Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Side 11
20 V ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999
ennmg
u
Þessi heppnu ungmenni voru valin úr hópi hundrað umsækjenda til að verða raddir Evrópu árið 2000. Þau sungu fjögur lög við góðar
undirtektir um 60 erlendra og innlendra blaðamanna í Höfða. Stúlkurnar voru klæddar í upphlut. DV-mynd Hari
Raddir Evrópu
Á alþjóðlegum blaðamannafundi í
Höfða á laugardaginn var tilkynnt
hvaða tíu ungmenni hafa verið valin
fulltrúar Reykjavikur í stærsta sam-
vinnuverkefni menningarborganna niu
árið 2000, Raddir Evrópu. Síðan sungu
íslensku fulltrúarnir saman í fyrsta
sinn opinberlega undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur.
Hátt í hundrað imgmenni sóttu um að
vera tekin inn í kórinn eftir að Menning-
arborgin auglýsti eftir umsækjendum í
lok ágúst sl. Þriggja manna dómnefnd
skipuð Þórunni Björnsdóttur kórstjóra
og tónmenntakennara, Árna Harðarsyni
kórstjóra og Bernharði Wilkinsson
flautuleikara og hljómsveitarstjóra valdi
eftirfarandi söngfólk í Raddir Evrópu:
Bjarna Benedikt Björnsson, Braga Berg-
þórsson, Elvu Dögg Melsteð, Guðríði
Þóru Gísladóttur, Hafstein Þórólfsson,
Hörpu Þorvaldsdóttur, Huga Guðmunds-
son, Ingu Harðardóttur, Sigrúnu Ólafs-
dóttur og Stefaníu Ólafsdóttur.
Raddir Evrópu er kór 90 ungmenna á
aldrinum 16-23 ára, frá borgunum níu,
Reykjavík, Bergen, Helsinki, Brússel,
Prag, Kraká, Avignion, Bologna og Santi-
ago de Compostela - en verkefninu er
stýrt frá Reykjavík. Söngvaramir 90 sem
koma saman í fyrsta sinn í Reykjavík
rétt fyrir aldamótin 2000 verða nokkurs
konar tákn fyrir kynslóðina sem mun
marka leiðina í Evrópu í upphafi nýs ár-
þúsunds. Þeir koma sinn úr hverri átt-
inni með ólíkan menningararf og tungu-
mál í farteskinu en munu í kórnum
syngja samstilltum röddum.
Björk Guðmundsdóttir hefur gengið til
liðs við þetta stóra samvinnuverkefni og
mun syngja með kórnum í fyrsta sinn á
gamlársdag þegar hópurinn kemur fram
fyrir íslands hönd í útsendingu sem sjón-
varpað verður um allan heim. Kórinn
mun einnig koma fram sem hluti af há-
tíðardagskrá í Perlunni þann 31. desem-
ber þegar Reykjavík tekur við titlinum
Menningarborg Evrópu árið 2000.
Fyrstu tónleikar kórsins og Bjarkar
verða haldnir í Hallgrímskirkju í Reykja-
vík 26. ágúst á næsta ári en síðan leggur
kórinn upp í tónleikaferð til hinna menn-
ingarborganna sem lýkur í Bergen 13.
september.
Það er einvalalið sem kemur að Röddum
Evrópu. Tónskáld, stjómendur og síðast en
ekki sist Björk sem mun syngja með kóm-
um nokkur af eigin lögum. Atli Heimir
Sveinsson hefur fært þau i búning
fyrir kór og hefur að auki skrifað
verk fyrir Raddir Evrópu. Eistneska
tónskáldið Arvo Párt, sem talinn er
eitt fremsta tónskáld samtímans, hef-
ur einnig skrifað verk sérstaklega
fyrir Raddir Evrópu. Önniu- lög á
efnisskránni koma frá menningar-
borgunum níu og verður sungið á
tungu hverrar þjóðar. Þar mun heyr-
ast bæði veraldleg og kirkjuleg tón-
list og þjóðlög, gömul og ný.
Þorgerður Ingólfsdóttir, einn
fremsti kórstjórnandi landsins, er
aðalstjómandi Radda Evrópu. Frá
hverri borg kemur að auki kór-
stjómandi sem hefur séð um undir-
búning heima fyrir og mun stjóma
kórnum þegar hann syngur lög frá við-
komandi landi.
Reynslusaga kjarnakonu
Frést hefúr að meðal útgáfubóka Hörpuútgáfunnar
sé reynslusaga vestfirsku kjarnakonunnar Huldu
Valdimarsdóttur Ritchie. Hún kynnt-
ist breskum sjóliöa heima á Hnifsdal
þegar hún var um tvítugt og giftist
honum þrátt fyrir virka andstöðu
breska sjóhersins. Þau fluttust til
Skotlands og þaðan til London þar
sem þau sluppu naumlega lífs úr loft-
árás sem lagði heimili þeirra í rúst.
Eftir stríð fluttust þau hjón aftur til
íslands og ffá 1962 vann hún í banda-
ríska sendiráðinu í Reykjavík. Þar átti hún sam-
skipti við fjölda fólks, meðal annars bæði forseta og
varaforseta Bandaríkjanna.
Finnbogi Hermannsson fréttamaður skráir sögu
Huldu sem lést skömmu eftir að handritið var tilbú-
ið.
Sjálfstætt fólk á ný
Rétt er að benda þeim á sem ekki fengu miða á
Sjálfstætt fólk í vor leið að nú em sýningar hafnar
aftur á þessu mikla leikhúsverki, og er tekið fram að
sýningarfjöldi sé takmarkaður. Lítillega hefur verið
skipt um fólk í hlutverkum, til dæmis glansar Edda
Heiðrún Backman nú sjálfsagt engu minna en Ólafia
Hrönn gerði í hlutverki Rauðsmýrarmaddömunnar.
Leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Mar-
grétar Guðmundsdóttur er hugvitsamlegt verk eins
og gagnrýnendur bentu á. Einna þakkarverðast er
hve sterk og skýr myndin af Rósu verður í fyrri hlut-
anum, þessari ólánsömu stúlku sem er send upp í
fjöll í tröllahendur fyrir það eitt að hafa glæpst á að
sofa hjá vitlausum manni. Lesanda bókarinnar finnst
hún óttalegur aumingi þegar hann rifjar söguna upp
og vorkennir bara Bjarti sem verður fyrir svo hræði-
legum vonbrigðum á brúökaupsnóttina, einmitt þeg-
ar hann heldur að allar
Fangbrögð við tómið
vonir hans hafi ræst.
En leikgerðin leyfir
Rósu að njóta sín. Til-
raunir hennar til að lifa
i sátt við Bjart, hjarta-
skerandi bænir hennar
um miskunn hans, ólg-
andi uppreisn hennar
gegn honum og árang-
urslausar flóttatilraun-
ir ganga mun nær
áhorfanda en lesanda.
Ógleymanlegt verður
atriðið þegar Bjartur
finnur hana á flóttanum
sofandi við dys Gunn-
varar og nístandi óp
Nótt vonbrigðanna. Ingvar hennar þegar hún vakn-
E. Sigurðsson og Margrét ar og sér framan í hann,
Vilhjálmsdóttir sem Bjart- eiginmann sinn og of-
ur og Rósa sækjanda.
Maður hlýtur að
undrast hve makalaust vel Margrét Vilhjálmsdóttir
túlkar Rósu. Ekki skilja fæðingardaga þeirra aö í
tima nema kannski tæp hundrað ár, en það gætu
eins verið þúsund ár, svo himinhrópandi er munur-
inn. Samt verður Rósa sprelllifandi á sviðinu, ein af
okkur.
Berglindi Gunnarsdóttur er í mun að
skila til lesanda síns sem nákvæmastri
mynd af skynjun sinni. Gott dæmi er ljóð-
ið „Búdapest 1991“ í nýrri ljóðabók henn-
ar, Ljóðvissu. Að vísu er upphafsorðið
„undarlegur" ekki beint lýsandi en að
öðru leyti fáum við mynd af umhverfi með
birtu og hljóði. I lokin sprengir hug-
myndaflugið raunveruleikann utan af sér
og við heyrum það sem ekki er:
Undarlegir rangalar nióur kastalahœðina
framhjá skotraufum og virkisveggjum.
Viö erum alein í myrkrinu utan smáskíma
af himni frá daufum borgarljósum, engi-
spretturnar kliöa sinn sérstœöa söng.
Umhverfiö leyndardómsfullt og hálfvegis
eins og maöur eigi von á hófaskellum upp
steinilagöan stíginn, þar fari frelsis-
hetjurnar Kossut og Petö ásamt liöi sínu;
hugrakkir sterkir og vitrir.
Ljóðin í bókinni bera flest þennan svip
vandvirkni og virðingár við lesanda og
ljóðmál, og mörg þeirra hitta í mark með
hárréttri málnotkun og áhrifamiklum
myndum, til dæmis „Mater dolorosa".
Berglind er alvarlegt skáld, kímni er
henni fjarri í ljóðunum, enda yrkir hún
um lífið i ljósi dauðans og ástina í skugga
óvissu og sorgar - jafnvel svika.
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdóttir
Miðhluti bókarinnar, „12 ljðð um svart-
bjarta ást“, er heilsteyptur og víða áhrifa-
mikill. Þar er ort um sæluna sem við kjós-
um hiklaust þó að við brennum til ösku í
logum hennar, ástina „sem blæs silfurtóni /
og stjömum um æðarnar" og kvölina „sem
gerir blóðið þykkt og rammt". Einnig um
það tvöfalda líf sem ástin lætur okkur lifa:
Ég veit:
þaö er til annaö líf
stundum er ég stödd þar
Ég loka augunum, geng yfir götu eða
fer inn á kaffihús
og á ékki afturkvœmt
Þau eiga sér ólík lögmál
aöra hrynjandi
og ég sveiflast á milli þeirra
eins og pendúll
fram og aftur
tœró af löngun
þangaö
Ég geng
óvaröaöan veg
hringinn í kringum mennina
Hvaöa fangbrögöum
get ég tekiö tómiö
á milli mín
og þeirra?
Berglind Gunnarsdóttir:
Ljóðvissa.
Meðan ég dvel þar
er hitt lífið ekki til
Einnig um ástina og sannleikann sem
ekki er hægt að segja en „er falinn bak
við / myndir / brosglampann
og / dapurleikann í andlits-
dráttum okkar“. Þessi hluti
bókarinnar segir sögu sem
margir geta þekkt sig í, sögu
lífs á valdi óviðráðanlegra til-
finninga. En í lok hans er það
lif liðið og ekkert eftir nema
draumurinn. Draumljóðið í
lokin er einstaklega fallegt.
Síðasti hluti bókarinnar,
„Ljóð um langan dag“, er
minningar- og sorgarljóð um
foður skáldsins. Þar er mynd-
málið tætt og gefur í skyn
mikla geðshræringu, en virk-
ar í ljósi fyrri hlutanna sem
þvi sé ólokið. Margt er þar þó
vel sagt:
Mynd Margrétar Lóu Jónsdóttur við „12 Ijóð um svart-
bjarta ást“ í Ljóðvissu Berglindar Gunnarsdóttur.
Lifandi leikhús
Sjálfstæðu leikhúsin auglýstu í Morgunblaðinu um
helgina á heilli síðu glæsilega dagskrá sína á leikár-
inu fram undan um leið og þau áminntu yfirvöld um
að slík starfsemi fengi ekki þrifist endalaust án frek-
ari fjárhagsaðstoðar. í auglýsingunni kemur fram að
um 30 þúsund fleiri sáu sýningar sjálfstæðu leikhús-
anna í fyrra en stóru leikhúsanna, Þjóðleikhúss og
Leikfélags Reykjavikur, og hlýtur Hellisbúinn sem
sýndur er í rúmgóðu húsnæði ís-
lensku óperunnar að vega þar
þungt. AUs voru frumsýningar á
vegum sjálfstæðra atvinnumanna
í leiklist 33 á síðasta leikári, enda
teljast bæði Iðnó og Loftkastalinn
til þessa hóps.
Sjátfstæðu leikhúsin eru nú
kringum 45 talsins og verða ffumsýningar enn þá
fleiri í ár en í fyrra. Forsvarsmenn sjálfstæðra leik-
húsa eru réttilega stoltir af framtaki sínu. Á þeirra
vegum eru milli 20 og 30 listrænir viðburðir i hverri
viku og engir aðilar sinna bömum betur - með sýn-
ingum á sviði en þó einkum með miklu úrvali ferða-
leiksýninga sem settar eru upp í skólum víðs vegar
um landið.
Fólkið sem staifar í sjálfstæðum leikhúsum gefur
iðulega vinnu sína um lengri eða skemmri tíma. Það
fær ekki laun á æfingatíma og laun fyrir sýningar
fara eftir aðsókn. Spyrja má hvort þetta sé ekki bara
ágætt? Fólk er þá í þessu meðan það hefur brennandi
áhuga eða meðan vel gengur; þegar það gefst upp
taka aðrir við. Alltaf nóg af fólki.
Vissulega getur reynsla af leikstarfsemi nýst víða,
en það er blóðugt fyrir litla þjóð að láta hæfileika og
reynslu fara I súginn, og best hlýtur reynsla af leik-
húsi að nýtast - í leikhúsi.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir