Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
9
DV
Rússar halda áfram hernaöi í Tsjetsjeníu:
Ráðist á Grozní
gerist þess þörf
Rússneskir ráðamenn hétu því í
gær að halda áfram hernaðarað-
gerðum í Tsjetjseníu og útvíkka ör-
yggissvæðið í héraðinu. Þeir sögðu
að hugsanlega yrði ráðist gegn höf-
uðborginni Grozní gerðist þess þörf.
„Við ætlum að marka okkur ör-
yggissvæði í þeim hluta Tsjetsjeníu
þar sem hersveitir okkar eru nú, og
einnig á öðrum svæðum," sagði
Vladímír Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, i sjónvarpsviðtali eftir
fund með landvarnaráðherra Rúss-
lands og seðlabankastjóra.
Pútín sagði að markmiðið væri
að uppræta alla skæruliðahópa og
bæði pólitískum og hemaðarlegum
meðölum yrði beitt í því skyni.
ígor Sergeijev landvamaráðherra
sagði við sjónvarpsfréttamanninn
að ef raunverulegir Tsjetsjenar
bæðu Rússa að frelsa Grozní myndu
Þessi tsjetsjenska kona er tilbúin að
berjast við Rússa í Tsjetsjeníu.
þeir gera það. Pútín sagðist vera á
sama máli.
Rússneskar hersveitir hafa lagt
undir sig nyrðri þriðjung Tsjetsjen-
íu í baráttu sinni gegn því sem rúss-
neskir ráðamenn kalla íslamska
öfgamenn sem starfa óháð leiðtog-
um tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna.
Rússneskar hersveitir hurfu á
brott frá Tsjetsjeníu eftir hrapallega
útreið í átökum við aðskilnaðar-
sinna á árunum 1994 til 1996.
Frönsk stjórnvöld hvöttu Rússa í
gær til að fara varlega þar sem
nauðsynlegt væri að jafnvægi ríkti í
Kákasushéraðinu við suðurlanda-
mæri Rússlands.
„Við ítrekum þá ósk okkar að
þeir leiti raunverulegrar pólitískrar
lausnar," sagði Hubert Védrine, ut-
anríkisráðherra Frakklands, í sjón-
varpsviðtali í gær.
Það er ekki á hverjum degi sem rúmlega þrjátíu ára gamlir blæju-Trabantar sjást á götum úti. Það gerðist þó í
Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í gær þegar fjöldi Trabanta tók þar þátt í rallakstri. Keppnin var haldin á lokadegi bíla-
sýningarinnar í Búkarest. Trabant þessi var framleiddur 1968 fyrir austur-þýska herinn sem notaði hann til eftirlits
við Berlínarmúrinn. Blæju-Trabantarnir voru framleiddir í mjög takmörkuðu upplagi.
______________Utlönd
Hvítbókin lögð
fram í færeyska
lögþinginu
Högni Hoydal, sem fer með
sjálfstæðismálin í færeysku land-
stjórninni, lagði
hvítbókina um
sjálfstæði Fær-
eyja fram i lög-
þinginu á föstu-
dag. Bókin á að
verða grundvöll-
ur að viðræðum
við dönsk stjórn-
völd um aukið sjálfstæði eyjanna.
Lögþingið fjallar um bókina á
fimmtudag og í kjölfarið mun
stjórnin móta stefnuna í sjálfstæð-
isviðræðunum.
Tveir stærstu stjómarand-
stöðuílokkamir á lögþinginu,
Sambandsflokkurinn og jafnaðar-
menn, hafa gagnrýnt Hvítbókina
harkalega. Sambandsflokksmenn
lögðu fram tillögu í þinginu á
föstudag um að efnt verði til ráð-
gefandi þjóðaratkvæðis um hvort
Færeyingar vilji að efnt verði til
samningaviðræðna við Dani áður
en viðræðurnar hefjast.
MORE& MORE
A LIFE PHILOSOPHY
Glæsibæ - sími 588 8050
Opið virka daga frá 10.30 til 18,
laugardaga 11 til 16.
ust '99
Stuttir og síðir
frakkar.
Aðskornar síðar
kápur, með
eða án hettu.
Hattar og húfur
í úrvali.
Opið
laugardaga,
kl. 10-16.
Mörkinni 6,
sími 588 5518.
MMC Space Wagon, 4x4, f.skrd.
01.10.1992, ssk., 5 dyra, ekinn 134 þ.km,
hvítur,
verð kr. 1.180.000.
Mersedes Benz E220 CDi.f.skrd.
26.10.1998, ssk., 5 dyra, ekinn 43 þ.km,
blár, ýmsir aukahlutir,
verð kr. 3.700.000.
Nissan Maxima QX, f.skrd. 12.05.1996,
ssk., 4 dyra, ekinn 36 þ.km, svartur,
verð kr. 1.890.000.
Nissan Terrano II 5 SE, dísil, f.skrd.
14.04.1998, bsk., 5 dyra, ekinn
19 þ.km, blár/grár, leður, lúga,
verð kr. 2.660.000.
Toyota Rav 4, f.skrd. 19.06.1996, ssk.,
5 dyra, ekinn 13 þ.km, blár,
verð kr. 1.690.000.
Opel Vectra, 1600, f.skrd. 04.11.1997,
bsk., 5 dyra, ekinn 30 þ.km, svartur,
verð kr. 1.420.000.
Jeep Cherokee, f.skrd. 18.08.1992, ssk.,
5 dyra, ekinn 82 þ.km, vínrauður,
verð kr. 990.000.
Borgartúni 26, ámar 561 7510 & 561 7511
23.01.1997, bsk., 14 farþega, ekinn 145
þ.km, hvítur,
verð kr. 2.100.000.
BILASALAN
Urval no+aí»ra bíla aí ö||o»j s-fær&ow) og ger*owj /
Margar bifreiðar á söluskrá
okkar er hægt að greiða með
Visa eða Euro raðgreiðslum