Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 Afmæli Sigurður Ingvarsson Sigurður Ingvarsson eldsmiður, áður að Granaskjóli 15, nú til heim- ilis að elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, er níræöur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist að Framnesi í Ásahreppi og ólst þar upp fram að tíu ára aldri en fór þá til Ólafs fóð- urbróður síns, b. að Austvaðsholti í Landsveit, þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Hann fór síðan í vinnu- mennsku til Sigríðar, dóttur Ólafs, og hennar manns, Þorsteins Jó- hannssonar, b. á Ásmundarstöðum. Sigurður keypti sér lausamennsku- bréf árið 1929. Ásamt vanalegum sveitastörfum hjá þeim hjónum stundaði hann sjó- róðra á þessum árum, var átta vetr- arvertíðir i Vestmannaeyjum, lengst af á mb. Halkion hjá hinum hagsýna útgerðarmanni, Stefáni Guðlaugssyni í Gerði. Árið 1933 keypti Sigurður hluta- bréf í Útgerðarfélaginu ísafold sem átti og gerði út flutningaskipið es. Eddu og var hann kyndari á því skipi í millilandasiglingum þess í þrjú ár. Sigurður hóf síðan störf í árslok 1936 hjá Vélsmiðjunni Héðni, fyrst sem aðstoðarmaður en síðan sem nemi í eld- smíði. Hjá Héðni starfaði hann samfleytt til 31.3. 1987 er hann lét endan- lega frá sér hamarinn eft- ir rúmlega hálfrar aldar iðju við aflinn og steðj- ann. Sigurður man þrjá ætt- liði af eigendum Héðins, fyrst frumkvöðulinn, Markús ívarsson, síðan tengdason hans, Svein Guðmundsson, og síðast syni Sveins, Sverri, Markús og Guð- mund. Fjölskylda Sigurður kvæntist 18.12. 1937 fyrri konu sinni, Svöfu Magnúsdótt- ur húsmóður, f. 10.3. 1911, d. 25.5. 1964, dóttur Magnúsar T. Benedikts- sonar og Bjargar Guðmundsdóttur. Böm Siguröar og Svöfu eru Guðni, f. 11.5. 1938, d. 13.2. 1965, vél- stjóri í Reykjavík, en hann lést af slysförum, var kvæntur Ólöfu G.J. Eyjólfsdóttur; Arndís Ingunn, f. 18.12. 1939, húsmóðir í Reykjavík, gift Einari J. Ingólfssyni vélfræð- ingi og eiga þau þrjú böm; Sigríður Kolbrún, f. 12.10. 1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Kristjáni H.B. Ólafssyni rafvirkja- meistara og eiga þau þrjú börn; Magnús Björgvin, f. 18.12.1948, vélfræðingur í Reykjavík, kvæntur Charlottu Traustadóttur húsmóður og eiga þau flögur börn; Ólafur, f. 3.2. 1954, bóndi að Svínafelli I Öræfum, kvæntur Pálínu Þorsteinsdóttur skóla- stjóra og eiga þau þrjú böm. Sigurður kvæntist 16.10. 1965 seinni konu sinni, Guðrúnu Bjarna- dóttur, f. 16.8. 1931, d. 1989, dóttur Bjarna Sigurðssonar, bónda i Hofs- nesi í Öræfum, og k.h., Lídíu Páls- dóttur húsfreyju. Dóttir Sigurðar og Guðrúnar er Svava, f. 22.1. 1966, dýralæknir í Búðadal. Hálfsystkini Sigurðar, samfeðra: Jón, f. 1890, d. 1896: Jón Helgi, f. 25.7. 1891, lengi verkstjóri á Selfossi nú látinn, var kvæntur Helgu Jónsdótt- ur og áttu þau tvö fósturbörn; Sig- urður, f. 24.10. 1892, d. 1971, sjómað- ur og bifreiðastjóri að Hópi á Eyrar- bakka, var kvæntur Guðbjörgu Þor- grímsdóttur og eignuðust þau eitt barn; Magnea Ingigerður, f. 19.1. 1894, dó ung. Alsystkini Sigurðar: Kári, f. 21.4. 1898, d. 10.6. 1905: Guðrún, f. 17.6. 1901, nú látin, húsfreyja að Marka- skarði, var gift Þorsteini Runólfs- syni bónda og eignuðust þau þrjú börn; Jósefma Sigríöur, f. 12.8.1904, d. 31.3. 1912; Ólafur, f. 2.9. 1906, nú látinn, sjómaður í Reykjavík og síð- ar bóndi í Vindási í Kjós, en fyrri kona hans var Ólöf Jakobsdóttir og var Ólafur fósturfaðir hennar bams en síðari kona Ólafs var Kristín Jónsdóttir og er Ólafur fósturfaðir tveggja bama hennar; Magnea Jó- hanna, f. 27.12. 1907, nú látin, hús- móðir í Reykjavík, var fyrri maður hennar Sigurður Jónsson og eignuð- ust þau tvö börn en síðari maður hennar er Gísli Ólafsson; Guðmund- ur Anton, f. 7.5. 1913, nú látinn, sjó- maður og verkamaður í Reykjavík, var kvæntur Láru Sigríði Sigurðar- dóttur og eignuðust þau tvo syni; Kári ísleifur, f. 8.3. 1915, trésmíða- meistari í Reykjavík, kvæntur Mar- gréti Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Sigurðar voru Ingvar P. Jónsson, f. 21.6.1862, d. 31.3. 1940, bóndi í Framnesi, og Katrín Jósefs- dóttir, f. 23.5. 1872, d. 23.10. 1938, húsfreyja. Sigurður Ingvarsson. Eggert Böðvars Sigurðsson Eggert Böðvars Sigurðsson, Há- túni 10, Reykjavík, er sjötugur í dag Starfsferill Eggert fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Matsveina- og veitingaþjónaskóla íslands og lauk matreiðsluprófi í Kaupmannahöfn 1953. Eggert fór sextán ára til sjós, var háseti á bátum, m.a. er Hvatfjarðar- síldin gekk 1946, var síðan kokkur á skipum Eimskipafélagsins 1949-57. Hann kom þá í land og starfaði á Eddu-hótelum í sjö sumur en á loðnu og síld á sumrin. Hann var hótelstjóri á Djúpavogi 1965-69 og yfirkokkur við meðferðarheimili í Gautaborg í Svíþjóð 1969-78. Eggert kom heim frá Svíþjóð 1978, var síðan kokkur i Viðinesi 1978-86, var kokkur á vistheimilinu Bjargi í nokkur ár en er nú yfírkokkur hjá Byrginu í Rockville á Miðnesheiði. Fjölskylda Fyrrv. eiginkona Eggerts var Eygló Óladóttir, f. 16.8. 1945, starfs- maður hjá Flugleiðum á Keflavíkur- flugvelli. Eggert og Eygló skildu. Dóttir Eggerts og Eyglóar var ír- is, f. 24.11. 1971, d. 5.10. 1998, starfs- maður hjá Byko í Keflavík en sam- býlismaður hennar var Sigurður Guðmundsson og eignuðust þau einn son, Einar Má, f. 12.10.1994. Systkini Eggerts: Nanna, f. 24.10. 1922, lést ásamt manni sínum í bíls- slysi 1990 en hann var Sverrir Val- týsson lyfjafræðingur; Anna, f. 27.12. 1923, ekkja séra Leós Júlíus- son, prófasts á Borg; Vigfús, f. 11.6. 1925, sjómaður og fyrrv. starfsmað- ur Sementsverksmiðjunnar; Þor- valdur, f. 24.4. 1933, skrifstofumað- ur; Guðmundur, f. 18.10. 1935, full- trúi hjá FÍB; Sigurður, f. 29.9. 1939, rafvirkjameistari. Foreldrar Eggerts voru Sigurður Vigfússon, f. 28.8. 1900, d. 1976, kaup- maður á Akranesi, og k.h., Jónína Eggertsdóttir, f. 21.2. 1899, d. 1983, húsmóðir. Ætt Sigurður er sonur Vigfúsar, b. á Austurvöllum á Akranesi, Magnús- sonar, og konu hans, Gróu Sigurð- ardóttur, b. á Tungufelli, Jónssonar, bróður Gunnlaugs, langafa Sigmundar Guð- bjamasonar háskólarekt- ors. Jónína var dóttir Egg- erts, trésmiðs á Melstað, Böðvarssonar, gestgjafa í Hafnarfirði, bróður Þor- valds, afa Haralds Böðvarssonar, útgerðar- manns á Akranesi. Böðvar var sonur Böðvars, prófasts á Mel- stað, Þorvaldssonar, pró- fasts í Holti undir Eyja- fjöllum, Böðvarssonar, langafa Finnboga, föður Vigdísar forseta. Móðir Böðvars gestgjafa var El- ísabet, systir Guðrúnar, móður Hallgríms Sveinssonar biskups og ömmu Sveins Björnssonar forseta. Önnur systir Elísabetar var Sigur- björg, móðir Þórarins B. Þorláks- sonar listmálara og amma Jóns Þor- lákssonar forsætisráðherra. Þriðja systir Elísabetar var Ingibjörg, langamma Sigurðar, föður Halldórs Gröndal prests. Fjórða systir Elísa- betar var Þórunn, langamma Jakobs Hafstein framkvæmdastjóra, Jóhanns Hafstein forsætisráðherra og Hannesar Þ. Hafstein, framkvæmdastjóra Slysa- vamafélagsins. Elísabet var dóttir Jóns, prófasts i Steinnesi, Pét- urssonar og konu hans, Elísabetar Bjömsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Móðir Eggerts, afa Egg- erts Böðvars, var Guð- rún, systir Amdísar, ömmu Þorvalds Skúlson- ar listmálaira. Guðrún var dóttir Guðmundar, prests á Melstað, Vigfússonar og konu hans, Guðrúnar Finnbogadóttur, verslunarstjóra í Reykjavík, Björns- sonar, föður Ásgeirs, langafa Láras- ar Jóhannessonar hæstaréttardóm- ara, Önnu Jóhannesdóttur, móður Matthíasar Johannessen skálds og Elínar Jóhannesdóttur, móður Jó- hannesar Bergsveinssonar yfir- læknis. Ásgeir var eihnig langafi Lárasar Blöndal, föður Benedikts Blöndal hæstaréttardómara, Hall- dórs Blöndal alþingismanns og Har- alds Blöndal hrl. Eggert Böðvars Sigurðsson. Sigurður Friðrik Jónsson Sigurður Friðrik Jóns- son, fyrrv. lögreglu- flokksstjóri í Reykjavik, Hringbraut 50, Reykja- vík, er áttatíu og ámm ára í dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Grund í Svarfaðardal og ólst upp í Svarfðardaln- um. Hann lauk búfræði- prófi frá Hólum 1938, vél- stjórapróf á Akureyri 1932, stundaði nám við Lögregluskólann og lauk þaðan prófum 1942 og lauk öku- kennaraprófi 1960. Þá sótti hann endurmenntunarnámskeið á vegum lögreglunnar og ýmis önnur nám- skeið á hennar vegum. Sigurður Friðrik Jónsson. Sigurður vann við land- búnað og sjómennsku til 1942 og starfaði í lögregl- unni i Reykjavík frá 1942 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1985. Hann varð flokks- stjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík 1964. Eftir að Sigurður lét af lögreglustörfum var hann vaktmaður í Stjórnarráði íslands. Fjölskylda Sigurður kvæntist 17.10. 1942, Magnhildi Sigurðardóttur, f. 4.12. 1922 i Efstadal í Laugardal, hús- freyju í Reykjavík. Hún er dóttir Sigurðar Sigurðssonar, f. 14.1.1879 í Eystri-Dalbæ í Landbroti, d. 17.3. 1946, og k.h., Jórunnar Ásmunds- dóttur, f. 5.8. 1880, d, 11.6. 1970, hús- freyju. Börn Sigurðar og Magnhildar eru Júlíus, f. 5.2. 1943, pípulagninga- meistari í Reykjavík, kvæntur Jó- hönnu Ellý Sigurðardóttur verslun- armanni og eru börn þeirra Erlend- ur Ásgeir, f. 1964, Hildur, f. 1966, Júlíus Þór, f. 1975, Davíð, f. 1978; Sigurður, f. 16.3.1945, byggingaverk- fræðingur í Garðabæ, kvæntur Guð- ríði Einarsdóttur lyfsala og eru börn þeirra Svala Rún, f. 1966, Elísabet, f. 1973, og Egill Ragnar f. 1980; Jórann, f. 22.1. 1951, sjúkraliði í Danmörku en maður hennar er Sigurður K. Eggertsson húsasmíða- meistari og eru böm þeirra Sigur- mundur, f. 1972, Steinunn Hildur, f. 1974, og Sigurður Friðrik, f. 1978; Sigrún, f. 22.3. 1955, hjúkranarfræð- ingur í Reykjavík en synir hennar eru Jóhann Pétur, f. 1975, Snorri f. 1983, Birkir f. 1993, og Hlynur f. 1993; Jón, f. 8.12. 1957, bygginga- tæknifræðingur í Garðabæ en böm hans eru Karen Amelía, f. 1979, og Daði Rúnar f. 1982; Hilmar, f. 1.4. 1963, viðskiptafræðingur, búsettur á Seltjamamesi, kvæntur Þórdísi Slgurðardóttur flugumferðarstjóra og eru böm þeirra Guðbjörg, f. 1990, Jóhannes, f. 1992, Hildur Sif, f. 1999. Foreldrar Sigurðar voru Jón Þor- steinsson, f. 29.8. 1889 á Blikalóni á Melrakkasléttu, d. 4.12.1939, bóndi á Syðri-Grand, áður Blakksgerði í Svarfaðardalshreppi, og k.h., Sig- rún Sigurðardóttir, f. 12.6. 1891 í Tjamargarðshomi í Svarfaðardals- hreppi, d. 8.11. 1972, húsfreyja. DV Til hamingju með afmælið 12. október 80 ára Hildegard A. Valdason, Álfaskeiði 82, Hafnarfirði. 70 ára Inga Jónsdóttir, Skólavegi 13, Hnífsdal. Jóhann Gunnar Halldórsson, Háholti 14, Hafnarffrði. Kristinn Finnsson, Laufásvegi 7, Stykkishólmi. Margrét Einarsdóttir, Einbúablá 22b, Egilsstöðum. Sigurjón Jónsson, Hásteinsvegi 44, Stokkseyri. 60 ára Anna Sigurborg Þórarinsdóttir, Amartanga 21, Mosfellsbæ. • Ingvar Kristjánsson, Mýrarási 9, Reykjavík. Sigríður Guðmimdsdóttir, Engjasmára 9, Kópavogi. Öm Haukur Ingólfsson, Aratúni 30, Garðabæ. 50 ára Aðalbjörn Jóakimsson forstjóri, Laugarásvegi 31, Reykjavík. Eigfrikona hans er Aldís Jónína Höskuldsdóttir. Þau taka á móti vinum og ætt- ingjum að heimili sinu milli kl. 16.00 og 20.00 á afmælisdaginn. Ambjörg Jóhannsdóttir, Miðleiti 8, Reykjavik. Ester Þorsteinsdóttir, Tjcuuarlundi 9e, Akureyri. Inga Steinlaug Guðmundsdóttir, Ástúni 10, Kópavogi. Ragnhildur Ragnarsdóttir, Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri. Reynir Línberg Marteinsson, Mánagötu 6, Reykjavík. 40 ára Ásgrímur Kristjánsson, Stararima 3, Reykjavík. Baldvin Gunnarsson, Melteigi 23, Keflavík. Bryndís Guðjónsdóttir, Þrastarima 4, Selfossi. Jón Óskar Hauksson, Fifumóa 6, Njarðvík. Ólafur Stefán Sigurjónsson, Víðihvammi 1, Hafnarflrði. Páll Ragnar Tryggvason, Bakkatjörn 4, Selfossi. Sigríður A. Kristmundsdóttir, Fossöldu 2, Hellu. Sigrún Ósk Björnsdóttir, Borgarvegi 23, Njarövík. Unnur Elfa Hallsdóttir, Skarðshlíð 36b, Akureyri. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar >V 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.