Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 Sport Bland í poka Bjarki Gunnlaugsson fékk ekki að spreyta sig með liði Preston North End í ensku C-deildinni um helgina. Preston sigraði Bristol City, 1-0, og er í 7. sæti deildarinnar með 19 stig. Brentford er í 8. sæti með 17 stig, Stoke í 3. sæti með 20 stig og á toppnum er Bristol Rovers með 23 stig. Bjarnólfur Lárusson lék allan tímann fyrir Walsall sem komst úr botnsætinu í B-deildinni með því að leggja Birmingham að velli, 1-0. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ekki í leikmannahópi Walsall sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Haraldur Þorvarðarson skoraði 7 mörk fyrir CSG Erlangen sem sigraði Saarbrilcken, 28-23, í þýsku B- deildinni i handknattleik um helgina. Fjórir rússneskir knattspyrnu- dómarar, sem reknir voru heim frá Evrópuleik 1 síðasta mánuði sökum ölvunar, fá ekki fleiri verkefni hjá rússneska knattspyrnusambandinu á þessu ári. Á fundi UEFA síðar í þessum mánuði verður mál Rússanna tekið fyrir og er fastlega búist við þvi að þeir verði settir í ævilangt bann. Forráðamenn enska B-deildar liðsins ShetField United gera sér góðar vonir um að fá Georgíu- manninn Georgi Kinkladze til liðs við sig i þessari viku en hann er á mála hjá hollenska stórliðinu Ajax. Kinkladze segist frekar vilja spila í ensku B-deildinni heldur en sitja á bekknum hjá Ajax. Adrian Heath, stjóri Sheffield, hélt til Hollands í gær til samningaviðræöna en talið er að liðið þurfi að greiða 350 milljónir fyrir leikmanninn. Leikmenn júgóslavneska lands- liðsins í knattspyrau voru hylltir við komuna til Belgrad í gær en Júgóslavar tryggöu sér sæti 1 úrslitakeppni EM á kóstnað Króata eftir að þjóðimar skildu jafnar, 2-2, í Zagreb. Þúsundir stuðningsmanna landsliðsins tóku á móti liðinu við komuna og er sannkölluö þjóðhátíð i landinu. „Króatía er í tárum" segir í fyrisögn Glas Javnosti og í íþróttablaðinu Sportski Zumal segir: „Maðurinn er sprengja“ en þar er átt við Sinisa Mihajlovic sem lagði upp bæði mörk Júgóslava í leiknum. „ívar Ingimarsson er ekki á förum til Kalmar. Við höfum ekkert heyrt i forráðamönnum liðsins og fvar ekki heldur. Fréttir þess efnis að hann sé aö fara til félagsins eru orðum auknar og úr lausu lofti gripnar enda myndi sænska félagið aldrei hafa efni á því að kaupa ívar,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við DV í gær. Ægir Gunnarsson og Lárus Jónsson, leikmenn úrvalsdeildarliös Hamars í körfuknattleik, eru meiddir. Lárus verður eflaust til í slaginn á funmtudaginn en Ægir gæti verið frá næstu tvo leiki. Lárus meiddist á æfingu fyrir leik Hamars og Tindastóls. En Ægir meiddist í fyrri leik liðanna í Hveragerði. Rodney Dean, leikmaður Hamars, var rekinn út úr húsi í Leik Tindastóls og Hamars í seinni leik eggjabikarins á sunnudaginn. Tindastólsmenn brutu Rodney niður og varð Rodney né leikmönnum Hamars ekki skemmt. Rodney ýtti því við einum leikmanni Tindastóls í öllum látunum og því fór sem fór. En leikmenn Tindastóls geta ekki fengið hrós fyrir góða hegðun eftir orðin sem voru látin falla. Ekki er víst hvort hann tekur út leikbannið á fimmtudaginn á móti Tindastóli eða í næstu viku á móti ÍA. -GH/-SK/-KB Körfubolta- pakki í boði Reykjanesbær spilar þessa dag- anna í Evrópukeppni félagsliða, Korac-bikarnum og fram undan eru þrír heimaleikir gegn sterku fmnsku, frönsku og svissnesku liði. Nú er hægt að kaupa miða á alla leikina þrjá á sérstöku tilboðsverði. Þá kostar 3000 krónur fyrir fullorðna á alla þessa stórleiki í stað 3600 og 900 krónur fyrir börn í stað 1200. Nálgast má þessa tilboðspakka á bensínstöðvum í bænum. -ÓÓJ 25 Sport Anna María Sveinsdóttir hjá Keflavík sú fyrsta yfir: - stigin í efstu deild kvenna í körfubolta Anna María Sveinsdóttir náði merkum áfanga um helg- ina í 1. deild kvenna í körfubolta. Þegar hún skoraði sitt | áttunda stig í seinni leiknum gegn KFÍ á laugardag varð hún fyrsta íslenska körfuknattleikskonan til að skora yfir 4000 stig í efstu deild. Anna Maria hefur nú skorað 4006 stig í 235 leikjum í efstu deild eða 17,0 að meðaltali. Þess má geta að hún er einnig sú sem hefur skorað ílest stig í bikarúrslitaleik kvenna, úrslitakeppni kvenna og meistarakeppni kvenna og styttist óðum í að hún nái sinni heildar- stigatölu yfir 5000 stiga múrinn. Anna María hefur sex sinnum náð að verða stigahæst í deild- inni, þar af fimm ár í röð, 1988 til 1992. Anna María hefur mest skorað 35 stig í einum leik en þejm árangri náði hún gegn ÍR 8. nóvemeber 1997. Alls hefur Anna María náð að skora yfir 30 stig í níu leikjum þar af í þremur af þeim í Grindavík. árangur. Anna María hefur unnið 17 stóra titla á ferlinum með Keflavík, átta íslandsmeistaratitla og níu bikarmeistaratitla. Aðeins KR-systurnar Linda og Ema Jónsdætur hafa unnið fleiri stóra titla á ferlinum en Stig gegn félögum KR 41 leikur, 590 stig, 14,4 að meðaltali Grindavtk 41 leikur, 696 stig, 17,0 ÍR 39 leikir, 744 stig, 19,1 ÍS 39 leikir, 608 stig, 15,6 Njarðvík 26 leikir, 429 stig, 16,5 Haukar 20 leikir, 365 stig, 18,3 Tindastóll 9 leikir, 185 stig, 20,6 Valur 8 leikir, 160 stig, 20,0 Breiðablik 8 leikir, 163 stig, 20,4 lA 2 leikir, 38 stig, 19,0 KFÍ 2 leikir, 28 stig, 14,0 Styttist í 200. sigurinn Anna María hefur verið í sigurliði í 198 af sínum 235 leikjum í efstu deild og vantar því nú aðeins tvo sigra upp á að hafa unnið 200 deildarleiki með Keflavíkliðinu á ferlinum. Samtals gerir þetta 84% sigurhlutfall í leikjum hennar í efstu deild sem er frábær Anna María Sveinsdóttir fagnar hér að neðan fyrsta íslandsmeistaratitli Keflavfkur í kvennakörfubolta 1988. Með henni á myndinni er Krístín Blöndal en þær eru þær einu sem eru enn í fullu fjöri í Keflavíkurliðinu í dag úr því liðl sem vann fyrir tíu árum. þær unnu 18 árin 1973 til 1987, þar af 11 íslandsmeistaratitla. Alls hefur Keflavík leikið 249 leiki í efstu deild í íslenskri kvennakörfu og unnið 210 af þeim, þannig að Anna María hefur aðeins misst af 14 leikj- um og 12 sigrum Keflavíkur frá upphafi í efstu deild. Stórleikur í Keflavík á fimmtudag Það stefnir í harða baráttu milli þrefaldra meistara síð- ustu tveggja ára, Keflavíkur og KR, í kvennakörfunni í vetur. Liðin mætast í fyrsta sinn í deildinni í vetur á flmmtudag i Keflavík. Þá skýrist hver staða þeirra er innbyrðis en þónokkrar manna- breytingar hafa orðið á liðunum og þau bæði fengið fleiri en eina landsliðskonu í sínar raðir. -ÓÓJ Ferill Onnu Maríu - hjá Keflavlk i efstu deild: 1985- 86 10 leikir, 89 stig 1986- 87 18 leikir, 251 stig 1987- 88 18 leikir, 315 stig 1988- 89 17 léikir, 277 stig 1988-90 18 leikir, 399 stig 1990- 91 13 leikir, 312 stig 1991- 92 20 leikir, 364 stig 1992- 93 7 leikir, 99 stig 1993- 94 17 leikir, 278 stig 1994- 95 23 leikir, 429 stig 1995- 96 17 leikir, 343 stig 1996- 97 18 leikir, 305 stig 1997- 98 16 leikir, 242 stig 1998- 99 20 leikir, 255 Stig 1999- 2000 3 leikir, 48 stig Samtals: 235 leikir, 4006 stig Anna María dáist að áttunda Islandsmeistarabikarnum sfnum á ellefu árum og þeim síðasta eftir sigur á KR í Hagaskóla 1998. Alls hefur Anna María unnið 17 stóra titla með Keflavík og líkt og tíu árum áður er Kristín Blöndal Önnu Maríu á vinstri hönd. HM í fimleikum: Rúnar á ÓL í Sydney Rúnar Alexandersson, fim- leikamaður úr Gerplu, vann sér keppnisrétt í fjölþraut fyrir Ólympíuleikana í Sydney á næsta ári á heimsmeistaramót- inu í fimleikum sem haldið er þessa dagana í Kína. Rúnar varð i 46. sæti í fjöl- þrautinni og hlaut samtals 53,712 í einkunn, i keppninni í Kína í gær. Árangur í einstökum greinum varð að á bogahesti fékk hann 9,587, í hringjum 7,925, í stökki 8,850, á tvíslá 9,375, á svifrá 9,325 og í æfingum á gólfi 8,650. -mm- / ittitrt 4006 stig á 14 árum Raff Schumacher boðinn 2,1 milljarður Kappaksturshetjan Ralf Schumacher, litli bróðir Michaels Schumachers, hefur fengið til- boð frá Williams um framlengingu á samningi sínum við liðið til ársins 2003.1 ljósi árangurs þessa unga ökumanns, sem er nú með 33 stig og er fimmti f stigakeppninní til heims- meistaratitils, eru Williams-menn til- búnir að greiða meira en nokkurn ííma áður fyrir ökumann. Tilboðið hljóðar upp á 2,1 milljarð króna fyrir þriggja ára samning og verður Ralf, sem er aðeins 24 ára, einn af hæst launuðu ökumönnunum í Formúlu 1. Damon Hill fór á svipaða upphæð eftir að hann varð heimsmeistari árið 1996 en var þess í stað rekinn frá Williams. Willi Weber, umboðsmaður Schumacher-bræðra, segir að Jaguar (Ford) hafi boðið honum 1,8 milljarða fyrir sama samningstíma og heföu þeir því getað pressað á Williams sem er mjög ánægt með frammistöðu Ralf Schumachers. -ÓSG Þórsarar senda Williams heim - nýr maður fenginn fyrir föstudag Nú er ljóst að körfuknattleikslið Þórs- ara mun senda frá sér Jason Williams sem kom til þeirra í byrjun september. Jason hefur verið meiddur í ökkla síðan hann kom og fannst Þórsurum hann ekki standa sig nógu vel í leikjunum sem búnir eru. Enn er ekki ljóst hver mun koma í staðinn en Þórsarar segjast ætla að tefla fram nýjum manni á fóstudagskvöldið þegar þeir mæta Skallagrími í Höllinni á Akur- eyri. -JJ Stórleikur hjá Herbert Herbert Amarsson átti stórleik með Donar Groningen í hollensku A-deildinni í körfuknattleik á sunnudag. Herbert skoraði 28 stig og var stigahæstur leikmanna Donar sem sigraði Drenthe, 83-58, en þetta var fysti sigur Donar í fyrstu fimm umferðunum í deildinni. Herbert lék í 36 mínútur, skoraði 28 stig, tók 8 fráköst og „stal“ 8 boltum. Herbert hitti úr 5 af 10 2ja siga skotum og skoraði 6 3ja stiga körfur úr 11 tilraunum. -GH Sigurbjörn Hreiðarsson á leið utan: Tilboö væntanlegt Valsmenn eiga von á tilboði í Sigur- bjöm Hreiðarsson á næstu dögum en leikmaðurinn kom heim um helgina eft- ir dvöl hjá sænska A-deildar liðinu Trelleborg. Sigurbjörn lék einn leik með liðinu og vom forráðamenn Trelleborg ánægðir með frammistöðu hans. Sigur- björn á eitt ár eftir af samningi sínum við Hlíðarendaliðið svo það sænska fær hann ekki frítt. -GH Hermann Hreiðarsson varð í gær dýrasti íslenski knattspyrnumaðurinn: verkefni að vera kominn á ný í efstu deild í Englandi Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson er genginn til liðs við enska A-deildar liðið Wimbledon. Hann skrifaði undir samning hjá Wimbledon í gær en félagið greiðir Brentford rúmar 290 mUljónir króna fyrir Hermann sem gerir hann að dýrasta leikmanni íslands. Ekki er hægt að segja annað en að Brentford hafi hagnast vel á sölunni en liðið keypti hann frá Crystal Palace fyrir tæpum tveimur árum fyrir 90 milljónir króna. Wimbledon hafði betur í baráttunni við annað Lundúnalið en Tottenham haföi einnig augastað á Hermanni. Wimbledon bauð fyrir nokkru síðan 120 milljónir króna í Hermann en því boði hafnaði Ron Noades, stjómarformaður Brentford, og sagði það hlægilegt. Hann bað menn að bíða eftir landsleiknum gegn Frökkum þar sem hann vildi sýna fram á hversu sterkur leikmaður Hermann væri. Og Hermann brást ekki trausti Noads. Hann átti frábæran leik gegn heimsmeisturunum og það kom ekki á óvart að Wimbledon hækkaði boðið. Samningamálin gengu vel „Þegar ég kom frá landsleiknum við Frakka var það fyrsta sem ég frétti að Brentford og Wimbledon væru búin að komast að samkomulagi um söluna á mér. Ég átti því eftir að semja sjálfur við Wimbledon og þaö gekk allt saman mjög vel. Það er virkilega gaman að vera kom- inn aftur í efstu deild í ensku knattspyrn- unni og í raun mjög spennandi. Ég er mjög ánægður með samninginn sem ég gerði en hann er til tæpra flmm ára. Það er mikill kostur að ég þarf ekki að flytja þvi Brentford er ekki langt frá Wimbledon-svæðinu," sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við DV rétt eftir undirritun samningsins við Wimbledon í sídegis i gær. Ekki unnið í níu leikjum Staða Wimbledon I A-deild- inni í dag er ekki góð en lið- ið er í 17. sæti af 20 liðum með átta stig. Liðið hefur ekki unnið sigur í níu leikj- um í röð. Á laugardaginn kemur leikur liðið á heima- velli gegn Bradford og verður að telja líklegt að það verði fyrsti leikur Hermanns með sínu nýja félagi. Eitt af mark- miðum Wimbledon með kaupunum á Hermanni er vafalaust að styrkja vörn liðsins sem hefur ekki verið sannfærandi. I síðasta deildarleik fékk liðið á sig fimm mörk og hef- ur fengið á sig næstflest mörk liða. Þessi fimm mörk fékk liðið á sig gegn Sheffleld Wednesday sem hefur fengið flest mörk á sig í deildinni. Hermann Hreiðarsson hef- ur þónokkra reynslu af að leika í A - efstu deild en hann lék 30 leiki með Crystal Palace áður en hann gekk í raðir Brentford á símum tíma. „Það eru sterkir menn á bak við Wimbledon en í við- ræðum við þá kom fram að að þeir leggja áherslu á að allir standi saman og leiki með hjartanu. Það er mikill metnaður innan félagsins að komast upp töfluna og það vonandi gengur eftir. Það eru nokkr- ir hörkuspilarar hjá Wimbledon og það verður mjög spennandi fyrir mig að takast á við þetta nýja verkefni og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Hermann í samtalinu við DV. Gamlir Manchester United-menn, frá fyrstu dögum Alex Ferguson sem framkvæmdastjóra félagsins, sneru aftur á Old Trafford í góðgerðarleik til heiðurs Sir Alex í gær. Þar mættust Manchester United og Heimsúrvalið en fyrir síðustu mínútur leiksins komu kappar eins og Steve Bruce, Eric Cantona og Mark Hughes inn á og kláruðu leikinn sem Heimsúrvalið vann, 4-2. Reuter Keflvíkingurinn Anna María Sveinsdóttir, hér að ofan, hefur nú skorað 4006 stig í 235 leikjum sínum í efstu deild í kvennakörfu eða frá því að hún lék sinn fyrsta leik gegn KR 6. október 1985, fyrir rúmum 14 árum. Anna María náði þessum árangri gegn KFÍ á ísafirði um helgina en KFI var einmitt ellefta félagið sem hún nær að skora stig gegn í deildinni. Flest stig hefur Anna María gert gegn ÍR eða 744. Víöavangshlaup Islands: Sveinn og Marta - öruggir sigurvegarar um helgina Sveinn Margeirsson úr Tinda- stóli og Martha Ernstsdóttir, ÍR, sigruðu í karla- og kvenna- flokki í Víðavangshlaupi ís- lands sem fram fór um helgina. Karlarnir hlupu 8 kílómetra og kom Sveinn í mark á 27,09 mínútum. Daníel Smári Guðmundsson, ÍR, varð annar á 28,34 mínútum og Arnaldur Gylfason, ÍR, varð þriðji á 30,46 mínút- um. Konurnar hlupu 3 kíló- metra. Sigurtími Mört- hu var 12,23 mínútur. Bryndís systir hennar kom önnur í mark á 13,34 mínút- um og í þriðja sæti hafnaði Gígja Gunnlaugsdóttir, ÍR, á 15,27 mín- útum. í öldungaflokki varð Guðmann Elísson, ÍR, hlutskarpastur á 30,49 mínútum. Ingvar Garðarsson, HSK, varð annar á 33,49 minútum og Vöggur Magnússon, ÍR, varð þriðji á 37,24 minútum. í sveitakeppni karla sigraði A- sveit ÍR-inga en hana skipuðu Daníel Smári Guðmundsson, Am- aldur Gylfason, Guðmann Elísson og Pálmar Steinar Guðmundsson. -GH Rodney Dean hefur leikið vel með Hamar það sem af er en hann verður í banni á fimmtudag. Dean i bann DV, Hveragerði: Nýliðarnir Hamars úr Hveragerði í úrvalsdeildinni í körfu verða án tveggja lykil- manna gegn Tindastóli á fimmtudagskvöldið kem- ur. Hamarsmenn hafa byrjað vel í vetur og unnið tvo fyrstu leikina. Tindastólsmenn slógu þá aftur á móti Hamarsliðið út úr Eggjabikarnum um helgina meo tveimur sigrum og leikurinn verður þeim því erfiður. Ægir Gunnarsson og Lárus Jóns- son eru meiddir. Menn eru að gera sér vonir um að Lárus verði til í slaginn á fimmtudagskvöldið en Ægir gæti verið frá næstu tvo leiki. Lárus meiddist á æfingu fyrir leik Hamars og Tindastóls í Eggjabikarnum á sunnudag en Ægir meiddist í fyrri viðureign liðanna í sömu keppni í Hveragerði. Rodney Dean var síðan rekinn út úr húsi i leiknum gegn Tindastóli fyrir norðan, verð- ur i leikbanni vegna atviksins. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.