Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 33 Myndasögur | Það eru til strigaskór \ Jál Og ég er einmitt fyrir hvert tækifæri \ með rétta parið handa nú á döguml •i-H <5 / [JJL aö skoða og spá I hlutin; UJ ^ n 'A ij7 \ Ó-\ HBtonnis -göngur fjallgc n 'pi^Al.'hlaup • l stökk_ boltr jTÍu Jtt- HANN SAeei A£> ÉG VÆRI SA EINI SEM VÆRI HÆFUR Í VERKEFNIP. Fréttir Fljótabáturinn á Lagarfljóti nýtur strax mikifla vinsælda og er næsta sumar nú undirbúið með markaðssókn. Lagarfljótsormurinn vinsæll: „Eins og sigl- ing á Rín...“ - sagöi einn af 8 þúsund farþegum „Já, við erum bara kátir með reksturinn í sumar. Við fengum 8000 farþega á einum og hálfum mánuði sem er meira en við þorð- um að reikna með því við gátum ekki markaðssett okkur erlendis þar sem við byrjuðum svo seint,“ sagði Bjarni Björgvinsson lögfræð- ingur, formaður stjórnar Lagar- fljótsormsins hf., þegar hann var spurður um gengi starfseminnar í sumar. Ferjan fór þrjár ferðir á dag frá 17. júni til 5. september, en þá var áætlunarferðum hætt. Hins vegar hctfa verið famar margar ferðir með hópa og nú síðast var óvissuferð með þátttakendur á ferðamálaráð- stefhunni sem haldin var á Egils- stöðum um síðustu helgi. Bjami sagði að þessar hópferðir gerðu mikla lukku og það væri ekk- ert því til fyrirstöðu að taka með sér músík og dansa á efra þilfari. Reyndar var yfirleitt lifandi músík á kvöldferðum í sumar. „Mér finnst endilega að hér þurfi ég að tala þýsku, þetta er eins og sigling á Rín,“ sagði einn farþegi, siglandi í sól og blíðu á spegilsléttu Lagar- fljóti. Nú er í gangi markaössetning fyrir næsta sumar. Þeir kynntu ferðimar á ferðamálakaupstefnunni Vest-Norden í Færeyjum og eru auðvitað í sambandi við ferðaskrif- stofur, einkum í Evrópu, og þaðan hafa þegar borist fyrirspurnir. Bjarni sagði að næsta sumar myndi verða lögð meiri áhersla á betri leið- sögn á erlendum málum, einkum þegar kæmu erlendir hópar. Fréttaritari DV getur borið vitni um að sigling með Lagarfljótsormin- um verður vanabindandi, eftir að hafa farið fimm sinnum, ýmist í logni eða kviku, sól eða regni og þoku - tvisvar með farþega frá Kanada sem voru yfir sig hrifnir. Það sama hafa margir gert og það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar þeir eiga von á gestum - að fara með þá í siglingu. -SB Brio Alumina- kerruvagn 2000-árgerð Úrvalið er hjá okkur. ■6JL*aJaA dJLXajvi INNKA UP.A STOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F ríklrkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is TIL SOLU F.h. íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í notaða skíðalyftu. Lyftan er toglyfta af Poma-gerð og framleidd í Frakklandi árið 1979. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjaltason í síma 561 8400. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 15. október 1999. Ath. að þessi auglýsing kemur í stað þeirrar sem, vegna mistaka, var birt um helgina. ÍTR 102/9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.