Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Page 30
42
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
Afmæli
Árni Þorsteinsson
Árni S. Þorsteinsson kennari,
Heiðarskóla í Leirársveit, varð sex-
tugur á laugardaginn.
Starfsferill
Árni fæddist á Hvammstanga en
flutti tveggja ára að aldri með for-
eldrum sínum að Miðey í Austur-
Landeyjum þar sem faðir hans var
bústjóri í nokkur ár hjá Ágústi Ein-
arssyni, fóður Einars Ágústssonar,
alþm. og sendiherra.
Frá Landeyjum lá leiðin í Hvera-
gerði 1944 að húsinu Ljósalandi.
Ámi lauk landsprófi frá Miðskól-
anum i Hveragerði 1955, lauk stúd-
entsprófi frá ML 1959, stundaði nám
i ensku og dönsku við HÍ 1959-62,
stundaði nám í uppeldis- og
kennslufræði við Kaupmannahafn-
arháskóla og lauk fyrri hluta prófi í
sálarfræði frá sama skóla 1968,
stundaði lögfræðinám við HÍ í tvo
vetur, lauk prófi í almennum mál-
vísindum frá HÍ 1970, og hefur sótt
kennaranámskeiö bæði heima og
erlendis.
Ámi var gjaldkeri hjá Olíufélag-
inu Skeljungi hf. til 1962-64, stund-
aði kennslu við Gagnfræðaskólann
á Akranesi 1964-66, við Mýrarhúsa-
skóla á Seltjamamesi 1968-70, við
Vogaskóla í Reykjavík
1970-73, var skólastjóri
Bama- og miðskólans á
Hvammstanga 1973-75 og
við Bama- og gagnfræða-
skólann á Blönduósi
1975-76, var kennari við
Breiðholtsskóla í Reykja-
vík 1976-77, við Þinghóls-
skóla í Kópavogi 1978-79,
við Gagnfræðaskólann í
Njarðvík 1981-82, við
Laugalandsskóla 1 Holt-
um 1983-84, stundakenn-
ari við Kabenhavns Kommunale
Skolevæsen samhliða námi 1966-68
og síðar kennari í Kaupmannahöfn
1982-83, kenndi við Gagnfræðaskól-
ann á Selfossi um nokkurra ára
skeið en er nú kennari við Heiðar-
skóla í Leirársveit.
Þá stundaði Ámi um skeið sum-
arvinnu hjá Orkustofnun og hjá
Slökkviliði Reykjavíkur.
Ámi er einn af stofnendum hús-
næðisfélagsins Búseta og síðar Bú-
manna í Reykjavík.
Fjölskylda
Ámi kvæntist 1961 Steinunni Jó-
hönnu Hróbjartsdóttur, f. 9.2. 1940,
hárgreiðslumeistara. Hún er dóttir
Hróbjarts Lútherssonar,
heilbrigðisfulltrúa í
Reykjavík, og Svövu H.
Pétursdóttur, húsmóður,
frá Stykkishólmi. Þau er
bæði látin. Ámi og Stein-
unn slitu samvistum.
Böm Árna og Steinunnar
eru Pétur Einar, f. 11.2.
1961, gjaldkeri og starfs-
mannastjóri hjá Granda
hf; Agnar Þór, f. 12.4.
1962, sölumaður hjá Bíla-
naust hf; Áslaug, f. 12.5.
1964, snyrtifræðingur í Borgamesi.
Stjúpsonur Áma er Hróbjartur
Jónatansson, f. 27.4. 1958, hrl.
Systkini Áma: Jónas skipstjóri,
búsettur í Florida; Viggó, bifvéla-
virki í Reykjavík; Sigurður, sund-
laugarforstjóri í Hveragerði; Rósa,
leikskólakennari í Hveragerði; Sig-
ríður, íþróttakennari í Svíþjóð;
Helgi, f. múrarameistari í Hvera-
gerí; Sverrir, framkvæmdastjóri í
Reykjavík; Margrét, sundlaugar-
starfsmaður í Hveragerði.
Foreldrar Áma: Þorsteinn Georg
Jónasson, f. 23.8. 1903, d. 7.7. 1986,
bóndi og pípulagningameistari frá
Hlíð í Hlíðardal á Vatnsnesi í Vest-
ur-Húnavatnssýslu, Ögn Sigfúsdótt-
ir frá Ægissíðu á Vatnsnesi, Vestur-
Húnavatnssýslu, f. 19.12. 1907, hús-
móðir.
Ætt
Jónas var sonur Jóns Sigurðsson-
ar frá Lækjamóti í Víðidal. Móðir
Jónasar í Hlíð var Ragnhildur Ara-
dóttir frá Neðri-Þverá í Vesturhópi.
Systkini Jónasar: Sigurður á Efri-
Svertingsstöðum, afi Skúla Guð-
mundssonar, fyrrum alþm.; Jón í
Haga í Þingi; Hjörtur í Saurbæ; Þor-
björg, bjó í Miöfirði, og Stefán frá
Litlu-Hlíð í Víðidal. Stefán var faðir
Jóns Melsted, fóður Péturs sérleyfis-
hafa á Akureyri.
Móðir Þorsteins var Margrét
Bjamfríður Þorsteinsdóttir, Hjálm-
arssonar, sonar Halldóm Jakobs-
dóttur Snorrasonar, pr. og skálds á
Húsafelli.
Foreldrar Agnar vora Sigfús Guð-
mannsson frá Krossanesi, Árnason-
ar, Guðmundssonar frá Húki í Mið-
firði. Ámi Guðmundsson, langafi
Agnar, var bróðir Bjöms, foður
Guðmundar landlæknis, Ingibjarg-
ar á Torfalæk, Jóhönnu í Víðidals-
tungu, Guðmundar á Torfalæk, föð-
ur Páls Kolka læknis o.fl..
Árni Þorsteinsson.
Fréttir
Gúmmívinnslan hf. á Akureyri:
Börn varnarliðsmanna fá öryggishellur
DV, Akureyri:
„Við lítum á það sem mikla við-
urkenningu að eiga viðskipti við
svo öflugt fyrirtæki sem Keflavíkur-
verktakar eru,“ segir Stefán Antons-
son, markaðsstjóri Gúmmívinnsl-
unnar hf. á Akureyri, en gengið hef-
ur verið frá samningi um kaup
Keflavíkurverktaka á 11 þúsund ör-
yggishellum af Gúmmívinnslunni.
Hellumar, sem munu þekja um 7
þúsund fermetra, á að nota á leik-
völlum fyrir börn vamarliðsmanna
á Keflavíkurflugvelli.
Stefán segir að þessi samningur
muni tryggja Gúmmívinnslunni
verkefni fram á næsta ár og sé
lýsandi dæmi um hverju íslenskt
hugvit geti áorkað því hellumar séu
algjörlega íslensk hönnun. „Raunar
hefur hróður þeirra borist út fyrir
landsteinana því erlendir aðilar
hafa leitað til Gúmmívinnslunnar
með samstarf og lærdóm í huga.
Einnig höfum við verið að skoða
möguleika á útflutningi á hellum
þótt við höfum reyndar fram til
þessa átt fullt í fangi með að anna
eftirspurn hér innanlands," segir
Stefán Antonsson.
-gk
Skítamórall á Listahátíð krakka:
Næstum leiö yfir okkur
Listahátíð krakka var haldin í
Tjamarbíói á dögunum fyrir fullu
húsi áhorfenda. Þetta er í fyrsta
skipti sem þessi hátíð er haldin en
stúlkumar sem stóðu fyrir hátið-
inni sögðust vissar um framhald á
næsta ári og þá í tengslum við að
Reykjavík er menningarborg árið
Hörkuþjálfun
alla virka daga fram aðjólum,
frá 08.00 r 09.30, í Listdansskóla íslands.
Þjálfarar Ástrós Gunnarsdóttir og Sveinbjörg
Þórhallsdóttir.
Uppl. í síma 551 551 8.
ÚísqIq ÚísqIq ÚísqIq
Meðlimir hljómsveitarinnar Skítamórals höfðu í nógu að snúast við að gefa
eiginhandaráritanir á listahátíð krakka í Tjarnarbíói. DV-mynd GS
Söngkerfi frá 34.900
Pokar frá 2.500
Bassar frá 18.900
Rafmagnsgítarar
frá 16.900
Kynningarverð á
Tanglewood
Gítarar 3/4
8.900
Classical Frá 9.900
Gítarinn
Laugavegi 45 - sími 552 2125
GSM 895 9376
2000. Þær stöllur Gunnur Þórhalls-
dóttir, Helga Jónína Markúsdóttir
og Guðrún Sóley Gestsdóttir sáu um
að koma hátíðinni á koppinn: „Við
emm allar að keppa saman í frístæl
og okkur langaði að gera eitthvað
meira saman, eitthvað stærra í leik-
húsi. Þetta þróaðist út í að við vild-
um gefa fleiri krökkum tækifæri á
að koma fram og þetta endaði í þess-
ari stóm sýningu. Þetta tókst alveg
æðislega vel, hljómsveitin Skíta-
mórall kom, við vissum ekki fyrr en
í gær að hún kæmi. Það var alveg
frábært að fá hana, bestu hljóm-
sveitina á íslandi, til að spila í sjálf-
boðavinnu," segja þær. „Við ætluð-
um að fá undirleik hljómsveitarinn-
ar á segulbandi til að syngja við
hann en þá buðust þeir félagar bara
til að koma og við urðum alveg orð-
lausar og næstum leið yfir okkur,“
sögðu stúlkumar sem sungu með
Skítamóral. Herbert Viðarsson,
bassaleikari hljómsveitarinnar, seg-
ir gaman að vinna með krökkunum.
„Það er stórkostlegt að heyra kraft-
inn í krökkunum þegar þeir era að
syngja Skítamóralslögin, þeir
kunna, eins og aðrir, að meta það
sem við erum að gera. Svo er þátt-
taka í svona bara partur af því að
vera bestir," segir Herbert.
-GS
Hl hamingju
með afmælið
11. október
80 ára
Pétur Jakobsson,
Aðalstræti 6, Bolungarvík.
Valborg Jóhannsdóttir,
Sólvangsvegi 3, Hafnarfjörður.
70 ára
Gígja Kristinsdóttir,
Ólafsvegi 5, Ólafsfjörður.
Hörður Jónsson,
Deildarási 8, Reykjavik.
Jóhanna Kristinsdóttir,
Miðtúni 2, Keflavik.
Samúel Dalmann Jónsson,
Brekkubyggð 35, Garðabær.
60 ára__________________
Ása Ketilsdóttir,
Stangarholti 3, Reykjavík.
Svala Gísladóttir,
Heiðmörk, Reykjahlíð.
50 ára
Amar Klemensson,
Bylgjubyggð 53, Ólafsfjörður.
Ágústína Jónsdóttir,
Engihjalla 11, Kópavogur.
Ásdís Sigmundsdóttir,
Birkihlið 2b, Hafnarfjörður.
Gunnhildur Magnúsdóttir,
Sólbraut 4, Seltjarnames.
Ingibjörg Bjömsdóttir,
Þórsgötu 21, Reykjavík.
Ingibjörg Kjartansdóttir,
Dvergagili 28, Akureyri.
Jón Steingrímsson,
Brekkutröð 1, Akureyri.
Július Skúlason,
Jöklatúni 4, Sauðárkrókur.
40 ára
Catrin Annica Engström,
Suðurhlíð, Mosfellsbær.
Eggert Finnbogason,
Heimalind 5, Kópavogur.
Einar Svanberg Magnússon,
Ránargötu 31, Akureyri.
Guðbjöm Gíslason,
Böggvisbraut 21, Dalvík.
Guðmunda Helgadóttir,
Háaleiti 9, Keflavík.
Inga Steinþóra
Guðbjartsdóttir,
Fögmkinn 8, Hafnarfjörður.
Sigrún Erla Ólafsdóttir,
Brekkugerði, Egilsstaðir.
Sigurbjörn R Kristjánsson,
Völlum, Varmahlið.
Sigurður Jóhannesson,
Hafnartúni 10, Siglufjörður.
Smáauglýsinga
deild DV ^
eropin: ^
• virka daga kl. 9-22
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
er fyrir kl. 22 kvölaiö fyrir
birtingu.
AISí. Smáauglýsing í
Helgarblaö DV verður þó að
berast okkur fyrir kl, 17 á
föstudag.
Smáauglýsingar
550 5000