Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 29
X>"V ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 37 Listsýningin Myrkurbil: Skyggnst í ómælisdjúp himingeimsins Hjörtur Marteinsson listmálari heldur nú þriðju einkasýningu sína á lágmyndum og þrívíðum verkum í nýjum sýningarsal, Listasalnum Man, að Skólavörðu- stíg 14 í Reykjavík. Sýningin bar yfirskriftina Myrkurbil. í henni kallast Hjörtur á við fomar og nýjar hugmyndir heimsfræðinga um eðli og gerð alheimsins. Aflvaki flestra verkanna teng- ist undrun og gleði þess sem rýn- ir út í víðáttur alheimsins í þeim tilgangi að rekja sig eftir þeim þráðum sem þar leynast um gerð þessa heims og uppgötvar um leið að hugtök eins og svarthol, þyngdarafl eða miklihvellur segja okkur í raun næsta lítið um það Sýningar ómælisdjúp tilverunnar sem er utan við og handan hinnar skynj- uðu eða mælanlegu reynslu. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 17. október. Listsalurinn Man er opinn á virkum dögum milli 10 og 18 og um helgar mifli 14 og 18 en þá er gengið inn frá Skólavörðustíg. Ingibjörg Böðvarsdóttir: Yfirlitssýning á æskuverkum Gallarí Geysir í Hinu húsinu er nú með sýningu á yflrlitsverkum Ingibjargar Böðvardóttur. Verkin eru æskuverk hennar og voru öll unnin á bama- og unglinganám- skeiðum Myndlista- og handíða- skólans og Myndlistaskóla Reykjavíkur á árunum 1983-1993. Ingibjörg lauk stúdentsprófl frá Verslunarskóla íslands árið 1997. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1997-1999 og er nú nemandi í Listaháskóla íslands. Sýning hennar í Gallerí Geysi í Hinu húsinu stendur yfir tfl 24. október. Opið er milli 9 og 17 virka daga í Gallerí Geysi og milli 14 og 18 um helgar. Níels Hafstein með sýningu: Textaverk í Ganginum Myndlistarmaðurinn Níels Haf- stein opnaði um helgina sýningu á textaverkum sínum í Gangin- um, Rekagranda 8. Textaverkin á sýningunni lýsa upphafningu, leiðslu og rómantík og eiga sér tilvisun í myndræna texta allt frá 1971 sem Níels útbjó og kynnti í fyrstu bókmenntaverkum sínum. Níels hefur löngum starfað við söfn og stofnaði á sínum tíma Ný- listasafnið ásamt fleiri. Hann er jafnframt forstöðumaður safna- safnsins á Svalbarðsströnd en það er eina safn alþýðulistar á ís- landi. Níels hefur lengstum siglt sinn sjó í listinni, hvernig svo sem tiskuvindar hafa blásið. Segja má að hér hafl hlaðist orð- vörður á liggjandanum fyrir og eftir straum. Sýningunni lýkur 10. nóvember. Kjarvalsstaðir sýna sjaldséð listaverk: Myndverk Hafsteins Austmanns Kjarvalsstaðir eru nú með sýningu á verkum Hafsteins Austmanns í aust- ursal sinum. Sýningin nefnist Mynd- verk en listaverkin á sýningunni eru frá sl. 15 árum. Lítið hefur farið fyrir Hafsteini sem listamanni í mörg ár og hefur hann aðallega unnið í kyrrþey. Hann hefur að mestu leyti fengist við abstraktmálverk en einnig aðeins við skúlptúra eins og útisýning hans í Öskjuhlíðinni bar með sér. Hafsteinn hefur sterk höfundarein- kenni í list sinni og hefur staðið af sér flesta tískustrauma. Flest verkin hafa Skemmtanir hyrnda fleti í bakgrunni og dökkar linur ramma þá inn en vissulega eru undantekningar frá þessari reglu og innan rammans rúmast mörg til- brigði. í list Hafsteins Austmanns er litur, form, lína og flötur, það sem öllu skiptir og þó hugmyndafræðin liggi ekki endilega á yfirborðinu finnur áhorfandinn greinilega fyrir henni. Sýningin á verkum Hafsteins á Kjarvalsstöðum stendur til 24. október nk. Opið er á staðnum alla daga milli 10 og 18. Leiðsögn um Kjarvalsstaði er í boði kl. 16 á sunnudögum. Allir eru velkomnir. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö -1 Bergstaöir hálfskýjaö -4 Egilsstaóir -1 Kirkjubœjarkl. rigning 3 Keflavíkurflv. rigning 5 Raufarhöfn skýjað 1 Reykjavík rigning 3 Stórhöföi rigning 5 Bergen skúr 8 Helsinki skýjaó 6 Kaupmhöfn léttskýjaö 9 Ósló skýjaö 4 Stokkhólmur 7 Þórshöfn skýjaö 7 Þrándheimur skúr á síö. kls. 4 Algarve skýjað 18 Amsterdam léttskýjað 11 Barcelona þokumóóa 18 Berlín léttskýjaö 8 Chicago léttskýjaó 9 Dublin heiöskírt 5 Halifax heiöskírt 8 Frankfurt rigning og súld 11 Hamborg léttskýjaó 8 Jan Mayen hálfskýjaö 2 London léttskýjaö 5 Lúxemborg þokumóða 10 Mallorca skýjaö 18 Montreal léttskýjaö 6 Narssarssuaq skýjaö 0 New York heiöskírt 14 Orlando skýjaó 23 Paris léttskýjaö 9 Róm þokumóöa 12 Vín skýjaó 14 Washington heióskírt 7 Winnipeg 6 Krossgátan 1 2 3 4 5 S 7 8 9 10 11 U 13 u ,5~ 16 18 19 M 21 22 Veðrið í dag Hlýnandi veður Austan og suðaustan 10-15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, en hægari sunnanátt og skúrir er kem- ur fram á daginn. Suðaustan 8-10 m/s og slydda norðaustantfl nálægt hádegi, en rigning eða skúrir síð- degis. Hlýnandi veður. Höfuðborg- arsvæðið: Austan go suðaustan 8-13 m/s og rigning fram eftir morgni, en síðan sunna 5-10 og skúrir. Hiti 3 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.20 Sólarupprás á morgun: 08.10 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.04 Árdegisflóð á morgun: 08.22 Dóttir hers- höfðingjans Háskólabíó sýnir um þessar mundir Dóttur hershöfðingjans (General’s Daughter), nýja spennu- mynd sem gerist að mestu leyti inn- an herstöðvar þar sem önnur lög- mál gilda en fyrir utan girðinguna. John Travolta leikur foringja í lög- regluliði hersins, Paul Brenner, sem fenginn er til að rannsaka morðmál en dóttir hershöfðingja eins, sem sjálf var yfirmaður í hemum, hefur verið myrt. Þótt Brenner hafi völd til að handtaka hvern sem er inn- an herstöðvarinnar, allt frá hershöfðingj- ///////// Kvikmyndir um niður í óbreytta, rekur hann sig fljótt á vegg þegar hann fer að yfirheyra fóður stúlkunnar, Campbefl hershöfðingja (James Cromwell). Hann er þekktur fyrir heiðarleika og hörku og er einn virtasti hershöfðingi í Banda- ríkjaher. Hann er ennfremur í slagnum um varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Þar sem hershöfð- inginn og hans nánustu óttast það versta í rannsókn Brenners eru honum fengnir tveir aðstoðarmenn, Sarah Sunhill (Madeline Stowe) og Kent höfuðsmaður (Timothy Hurtton). Saman rannsaka þau lifs- hlaup fórnarlambsins og komast að ýmsu sem ekki þolir dagsins ljós innan veggja herbúðanna. John Travolta leikur eitt aðalhlut- verkið í Dóttur hershöfðlngjans. Færð víðast hvar góð Þjóðvegir eru yfirleitt í góðu ásigkomulagi, þó má búast við hálku í morgunsárið. Viða era vega- vinnuflokkar að störfum. Þar sem lokið hefur verið við að setja á nýtt slitlag myndast yfirleitt steinkast og eru þær leiðir sérstaklega merktar. Færð á há- lendisvegum hefur spillst að einhveiju leyti og era flestar leiðir aðeins færar fjallabílum og einstaka Færð á vegum leiðir orðnar ófærar, þó eru leiðir opnar öllum bíl- um, má þar nefna leiðina í Landmannalaugar, Djúpavatnsleið og Uxahryggi. Arnarvatnsheiði er ófær og einnig Loðmundarfjörður. Þungfært er á Axarfjarðarheiði og Hellisheiði-eystri. Ástand vega ^ Skafrenningur 0 Steinkast 0 Hálka CC ófært 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir H1 Þungfært © Fært fiallabflum Baldur Ingi Litli drengurinn á myndinni heitir Baldur Ingi. Hann fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. janúar sl. kl. 17.37. Við fæðingu var Barn dagsins hann 4405 g og 53 sm að lengd. Systur hans, sem eru með honum á mynd- inni, heita Berglind Sif, 8 ára, og Helga Kristín, 4 ára. Foreldrar þeirra heita Jón Aðalbjörn Inga- son og Jóhanna María Baldursdóttir. Lárétt: 1 tíðindi, 6 skoða, 8 smáar, 9 fæða, 10 álfa, 11 makaði, 13 rösk, 15 þegar, 16 venslamaður, 18 gljúfur, 19 mikil, 21 spjót, 22 ólmi. Lóðrétt: 1 falskur, 2 skrifari, 3 borða, 4 kátur, 5 glöggi, 6 glens, 7 spil, 12 skaði, 14 fljótið, 15 brún, 17 aðstoð, 20 kyrrð. Lausn á slðustu krossgátu: Lárétt: 1 ábata, 6 sa, 8 sýn, 9 ranu, 10 Jóna, 12 með, 13 ár, 14 efli, 16 fax, 17 roði, 18 aría, 19 fas, 20 trassa. Lóðrétt: 1 ásjá, 2 bý, 3 annexía, 4 ,- traf, 5 aum, 6 sneiða, 7 auðnist, 11 órar, 15 lofs, 16 fat, 17 ras. Gengið Almennt gengi LÍ. kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Toilqenqi Oollar 70,850 71,210 72,410 Pund 117,140 117,730 119,320 Kan. dollar 48,070 48,370 49,450 Dönsk kr. 10,1630 10,2190 10,2100 Norsk kr 9,0900 9,1400 9,2890 Sænsk kr. 8,7020 8,7500 8,7990 Fi. mark 12,7003 12,7766 12,7663 Fra. franki 11,5118 11,5810 11,5716 Belg.franki 1,8719 1,8832 1,8816 Sviss. franki 47,3800 47,6400 47,3400 Holl. gyllini 34,2662 34,4721 34,4441 Þýskt mark 38,6091 38,8411 38,8096 it. Ilra 0,039000 0,039230 0,039200 Aust. sch. 5,4877 5,5207 5,5163 Port. escudo 0,3767 0,3789 0,3786 Spá. peseti 0,4538 0,4566 0,4562 Jap. yen 0,667000 0,671000 0,681600 írskt pund 95,881 96,457 96,379 SDR 98,230000 98,820000 99,940000 ECU 75,5100 75,9700 75,9000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.