Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Qupperneq 16
16
ienmng
MANUDAGUR 11. OKTOBER 1999
Blóðbragð af lífi
Þriðja og síðasta sýningin í
ljósmyndarasyrpunni sem
Listasafn íslands hefur boðið
upp á á þessu ári stendur nú
yfir með verkum bandarísku
listakonunnar Nan Goldin.
Listasafnið á hrós skilið fyrir
þessa sýningaþrennu af ýmsum
ástæðum. Sýningamar hafa all-
ar verið spennandi og um leið
hæfilegar í þeim skilningi að
þær hafa rúmast vel í minnsta
sal safnsins en samt verið nægi-
lega stórar til að mynda
ákveðna heild (aðeins á sýningu
Inezar van Lamsveerde fann
maður eilitið fyrir þrengslum).
Það er líka sjaldgæft að konur
skipi svo háan sess í samantekt-
um sem þessum, það gerist
varla nema þegar sérstaklega er
fjallað um list kvenna en þessar
sýningar hafa mér vitanlega
ekki verið kynntar sem slíkar.
Ekki síst hefur svo stígandin
verið góð því þó sýningar van
Lamsveerde og Janietu Eyre
hafi verið afbragðsgóðar er sýn-
ing Nan Goldin langsterkust og
því vel fallin til þess að reka
endahnútinn á syrpuna.
Bersögli
Nan Goldin notar ljósmynda-
vélina eins og dagbók. Ljósmyndirnar eru
samhengið í lífi hennar, með þeim hendir
hún reiður á reynslu sinni og heldur skrá
um það sem í hennar augum er sannleikur.
Hún tekur tækifærismyndir af fólki sem
hún umgengst og þykir vænt um, gjarnan á
viðkvæmum augnablikum og fyrir vikið
eru myndirnar óvenjulega bersöglar og
nærgöngular. Þær eru þó ekki síst áleitnar
fyrir það að þær segja greinilega sannar
sögur af raunverulegu fólki.
Persónusafnið í verkum Nan Goldin
dregur dám af þeirri staðreynd að hún er
eiturfikill þó hún hafi reyndar verið edrú
síðan 1988. Litrík vinaflóran hrærist í
heimi þar sem keyrt er á fullu gasi bæði til-
finningalega og líkamlega og fyrirbæri eins
og eyðni eru hluti af daglegum veruleika.
Örvæntingin kraumar alls staðar undir.
Þetta eru enda engar skemmtisögur heldur
hádramatískar lífsreynslusögur, sbr sögu
Cookie sem hlær
glaðlega árið 1985,
giftist Vittorio ári
síðar og stendur svo
við kistu hans árið
Cookie giftist Vittorio 1986. Þremur árum seinna stóð hún við kistu hans. Ljósmynd eftir Nan Goldin.
1989. Ástarsaga Nan og Brians er ekki held-
ur sársaukalaus. Þrátt fyrir fjörlegt kynlíf
er eins og traustið vanti enda lemur hann
hana á endanum til óbóta. Og það er átak-
anlegt að sjá hvernig eyðnin fer með Gilles
á einu ári. Maður finnur sárt til með
kærastanum, Gotscho.
Verkin á sýningunni spanna lungann úr
ferli listakonunnar eða tímabilið frá 1976 til
1998. Myndirnar hanga nokkurn veginn í
réttri tímaröð og með því að skoða sýning-
Myndlist
Áslaug Thorlacius
una réttsælis fá ekki aðeins einstakar sögur
þráð heldur má líka glöggt sjá hvemig lista-
konan hefur þroskast með árunum. Eldri
myndirnar eru skrautlegri, þar er fókusinn
meira á persónumar, kynllf þeirra, dægur-
þras og nístandi tilvistarvanda en eftir því
sem á líður verður sýnin dýpri og yfirveg-
aðri og efnistökin klassískari.
Það er ekki bara myndefnið sem gerir
myndir Nan Goldin spennandi. Sem mynd-
ir eru þær hver annarri flottari og auðvit-
að er hún um leið og hún er að segja sög-
urnar sínar að kljást við sömu tæknilegu
viðfangsefnin og málarar hafa t.d. gert í
málverkinu gegnum aldirnar. Styrkur
hennar felst samt öðm fremur í hinni ein-
foldu en djörfu hugmynd að segja á svo
hreinskilinn hátt frá sannleikanum um eig-
ið llf. Það er jafnframt snilld að geta geng-
ið svo nærri sjálfri sér án þess að misbjóða
áhorfandanum með sjálfhverfu.
í fyrirlestrarsal safnsins er myndband
um líf listakonunnar. Þetta myndband er
afar átakanlegt og skilur hreinlega eftir
blóðbragð í munni manns um leið og það
skerpir skilninginn á verkum hennar. Það
er virkilegt tilhlökkunarefni að von skuli
vera á henni sjálfri til landsins seinna í
mánuðinum.
Sýningin á Ijósmyndum Nan Goldin í Lista-
safni íslands stendur til 24. október. Safnið
er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17.
fir kaldan eyðisand
Bók Maríu Guðmunds-
dóttur, „A Land Told Me“,
er tvimælalaust persónuleg-
asta ljösmyndabók sem hún
hefur sent frá sér. I rúm-
lega 50 svart/hvítum ljós-
myndum reynir hún að
skilgreina fyrir sjálfri sér
og öðrum hvað það er við
ísland sem heillar hana
mest. Niðurstöður hennar
kunna að koma flatt upp á
þá sem leitast við að selja
útlendingum sumarlandið
ísland. María er nefnilega
gagntekin af harðhnjósku-
legri vetrarásýnd landsins,
köldum eyðisöndum,
skammdegisbirtunni, svell-
bunkum og frostþurrkaðri
urö. Og hefur komið sér
upp „auga“ og tækni sem
gerir henríi kleift að taka
sannkallaðar hrollvekjur
úti í íslenskri vetrarnátt-
úru. í heildina séð er bókin
því eins konar listræn yfirlýsing þessarar ís-
lensku heimskonu og sem slík er hún óneit-
anlega samsett af allnokkurri djörfung.
Hins vegar hefur áhorfandinn á tilfinning-
unni að inni í þessari umfangsmiklu ljós-
myndaþók sé falin mun minni og innilegri
bók, kannski ljóðabók. Að minnsta kosti eru
æði margar síður lagðar undir ljóðrænan
texta Maríu fremst og aftast í bókinni, auk
þess sem auðar síður skapa öðru hverju eins
konar Ijóðhvíldir með óreglulegu millibili
Mögnuð vetrarbirta við Kleifarvatn. Mynd 9 úr bókinni A Land Told Me.
milli mynda. Hvergi er heldur að finna þær
upplýsingar sem yfirleitt er að finna í
„venjulegum" ljósmyndabókum, t.d. um þær
ljósmyndavélar og filmur sem notaðar voru
Bókmenntir
Aðalsteinn Ingólfsson
liverju sinni, né heldur um
pappírinn sem myndimar eru
prentaðar á.
Forgrunnur, miðbik
og himinn
Hvort tveggja hefði verið feng-
ur að vita, þar sem prentunin er
víða óþarflega „flöt“ og eintóna.
Sérstaklega er þetta áberandi í
mynd Maríu af þarablaði í
Skerjafirði, sem beinlínis kallar
á andstæður í áferð. Sem hefúr
auðvitað áhrif á það hvemig við
skynjum myndirnar. Bygging
þeirra er misjafnlega tilkomu-
mikil. Oft er hún helst til venju-
bundin, gengur þá út á forgrunn,
miðbik og himin einhvers staðar
þar sem við þekkjum vel til.
Annars staðar notar Maria
mannvistarleifar, girðingar-
staura, heyvinnuvélar og fleira
sem hefðbundið mótvægi við
villt landslagið í bakgmnni. Sem sagt, ekki al-
veg nógu spennandi. En svo á María sér óska-
stundir. Að Kleifarvatni hittir hún til dæmis á
ótrúlega magnaða vetrarbirtu (nr. 9) sem
hjálpar henni að „teikna" öU smáatriði lands-
lagsins. Og á Seltjarnarnesi tekur hún mynd
af hríðarkófi (nr. 51) sem er fullkomin ímynd
íslenska vetrarins.
María Guðmundsdóttir - A Land Told Me
Útgefandi: M.G. photos, 1999
Prentun: Oddi
Pólitíska hliðin á
landslagsmálverkinu
í dag kl.12.30 flytur Patrick Huse, listmál-
1 ari frá Noregi, fyrirlestur við Listaháskóla
íslands í Laugamesi, stofu 024. Fyrirlestur-
inn nefnist „The political
I aspect of landscape paint-
ing“ og verður fluttur á
ensku. Patrick hefur mál-
að mikið hér á íslandi
f eins og Ijóst er á þeirri
? sýningu á verkum hans
i sem nú stendur yfir á
Kjarvalsstöðum. í viðtali
hér í blaðinu fyrir mánuði
(11.9.) hélt hann því fram
að munurinn á honum og íslenskum lands-
lagsmálurum sé sá að þeir snúi sér frá ís-
landi í myndum sínum og út til Evrópu en
hann máli sig hins vegar inn í ísland. Væri
fróðlegt að spyrja hann nánar út í þessa full-
yrðingu.
Á miðvikudaginn kl. 12.30 flytur Reyer
Kras frá Hollandi fyrirlestur í LHÍ í Skip-
holti 1, stofu 112. Reyer Kras er iðnhönnuð-
ur og sýningarstjóri við hönnunardeild
Stadliche Museum í Amsterdam. Hann flyt-
ur fyrirlestur sinn á ensku og nefnist hann:
„The selfproducing designer".
Námskeiðið við Opna listaháskólann,
sem kynnt er þessa vikuna, er í bókagerð.
Kenndar verða ólíkar aðferðir við einfalt
bókband, byggðar á japönskum hefðum og
lögð áhersla á handbragð og efnisnotkun.
Einnig verður keimt að gera bókarkápur
með mismunandi aðferðum, og nemendur
búa til bækur í ólíku broti. Kennari er Sig-
urborg Stefánsdóttir myndlistarmaður og
kennt verður LHÍ í Skipholti 1, stofu 113.,
mánudaga og miðvikudaga 11.-20. október
kl. 18-22.
Söngför í landnám Ingólfs
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur
þrenna tónleika á Suðvesturlandi 15. og 16.
október og gefur þar með
íbúum Suðvesturlands
tækifæri til að hlýða á
norðlenskan karlakórs-
söng eins og hann gerist
bestur. Á föstudaginn kl.
20 syngur kórinn í Selfoss-
kirkju og eftir tónleikana
tekur Karlakór Selfoss á
móti norðanmönnum í fé-
lagsheimili sínu. Á laugar-
daginn kl. 14 syngur kór-
inn í Hásölum í Hafnarfirði og kl. 20.30 um
kvöldið verður kórinn með tónleika í Saln-
um í Tónlistarhúsi Kópavogs.
I millitíðinni, eða um kl. 16.00 á laugar-
deginum, verður kórinn í Gerðarsafni í
Kópavogi þar sem hann tekur lagið í tilefni
af opnun myndlistarsýningar Akureyrings-
ins Arnar Inga. Kynnir þar verður sendi-
herra Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu,
Sigmundur Emir Rúnarsson (á mynd). Um
kvöldið verður Karlakórinn Þrestir i Hafn-
arfirði heimsóttur í félagsheimili kórfélaga.
Á efnisskrá kórsins er fjöldi klassískra
karlakórslaga eftir innlend tónskáld og úr-
val kórverka úr óperettum og óperum.
Stjómandi Karlakórs Akureyrar-Geysis er
Roar Kvam, undirleikari Richard Simm og
einsöngvari Þorgeir J. Andrésson.
Sýndi hjá UNESCO
Bókin sem rædd er hér á síöunni, A Land
Told Me, með ljósmyndum Maríu Guð-
mundsdóttur af íslensku landslagi, kom út
fyrir um tveimur vikum. Þá var einnig opn-
uð sýning á þessum myndum í aðalinngangi
Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna - UNESCO - í París. Þetta em svart-
hvítar myndir og býsna stórar eða 160 x 180
cm. Þess má geta að María er fyrsti íslend-
ingurinn sem sýnir hjá UNESCO en áætlað
er að um það bil 5000 manns fari um bygg-
inguna í viku hverri, utan þeirra sem þar
vinna. í nóvember verður sýningin sett upp
í Leifsstöð þar sem hún hangir fram yfir
áramót.
María er sérhæfð í tísku- og auglýsinga-
ljósmyndun og hóf feril sinn sem ljósmynd-
ari í New York árið 1981. Síðan hefur hún
unnið bæði í Evrópu og Ameríku. Áður hef-
ur komið út hjá Máli og menningu bókin
Ferðin heim. Texti A Land Told Me er bæði
á ensku og frönsku.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir