Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 Fréttir Yfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna um gagnagrunnsmálið: Þetta var sem fyllti - heilbrigðisráðherra setti ofan í mælinn við lækna í ræðu og riti Ingibjörg Pálraadóttir heilbrigðis- ráðherra segir að ferð fulltrúa heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins á fund Alþjóðasamtaka lækna í Chile í apríl sl. og yfirlýsingar í fram- haldi af honum hafi verið „dropinn sem fyllti mælinn." Eins og DV greindi frá í gær mættu fulltrúar ráðuneytisins ekki til fundar sem Læknafélag íslands boðaði til í því skyni að kynna fyrir- liggjandi álit nefndar á vegum Al- þjóðasamtaka lækna um íslenskan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Ráð- herra sendi læknum bréf inn á fund- inn þar sem farið var yfir málið. M.a. var gagnrýnt hvernig staðið hefði verið að umræddum fundi í Chile um íslenska gagnagrunninn, þar sem tveir fulltrúar ráðuneytis- ins hefðu einungis fengið að flytja stutt ávörp og svara fyr- irspurnum. Þeir hefðu ekki fengið að hlýða á framsögu fulltrúa stjórnar Læknafélags- ins né taka þátt í umræðum um málið eins og gert hefði verið ráð fyrir. í framhaldi af þessari „væg- ast sagt óvönduðu málsmeð- ferð“ hafi Alþjóðasamtökin ályktað um gagnagrunnsmál- ið. Ályktunin hafi síðan „verið notuð til að ófrægja íslenska lagasetningu og íslensk stjórnvöld". Síðan rekur ráðherra aðdraganda fundarins hér á landi. Segir m.a. að Alþjóðasamtökin gefi í skyn að þau hafi rætt gagnagrunnsmálið við ís- lensk stjómvöld. Það hafl þau aldrei gert né óskað eft- ir upplýsingum frá þeim. „Ráðuneytið harmar þau forkastanlegu vinnubrögð sem Alþjóðasamtök lækna í samstarfi við Læknafélag íslands hafa viðhaft í þessu máli. Slík vinnubrögð hljóta að grafa undan tiltrú manna á samtökunum,“ segir í bréf- inu. Loks beinir ráðherra þeim tilmæl- um til Læknafélagsins að það mælist til þess við stjórn Alþjóðasamtaka lækna að þau dragi til baka ályktun Chile-fundarins. Heilbrigðisráðherra mætti á aðal- fund Læknafélags Islands sem hald- inn var eftir ofangreindan fund með fúlltrúum Alþjóðalæknafélagsins. Þar kvaðst hún, sem ráðherra, hafa hafn- að því að taka þátt í enn einni uppá- komunni um gagnagrunnsmálið. Kvaðst Ingibjörg tala fyrir hönd ríkis- stjómarinnar. „Þetta hefur verið leiðindakafli sem ég vona að sé lokið,“ sagði ráð- herra við DV. „Það gilda lög í landinu og okkur ber að fara eftir þeim.“ JSS Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigö- isráðherra. Nýr formaöur Læknafélagsins: Heldur að nýr tónn verði sleginn - í samskiptum viö heilbrigðisráöuneytiö Þessi hæfileikaríki „flugbrettamað- ur“ sýndi listir sínar á Ingólfstorgi í gær. Betra er að stíga varlega tii jarðar nálægt skoppurum í þessum ham en þeim mun skemmtilegra að líta á dýrðina. DV-mynd E.ÓI. „Eg á ekki von á öðra en að sam- skipti við ráðuneytið verði góð í fram- tíðinni. Ég held að það verði nýr tónn sleginn," sagði Sigurbjöm Sveinsson, nýkjörinn formaður Læknafélags ís- lands, við DV. Sigurbjöm sagði að fulltrúar nefnd- ar á vegum Alþjóðafélags lækna hefðu ekki kynnt álit félagsins á gagna- granni á heilbrigðissviði á fundi hjá Læknafélagi íslands. íslenskum lækn- um hefði verið kynnt vinnuplagg sem væri álit nefndarinnar en ekki ályktun alþjóðalæknafélagsins. „Nefndin rekur þær alþjóðlegu siðareglur og annað sem Alþjóðlega læknafélagið hefur samþykkt um vísindarannsóknir á mönnum. Hún tekur saman sjónarmið Læknafélags íslands og sjónarmið þeirra sem tala fyrir gagna- granninum og legg- ur það fyrir fund Al- þjóðafélags lækna í Tel Aviv í vikunni. Þó má sjá í niður- lagsorðum hópsins að hann tekur undir sjónarmið Læknafélags íslands um kröfúna um upplýst samþykki og þann trúnað sem þarf að gilda milli læknis og sjúklings. Fundurinn í Tel Aviv mun fjalla um þessi mál á breiðum grundvelli. Alls staðar er eftirsókn í upplýsingar um sjúklinga. Þess vegna þurfa allir læknar að gera þetta atriði upp við sig. Þetta er alþjóðlegt úrlausn- arefni en ekki séríslenskt." Aðspurður um tillögu sem fram kom á aðalfundi Læknafélagsins, sem fól í sér að sömu reglur giltu um alla gagnagrunna, kvaðst Sigurbjöm ekki vOja tjá sig um hana. Hann kvaðst heldur ekki vilja tjá sig um þau tilmæli heilbrigðisráðherra, að Læknafélag íslands beitti sér fyrir því að Alþjóðafélag lækna dragi til baka ályktun um gagnagrunn á heil- brigðissviði.sem samþykkt var á fúndi í Chile. -JSS w I sigurvímu Sigurbjörn Sveinsson. Helgin sem leið var sig- urhelgi sem seint mun líða þjóðinni úr minni. Konur unnu stórsigur á ráðstefnunni Konur og lýðræði og knattspymu- landslið karla vann fræk- inn sigur á Frökkum i París. Já, þjóðin ræður sér ekki fyrir kæti. Konur sem skipulögðu ráðstefnuna um konur og lýðræði segja hana hafa haft ómetanlega þýðingu. Unnið var hörðum hönd- um og rætt ítarlega um menningarbundnar hug- myndir um karla og kon- ur, leiðir til að auka þátt-, töku kvenna I stjómmál- um, leiðir til að auka hlut kvenna í viðskiptalifinu, konur á vinnumarkaði, hvernig tryggja ætti jafn- rétti á vinnustað og hvort hægt væri að tryggja jafnrétti með lagasetningu. Dagfari man ekki betur en að þessi umræðu- efni hafi verið á dagskrám kvennafunda og ráð- stefna síðastliðin 30 ár. Reyndar hefur þokast veralega í jafnréttisátt ef horft er fram hjá launa- mun karla og kvenna á vinnumarkaði og öðrum tittlingaskít. En helsti sigurinn felst í því að fleiri konur en áður hafa öðlast rétt til að sitja fundi og ráðstefnur og tjá sig um menningarbundnar hug- myndir um karla og konur. Það hljóta allar kon- ur að sjá og þetta undirstrikaði Hillary Clinton forsetafrú rækilega milli þess sem hún stal sen- unni í búðarápi og súpuáti í bænum. Þar talar kona sem sótt hefur fleiri fundi og ráðstefnur en nokkur hinna. Hún veit sínu viti enda tekjuhærri og klárari en eiginmaðurinn og hefur því nægan tíma til að tala á ráðstefnum og stela senunni þess á milli. Næstu misserin verða konur á kafi við að undirbúa aðra eins ráðstefnu. Þar á að fara yfir árangurinn af vinnu helgarinnar og ræða enn frekar um menningarbundnar hugmyndir um karla og konur. Og enn verður fengin fræg og ráðstefnureynd kona til að stela senunni og sjá til þess að blaðamenn deyi ekki úr leiðindum. Myndir af búðarápi og súpusötri munu varða veg ráðstefnuglaðra kvenna. Góðir íslendingar. Það er ekki nóg með að við eigum kvenskömnga á heimsmælikvarða heldur eigum við knattspyrnulandslið sem við getum verið stoltir af, landslið sem sló endanlega í gegn í París. ísland tapaði - en sigraði samt. Ekki bara vegna þess við skoraðum 3 en Frakkar 2 heldur vegna þess að Frakkar unnu leikinn, 3-2. Þvílík snilld, þvílíkir töfrar. Enginn kemst með tærnar þar sem íslendingar eru með hælana í íþrótta- kappleikjum. Því þó markatalan í leikslok segi að við höfum tapað skiptir það engu máli. Leikmenn geta borið höfuðið hátt þegar þeir ganga til leiks. Þeir vita sem er að þó leikurinn tapist verða þeir hylltir sem sigurvegarar. Þjálfari sem stjórnar þvílíku liði er auðvitað hverrar krónu virði og skiljanlegt að erlend félög vilji ólm fá hann í sín- ar raðir. Þau vilja kynnast hinum íslenskra galdri að verða hylltir sem sigurvegarar eftir tap. Dagfari sandkorn Handjárnin pússuð Allt logar stafna í mflli í Fram- sóknarflokknum í Reykjavík vegna Eyjabakkamálsins. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi hefur höggvið grimmt til forystu flokksins svo und- an svíður. Þrátt fyrir skálmöldina í flokksstarfmu er ákveðið að halda árshátíð framsókn- arfélaganna í Reykjavík um næstu helgi. Eðli málsins samkvæmt verður veislustjórinn lögregla. Hin yfirvegaða Árnþrúður Karls- dóttir hefur verið skipuð til starfans þó nokkuð sé um liðið síð- an hún starfaði sem lögga. Hún er sögð pússa handjárn og kylfu um þessar mundir tO undirbúnings fyrir veislustjómina... Nagladekkið Heimsókn Hillary Clinton tO íslands þótti takast einstaklega vel og fór frúin á kostum. Vegna ófærðar tókst HOlary ekki að komast tO Eyja tO fundar við landa sinn Keikó. Eyjamenn voru auðvitað ekki hressir meö veð- urguðina en fengu ekki rönd við reist. Meðal þeirra siðsamari í Eyj- um var þó nokkur léttir því Keikó hefur veriö með kynferðislega tO- burði við bOdekk nokkurt í kví sinni. Nú þegar tími nagladekkj- anna er runninn upp kviðu menn því að Keikur færi á dekkið að frúnni ásjáandi... Helgi á skjáinn Nú er lokaundirbúningur að út- sendingu nýju sjónvarpsstöðvar- innar sem ætlar að velgja Stöð 2 undir uggum. Skjáreinn hefúr ráð- ið tO sin fjöldann aOan af fólki og er höfuðáherslan lögð á innlenda dag- skrárgerð. Nú hef- ur hinn lagvissi Vestflrðingur, Helgi Björnsson úr SSSól, verið ráðinn en hans hlutverk er að stýra aOs kyns uppákomum. Á sama tíma og forráðamenn hinnar nýju sjónvarpsstöðvar ráða mann og annan, er ekkert gefið upp um huldufjárfesti sem sagður er að baki stöðinni. Ljóst er að verulega fjármuni þarf tO að standa undir rekstrinum og segja kunnugir að kostnaður verði aldrei undir einni milljón á dag og að líkindum nokkuð meira. Skjáreinn ætlar að standa undir rekstrinum með auglýsingum sem þýðir að tekjurnar verða að vera 350-400 mOljónir á ári. Fjáir hafa Qárhagslegt bolmagn tO að taka áhættu af þessu tagi. Óneitanlega staldra menn við þá staðreynd að Eyþór Arnalds, forstjóri íslands- síma er stjómarformaður íslenska sjónvarpsfélagsins sem á og rekur Skjáeinn. Að Íslandssíma standa m.a. Hagkaupsbræður og Eim- skip... Sigríður Dúna í framboð? Margir hafa átt erfitt með að skOja hvernig for- ráðamönnum kvennaráðstefnunn- ar tókst að sannfæra Davíðs Oddsson, forsætisráðherra að leggja tugi mOlj- óna í ráðstefnuna. Óháðir „frétta- skýrendur" telja unaliggja í augum uppi. Verið sé að undirbúa forsetaframboð Sig- ríðar Dúnu Kristmundsdóttur... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is ástæð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.