Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 Utlönd Stuttar fréttir Búðir Basajevs umkringdar Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að hann sam- þykkti aðeins viðræður við yfirvöld i Tsjetsjeníu ef þau afhentu ís- lamska uppreisnarmenn. Forseti Tsjetseníu, Aslan Maskhadov, kvaðst á sunnudaginn reiðubúinn til aðgerða gegn uppreisnarmönn- um drægju Rússar herlið sitt til- baka og hættu loftárásum. Maskhadov sakaði í gær Rússa um að hafa drepið um 700 manns í loftárásunum að undanfömu. Rússneskir hermenn hafa um- kringt sveitir uppreisnarleiðtogans Sjamils Basajevs, að því er rúss- neskur herforingi fullyrti í gær. Basajev hafði fyrr um daginn hótað hryðjuverkum í Rússlandi í hefnd- arskyni við árásimar á Tsjetseníu. í símtali við AFP-fréttastofuna kvaðst Basajev hafa nægan liðsafla og bún- að til hefndaraðgerða. Basajev stóð að baki árásunum í Dagestan í ágúst síðastliðnum. Hann neitar hins vegar aðild að sprengjuárásun- um á fjölbýlishús í Moskvu. Basajev varð frægur er hann tók 1 þúsund gísla í skyndiárás á sjúkrahús í bænum Budennovsk í Rússlandi í Tsjetsjeníustríðinu 1995. Kjarnorkusmygl Stúdent í Halmstad í Svíþjóð, sem fæddur er í íran, smyglaði til írans rafmagnsbúnaði sem hægt er að nota við gerð kjamorku- vopna. Ríkisréttur Hægriflokkurinn í Noregi íhug- ar hvort hann eigi að styðja kröf- una um að fyrrverandi ráðherra, Kjell Opseth, verði látinn koma fyrir ríkisrétt. Opseth lét þingið ekki vita af veðurskilyröum við Gardemoen áður en samþykkt var að hafa þar flugvöll. Þriðja stjórnin Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, er nú reiðubú- inn að mynda þriðju stjórn sína. Hann lýsti því yfir í gær að hraða ætti umbótum eins og lofað hefði verið. Forsætisráð- herrann þarf nú að tilnefna ráð- herra yfir 40 ráðuneyti. Losec veldur krabba Prófessorinn Helge Waldum heldur því fram í viðtali við blað- ið Lánstidningen í Östersund i Svíþjóð að magasárslyfið Losec geti valdið magakrabbameini. Lyfjafyrirtækið Astra, sem fram- leiðir Losec, vísar þessu á bug. Lenti óvart í Molde Khalil Abdulaziz Muhammed ætlaði í frí til Moldavíu frá Hannover í Þýskalandi. Vegna tungumálaörðugleika eða af öðr- um ástæðum lenti hann í Molde í Noregi. Norðmenn sögðu honum að koma aftur að ári með skíði með sér og borguðu undir hann til baka. Þotur strand Þotueldsneyti vantaði í gær á aðalflugvellinum í Róm. Röskun varð á flugi vegna eldsneytis- skortsins. Saxar á forskot Gores Fyrrum öldungadeildarþing- maðurinn Bill Bradley saxar nú á forskot Als Gor- es varaforseta í baráttu þeirra um útnefningu Demókrata- flokksins sem forsetaefni. 51 prósent kjós- enda vilja Gore sem forsetaefhi Bradley. Hefur aukist um 9 prósentustig undan- farinn mánuð. en 39 prósent fylgi Bradleys Belo vill réttlæti fyrst Carlos Belo biskup, friðarverð- launahafi Nóbels, sagði í gær að Austur-Tímor þyrfti réttlæti áður en sættir gætu náðst. Fíkniefnahringur Lögreglan í Hollandi kvaðst í gær hafa handtekið 30 menn og gert vopn og sprengiefni upptæk. Hinir handteknu tilheyrðu fikni- efnahring. Myrti homma Maðurinn sem sakaður var um hafa í fyrra barið til bana samkynhneigðan samstúdent sinn var undir áhrifum fíkniefna og lyfja, að því er verjandi hans fullyrðir. Að minnsta kosti fjörutfu manns létu lífiö og rúmlega þrjátíu slösuðust þeg- ar langferðabfll fór ofan f gljúfur skammt norður af San Salvador, höfuðborg Mið-Amerfkurfkisins El Salvador. Jafnt í Austurríki Frelsisflokkur Jörgs Haiders og Þjóðarflokkurinn eru jafnir eftir þingkosning- arnar fyrir rúmri viku samkvæmt óop- inberum úrslit- xnn að lokinni talningu utan- kjörstaðaat- kvæða. Fær hvor flokkur 52 sæti á þingi. Flokkur Klima kanslara, Jafnað- armannaflokkurinn, er stærstur. Schröder reynir að gera gott úr hrakförunum Gerhard Schröder Þýska- landskanslari reyndi í gær að bera sig mannalega þrátt fyrir miklar hrakfar- ir Jafnaðar- mannaflokks hans í kosning- unum í Berlín um helgina. Flokkurinn hafði ekki fengið verri útreið í borginni frá stríðslokum. Schröder benti á að flokkur hans hefði ekki tapað jafnmiklu í Berlín og í hinum fylkjunum fimm þar sem kosningar hafa ver- ið síðan hann tók við völdum fyr- ir ári. Jafnaðarmenn hafa alls staðar tapað illilega. „Við erum að snúa taflinu við. Þetta er góð byrjun, en það er allt og sumt,“ sagði Schröder við fréttamenn. Skotinn á fyrsta degi í Kosovo Erlenaur starfsmaður Samein- uðu þjóðanna í Kosovo var skot- inn til bana í héraðshöfuð- borginni Pristina í gærkvöld, að- eins nokkrum klukkustundum eftir aö hann kom til borgarinnar til aö taka viö nýju starfi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér vonir um að nýr Norður-írlandsmálaráðherra hans, Peter Mandelson, muni blása nýju lífi i friðarferlið í héraðinu. Mandelson ætlar ekki að sitja auðum höndum því hann heldur þegar í dag til Belfast, rétt um sólar- hring eftir að hann tók við ráð- herraembættinu af Mo Mowlam. Mandelson sagði af sér embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í des- ember síðastliðnum vegna tugmillj- óna króna láns sem hann fékk hjá samráðherra sínum. Sá ráðherra sagði einnig af sér. Tony Blair hefur hins vegar ekki farið dult með aðdá- un sína á pólitískum hæfileikum þessa gamla félaga síns og notfærði sér uppstokkun í ríkisstjóminni í gær til að kalla hann inn úr kuldan- um. Nýi ráðherra sagði fréttamönnum skömmu eftir að hann tók við emb- ætti að hann væri staðráðinn í að Peter Mandelson, náinn bandamað- ur Tonys Blairs, er aftur orðinn ráð- herra í Bretlandi. leggja allt kapp á að brúa bilið milli mótmælenda og kaþólikka á Norð- ur-írlandi. „Ekkert er mikilvægara en að komast að samkomulagi sem allir geta sætt sig við, sem mun þjóna öll- um,“ sagði Mandelson við frétta- menn þar sem hann stóð við hlið forvera síns í embætti. Nokkur dagblöð á Bretlandi upp- nefndu Mandelson „myrkraprins- inn“ vegna þess sem þau kölluðu baktjaldamakk hans til að styrkja Blair í sessi og veikja þar með and- stæðinga hans. „Forsætisráðherranum fannst að Peter hefði meira en viðurkennt mistök sín og goldið fyrir þau. Hann er hæfileikaríkur stjórnmálamaður sem er kominn þangað sem hann á heima,“ sagði einn aðstoðarmanna Tonys Blairs í gær. Nokkrir nýir ráðherrar til viðbót- ar voru tilnefndir í gær, meðal ann- ars nýr landvarnaráðherra. fReykjavíkurborg auglýsir eftir almennum styrkumsóknum og ábendingum vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2000 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000. Auglýst er eftir umsóknum og tillögum borgarbúa svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka) um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur og á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send þaðan ef óskað er. Umsóknir skulu sendar til eftirtalinna aðila eftir því sem efni þeirra gefur tilefni til. Félagsmálaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði félags- og heilbrigðismála í Reykjavík. Umsóknir til félagsmálaráðs skulu berast til Elvu Bjarkar Garðarsdóttur, Fólagsþjónustunni, Síðumúla 39,108 Reykjavík. Fræðsluráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til skóla- og fræðslumála, einkum vegna nemenda á grunnskólaaldri. Umsóknir til fræðsluráðs skulu berast til Sigurbjörns Knudsens, Fræðslumiðstööinni, Fríkirkjuvegi 1,101 Reykjavík. Auglýst verður sérstaklega eftir umsóknum í Þróunarsjóð grunnskóla Reykjavíkur í janúar árið 2000. íþrótta- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfa í Reykjavík og eftir styrkjum vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Umsóknir til íþrótta- og tómstundaráðs skulu berast til Helgu Björnsdóttur, Iþrótta- og tómstundaráði, Fríkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna, til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og á öðrum uppeldisstofnunum og til annarra sérstakra þróunar- eða samstarfsverkefna. Umsóknir til jafnréttisnefndar skulu berast til Hildar Jónsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík Leikskólaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi fyrir leikskólabörn. Auk þess auglýsir leikskólaráð eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í leikskólum borgarinnar og geta umsækjendur verið leikskólar, starfsmannahópar eða einstaka leikskólakennarar og fagmenn á sviði leikskólamála. Umsóknirtil leikskólaráðs skulu berast til Jakobínu Sveinsdóttur, Leikskólum Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavik Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarís í borginni. Umsóknir til menningarmálanefndar skulu berast til Signýjar Pálsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík Styrkumsóknir til annarra verkefna, til byggingar og kaupa á fasteignum skulu sendar borgarráði. • Umsóknir skulu berast til Höllu Marfu Árnadóttur, Ráöhúsi Reykjavfkur, 101 Reykjavfk • Umsóknir skal senda til þess aðila sem sótt er til f sfðasta lagi 19. nóvember 1999. • Umsóknir sem berast eftir þann tíma munu að jafnaði ekki hljóta afgreiðslu. Þeir aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár. Félagasamtök sem sækja um niðurfellingu eða lækkun fasteignaskatts sbr. 5. gr. laga nr. 4 /1995 um tekjustofna sveitarfélaga skulu skila umsóknum sínum á fyrrnefndum eyðublöðum fyrir 19. nóvember 1999. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2000 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Borgarstjórinn f Reykjavík 8. október 1999 Peter Mandelson inn úr kuldanum: Myrkraprinsinn í ráðherrastól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.