Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999
Neytendur
Vinnuvernd:
Rétt líkamsbeiting
mikilvæg
Stór hluti íslendinga vinnur við tölvur flesta daga og þar skiptir rétt líkamsbeiting miklu máli.
Stór hluti landsmanna situr við
tölvur eða skrifborð við vinnu sína
og margir kannast við alls kyns
eymsli sem fylgt geta þess lags
vinnu, svo sem eymsli 1 mjóbaki,
vöðvabólgu i herðum og þreytu í
úlnlið. Hér á eftir fara nokkur góð
ráð fyrir kyrrsetufólk til að koma í
veg fyrir eöa draga úr verkjum
vegna mikillar kyrrsetu. /
Stóllinn mikilvægur
Stóllinn er í raun mikilvægasta
atvinnutæki skrifstofumannsins.
Hann er að minnsta kosti eitt mest
notaða tækið á skrifstofunni. Það
vekur því athygli hversu fáir starfs-
menn virðast gera sér grein fyrir
stillimöguleikum stólsins sem þeir
sitja á. Furðu margir stilla stólinn
þegar þeir fá hann og síðan ekki
söguna meir. Hins vegar er æskilegt
að stilla stólinn nokkrum sinnum á
dag því fjölbreytnin sem því fylgir
veitir vissa hvíld viö vinnuna.
Á hefðbundinni skrifstofu er aðal-
lega unnið við tölvur og e.t.v. eitt-
hvað handskrifað. Víðast hvar virð-
ist vinnuhæð vera nokkuð viðun-
andi, þ.e.a.s. hæðin frá stólsetu og
upp á borðið. Fætur starfsmannsins
tylla oft tábergi á stóllappir eða
tylla tá á gólf.
Þessi afstaða veldur því gjarnan
að rassinn, sem ætti að hvíla á aft-
anverðri stólsetunni, rennur fram
eftir setunni. Ef reynt er að nota
stuðning stólbaksins við þessar að-
stæður og jafnframt unnið að verk-
efnum á skrifborðinu er augljóst að
bakið bognar verulega. Hætt er við
að stærsti hluti beygjunnar verði á
mUli 3. og 4. mjóhryggjarliðar. Við
það að mjóbaksfettan breytist og
verður að beygju eykst álagið m.a. á
mjúkvefi í bakinu sem getur síðan
valdið óstöðugleika í liðamótum.
Ýmsar lausnir
Lausn á þessu vandamáli felst
einfaldlega í því að nota fótskemil
því þegar fætur starfsmanns hvíla á
stóllöppum bendir það oftast til þess
að fótskemil vanti. Skemillinn verð-
ur að vera stillanlegur í rétta hæð.
Einnig er æskilegt að hægt sé að
hreyfa fætur nokkuð frjálst á skeml-
inum. Réttur stuðningur undir fæt-
ur veitir starfsmanninum tækifæri
til að sitja vel í stólnum.
Margir starfsmanna sitja um það
bil á miðri stólsetu við störf sín.
Sumir leita eftir stuðningi við stól-
bakið án þess að færa sig til á stól-
setunni. Þá bognar bakið og fólk sit-
ur í svokallaöri rækjustellingu.
Starfsfólk sem situr gjarnan í
rækjustellingunni ætti að temja sér
að sitja inn við stólbakið þannig að
það veiti mjóbakinu stuðning.
Einnig ætti fólk að athuga að hætt
er við að of djúp stólseta geti valdið
þessari vondu stellingu hjá þeim
sem eru stuttir til hnés og mjaðmar.
Þá þarf annað hvort að skipta um
stól eða hafa góðan púða við bakið.
Nú er einnig hægt að fá skrifborðs-
stóla með setu sem renna má fram
og aftur og geta þeir leyst þennan
vanda.
Fjölbreytnin mikilvæg
Sumir leitast við að sitja í upphaf-
legri stöðu mikinn hluta dagsins. Sú
tilraun leiðir til þess að þeir verða
að beita miklum vöðvastyrk, kyrr-
stöðustarfi vöðvanna, til að halda
upphaflegu stöðunni allan daginn.
Starfsfólk ætti frekar að breyta still-
ingum stólsins, t.d. hæð hans, oft á
dag og standa upp öðru hverju.
Mörg störf eru þess eðlis að
starfsmaður hefur tUhneigingu til
að ýtast frá borðinu við vinnu. Hér
þarf ekki að vera um mikinn kraft
að ræða. Sé dúkur eða annað hált
gólfefni á gólfinu er illt í efni.
Til þess að koma í veg fyrir að
stóllinn skjótist frá borðinu þarf
starfsmaðurinn að beita kröftum til
að halda sér að því. Ekki er ólíklegt
aö til þess verði hann að nota fæt-
urna sem hann „klórar" með í gólf-
ið. Slík staða getur valdið verulegu
kyrrstöðuálagi á vöðva í aftanverð-
um leggjum, læri og baki.
Einfaldast er að leggja t.d. stama
mottu undir stólinn sem heldur
honum á réttum stað eða að kaupa
stífari hjól á stólinn.
Mikilvægast af öllu er þó e.t.v. að
þeir sem vinna skrifstofuvinnu geri
sér grein fyrir því að slík vinna get-
ur líka valdið líkamlegri þreytu
þrátt fyrir að kyrrstaðan sé mikil.
(Heimild.: Bakskólinn o.fl.) -GLM
I>V
Húsráð
Það er engin ástæða til að ör-
vænta þó formkakan mistakist í
bakstri. Setjið kökuna í blandara
og sáldrið kakói og rommdropum
saman við. Ef massinn er of þurr
má setja smásultu með. Búið til
kúlur úr massanum og veltið upp
úr kókósmjöli. Úr ónýtu kökunni
fást þá ágætis rommkúlur og
hvorki vinna né hráefni fara til
spillis.
Aukatöiur
Iðulega fylgja aukatölur með
þegar ný föt eru keypt. Stundum
er gengið vel. frá tölunum í litla
plastpoka en stundum eru þær
saumaðar í fötin og vilja þá detta
úr. Gott er að setja allar slíkar
tölur 1 litla plastpoka og stinga
með miða þar sem á stendur
hvaða flík tölurnar tilheyra.
Kryddaðar kartöflur
Köldu kartöflurnar frá gærdeg-
inum eru ágætismatur. Afhýðið
kartöflumar og skerið í báta eða
skífur. Nýjar kartöflur er óþarfi
að skræla. Steikið bátana upp úr
smjöri á pönnu og kryddið með
salti og örlitlu timian. Snúið
kartöflunum þar til þær hafa
fengið lit.
Ef notaðar eru ósoðnar kartöfl-
ur þarf að steikja þær lengur en
flýta má fyrir matreiðslunni með
því að setja þær stutta stund í ör-
bylgjuofn.
Skorpulaust sinnep
Til þess að koma í veg fyrir að
Matarmikið
steikarsalat
Aðferð
Þetta matarmikla salat frá New
Orleans er gott fyrir þá sem ekki
geta hugsað sér máltíö án kjöts.
Uppskrift
1) Hitið grillið í
ofninum. Kryddið
steikurnar með
svörtum pipar og
setjið þær á grill-
bakka inn í ofninn.
2) Snúið þeim við
eftir um 68 mínút-
ur. Þá eru þeir
orðnar u.þ.b. miðl-
ungssteikar. Setjið
álpappír yfir kjötið
og slökkvið á ofn-
inum.
500 g sirloin
nautasteik
1 hvítkálhöfuð,
rifið niður
1/2 jöklasalats-
höfuð, smátt skorið
4 tómatar, skom-
ir í teninga
4 þistilhjörtu,
skorin i tvennt
175 g sveppir,
skomir smátt
4 niðursneiddir
vorlaukar
nokkar grænar ólífur
salt og svartur pipar
Frönsk salatsósa
1 msk. hvítvínsedik
1 tsk. Dijon sinnep
smávegis af sykri
6 msk. ólífuolía
Þetta matarmikla salat frá New Orleans er gott fyrir þá
sem ekki geta hugsað sér máltíð án kjöts.
3) Blandið
saman edik-
inu, sinnep-
inu og sykrin-
um i litla skál
og bætið olí-
unni út í.
4) Setjið
hvítkálið,
jöklasalatið, tómatana, þistilhjörtun
og sveppina í skál. Bætið sósunni út
á og hrærið öllu vel saman. Skiptið
salatinu á fjóra diska og setjið vor-
lauk og ólífur á hvern disk. Skerið
hverja steik í þunnar sneiðar og
raðið sneiðunum á diskana. Krydd-
ið með salti og pipar eftir smekk og
berið strax fram.
skorpa myndist á yfirboröi sinn-
epsins er ágætt ráð að leggja
sítrónusneið yfir það. Sitrónan
heldur rakanum í sinnepinu.
Olía á rifjárnið
Það getur verið snúið að rífa
mjúkan ost niður. Osturinn vill
safnast saman í rifjárnið og
klessast. Með því að pensla
rifjárnið með matarolíu er auð-
veldara að rifa ost-
Hægt er að gera gott rúmstæði
i ónotuöum dyrum. Rúmbotninn
er gerður úr húsgagnaplötu með
loftgötum. Hann er síðan festur
með lömum um það bil 30 sm frá
gólfi og honum haldið í dyragætt-
inni að degi til með tveimur
snerlum. Rúmstuðullinn til fóta
er skrúfaður vel fastur og notaö-
ur sem hilla að degi til. Gúmmí-
svampur er notaður fyrir dýnu
og er honum haldið við rúmbotn-
inn með hönkum eða böndum.
-GLM