Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 Fréttir Forseti FFSÍ segir tugmilljaröa skuldaaukningu sjávarútvegs óútskýrða: 30 milljarðar til sæ- greifafjölskyldna - á fimm árum, segir Guöjón A. Kristjánsson sem útilokar ekki að sitja áfram „Sjávarútvegurinn hefúr aukið skuldir sínar um 56 milljarða króna á árunum 1995 til 1999. Hægt er að skýra 26 milljarða með ijárfestingum í greininni en 30 milljarðar eru óút- skýrðir og þar er um að ræða pen- inga sem fólk hefur tekið með sér út úr greininni með sölu kvóta og skipa. Þama eru erfingjar stórútgerðar- manna að innleysa sína hluti og eftir stendur að þeir sem eftir starfa í greininni þurfa að borga brúsann. Það er skiljanlegt að fólk vilji standa vörð um þessa gullnámu," segir Guð- jón A. Kristjánsson, forseti Far- manna- og flskimannasambands ís- lands og alþingismaður Frjálslynda flokksins. Máli sínu til sönnunar bendir hann á að nokkrar fjölskyldur á Vestfjörðum hafl auðgast á sölu kvóta. Þar sé um að ræða hundruð milljóna króna. Þetta sé þó ekki ein- göngu bundið við Vestfirði og marg- ir séu að auðgast í skjóli kvótakerfis- ins. Samtök Guðjóns hafa um árabU barist gegn kerfínu og þau hafa ekki uppskorið vinsældir alls staðar fyrir vikið. Guðjón er spurður hvort sú barátta hafí ekki verið vonlaus frá upphafl og stefhan röng. „Allt sem við höfum bent á varð- andi kvótabrask og byggðaröskun hefúr komið á daginn. Við höfúm haft rétt fyrir okkur hvað það varðar Skipverjar Odincovu: Enn verið að leysa hnúta - eiga bókað flug „Það er eftir að leysa einhverja hnúta,“ segir Þröstur Þórsson, lög- maður skipverjanna á Odincovu sem enn hafa ekki fengið greidda umsamda 16 mUljóna króna launa- kröfu. „Það er einfaldlega ekki búið að ganga frá kaupunum. Mér skUst aö það sé í raun búið að ganga frá þeim en að eftir sé að ljúka einhveij- um formsatriðum. Ég fór niður í skip í hádeginu og talaði við skip- stjórann og heyrði ekki betur á þeim en að þeir vildu komast sem fyrst úr landi.“ Þröstur segist gera sér vonir um greiðsla berist skipverjunum nítján á Odincovu í dag. Karmanov var ekki staddur í skipi sínu þegar DV bar þar að garði um miðjan dag í gær en KrU Sergey yfirvélstjóri sagðist enn ekkert hafa heyrt af endanlegri lausn málsins. Sergey sagði hins vegar áhöfúina mundu halda tU síns heima um leið og greiðslan bærist. Samkvæmt heimUdum DV eiga lettnesku sjómennirnir bókað flugfar úr landi á morgun, miðvikudag.-GAR Odincova skartaði sínu fegursta f haustsólinni í Reykjavíkurhöfn í gær. DV-mynd Hilmar að með því að heim- Ua framsal kvótans var opnað fyrir braskið. Menn sjá hvað er að gerast í dag þar sem heUu flölskyldumar eru að hirða mUljarða út úr sjávarútvegin- um,“ segir Guðjón sem eftir kosning- amar í vor boðaði að hann myndi hætta sem forseti FFSÍ á þingi sam- takanna í næsta mánuði. „Það er mitt mat að yngri menn eigi Guðjón A. Kristjánsson segir varnaðarorð forystumanna FFSÍ hafa gengið eftir. Tugmillj- arðar króna streymi út úr sjáv- arútveginum til fjölskyldna sæ- greifanna. DV-mynd Pjetur að koma að stjóm- inni,“ segir hann. Nokkrir hafa verið nefndir sem arftakar Guðjóns en ekki er að sjá sem sátt sé um neinn einn. Að- spurður hvort hann muni gefa kost á sér áfram ef eindregin ósk komi um slíkt svaraði hann: „Sú yfirlýs- ing að nýr maður eigi að taka við stendur en það er þó alveg ljóst að ég skU ekki sambandið eftir i UldeUum. Ég mun ekki stökkva fyrir borð.“ Guðjón segir stjómendur stórút- gerða beita forystumenn sjómanna- samtakanna miklum þrýstingi. Hann þekki það sjálfur hversu óþægUeg staða það sé að starfa sem skipstjóri samhliða því að standa í harðri bar- áttu hagsmunasamtaka skipstjómar- manna. „Sá sem tekur við forsetaembætt- inu verður að vera óháður stórút- gerðinni. Ég þekki mörg dæmi þess að sægreifamir leggjast á skoðanir manna. Það er af og frá að hægt sé að vera skipstjóri háður útgerð sam- hliða því að vera á oddi FFSÍ,“ segir hann. -rt Haustverk eftir fengsælt sumar. Þessir vösku menn nýttu haustblíðuna í gær til þess að tyrfa KR-völlinn í Frostaskjóli. DV-mynd Hilmar Þór Hugmynd um að lengja viöræöuáætlun VMSI: Enginn klofningur - segir Björn Grétar Sveinsson „Það er enginn klofningur hjá okkur,“ segir Björn Grétar Sveins- son, formaður Verkamannasam- bands íslands, en formenn þriggja aðildarfélaga sambandsins lýstu því á formannafundi þess á fimmtudag að félög þeirra hygöust standa sam- eiginlega að gerð næstu kjarasamn- inga. Þar með er ljóst að Verka- mannsambandið gengur ekki óskipt til samninga. „Það er alls ekkert nýtt að félögin séu ekki öll saman í samningum. Til dæmis voru Framsókn og Dags- brún ekki með okkur síöast og í næstsíðustu samningum, 1995, var búið til bandalag eins og þetta sem nú er verið að búa til en það rann síðan saman við Verkamannasam- bandið og við kláruðum sameigin- legan samning. Reyndar man ég ekki eftir einum einasta samningi þar sem allir voru saman. Það næsta sem komst því var líklega þjóðarsáttin," segir Björn Grétar. Létt í framkvæmd Björn Grétar setti fram þá hug- mynd á formannafundi Verka- mannasambandsins að náð yrði samkomulagi við atvinnurekendur um að lengja við- ræðuáætlunar- ferilinn með því skilyrði að samið yrði sérstaklega um taxtahækkan- ir á þeim tíma. Sá tími sem þar með ynnist yrði m.a. notaður til að ræða starfsmenntamál og dag- vinnulaunatryggingu. „En hugmyndin fæddist ekki síst vegna þess að á ferðum okkar um landið höfum við fengiö margar at- hugasemdir um að við semdum alltaf fyrstir. Meö þessari aðferð er hægt að koma okkur aftar í goggun- arröðina," segir Bjöm Grétar. „Þá viljum við reyna að hækka lægstu taxta sérstaklega með því að gera það á tíma viðræðuáætlunar. Og við höfum líka áhuga á að sjá hvemig verðbólguþróunin verður. Allir þessir þættir eru lagðir inn í þessa hugmyndafræði og aðferðin er mjög létt í framkvæmd ef menn em til- búnir að koma að henni.“ Háð hækkun lægstu taxta Að sögn Bjöm Grétars hafnaði enginn tillögu hans á formanna- fundinum. „Flestir formannanna vora mjög ánægöir að fara með þetta út í félögin fyrir sínar sam- inganefndir. Ef þetta verður ekki niðurstaðan þá eram við með við- ræðuáætlun inn í okkar kjarasamn- ingi sem á að taka enda 15. febrú- ar.“ Björn Grétar segir ýmsar óþekkt- ar stærðir vera í því ferli sem felst í hugmynd hans og því sé útilokað að segja til nú hversu mikið þarf að lengja viðræðuáætlunina. „Það er m.a. háð því hvemig tekst til við að koma lægstu töxtunum áleiðis. Það eru samningar í gildi hjá öðram fé- lögum allt fram til byrjunar ársins 2000. En þetta fer allt eftir því hvemig þetta teflist í upphæðum og öðra slíku.“ Björn Grétar leggur áherslu á að þrátt fyrir að Suðurnesjafélagið, Efl- ing og Hlíf hafi dregið sig út úr sam- floti við önnur félög Verkamanna- sambandsins vegna næstu kjara- samninga sé enginn ágreiningur meðal félaganna innan sambands- ins. -GAR Björn Grétar Sveinsson. Stuttar fréttir dv Einsetningu frestað í lagafrum- varpi sem menntamálaráð- herra lagði fram í gær er lagt til að nemendur grunnskóla hafi val um að taka lokapróf í allt að sex námsgreinum í stað þess að taka samræmd lokapróf í a.m.k. flórum námsgreinum. Þá er lagt til að sveit- arfélög fái frest til 1. september árið 2004 til að ljúka einsetningu grunn- skóla en samkvæmt núgildandi lög- um á einsetningunni að ljúka árið 2002. Vísir.is sagði frá. Landsbyggðin yfirgefin Óánægja er meðal aðildarfélaga Verkamannasambands íslands á landsbyggðinni meö þá ákvörðun þriggja aöildarfélaga, svokallaðs Flóa- bandalags sem í er tæplega helming- ur allra félagsmanna í VMSÍ, að semja sér í komandi kjarasamning- um. Landsbyggðarmenn telja að sú sérhyggja í stað samvinnu muni veikja stöðuna í komandi kjaravið- ræðum. Dagur sagði frá. Viljandi á hausinn Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar Atlantic Radio-í Færeyjum, sem seg- ir starfsfólk ekki hafa fengið greidd laun i þrjá mánuði, telur það hafa verið tilgang eigenda hennar frá upphafi að sefla hana á hausinn. Stöðin er í eigu íslendingsins Ró- berts Lárusar Arasonar. Vísir.is sagðifrá. Sautján kaupir Evu Svava Johan- sen og Bolli Krist- insson í Sauflán hafa keypt Evu- Gallery af Mörtu Bjamadóttur. Þar með sameinast flórtán tísku- verslanir í eina keðju. Stöð 2 sagði Hafnarskógur tvöfaldaður Hafnarskógur tvöfaldast að stærð og víðáttmniklir melar verða grædd- ir upp í landbótaáætlun fyrir svæðið undir Hafnarflalli. Auk þess verður gerð tilraun með að nota skjólbelti til að skýla þjóðveginum fyrir hin- um illræmdu vindsveipum af Hafri- arflalli. Mbl. sagði frá. Skjár 1 í loftið Sjónvarpsstöðin Skjár 1 fer af stað miðvikudaginn 20. október nk. og hefst dagskráin á fréttum kl. 20. Að sögn framkvæmdastjóra íslenska sjónvarpsfélagsins, Áma Þórs Vig- fússonar, verða 15 íslenskir dag- skrárþættir í viku. Þetta kom ffarn á Vísi.is. 50 þúsund á fjölskyldu Fjárlagaffum- varp 2000 gerir ráð fyrir nær 1.460 milljóna ffamlagi til emb- ættis Lögreglu- stjórans í Reykja- vík á næsta ári. Upphæðin sam- svarar rúmum 13 þúsund krónum á hvem borgarbúa eða ríflega 50.000 kr. á ári á flölskyldu. Dagur sagði frá. Grænmetissamráð Þeir sem greiddu atkvæði um spumingu Dags á Vísi.is eru ekki i vafa um hvað það er sem veldur háu grænmetisverði á íslandi: fákeppni og samráð. Spurt var: Veldur fá- keppni og samráð allt of háu græn- metisverði á íslandi? Yfirgnæfandi meirihluti eða 89% svaraði spurn- ingunni játandi en aðeins 11% voru á annarri skoðun. Dagur greindi frá. Einhugur Allaballa Allaballar í Reykjanesbæ einhuga um sameiningu vinstri manna Á aðalfundi Alþýðubandalagsfé- lags Keflavíkur og Njarðvikur, sem haldinn var í gærkvöld, var sam- þykkt samhljóða ályktun þess efnis að stofna ætti sem fyrst landssamtök Samfylkingarflokkanna. Vísir.is sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.