 40,6 prósent
atkvæða samkvæmt útgönguspám,
en jafnaðarmenn fengu aðeins 22,4
prósent.
„Þetta eru mikil vonbrigði," sagði
Franz Múntefering, aðalritari jafn-
aðarmannaflokksins, um niðurstöð-
urnar.
Úrslit kosninganna í gær sýndu
svo ekki verður um villst að enn er
breitt bil milli austur- og vestur-
hluta þýsku höfuðborgarinnar, þótt
Eberhard Diepgen, borgarstjóri
Berlínar og leiðtogi kristilegra
demókrata, er ánægður með kosn-
ingaúrsiitin í gær.
tíu ár séu nú liðin frá því Berlínar-
múrinn féll. Fyrrum kommúnistar
fengu hvorki meira né minna en 40
prósent atkvæðanna i austurhluta
borgarinnar en aðeins 4,5 prósent í
vesturhlutanum.
Jafnaðarmenn fengu 37,8 prósent
atkvæða í Berlín þegar Schröder
komst til valda. Nú fengu þeir hins
vegar að gjalda fyrir óvinsælar að-
haldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og
reikula stefnu hennar. Ekki bætti
úr skák að kosningabarátta jafnað-
armanna í Berlin nú þótti afar slök.
Leiðtogi kristilegra, Eberhard
Diepgen borgarstjóri, sagðist vOja
halda áfram „breiöfylkingunni"
með jafnaðarmönnum. Það hefði í
för með sér að ekki yrðu breytingar
í efri deild sambandsþingsins þar
sem þýsku fylkin 16 þurfa að sam-
þykkja stefnu stjórnvalda.
Stjórnarandstæðingar í Serbíu efndu rétt einu sinni til mótmælaaðgerða gegn Slobodan Milosevic forseta og stjórn
hans í höfuðborginni Belgrad í gærkvöld, tuttugasta daginn í röð. í hópi mótmælenda var þessi kona sem lét
óánægju sína með stjórnarfarið í Ijós með því að blása duglega í flautu og með því að halda á lofti þessari mynd þar
sem búið er strika yfir Milosevic og eiginkonu hans. Þátttaka í mótmælunum hefur verið misjöfn.
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
Rafstöðvar
Mikið ún/al bensín og
dísil rafstöðva.
Hagstætt verð!
CIA rannsakar faraldur í New York:
Grunar að gerð hafi verið
tilraun til sýklahernaðar
Bandaríska leyniþjónustan CIA
rannsakar nú hvort nýlegur sjúk-
dómsfaraldur í New York hafi verið
tilraun til sýklaskæruhemaðar, að
því er tímaritið, New Yorker, grein-
ir frá.
Sjúkdómurinn, sem líkist Vestur-
Nílar-hitasótt, varð fimm manns að
bana fyrir skömmu og tuttugu og
sjö til viðbótar urðu veikir. Taliö er
að veiran sem veldur sjúkdóminum
hafi borist í menn úr moskítóflug-
um sem fengu hana úr smituðum
fuglum.
Tímaritið vitnar ekki beint í
neinn starfsmann CLA en segir að
þar á bæ hafi menn áhyggjur af því
að veiran hafi verið send til Banda-
ríkjanna af ráðnum hug.
Margir sérfræðingar hafa varað
við þvi árum saman að Bandaríkin
Saddam Hussein íraksforseti er
sagður áforma að búa til sýklavopn
úr Vestur-Nílar-hitasóttarveiru.
séu mjög opin fyrir árás hryðju-
verkamanna með sýklavopn. Eng-
inn hefur þó enn nefnt veiruna sem
veldur Vestur-Nílar-hitasóttinni
sem hugsanlegt vopn þar sem hún
veldur alla jafna ekki alvarlegri
sjúkdómseinkennum en eru af
mildri flensu. Aftur á móti hafa
miltisbrandur og jafnvel svarti-
dauði verið nefndir til sögunnar.
í greininni í New Yorker er sagt
frá bók eftir mann sem segist vera
landflótta íraki. Þar er því haldið
fram að Saddam Hussein íraksfor-
'seti hafi áformað að láta framleiða
vopn úr afbrigði af Vestur-Nilar-
veirunni. Höfundur bókarinnar seg-
ir að veiran geti útrýmt 97 prósent-
um alls lífs í borgum.
Heilbrigðisyfirvöld vestra hafa
áhyggjur af veirunni.
Glistrup sleppur
Allt bendir til að Mogens
Glistrup verði ekki rekinn úr
danska Framfaraflokkinum sem
hann stofnaði á sínum tíma. Á
fundi kjördæmisráða flokksins
var mikill meirihluti fulltrúa á
móti því að boða til aukalands-
fundar til að reka Glistrup.
Trimble kokhraustur
David Trimble, áhrifamesti
stjórnmálamaður mótmælenda á
Norður-írlandi,
gerði í gær lítið
úr skoðana-
könnun sem
bendir til að
hann sé að tapa
baráttunni inn-
an eigin flokks
um ágæti friðar-
samningsins sem gerður var í
fyrra. Samkvæmt könnun í írskri
útgáfu Sunday Times myndu 55
prósent fundarmanna á lands-
fundi flokks sambandssinna ekki
greiða samkomulaginu atkvæði
sitt nú.
Naumt með evrunni
Naumur meirihluta þeirra
Dana sem taka afstöðu eru fylgj-
andi því að evran, sameiginleg
mynt Evrópusambandsins, verði
tekin upp. Fjörutíu og níu prósent
eru fylgjandi evrunni en 42 pró-
sent andvíg, segir í skoðanakönn-
un Gallups.
Konur fá að veiða
Hópur kvenna í spænska fiski-
þorpinu E1 Palmar unnu söguleg-
an sigur um helgina þegar þær
fengu að veiða í fyrsta sinn í lóni
við bæinn. Karlar höfðu haft
einkarétt á veiðunum í 750 ár
samkvæmt konungstilskipun.
Bjargað frá falli
Pólsku ríkisstjórninni var
bjargað frá falli í gær þegar ann-
ar samstarfsflokkurinn féllst á
málamiðlun um stefnumál og dró
til baka hótun sína um að fella
Jerzy Buzek forsætisráðherra.
Vændi upprætt
Sænska lögreglan hefur upp-
rætt vændishring þar sem grunur
leikur á að 25 konur frá Austur-
Evrópu hafi verið neyddai- til að
selja blíðu sína.
Skjálfti á Ítalíu
Jarðskjálfti sem mældist 4 stig
á Richter varð um miðbik ítaliu í
gær. Skemmdir urðu litlar og eng-
inn slasaðist svo vitað sé.
í varúðarskyni
Umhverfisráðherra Frakklands
sagði í gær að það væri í varúðar-
skyni sem Frakkar bönnuðu sölu
bresks nautakjöts, ekki í verndar-
skyni.
Kratar unnu sigur
Portúgalskir jafnaðarmenn
undir forystu Antonios Guterres
forsætisráðherra unnu sögulegan
sigur I þingkosningunum í gær. í
gærkvöld var búist við að þeir
fengju hreinan meirihluta.
Lögga drepin
Indónesískur lögregluþjónn féll
í gær í átökum við friðargæslulið
Sameinuðu þjóðanna á landa-
mærum Vestur- og Austur-Tímor.
Barak fær leyfi
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, fékk í gær leyfi stjórnar
sinnar til aö
uppræta ólög-
legar landnema-
byggðir gyðinga
á Vesturbakk-
anum. Að sögn
embættismanna
mun Barak taka
ákvörðun um
hvað gert verður við landnema-
byggðimar, 42 að tölu, einhvern
næstu daga.
Foreldrar í vígahug
Foreldrar bama á dagheimilum
í Kaupmannahöfn ætluðu að
trufla umferð í morgun til að mót-
mæla niðurskurði.