Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 15 Eigum margt sameiginlegt Samrýmd systkini Viðmælendur Tilverunnar í dag eiga allir systkini sem eru af annarri kynslóð en þeir sjálfir. Systkinaandinn virðist þó vera samur við sig, hver sem aldursmunurinn Jóhanna fæddist í mai 1957 en þá var ég 25 ára. Mér fannst hún auðvitað strax mjög falleg og fannst ég bera vissa ábyrgð á henni þar sem faðir okkar lést þegar hún var í móðurkviði," segir Sigurjón Jóhanns- son, kennari í Fjölbraut í Breiðholti. „Við erum hálfsystkini samfeðra en móðir hennar eign- aðist nokkru seinna annan mann sem gekk henni í föðurstað.“ Jó- hanna segist enda ekki hafa litið á bróður sinn sem fóðurímynd. „En samband okkar hefur alltaf verið með ágætum. Við höfum fetað svipaðar slóðir í lífinu og t.d. bæði unnið við blaðamennsku, þannig að við eigum margt sameiginlegt þó við höfúm ékki alist upp saman.“ Sigurjón tekur undir þetta. „Við höfum átt gott skap saman og mér líður alltaf vel nálægt henni.“ Jó- hanna: „Mér finnst ferlega skrítið að hann skuli vera þetta miklu eldri en ég. Hann er auðvitað bróðir minn og það hlutverk yngir hann ef Systurnar tvær, Kolbrún (48 ára) og Vilborg (26 ára). Á innfelldu mynd- inni er Kolbrún t.v. með dóttur sína, Sigrúnu B. Einarsdóttur, í fanginu. í miðið er Vilborg ívarsdóttir, amma Kolbrúnar og Vilborgar, og t.h. er móðir systranna, Sigrún Björnsdótt- ir, með Vilborgu í fanginu. Myndin er tekin árið 1973 þegar Vilborg og Sigrún voru um hálfs árs. Þó Jóhanna og Sigurjón hafi ekki alist upp saman hafa þau fetað svipaðar slóðir f Iffinu. til vill upp í mínum augum. Ég finn ekki svo mikið fyrir aldursmunin- um.“ Systkinin segja að samband Jóhönnu og föðurfjölskyldunnar hafi ef til vill liðið fyrir að faðir hennar dó þegar hún var ófædd - sambandið hefði orðið sterkara. „En sambandið núna er ágætt,“ segir Jó- hanna. „Þegar ég var harn þótti mér svolítið flott að eiga fullorðin systk- ini og leit upp til þeirra. Við fæð- ingu var ég nefnilega orðin þreföld móður- og fóðursystir.“ -HG 22 ára aldursmunur er á Kolbrúnu og Vilborgu Helgadætrum: Mamma bestu vinkonu minnar Ég var nýbúin að segja mömmu að ég væri ófrísk að fyrsta barninu mínu þegar hún hringir í mig og segist líka vera ófrísk." segir Kolbrún Helgadóttir sem eignaðist systur (Vilborgu) og dóttur (Sigrúnu) með tveggja vikna millibili. „Mér fannst þetta ekki geta staðist," segir Kolbrún. Þetta var sérstaklega einkennilegt af því að ég var líka ófrísk á þessum __________________ tíma.“ Hvern- ig var Ragnar Eiríksson kerfisfræðingur: Fólk trúir því ekki að við séum bræður band ykkar mæðgnanna á með- göngutímanum? „Það var mjög gott og við studdum hvor aðra. Ég man líka eftir skrítnum stundum eins og þegar við mamma fórum kasóléttar saman út í búð. Ég ætlaði að segja eitthvað og byrjaði „Ma...“ en stein- þagnaði því mér fannst svo fárán- legt að auglýsa að við værum þama mæðgur í þessu ástandi. Stuttu síð- ar fæddust frænkurnar." Hafa þær ekki verið samrýmdar? Vilborg tekur undir það. „Við lék- um okkur mikið og svona en Kolbrún var fremur mamma hestu vinkonu miimar en systir mín. Svo auðvitað hefur það breyst þegar á hefur liðið.“ Systurn- ar segja að munurinn milli þeirra hafi komið fólki á óvart. VUborg: Mamma var yflr fertugu þegar ég fæddist og það var óalgengt að eign- ast börn svona seint. Ég saknaði þess stundum að eiga ekki systkini þegar ég var að alast upp og skamm- aði stundum mömmu að hafa verið svona sein að þessu því systkini mín vora flutt að heiman þegar ég man eftir mér. En núna er sam- band okkar Kolbrúnar miklu meira eins og systra en áður var og við eigum vel skap saman.“ -HG 25 ára aldursmunur er á Sigurjáni og Jóhönnu Jóhannsbörnum: kann að vera. £ g ætlaði varla að trúa þvi þeg- * ar ég frétti að ég væri að eign- ast nýtt systkini," segir Ragn- ar Eiríksson, þrjátiu og tveggja ára kerfisfræðingur. Hann á nú 6 ára bróður, Alfreð Eiríksson. „Mamma reyndi ekki einu sinni að segja mér það heldur lagði bara sónarmynd á borðið fyrir framan mig. Ég trúði þessu samt varla. Ég átti fyrir þrjú systkini, sem eru núna 18, 21 og 24 ára. Mér fannst mjög langt á milli mín og bróður míns sem er 18 ára en svo bættist Alfreð við. Þegar besti vinur minn heyrði af þessu missti hann gjörsamlega and- litið. Hann er einbimi og ég held að honum hafi fundist ég eiga kappnóg af systkinum fyrir,“ segir Ragnar og hlær við. Ragnar segist mest um- gimgast Alfreð af systkinum sínum og heimsækja hann oft. „Við fórum mikið í bíó og sund saman. Þegar við hittum kunningja mína ein- hvem tíma í slikri ferð áttu þeir af- skaplega erfitt með að trúa því að við værum bræður og horfðu á mig eins og ég væri að reyna að koma mér undan einhverju," segir Ragnar og hlær. „Vinur hans Allreðs kom ein- hvem tíma í heimsókn til hans og sagðist þá hafa séð pabba hans. Al- freð hneykslaðist ógurlega á þessu en vinurinn var nú ekki alveg tilbú- inn að samþykkja að ég væri bróðir hans. Það er mjög gaman að eiga svona lít- inn bróður. Mér finnst bara verst hvað hann full- orðnast hratt. Hann um- gengst auðvit- að mikið full- orðið fólk. Hann tekur eftir svo mörgu sem maður held- ur að krakkar á hans aldri taki ekki eftir og talar t.d. mjög full; orðinslega. Ég vona bara að hann verði barn aðeins leng- ur svo ég geti notið þess að leika við hann af og til,“ segir Ragnar að lok- um. -HG Móðir bræðranna vissi að Ragnar myndi ekki trúa að hún væri ófrísk. Því lagði hún einfaldlega sónarmynd á borðið fyrir framan hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.