Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Page 28
40 MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 Hringiðan Tískufatagalleríiö Gallerí Mót, þar sem ísiensk hönnun fær notið sín hvað best, er eins árs. Á laugar- daginn var þessum tfmamótum fagnað í búðinni á Lauga- veginum. Eigendurn- Ir, Guðrún Kristín og Björk, voru að von- um hressar. Hið árlega landsmót Sam- fés, samtaka félagsmið- stöðva á íslandi, var haldið um helgina. Það var sett í sundlaugarpartíi í Suður- bæjarlauginni á föstudag- inn. Frá Gufunesbæ í Graf- arvogi og igló í Kópavogi komu meðal annarra þau María, Ellen, Anna Rut, Solla, Sissa, Andri, Erla Rún og Anna Guðrún. pu Leikritið Frankie og ■ Johnny var frumsýnt í ■ Iðnó á föstudaginn. Að wEj lokinni sýningu föðm- W uóust allir að leikara- W'’ sið. Halldóra Björns- SlF' dóttir, sem leikur f Frankie, er hér í faðmi Viðars Eggertssonar, leik- stjóra verksins. Stefánsblóm opn- uðu verslun og listagallerí í List- húsinu í Laugar- dal á laugar- daginn. Búðín á Laugaveginum er þó enn á sínum stað með sömu þjónustu. Eigend- urnir, Bergur Thorberg og Ey- dís Ólafsdóttir, tóku á móti gestum á nýja staðnum á laugardaginn. Gaflari ársins var valinn í fyrsta sinn á Gaflarahátíð í Hraunholti f Hafnarfirði á laugardaginn. Fyrir valinu varð stofn- andi og eigandi Fjarðarkaupa, Sigur- bergur Sveínsson. A myndinni er „Gafl- arinn“ ásamt veislustjóra kvöldsins, Magnúsi Ólafssyni. Félag íslenskra myndlistarmanna opnaði á laugardaginn þema- og örsýningu í Listasafni ASI. Þetta er í annað sinn sem svona þemasýning er haldin á vegum félagsins. Fyrir tveimur árum var haldin sýning þar sem sauðkindin var í aðalhlutverki en í ár var yfirskrift sýningarinnar Úr djúpinu. Sara Vilbergsdóttir, Guð- björg Lind Jónsdóttir og Ólöf Oddgeirsdóttir, sem sitja í stjórn FÍM, ræða hér ilstina við systur Ólafar, Odd- gerði Oddgeirsdóttur. Leikarinn Stefán Karl Stefáns- son er hér ásamt leikarahjón- unum Björk Jakobsdóttur og Gunnari Helgasyni á frumsýn- ingu leikritsins Frankie og Johnny í Iðnó á föstudaginn. Páll Óskar Hjálmtýsson var í essinu sínu á Spotlight á laugardaginn. Þá frumflutti hann efnið af nýju plötunni sinni, „Deep inside Paul Oscar“, sem kemur út eftir þrjár vikur. Páll var klæddur f einn flottasta „glimmergalla" sfðan, Ja, bara sfðan Eivis klæddist hvftu búningunum sínum á áttunda áratugnum. DV-mynd Hari I Gestir á skemmtistaðnum Spotllght gáfu sér tauminn lausan þegar Páll Oskar frumfluttl lögin af nýju plötunni sinni á laugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.