Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 27 Sviðsljós Julia Roberts: Tekur sér hvíld í ár og giftir sig Dion sökuð um stuld á lagi í kvikmyndinni Runaway Bride hleypur Julia Roberts frá þremur brúðkaupum í röð. í raunveruleik- anum er hún á harðahlaupum inn í eitt. Kvikmyndadísin er þegar búin að kaupa brúðarkjólinn. Julia á einungis eftir að vera nokkra daga við tökur á myndinni Erin Brockovich þar sem hún leik- ur lögmann. Þegar tökunum er lok- ið ætlar hún að taka sér frí í heilt ár, ef marka má frásagnir erlendra blaða. Þetta er í fyrsta sinn sem Jul- ia metur ástina meira en starfsfram- ann. „Ég er hamingjusamasta mann- eskja í heimi. Við Benjamin erum sálufélagar. Hann er sætur, klár og einfaldlega kynþokkafyllsti maður í heimi,“ segir Julia Roberts um kærastann, Benjamin Bratt. Kvikmyndastjaman er búin að velja sér þrjá brúðarkjóla og vinir hennar bíða nú bara eftir boðskort- unum. „Við erum búin að vera saman í tvö ár og þetta verður bara betra og betra,“ segir Julia Roberts. Hún hitti kærastann fyrst á veit- ingastað á Manhattan í New York fyrir tveimur árum. „Hann kom inn á veitingastað- inn, ég leit upp og það var eins og einhver hefði slegið mig i höfuðið með hafnaboltakyIfu,“ segir Julia. Kærustuparið leitar nú að íbúð í heimabæ Bratts, San Francisco. Fregnir herma að Julia og Benja- min hafi boðið um 700 milljónir ís- lenskra króna í villu í glæsihverf- inu Pacific Heights. Julia hefur einu sinni áður verið Jean-Paul Gaultier er hönnuðurinn sem sýndi þessa fallegu marglitu blússu í París þegar tíska næsta vors og sumars var kynnt í síðustu viku. Símamynd Reuter King gjaímildur eftir slysið í sumar Rithöfundurinn Stephen King er fúllur þakklætis í garð neyðarþjón- ustunnar í Maine í Bandaríkjunum eftir slysið sem hann varð fyrir síð- astliðið sumar er ekið var á hann. Nú hefur King ákveðið að gefa neyðarþjónustunni 40 þúsund doll- ara til að hægt verði að kaupa nýj- an og vel útbúinn sjúkrabíl. Áður hafði Stephen King, sem sagður er vera á góðum batavegi, gefið 100 þúsund dollara til sjúkra- hússins þar sem hann lá eftir slysið. Stephen var á göngu er hann varð fyrir bíl sem ökumaður hafði misst stjórn á. Julia og Benjamin eru yfir sig hamingjusöm. Símamynd Reuter gift. Hjónaband hennar og kántrí- söngvarans Lyles Lovets varði bara í 21 mánuð en þau eru enn góðir vinir. „Við eyddum ekki nógu miklum tíma saman,“ útskýrði Julia þegar hún var spurð af hverju hjónaband- ið hefði farið út um þúfur. Hún ætlar greinilega ekki að end- urtaka mistökin. Julia, sem er hæst launaða kvikmyndaleikkona heims- ins, hefur líka vel efni á að taka sér frí í eitt ár. Hún fékk ekki minna en rúma 3 milljarða íslenskra króna fyrir leik sinn í kvikmyndunum Runaway Bride og Notting Hill. Ástarlíf Juliu hefur verið stormasamt gegnum tíðina. Sagt er að hún hafi haft þann sið að stofna alltaf til sambands með mótleikurum sínum. Bening styður eiginmanninn Kvikmyndaleikkonan Annette Bening mun styðja eiginmann sinn, Warren Beatty, kjósi hann að sækj- ast eftir forsetaembættinu. „Ég styð Warren í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur," segir Annette í ný- legu viðtali. Hún tekur það fram að hún geri sér grein fyrir að forsetaframboð muni hafa áhrif á bömin hennar þrjú sem eru 7, 5 og 2 ára. „Það er að renna upp ljós fyrir Kathlyn að við erum ekki alveg eins og aðrir foreldrar. Ég vernda þau og aðstoða þau eins vel og ég get,“ seg- ir Annette. Kathlyn er elsta barnið. Peter Barbeau, fyrrverandi trommuleikari söngkonunnar Celine Dion, krefst yfir 400 milljóna íslenskra króna í skaðabætur vegna meints stulds á lagi. „Ég þrælaði fyrir Celine í mörg ár og það eina sem ég fékk var höfuðverkur," segir Barbeau. Hún á að hafa lofað honum um 30 milljónum fyrir tveimur árum. Barbeau segist ekki hafa fengið greiðsluna. Vaxtatekjurnar nægja Clooney George Clooney er nú orðinn svo ríkur að hann þarf ekki að taka að sér fleiri hlutverk. í viðtali við Entertainment Weekly kveðst Clooney geta lifað á vaxtatekjunum það sem eftir er lífsins og það meira að segja góöu lífi. Clooney hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í myndinni Three Kings. Sérblað?) Miðvikudaginn 20. október mun sérblað um heimilið fylgja DV. Meðal efnis: Farið verður í heimsókn til nokkurra fjölskyldna og skoðað hvernig fólk býr. Fræðst verður um húsbúnað og hluti sem fólk smíðar í frístundum. Litið verður inn í draumahús arkitektsins, fræðst um hugmyndir fólks um heimili framtíðarinnar og skyggnst inn í heimilishald í fortíðinni. Litið verður á húsbúnað, tæki og tól sem tilheyra heimilum nútímans. Umsjón efnis: > Hörður Kristjánsson, sími550 5816. > Umsjón auglýsinga: ^ Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720, netfang: srm@ff.is ^ Síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 15. október. Netfang auglýsingadeildar: auglysingar@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.