Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Qupperneq 10
10
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
Rafstöðvar
Barnaflíspeysur
kr 990.Ó
Mikið úrval bensín og
dísil rafstöðva.
Hagstætt verð!
YANMAR
S(mi 568 1044
alla
Sólgleraugu á
bílinn
Ekki bara glæsileikinn, einnig
velliðan, en aðalatriðið er öryggið!
Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita,
1/3 af glæra og nær alla upplitun.
Við óhapp situr glerið í filmunni og því
er minni hætta á að fólk skerist.
Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770
Ásetning meöhita - fagmenn
Fréttir
DV
Forskot á sæluna:
Sviðakjammar fyrir slátrun
DV, Hveragerði:
Óhætt er að segja að ekki hafi
verið margt um manninn í Flatey
á Breiðafirði einn laugardag í
haustbyrjun þegar fréttaritari DV
brá sér út fyrir bæjarleið. Með
Flóabátnum Baldri mátti telja far-
þega á fingrum annarrar handar
og flestir voru á leið til Brjánslækj-
ar. Þegar lagt var að Flateyjar-
bryggju var kalt veður en bjart,
þannig að sérkenni eyjarinnar
sáust vel í sólinni. Fyrir utan
skemmu á hafnarbakkanum voru
tveir myndarlegir menn í óðaönn
að svíða hausa þegar fréttaritara
bar að. Þetta voru þeir feðgar Haf-
steinn Guðmundsson og Hafþór
Hafsteinsson. Hafsteinn býr í Flat-
ey allt árið ásamt konu sinni,
Ólínu Jónsdóttur. Hafþór býr einn,
nema á sumrin, en þá dvelur 6 ára
dóttir hans hjá honum. Önnur fjöl-
skylda, bændurnir Svanhildur
Jónsdóttir og Magnús Jónsson, býr
einnig í Flatey allt árið en var að
heiman þennan dag.
Að sögn Hafsteins var aðeins ver-
ið að svíða í mat ofan í fjölskylduna
en féð væri enn ekki farið til slátr-
unar. Sterka og góða lykt lagði frá
litlum kofa skammt frá bryggjunni
og þegar betur var að gáð héngu
þar nokkur sauðalæri til síðari
nota, einnig fyrir fjölskylduna.
„Tekjur okkar hér eru aðallega
af fiski, dúnsölu og sauðfjárrækt,"
svaraði Hafsteinn aðspurður.
„Veðráttan í sumar hefur haft mik-
il áhrif á aflabrögð og dúntekju.
Auk þess hefur ráðið miklu við
Feðgarnir Hafsteinn og Hafþór voru önnum kafnir að svíða svið fyrir fjölskyldur sínar.
dúnsöluna að fjármagnsmarkaðir í
Japan eru okkur mjög óhagstæðir
og verðið lágt.“ Hafsteinn vildi
koma því að að hann væri mjög
ósáttur við kvótakerfíð og taldi það
vera að drepa niður tekjumögu-
leika sinna manna.
Flatey er m.a. þekkt fyrir fjöl-
skrúðugt fuglalíf. Um 70 kindur eru
á eynni og öllum hefur verið gefið
nafn. Féð er mjög spakt og forvitið,
ekki síst hrútarnir. Einn gamall
hundur er í Flatey en enginn köttur,
„sem betur fer“ varð Hafsteini að
orði. -eh
Réttað í Þæfusteinsrétt:
Áttræður
réttarstjóri
DV, Snæfellsbæ:
Fyrir skömmu var réttað í Þæfu-
steinsrétt en hún er á svokallaðri
Breið sem er á milli Ólafsvíkur og
Hellissands. Nafnið fær réttin eftir
bæ sem stóð þar stutt frá en er kom-
inn í eyði fyrir löngu. Réttin er not-
uð af bændum úr Neshreppi utan
Ennis eins og hann hét áður en af
sameiningu bæjarfélagana varð.
Þæfusteinsrétt er þriggja ára
gömul en réttin sem áður var notuð
hét Hraunskarðsrétt og var ofan við
Hellissand. Alls eru 16 búfjáreigend-
ur á Hellissandi og Rifi og það komu
um 750 fjár af fjalli eftir því sem Ótt-
ar Sveinbjörnsson, bóndi og versl-
unarmaður á Blómsturvöllum,
sagði.
Leitarsvæðinu er skipt I 4 svæði
og komið var með safnið niður að
réttinni um hádegisbil og margir
tóku þátt í smöluninni. Vel gekk að
draga féð í sundur.
Réttarstjóri í Þæfusteinsrétt er
Guðbjartur Þorvarðarson. Hann
varð áttræður nú í september og
hefur verið réttarstjóri í yfir 20 ár
og er hann með talsvert af kindum
sjálfur. Hann er léttur á fæti og fer
í leitirnar fótgangandi og gefur
Guðbjartur Þorvarðarson réttarstjóri og Óttar Sveinbjörnsson, bóndi og
verslunarmaður, í réttunum. Hans Sigurbjörnsson og Jensína Guðmunds-
dóttir fylgjast með. DV-mynd PSJ
þeim sem yngri eru ekkert eftir við
smölunina.
Eins og oft er í réttum er mikið af
fólki sem kemur til að fylgjast með
og ekki síst er það áhugavert fyrir
unga fólkið að fá að taka þátt í þess-
um störfum. -PSJ
Aufúsugestir á ferð:
Fjárveitingavaldi tekið með virktum
DV, SnæteUsbæ:
Fjárlaganefnd Alþingis var,
ásamt yfirmönnum nokkurra stofn-
ana rikisins, á ferð í Snæfellsbæ á
dögunum. Þetta er árleg kynnisferð
sem nefndin fer um landið ásamt
mökum og er farið í kjördæmin til
skiptis. Að þessu sinni fór hún í
Vesturlandskjördæmi. Tilhögun
ferðar Fjárlaganefndarinnar í Snæ-
fellsbæ var sú að Kristinn Jónasson,
bæjarstjóri Snæfellsbæjar, ásamt
Ásbimi Óttarssyni, forseta bæja-
stjórnar, tóku á móti nefndarmönn-
um í Búlandshöfða.
Ekið var til Ólafsvíkur þar sem
Bæjarstjóm Snæfellsbæjar bauð til
hádegisverðar á Hótel Höfða. Að
honum loknum var farið í skoðun-
arferð, undir leiðsögn Kristins bæj-
arstjóra, um Ólafsvík og þaðan út á
Rif og til Hellissands og endað á
Gufuskálum. Þar voru þær fram-
kvæmdir sem nú eru í gangi kynnt-
ar ferðalöngunum en verið er að
undirbúa húsnæðið fyrir æfingaað-
stöðu björgunarskóla á vegum
Slysavarnafélags íslands sem hefj-
ast mun fljótlega. -PSJ
Fjárlaganefnd ásamt fulltrúum Snæfellsbæjar og fleiri fyrir framan Hótel Höfða f Ólafsvík.
DV-mynd Pétur
Hvalijörður:
Aukin byggð
sumarhúsa
DV, Akranesi:
Arið 1994 hóf Hallfreður Vil-
hjálmsson, bóndi á Kambshóli í
Svínadal í Hvalfjarðarstrandar-
hreppi, að bjóða land undir sum-
arbústaði í landi Kambshóls.
Siðan þá hefur hann leigt 40
sumarbústaðalóðir og hann segir
að með opnun Hvalfjarðarganga
hafi skapast nýr markaður fyrir
sumarbústaöabyggð í Hvalflrði.
„Það er stutt hingað frá höfuð-
borgarsvæðinu og þó svo að mik-
ið sé af sumarbústöðum í Borg-
arfírði þá er Hvalfjörðurinn líka
ægifagur. Svæðið allt er i skipu-
lagningu og ég reikna með því að
60-70 lóðir verði á svæðinu.
Einkum er það fólk frá höfuð-
borgarsvæðinu og Keflavík sem
hefur keypt sér bústaði og finnst
gott að vera hér í friðsældinni og
fallegu umhverfi," sagði Hall-
freöur i spjalli við DV. -DVÓ