Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Síða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 T>V nn Ummæli Bara venjuleg- ur Hannes „Hann er alltaf að bíða eftir að einhver svari honum. Hann er svoddan ómerkingur að það tekur enginn mark á honum og þvi nennir enginn að svara honum. Þetta er bara venju- legur Hannes." Siguröur G. Guð- jónsson í DV um skoðun Hann- esar á „óþverrakarakternum sem safnaði auði með fíkni- efnasölu" (alias Jóni Ólafssyni). Koðna niður í Samfylkingunni „Ef það eru endalok Kvenna- listans að koðna niður í Sam- fylkingunni, sem sjálf er að koðna niður, þá þýðir það ein- faldlega að Kvennalistanum hef- ur mistekist að ljúka ætlunar- verki sínu með reisn.“ Sigríður Dúna Kristmundsdóttir um Kvennalistann, í Degi. Prump Og kvenmannsbrjóst Slettu smá prumpi, helst kvenmannsbrjósti og nokkrum lekandi sæðisdropum saman við og fyrirtækið verður gulltryggt með a.m.k. þokkalega aðsókn. Ef heppnin er með þér og þínir piss- og kúkabrandarar ná hylli umfram aðra er ekki ósennilegt að þú stórgræðir." Lóa Aldísardóttir í dómi um myndina American Pie, í Degi. Net kvenradda heimsálfa á milli Þessar konur eru hinar mikil- vægu raddir sem eru hluti af ört vaxandi alþjóðlegu neti í þágu lýðræðis. Þetta net erum við að teygja heimsálfa á milli. Þær eru raddir mannréttinda, efna- hagsþróunar, kvenna í opinberu lífl, kvenna í samfélaginu og kvenna í fjölskyldunni." Hillary Rodham Clinton á ráð- stefnunni, Konur og lýðræði, um stöllur sínar sem voru í hringborðsumræðum á ráð- stefnunni. Bíræfni samkynhneigðra Það sem menn þurfa að skoða . í þessu samhengi er sú ótrúlega bíræfni samkynhneigðra að vilja fá að ganga í Guðs hús til að fá j syndir sínar viðurkenndar en ekki til aö viðurkenna syndir sínar eins og við hin. Hér er málum snúið við og komið aftan að sannleikanum.“ Gunnar Þorsteinsson í DV um samkynhneigð og syndir. I Hillary forvitin og spurði mikið Maður dagsins Séra Heimir Steinsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, tók á móti bandarísku forsetafrúnni, Hillary Rodham Clinton, á Þingvöllum á sunnudag og • átti 20 mínútna einkafund með _____________________ frúnni og Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Fylgdarfólkið og íjölmiðlamenn voru í órafjarlægð og heyrðu ekki hvað fram fór milli þeirra þriggja, sáu aðeins að séra Heimir var mætt- ur með blaðabunka sem hann las af. „Þetta er dæmalaust hlý og elsku- leg kona. Það er það fyrsta sem ég hef um fund okkar að segja," sagði séra Heimir Steinsson í gær. „Ég fræddi hana eins og venjulegt er um sögu Þingvalla. Ég minntist sérstak- lega á það þegar lýðveldið var stofnað 1944 og að þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, Louis C. Dreyfus yngri, hafi þar flutt persónulega kveðju frá Roosevelt forseta til nýja lýðveldisins og Sveins Björnssonar sem kosinn var hér á Lögbergi af Alþingi á j þessum degi. Ég sagði henni líka frá því að ég hefði notið þeirrar ánægju að ferðast milli bandarískra þjóð- garða á slnum tíma og heimsótt marga þeirra og meðal annars komið í Independence National Park í Fíladelfíu sem er þeirra sjálf- stæðisgarður. Þar hefði ég séð klukku mikla sem þeir kalla Liber- ty Bell eða Frelsisklukkuna. Ég sagði forsetafrúnni að við ættum klukku hér sem kölluð væri ís- landsklukkan og hringt hefði verið í fyrsta sinni klukkan 14 þann 17. júní 1944, strax og búið var að lýsa yfir stofnun lýöveldisins." - Var Hillary Clinton forvitin? „Já, hún var það.“ - Var það ekki talsvert sérstakt að dvelja einn með bandarísku for- setafrúnni og forsætisráðherra ís- ■ lands á okkar helga stað og flytja ________________ þeim fyrirlestur? „Jú, það var bæði sérstakt og afar ánægjulegt og mik- ill heiður fyrir mig.“ - Og þér tókst að útvega gott veð- ur meðan þau voru á ferðinni á Þingvöllum. „Ja, það var nú það skrítna að það rigndi allt árdegið og hingað kom til dæmis forseti Lett- lands, frú Vaira Vike-Freiberga, klukkan 11 um morguninn í húðar- rigningu. Ég tók á móti henni i kirkjunni og flutti henni fróðleik um Þingvelli. Það rigndi og rigndi og spáin var vond þannig að maður átti von á verra veðri. Svo gerðist það undur að stytti upp og var upp- stytta meðan forsetafrúin og forsæt- isráðherra gengu niður Almanna- gjá, meðan við vorum á Lögbergi og meðan lesin var upp yfirlýsingin fyrir framan Þingvallabæ, Svo fór hann að rigna strax og viö vorum komin inn.“ - Voru öryggisverðir frúarinnar famir að ókyrrast meðan á ykkar fundi stóð? „Ekki hef ég heyrt neitt um það enda engin ástæða til.“ -JBP Sýning Sigurðar Ey- þórssonar framlengd Sigurðrur Eyþórsson listamaður hefur undan- farið sýnt verk sín í Galí- erí Fold við Rauðarárstig. Sýningimni átti að ljúka sl. sunnudag en vegna mikillar aðsóknar hefur hún nú verið framlengd fram á nk. fimmtudag. Sig- m-ðm- Eyþórsson útskrif- aðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1971. Hann nam við Kon- unglegu listakademíuna 1974-76 í Stokkhólmi og síðar í Reichenau í Aust- rnríki þar sem hann sér- hæfði sig í Michel-tækni sem er algeng málunarað- ferð gamalla meistara. Sig- urður hefur sýnt verk sín í Austurríki og Stokk- hólmi og haldið sex aðrar einkasýningar hérlendis. Nokkuð er um liðið frá síðustu sýningu hans sem Blessuð veröld var árið 1991. Ástæða er til að hvetja listunnendur til að líta við í Gallerí Fold og sjá sýninguna á meðan henni stendur. Myndgátan Nábrækur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Frá Skeiðará til Sahara Jóhanna Bogadóttir opnaði mál- verkasýningu í Hafnarborg 2. október sl. Á sýningunni eru mál- verk sem unnin eru á sl. þremur árum. Sýningin ber nafnið „Frá Skeiðará til Sahara" sem er skírskotun til ýmissa atriða sem eru hvati að myndunum. Eins og listamaðurinn segir í sýningar- skrá eru það undur sköpunar- verksins og átökin 1 samspili manns og náttúru sem eru meðal þess sem hún finnur sig knúna til að fjalla um, enda séu þau ekki íþróttir síður eins og allsherjar myndlík- ing fyrir mannlífið á þessari jörð, hvort sem er í suðri eða norðri. Verk Jóhönnu hafa verið sýnd bæði á samsýningum og einkasýn- ingum víða um heim og eru til í eigu ýmissa safna, svo sem Atheneum í Helsinki, Statens kon- straad í Svíþjóð, Museum of Modem Art í New York og Minn- eapolis Institute of Art. Einnig hefur Jóhanna unnið múrristu- og mósaíkverk í Hagaskóla í Reykja- vík. Sýningin stendur til 25. október og er opin alla daga nema þriðju- daga frá 12 til 18. Bridge Minningarmótið um Einar Þor- finnsson á Selfossi var haldið síðast- liðinn laugardag. Það var eitt vin- sælasta mót almanaksins í áraraðir og komust yfirleitt færri að en vildu. Af einhverjum ókunnum or- sökum hefur aðsóknin minnkað og nú vora aðeins 24 pör sem mættu til leiks. Sigurvegarar vora Erlendur Jónsson og Brynjar Jónsson en Að- alsteinn Jörgensen og Sverrir Ár- mannsson höfnuðu í öðru sæti. Er- lendur hefur gert það gott á undan- förnum helgarmótum því hann varð einnig í fyrsta sæti á Hornafjarðar- mótinu í tvímenningi. Hér er eitt spil frá minningarmótinu á Selfossi. Nánast allir spiluðu fjögur hjörtu á hendur NS. Þeim samning tókst engum sagnhafa að koma heim nema með hjálp varnarinnar: 4 D763 44 G1096 ÁK4 * 76 4 K1082 ÁD D1063 * G54 4 Á5 44 K754 * G95 * ÁK103 Algengast var að suður yrði sagn- hafi. Spil vesturs eru ekki merkileg en hann getur ekki gert af sér neinn óskunda með útspili. Segjum að út- spilið sé tígultvistur. Sagnhafi hefur ekkert annað að gera en hleypa og drottning austurs á slaginn. Austur spilar áfram tígli og sagn- hafi spilar hjartagosa. Austur. á slaginn á ás og spilar áfram tigli. Næst kemur hjarta á kónginn og sagnhafi reynir næst að spilað spaðaás og spaða á drottninguna. Austur fór á kónginn og getur spil- að öðrum hvorum svörtu litanna til baka. Sagnhafi verður nú að reyna að víxltrompa sig upp í 10 slagi, en vestur getur yfirtrompað sjöu suð- urs þegar hann reynir að trompa fjórða spaðann. Þeir sem fóru einn niður í spilinu, fengu 10 stig af 22 mögulegum. Ef tromp norðurs hefðu verið G1076 og suður átt K954, hefði verið hægt að standa spilið. ísak Örn Sigurðsson 4 G94 «4 832 4 872 ♦ D982

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.