Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
15
Líf ið er ósanngjarnt
Á síðustu árum hafa þó komið alvarleg tfðindi með rannsóknum á sjó og
sjávardýrum. - Dauður fiskur í fjöruborðinu af völdum mengunar í sjó.
Lífsins gæðum er
mjög misskipt milli ein-
staklinga og heilla
þjóða. Oft er það svo að
einn sáir en annar upp-
sker; auðlindir vanþró-
aðra þjóða eru oft seld-
ar fyrir lítið. í byrjun
áttunda áratugarins
birtist bókin „Endi-
mörk vaxtarins“, svo-
kallaðs Rómarklúbbs;
hún var svört skýrsla
um ástand og horfur
mannkyns hvað varðar
hagvaxtarskilyrði.
Skýrslan vakti strax
mikla athygli en spáð
var að mannkyn væri
komið að endimörkum
hagvaxtar.
Fljótlega komu þó i ljós ýmsir
annmarkar og rangindi í spánum.
Aldarfjórðungi síðar má segja að
fátt hafi staðist af dómsdagsspán-
um en þær voru mjög gagnlegar
samt. En síðan birtust nýjar tak-
markanir sem ekki hafði verið
fjallað um en þær kunna að verða
miklu alvarlegri.
Lengi tekur sjórinn við
Þetta er gamalt orðatiltæki og
vissulega hafa margir haldið að
sjórinn væri óendanlegur og tæki
við öllu. Á síðustu árum hafa þó
komið alvarleg tíðindi með rann-
sóknum á sjó og sjávardýrum. Fyr-
ir nokkrum árum rak marga
dauða seli á land við Norðursjó en
ekki kom fram óyggjandi hver
ástæðan gæti verið. Um það leyti
settu vísindamenn
fram þá tilgátu að
um væri að ræða
eitrun vegna að-
skotaefna frá iðnaði
og sorpbrennslu
eða vamarefni frá
landbúnaði.
Efnin eru ýmis
skordýraeitur, di-
oxín og PCB, en
efnasúpan innifelur
mörg hundruð efni
og sum þeirra eru
herfilega eitruð en
að vísu í mjög lág-
um styrk í sjó. Þau
valda sum krabba-
meini, erfðabreyt-
ingum eða ruglingi
í hormónakerfi dýra og manna.
Visindamönnum er nú orðið ljóst
að umrædd efni safnast fyrir fyrst
og fremst í sjó, sem er eins og alls-
herjar ruslatunna, en ógnvænleg-
ast er fyrir íbúa norðurhjarans að
efnin berast að hluta með loft-
straumum og falla til sjávar með
úrkomu, sérstaklega á köldum
norðurslóðum.
Nýlega var upplýst að hluti af
ísbjamarhúnum sem fæðast á
Svalbarða er tvíkynja. Umrædd
eiturefni eru fituleysanleg og safn-
ast fyrir í fitu-
vefjum dýra og
berast eftir fæðu-
keðjunni og eru í
þeim mun hærri
styrk sem aftar
er í henni. Selir
og tannhvalir
hafa að geyma
mjög háan styrk
og ísbirnir hafa
hæsta styrkinn.
Vísindamenn
telja flestir að áð-
urnefndur van-
skapnaður ís-
bjarna sé tilkominn vegna hinna
þrávirku eiturefna.
Óhugnanlegar þversagnir
íbúar norðurhjarans hafa
minnst not fyrir eiturefnin en
verða að súpa seyðið af sóðaskap
og hagvaxtarkapphlaupi iðn-
væddra þjóða. Maðurinn er aftast
í fæðukeðjunni í flestum tilvikum.
íbúar bæjar nokkurs í norður-
byggðum Kanada hafa óhugnan-
lega há gildi í fituvef og hafa verið
kallaðir PCB-fólkið - íbúar ná-
lægra svæða vilja ekki kvænast
því fólki - það neytir væntanlega
mikils selkjöts. Fiskfita inniheld-
ur almennt fremur há gildi og
mörgum landanum var illa brugð-
ið í sumar þegar reglugerðarmenn
í Brussel vom næstum húnir að
banna notkun á íslensku fiski-
mjöli og lýsi til dýraeldis.
Sett var fram tillaga um há-
marksgildi fyrir dýrafóður sem
var í raun strangairi en kröfur em
til matvæla. Málið er í endurskoð-
un en vel gæti til þess komið að
það yrði alvarlegt og að allar
fiskafurðir verði í vörn á næstu
árum því þær innihalda meiri þrá-
virk efni en flest matvæli af land-
búnaðartoga.
Hollusta eða hætta
Á sama tíma og vaxandi upplýs-
ingar berast um mikilvægi svo-
kallaðra omega-3 fitusýra í fisk-
Fitu, og að þær séu beinlínis nauð-
synlegar eins og vítamín til að
mynda heilbrigðan heila- og tauga-
vef, svo og til að hindra hjarta-
áfóll, birtist ný ógn vegna þrá-
virkra eiturefna í fiskfitu. Fmm-
uppspretta nefndra fitusýra er í
svifgróðri sjávar en á sama tíma
safnar hann þrávirku efnunum í
sjó og skilar þeim síðan áfram til
næstu þrepa í fæðukeðjunni.
Jónas Bjarnason
Kjallarinn
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
„ Vísindamönnum er nú oröiö
Ijóst aö umrædd efni safnast fyr-
ir fyrst og fremst í sjó, sem er
eins og allsherjar ruslatunna, en
ógnvænlegast er fyrir íbúa norö-
urhjarans aö efnin berast aö
hluta meö loftstraumum og falla
til sjávar meö úrkomu, sérstak-
lega á köldum noröurslóöum.“
Rökþrota heimspeki
Heimspekingurinn Jóhann
Björnsson sendir frá sér furðu-
skrif í DV á dögunum. Umræðu-
efnið er samkynhneigð og kristni.
Jóhann blessaður stendur ekki
fóstum fótum í raunveruleikanum
og hin heimspekilega hugsun sem
hann stærir sig af verður honum
því miður fjötur um fót. Ég geri
fastlega ráð fyrir að Jóhann sé
bæði skírður og fermdur og kunni
sitt Faðir vor en það hefur ekki
orðið til þess að hann fóti sig á
klettinum Kristi.
Heimspekingurinn leiðir getum
að því að kristnir menn telji sig
bera af öðrum í kærleika, en þar
gætir mikils misskilnings. Við vit-
um að í okkur býr ekkert gott, þ.e.
í holdi okkar, það eina góða sem
við eigum er gjöf Guðs í Kristi
Jesú sem við höfum tekið á móti -
Guð er kærleikur og Hann einn er
kærleikur. Ég held að heimspek-
ingurinn eigi við svipað ástand að
búa í gæskuskortinum eins og við
hin og ekki er nú heimspekin
neinn bjargvættur í því efni eins
og skrif hans sanna.
Réttur til samkynhneigðar
„Sumir kristnir menn viður-
kenna ekki réttinn til samkyn-
hneigðar," segir blessaður heim-
spekingurinn í grein sinni. Hneigð
spyr hvorki um rétt, stétt né
stöðu. Við erum af fóllnu eðli og í
hverjum manni eru hneigðir sem
hann þarf að glíma við. Hneigð er
ekki synd í sjáifri sér en hún er
amma dauðans ef hún fær að valsa
óáreitt. Hneigð getur af sér synd
en syndin getur
af sér dauða. Við
getum ekki varn-
að því að kría
driti á kollinn á
okkur en við get-
um komið í veg
fyrir að hún
byggi sér hreið-
ur þar. Það er
enginn dæmdur
úr leik fyrir
hneigð sína, þar
eru allir sekir.
Menn þurfa að
átta sig á því að Ritningin kennir
að samlíf einstaklinga af sama
kyni er saurlífi og saurlífi er synd.
Þetta er hin kristna kenning. Ég
er ekki að segja að synd kynviU-
unnar sé verri eða meiri en önnur
synd. Synd er synd og verður að
meðhöndla sem slíka ef vel á að
fara. Við gerum engum greiða með
því blekkja hann til „staðfestrar
sambúðar" við synd-
ina. Eru menn hugs-
anlega að tortíma
fólki í hugarkvöl
með því að senda
misvísandi skilaboð,
i stað þess að segja
sannleikann?
Viðurkenning
syndanna
Það sem menn
þurfa að skoða í
þessu samhengi er
sú ótrúlega bíræfni
samkynhneigðra að
vilja fá að ganga í
Guðs hús tU að fá
syndir sínar viður-
kenndar en ekki til
að viðurkenna synd-
ir sínar eins og við hin. - Hér er
málum snúið við og komið aftan
að sannleikanum.
Það er þörf á því að árétta að
við sem trúum orði Guðs göngum
ekki fram í skoðun heldur i þeirri
trú að hið óskeikula orð Guðs eigi
öll svör við sérhverri tilvistar-
kreppu mannsins. Rökþrota heim-
spekingur fær svölun og lausn og
styrkan grunn ef hann beygir sig
við krossins fót. Þeir sem hafa gert
heUagt orð Guðs að leiðarljósi
sínu hafa ekki rétt tU að breyta
því í takt við tíðarandann á hverj-
um tíma eins og heimspekingur-
inn Jóhann telur æskUegt.
Menn verða að átta sig á þvi að
hoUusta okkar og trúnaður er við
orð Guðs og við reynum að vera
dauft endurskin og
bergmál þess sem Guð
segir. Að breyta orði
Guðs til að þóknast
einhverjum hópi
manna er afar mikUl
skortur á siðferðis-
þroska. Heimspekina
má toga, teygja,
sveigja og beygja en
ekki orð Guðs - það er
óhagganlegt.
Ef ég mætti ráða
Ég á vini í hópi
þeirra sem kallast
samkynhneigðir. Þar
er um að ræða fólk
sem ég hef töluverð
samskipti við og ber
virðingu fyrir. Ef ég
mætti ráða þá mundi ég trúlega
sjá i gegnum fingur gagnvart synd
þeirra og tælast tU að hálfblessa
það sem Guð bölvar ef menn lof-
uðu að fara varlega. Ég mundi trú-
lega líka taka þátt í þessu gríni
með staðfesta sambúð en það er
ekki ég sem ræð ferðinni. Ég hef
valið að beygja mig fyrir orði
Guðs og vilja Hans og ég geri mér
ljóst að þetta er ekki léttvægt mál
heldur er hér teflt um eUíft líf eða
eilífan dauða. í þessum efnum
gildir það sem aUs staðar annars
staðar gUdir: „sannleikurinn mun
gjöra yður frjálsa". Látum ekki
speki þessa heims viUa okkur sýn,
veljum frekar speki Guðs í Kristi
Jesú.
Gunnar Þorsteinsson
„Þaö sem menn þurfa aö skoöa í
þessu samhengi er sú ótrúlega
bíræfni samkynhneigðra aö vilja fá
aö ganga í Guös hús til aö fá synd-
ir sínar viöurkenndar en ekki til aö
viöurkenna syndir sínar eins og viö
hin. - Hér er málum snúiö viö og
komiö aftan aö sannleikanum.“
Kjallarinn
Gunnar
Þorsteinsson
forstöðumaður
1 Með Oj á móti t j
Árangur í rekstrar- kostnaði ríkisins
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið
2000 nema tekjur 205 milljörðum
króna en útgjöld 190 milljörðum, sem
þýðir 15 milljarða tekjuafgang. Fjár-
málaráðherra segir frumvarpið mikil-
vægt efnahagslegt útspil af hálfu ríkis-
stjórnarinnar, hugsað til að draga úr
þenslu, verðhækkunum og viðskipta-
halla. Meðan stjórnarliðar guma af
góðum árangri í rekstri ríkisins segja
stjórnarandstæðingar tekjuafgang
rfkissjóðs ekki vera sérstakt afrek.
Kristján Pálsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks.
Otvíræður
árangur
„Það fer ekkert á miUi mála að
afgangur á fjárlögum er 15 millj-
arðar, sem er sögulegt met í fjár-
lögum íslenska ríkisins. Það hafa
áður komið góðæri og menn geta
ekki sagt að þessi árangur sé ein-
ungis vegna
þess að góðærið
sé meira en
áður. Það er
hins vegar ann-
að mál að
launakostnaður
hjá opinberum
starfsmönnum
hefur í sumum
tilfellum farið
verulega úr
böndunum. Það
er eitthvað sem menn verða að
skoða í ljósi niðurstaðna úr
rekstri ríkisstofnana. En það er
margt annað í þessum íjárlögum
sem bendir til að afgangurínn geti
orðið mun meiri. Þar vega skatta-
leg atriði þungt. Yfirfæranlegt tap
milli ára hefur verið stór frádrátt-
arliður hjá fyrirtækjum undanfar-
in ár og hefur minnkað tekjuskatt
fyrirtækja verulega. Þar álíta
menn að geti orðið verulegur
tekjuauki umfram þaö sem gert er
ráö fyrir i fjárlögum næsta árs.
Útlitið er jafnvel betra en menn
eru að sýna í fjárlögunum nú. Ein-
hver upphróp frá stjórnarandstöð-
unni um að tekjuafgangur fjárlaga
sé ekkert afrek er lymskuleg að-
ferð til að slá ryki í augu fólks og
fela sannleikann i málinu.“
Enginn
árangur
„Það hefur enginn árangur
náðst í rekstrar- og launakostnaði
ríkisins. Tekjumar hafa einfald-
lega vaxið miklu meira en menn
gerðu ráð fyrir, að verulegu leyti
vegna hallans á viðskiptum við
útlönd. Við-
skiptahallinn
stafar af mikl-
um aukningi á
innflutningi og
ríkissjóður hef-
ur gríðarlegar
tekjur af öllu
saman. Tekju-
aukning ríkis-
sjóðs stafar
þannig af gríð-
arlegri þenslu.
Framkvæmdir ríkisins eru aðeins
um 1,5% af þjóðarframleiðslu
þannig að hvort þær eru skornar
niður mn milljarð til eða frá hefur
ekki svo ógurleg áhrif. Það hefur
ekki verið reynt að draga saman
seglin í rekstrarútgjöldum rikis-
ins. Ef draga á úr þenslu við nú-
verandi aðstæður kemur i fyrsta
lagi upp spurning um skatta-
hækkun. í öðru lagi er hægt að
draga úr framkvæmda- og útlána-
getu ríkisfyrirtækja og ríkisbanka
með því að krefja þau um háar
arðgreiðslur í ríkissjóð. í þriðja
lagi ætti að taka á rekstrar- og út-
gjaldavanda ríkisins. Af fjárlögum
síðustu tveggja ára sést að
launapólitík ríkisins er gjörsam-
lega úr samhengi við það sem ger-
ist á frjálsum markaði. Launa-
hækkanir til einstakra stétta rík-
isstarfsmanna eru upp á allt að70
prósent." -hlh
Síghvatur Björg-
vinsson, þingmað-
ur SamfVlkingar.