Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTOBER 1999
9
Utlönd
Haldið sem kynlífs-
þrælum í Skandinavíu
Ungar stúlkur frá Tékklandi og
Slóvakíu hafa verið fluttar til Svi-
þjóðar, Noregs og Danmerkur þar
sem þeim hefur verið haldið sem
kynlífsþrælum. Nokkrir menn
hafa verið úrskurðaðir í gæslu-
varðhald í Stokkhólmi vegna máls-
ins.
„Við höfum ekki séð neitt þessu
líkt áður,“ segir Nils-Eric Schultz,
ríkissaksóknari i Svíþjóð, við fjöl-
miðla.
Vændishringurinn hefur starfað
í mörgum Evrópulöndum í að
minnsta kosti ár. Aðalstöðvarnar
hafa verið í Svíþjóð. Margar
kvennanna hafa verið lokkaðar til
Sviþjóðar gegn loforðum um vel
launaða vinnu og framamögu-
leika. Þær hafa hins vegar verið
neyddar til að selja sig.
Það hafa verið félagar hór-
mangaranna á Norðurlöndum sem
hafa útvegað stúlkurnar og síðan
selt þær.
„Þetta er ekkert annað en hvít
þrælasala," er haft eftir einum
heimildarmanni Aftonbladet.
Konunum hefur síðan verið
haldið læstum inni í íbúðum,
flóttamannabústöðum og á hótel-
um. Þær hafa aðeins fengið að fara
út til að selja blíðu sína. Tekjur
þeirra hafa verið á bilinu 150 til
200 þúsund íslenskra króna á viku.
Hórmangararnir hafa tekið mestan
hluta peninganna. Talið er að um
sé að ræða 20 til 25 konur.
Ein stúlknanna, sem haldið var í
Stokkhólmi, bað nágranna á hótel-
inu, sem hún var læst inni á, að
lána sér farsíma. Stúlkan gat
hringt til móður sinnar í Tékk-
landi og greint frá því að sér hefði
verið rænt. Hún sagði að sér væri
haldið í húsi nálægt bensínstöð,
nálægt þjóðvegi og að margir út-
lendingar væru á hótelinu. Móðir-
in gerði sendiráði Tékklands í
Stokkhólmi viðvart sem lét lögregl-
una vita. Þrátt fyrir knappar upp-
lýsingar tókst að finna stúlkurnar.
Þetta gerðist fyrir um ári og síðan
hefur lögreglan vísað að minnsta
kosti 25 stúlkum úr landi.
Lögreglan telur að vændishring-
urinn í Stokkhólmi sé hluti af al-
þjóðlegum hring sem kaupir og sel-
ur ungar stúlkur, aðallega frá
Austur-Evrópu.
Rannsóknin í Svíþjóð beinist
einkum að þremur Júgóslövum.
Einn þeirra, sem hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald, er frá-
skilinn fyrrverandi Júgóslavi á
sextugsaldri. Hann hefur ekki áður
komið við sögu lögreglunnar. Mað-
urinn hefur alltaf verið glæsilega
klæddur og komið vel fyrir. Hann
Þessir piltar fengu sér sundsprett úti á götu í bænum Pigua í Villahermosa í Mexíkó í gær. Gífurleg flóð í Mexíkó að
undanförnu hafa kostað meira en fjögur hundruð mannslíf og hundruð þúsunda Mexíkóa hafa misst heimili sín af
þeirra völdum. Zedillo forseti heimsótti flóðasvæðin í gær og sagði að stjórnvöld réðu ein við ástandið, eriendrar að-
stoðar væri ekki þörf við endurreisnarstarfið.
Njósnafár á Ítalíu:
Leiðtogi eins stjórnarflokk-
anna uppljóstrari fyrir KGB
Leiðtogi eins stjómarflokkanna á
Ítalíu, kommúnistinn Armando
Cossutta, er sakaður um að hafa
verið á mála hjá sovésku leyniþjón-
ustunni KGB í 650 síðna skýrslu
sem gerð var opinber á ítaliu í gær.
Cossutta er náinn bandamaður
Massimos D’Alema forsætisráð-
herra sem er fyrram kommúnisti.
Cossutta er á lista yfir 261 mann
úr skjölum Vasilís Mítrókhins, fyrr-
um yfirmanns hjá KGB, sem flúði
til Vesturlanda og hefur flett ofan af
njósnurum KGB. Skýrslan var af-
hent sérstakri ítalskri þingnefnd
eftir mikinn pólitískan þrýsting.
„Þar sem Cossutta birtist sem
uppljóstrari og einkavinur KGB fór-
um við opinberlega fram á að ríkis-
stjórn D’Alema segi af sér,“ sagði
Enzo Fragala, einn nefndarmanna.
Hann tilheyrir hægriöfgaflokkinum
Armando Cossutta, leiðtogi ítalskra
kommúnista, hefur verið sakaður
um að hafa gengið erinda KGB.
Þjóðarbandalaginu.
Mario Palombo, ritari þingnefnd-
arinnar og einnig liðsmaður Þjóðar-
bandalagsins, sagði að fyrrum aðal-
ritari Sósíalistaflokksins, öldunga-
deildcirþmgmaðurinn Francesco De
Martino, væri einnig á listanum yf-
ir njósnarana.
„Við vissum af Cossutta en hugs-
ið ykkur, þama er líka nafn
munks,“ sagði Palombo.
Cossutta gerði lítið úr staðhæf-
ingunum um að hann hefði verið
njósnari.
ítalska stjórnarandstaöan er í
vígahug eftir að vamarmálaráð-
herrann í stjóm Romanos Prodis
sem féll fyrir einu ári viðurkenndi
að hafa vitað af nafnalistanum þeg-
ar á árinu 1996. Hann sagði að eftir
samráð við ítölsku leyniþjónustuna
hefði hann verið lagður til hliðar.
sást oft á Malmskillnadsgatan í
Stokkhólmi þar sem hann fylgdist
með stúlkunum sínum. Fyrrver-
andi eiginkona Júgóslavans er ein
þeirra sem hafa verið handteknir.
Kvæntur maður á fimmtugsaldri
hefur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald. Hann hefur verið dæmd-
ur fyrir hórmang í Ósló. í Stokk-
hólmi hrópaði hann ókvæðisorð að
lögreglunni er hún fylgdist með
honum á Malmskillnadsgatan.
Ekki er vitað til að hann hafi
stundað vinnu í Svíþjóð.
Samkvæmt nýjum lögum í Sví-
þjóð er það refsivert að kaupa
þjónustu vændiskvenna. Vegna
þessara nýju laga hefur lögreglan
átt auðveldara með að fylgjast með
starfsemi hórmangara og vændis-
kvenna. Lögreglan kveðst fá fleiri
upplýsingar frá almenningi.
Faraldurinn i NY
ekki hryðjuverk
Allt bendir nú til að veirusjúk-
dómur í ætt við Vestur-Nílar hita-
sóttina sem varð fimm manns að
bana í New York á dögunum hafi
ekki verið misheppnuð tilraun til
sýklahemaðar.
Sérfræðingar sögðu í gær að
umrædd veira væri ákaflega illa
til þess fallin að nota til sýkla-
hernaðar og að atvikið hefði hugs-
anlega ekki vakið neina athygli
hefði það gerst annars staðar en í
New York.
Tímaritið New Yorker sagði að
leyniþjónustan CLA hefði áhyggj-
ur af veirusýkingunni og væri að
rannsaka hvort um sýklahernað
hefði verð að ræða.
Jarðarbúar orðn-
ir sex mi!
Sveinbam sem fæddist í Sara-
jevo í Bosníu skömmu eftir mið-
nætti að staðartíma er jarðarbúi
númer sex milljarðar. Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, sem er í heimsókn
í Bosníu mun heiðra drenginn
sérstaklega siðar i dag.
Að sögn lækna á háskólasjúkra-
húsinu í Sarajevo heilsast bæði
móður og barni vel.
Fjöldi jarðarbúa hefur tvöfald-
ast frá árinu 1960 og einn millj-
arður hefur bæst við frá 1987.
„Við höfum ákveðið að heiðra
barnið í Sarajevo á táknrænan
hátt. Það em þó ekki neinar póli-
tískar ástæður þar að baki þeirri
ákvörðun. Hefði framkvæmda-
stjórinn verið í New York hefði
hann heiðrað barn frá New
York,“ sagði Douglas Coffman,
talsmaður Sameinuðu þjóðanna.
Giifii-
straujám
• Albotxi
• 1400W
• Vatnsúði
• Gufuþrýstingur:
15 g/mín.
Kvnninsartilboð
1.995 h
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is