Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999
13
Rök valdsins
- leikmannsþankar um rökfræði
I „rabbi“ Lesbókar
Morgunblaðsins,
ll.sept. sl., ýjar Vil-
hjálmur Ámason dós-
ent að því að umræða í
þjóðfélaginu um ýmis
viðamikil og viðkvæm
mál sé oftar á tilfinn-
ingalegum en rökræri-
um nótum. Hann hvet-
ur til þess að landinn
temji sér skynsamlegar
rökræður í stað tilfinn-
ingaþrunginna upp-
hrópana og gefur í skyn
að þá munum við finna
skynsamlegar lausnir á
heitum efnum eins og
virkjunarmálum og
gagnagrunnsmálum,
jafnvel sjávarútvegsmálum. Þó er
eins og það vanti trúarvissu,
vegna þess að sá sem hefur gild-
ustu rökin í höndum hefur ekki
endilega valdið sem þarf til að
framfylgja rökréttum niðurstöð-
um.
Hugmynd kveðin í kútinn
Og þá hlýtur sú spurning að
vakna hjá leikmanni, sem lærði
rökfræði hjá Ágústi heitnum
Bjarnasyni fyrir hálfri öld: Til
hvers er að ástunda rökrétta hugs-
un í þjóðfélagi þar sem ákvarðan-
ir eru byggðar á valdi, stjórnmála-
legu eða fjárhagslegu eða hvoru
tveggja, oft þvert á rökrétta hugs-
un? Eru tilfinningarökin þá ekki
að minnsta kosti skemmtilegri, úr
því hvorugt skiptir máli þegar
valdið er annars
vegar? Þess eru
reyndar dæmi í
sögu' okkar að ein
snjöll vísa hafi
drepið hæpna hug-
mynd, t.d. hug-
myndina um þegn-
skylduvinnu sem
var bókstaflega
kveðin í kútinn
með hinni land-
fleygu vísu:
Ó, hve margur yrði
sæll/ og elska
mundi landið
heitt./ Mætti hann
vera mánuð þræll/
og moka skít fyrir
ekki neitt.
í þessu sambandi er þó rétt að
taka fram að hugmyndafræðingar
þegnskylduvinnunnar höfðu
hvorki stjórnmálalegt - né fjár-
málalegt vald til að framfylgja
hugmyndinni. Ef hliðstæð hug-
mynd kæmi upp á yfírborðið i
þjóðfélaginu eins og það virkar í
dag mundu valdhafar segja við
hugmyndafræðinginn: Ef þú getur
skaffað okkur nóga peninga skul-
um við sjá til þess að engin rök,
hvorki málefna-
leg né tilfinn-
ingaleg, komi í
veg fyrir fram-
kvæmdir.
Skýring á
rökþrotabúi
Hér er hnykkt á
því sem Vil-
hjálmur segir í
grein sinni að sé
hugsanleg skýr-
ing á rökþrotabúi okkar íslend-
inga nú, en það er tilgangsleysi
rökræðunnar gagnvart stjórn-
mála- og fjármálavaldi, sem dæm-
in sanna. Gagnagrunnsfrumvarpið
var keyrt gegnum Alþingi, þó að
80-90% af rökunum sem leidd
voru fram í málinu væru andstæð
frumvarpinu. Seinni aðgerðir rík-
isvaldsins, tengdar sama máli -
svo sem endurskipulagning vís-
indasiðanefndar og nú síðast
breyting á sjúkraskrám í sam-
ræmi við kröfur deCode, sem þó
hefur enn ekki fengið formlegt
rekstrarleyfi á gagnagrunninum -
benda til að áfram verði haldið við
að skerða persónuvernd og brjóta
alþjóðlegar siðareglur.
Sama gildir um hálendismálin
því allt bendir til að leyfi til Fljóts-
dalsvirkjunar verði keyrt gegnum
Alþingi, fram hjá umhverfisnefnd
þó að flest rök mæli með því að
umhverfismat verði gert, enda hef-
ur formaður umhverfisnefndar
spurt um tilganginn með því að
fara með málið inn á Alþingi ef af-
greiðslan sé þegar ákveðin.
Tilgangslaus leikur
Svo eru sjávarútvegsmálin.
Sjávarútvegsstefna undanfarinna
ára virðist hafa leitt til þess að
veiöikvótar og þar með fjármagnið
bak við þá hefur færst á fáar hend-
ur, en það hefur aftur leitt
til.byggðaröskunar sem enginn sér
fyrir endann á. Nýorðinn sjávarút-
vegsráðherra hefur skipað tvær
nefndir til að skoða sjávarútvegs-
málin. Sagt er að nefndarmenn
séu handvaldir af ráðherranum,
þannig að þeir séu nær allir fylgj-
andi núverandi sjávarútvegs-
stefnu.
Á meðan stjórnmálamenn sem
stjórnað er af fjármálamönnum
ráða ferðinni í landsmálum verð-
ur rökhugsun og rökræða um
þjóðmál aðeins samkvæmisleikur
menntamanna, einskonar „skrabl"
á hærra plani, en hún á engan sess
i sjálfri landsmálaumræðunni.
Leikurinn getur verið skemmtileg-
ur en hann en tilgangslaus því
samkvæmt gullreglunni búa þeir
til reglurnar sem ráða yfir gullinu.
Árni Björnsson
Kjallarinn
Árni Björnsson
læknir
„Hér er hnykkt á því sem Vil-
hjálmur segir í grein sinni að sé
hugsanleg skýring á rökþrotabúi
okkar íslendinga nú, en það er til-
gangsleysi rökræðunnar gagn-
vart stjórnmála- og fjármálavaldi,
sem dæmin sanna. “
Útgjöld velmegunar-
þjóðfélagsins
Sjálfsþurftarbúskapur bænda-
samfélagsins er langt að baki og
neysla þjóðarinnar og allur
lífsmáti hefur breyst. Rekur marg-
an unglinginn í rogastans þegar
hann heyrir frásagnir þeirra sem
komnir eru á efri ár af þrældómi
og vökum sem tilheyrðu vinnu-
degi í upphafi aldar, að ekki sé nú
talað um það sem þjóðin lagði sér
til munns.
í dag býr þjóðin við velmegun
og er fljót að tileinka sér tækninýj-
ungar. Bifreiðaeign landsmanna
er umtalsverð og sumir eiga fleiri
en eina. Þykir slikt sjálfsagt því
tíminn er peningar og öllum ligg-
ur á. Að undanfórnu hefur bensín
og bifreiðatryggingar hækkað
verulega og verðlag á neysluvöru
hefur heldur ekki staðið í stað.
Rekstur heimilanna
Það er dýrt að reka heimili og
uppfylla kröfur heimilismanna .á öll-
um aldri. Þeir sem lægstar hafa tekj-
ur í þjóðfélaginu finna mest fyrir
hækkunum á nauðsynjum og lítið er
eftir af launum í mánaðarlok.
Oftar en ekki eru það konur sem
sjá um heimilisinnkaupin og er þeim
því vandi á höndum að láta heimilis-
peningana endast
út mánuðinn. Þær
fylgjast með tilboð-
um og gera
magninnkaup í
ódýrum mörkuð-
um. Því miður ger-
ist það oft að verð
við kassa er mun
hærra en það sem
stendur á hillu.
Margir þurfa að
nesta sig og börn
sín og brauðsam-
lokur eru hentug-
ar og ágætur mat-
ur. Þeir sem ekki baka brauð sín
sjálfir furða sig á brauðverði.
Brauð sem unnið er í vélum frá A
til Ö kostar á þriðja hundrað krón-
ur þegar hægt er að fá tvö kíló af
hveiti á 59 krónur.
Öllum er kunnug
hollusta grænmetis
og ávaxta. Þeir sem
ekki rækta eigið
grænmeti kaupa það
i næstu búð. Nú er
svo komið að fjár-
hagur leyfir varla
kaup á öðru en hvít-
káli en neysla þess
hefur I fór með sér
þembu og vindgang,
flestum til ama.
Brokkolí, sem er
grænt og fullt af
vitamínum, er svo
dýrt að fáir tíma að
kaupa það og sama
er að segja um blóm-
kálið. Gulrætur,
sem eru fljótsprottn-
ar og auðveldar í ræktun, eru
orðnar að munaðarvöru og paprik-
una lætur fólk sér nægja að horfa
á. Hvernig getur þá kílókrukka af
niðursoðnu, innfluttu rauðkáli
kostað 98 krónur? Mætti ekki
hækka verðið á innfluttum jarðar-
berjum og bláberjum en lækka
verð á grænmeti?
Tískusveiflur í mataræði
Neysla og matarvenjur virðast
háðar tískusveiflum eins og fatn-
aður. Má segja að í þeim efnum sé
pastakynslóðin mest
áberandi um þessar
mundir. Sem betur fer
er pastað ódýrt og seðj-
andi og má matreiða
það á ýmsa vegu, þótt
hvorki sé það ríkt af
efnum né nægilega
treQaríkt fyrir melting-
una. Dregið hefur úr
neyslu á fiski þrátt fyr-
ir að hamrað sé á
þeirri staðreynd að
fiskur er hollur. Ýsan,
sem þótt hefur hvers-
dagsmatur, er orðin
svo dýr að það borgar
sig frekar og er öllu
saðsamara að kaupa
kjöt.
Þú ert það sem þú borðar
Öllum er ljóst mikilvægi þess
fyrir sál og líkama að neyta hollr-
ar fæðu. Engin af ofantöldum
vörutegundum flokkast undir
munaðarvöru heldur eru þetta al-
mennar neysluvörur. Með þeirri
verðlagningu sem í gildi er má
ljóst vera að þeir sem lægst hafa
launin hafa ekki ráð á að kaupa og
neyta þeirra fæðutegunda sem
nauðsynlegar eru til að viðhalda
heilsu og þrótti.
Gunnhildur Hrólfsdóttir
„Margir þurfa að nesta sig og
börn sín og brauðsamlokur eru
hentugar og ágætur matur. Þeir
sem ekki baka brauð sín sjálfir
furða sig á brauðverði. Brauð
sem unnið er í vélum frá A til Ö
kostar á þriðja hundrað krónur
þegar hægt er að fá tvö kíió af
hveiti á 59 krónur. “
Kjallarinn
Gunnhildur
Hrólfsdóttir
rithöfundur
Með og
á móti
Á aðhækka laun þjálfara
Miklar umræður hafa skapast um stöðu
Guðjóns Þórðarsonar landsliðsþjálfara í
kjölfar góðs árangurs A-landsliðsins í
knattspyrnu. Formaður KSÍ hefur lýst því
yfir að ekki só hægt að keppa viö erlend
liö hvað varðar launagreiöslur til Guðjóns.
Landsliðið hefur hins vegar blómstrað
undir hans stjórn og ýmsum finnst réttlæt-
anlegt aö borga sambærileg laun og
tíðkast erlendis til að halda Guöjóni.
Hækka launin
„Ég er meðmæltur því að hækka
laun þjálfara, án þess að ég viti hvað
Guðjón er með í laun. En ég hef ver-
ið í þessu starfi og veit nokkurn veg-
inn hvað er verið að borga. Ég get
tekið undir það
að Guðjón eigi
að fá hækkuð
laun, vegna þess
að hann hefur
náð góðum ár-
angri. Ég skil vel
afstöðu Knatt-
spymusam-
bandsins, að þeir
vilji ekki skrúfa
þetta upp úr öllu
valdi, en ég er þó þeirrar skoðunar
að þeir eigi að ganga eins langt og
þeir mögulega geta til að halda hon-
um. En ef Guðjón er með tilboð er-
lendis frá, þá skil ég vel að Knatt-
spymusambandið geti ekki farið í
samkeppni við félög sem em með at-
vinnulið úti í Evrópu. Það er ékkert
hægt að draga samasem merki á
milli þess að dýrir þjálfarar séu góð-
ir, en Guðjón hefur sannað sig sem
góður þjálfari og á skilið að fá laun-
að samkvæmt því. Hann hefur gefið
í skyn að hann sé ekki ánægður
með launin, en ég held að hann hafi
áhuga á að halda áfram að byggja
landsliðið upp og ef hann og Eggert
setjast niður til að ræða málin, þá
held ég að þeir geti fundið flöt á
þeim. Ég held að það verði niður-
staðan, nema eitthvað sé í pípunum
erlendis. Þá kveður Guðjón á toppn-
um og það hefur einhvern tímann
verið sagt að menn eigi að hætta á
toppnum."
Verðum að haga
okkur í sam-
ræmi við fjáh
hagsgetu
„Á síðustu árum hefur knatt-
spyman víðast hvar í heiminum
vaxið upp úr því að vera iþrótt í
mjög umsvifamikinn skemmtana-
iðnað og viðskipti þar sem bæði
keppendur og þjálfarar eru keyptir
og seldir fyrir stjarnfræðilegar upp-
hæðir og íslendingar hafa nú fundið
smjörþefmn af
þessu, þegar sóst
hefur verið eftir
íslenskum leik-
mönnum, þar
sem þeim eru
boðin laun sem
eru margfalt
hærri en gerast
hér heima. Með
aliri virðingu
fyrir störfum Guðjóns Þórðarsonar
og hans frábæra árangri, þá held ég
að það sé hvorki íslenskum knatt-
spymufélögum né KSÍ að keppa um
starfskrafta hans ef honum standa
til boða sambærileg laun á við það
sem þekkist erlendis. Við héma
heima verðmn einfaldlega að haga
okkur með launagreiðslur og kaup-
verð á leikmönnum í samræmi við
umhverflð og eigin ijárhagsgetu.
Auðvitað er hægt að hækka sig frá
því sem hann hefur i dag, en ef mað-
ur lítur á þau tilboð sem íslenskir
leikmenn fá, þótt við lítum ekki
lengra en til Noregs, þá er það eitt-
hvað sem klúbbamir hér ráða ekk-
ert við. Mér fmnst hér hins vegar að
Guðjón hafi gert íslenskri knatt-
spymu mikið gagn og auðvitað veit
ég að KSÍ gerir mikið til að reyna að
ná í hann. En það em sjálfsagt tak-
mörk fyrir öllu.“
sús
Ellert B. Schram
Logl Ólafsson
knattspyrnuþjálfari