Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Síða 13
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999
13
DV
Fréttir
Lýst eftir
munum fyrir
Geysisstofu
„Við auglýsum eftir gömlum
myndum, upptökum, greinum,
bréfum, sögum eða öðru er teng-
ist Geysi í Haukadal, svæðinu í
kring og gestakomum fyrr og nú,
eins og komum erlendra þjóðhöfð-
ingja,“ segir Már Sigurðsson á
Hótel Geysi en miklar fram-
kvæmdir standa nú yfír á Geysis-
svæðinu við uppbyggingu á
menningar- og þjónustumiðstöð.
„Hugmyndin er að koma á fót
veglegri miðstöð þannig að gestir
fái glögga mynd af hverasvæðinu
og náttúrunni hér. Öllum munum
verður aö sjálfsögðu skilað nema
að fólk vilji að þeir verði geymdir
í miðstöðinni." -hdm
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa kærir til Samkeppnisstofnunar:
Mismunun og óeðli-
legir viðskiptahættir
Bandalag sjálfstæðra leik-
húsa hefur sent Samkeppnis-
stofnun erindi vegna þess að
talsmenn þeirra telja að leikfé-
lögum á íslandi. sé mismunað
og að óeölilegir viðskiptahætt-
ir eigi sér stað á íslenskum
leikhúsmarkaði. Vilja þeir fá
úr því skorið hvort Leikfélag
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið
hafi brotið samkeppnislög með
því að nýta opinbera styrki til
undirboða á leikhúsmiðum og
útleigu á húsnæði sínu. Enn
fremur vOja þeir fá svör við
því hvort íslenska rikið og
Reykjavíkurborg mismuni
leikfélögum og hvemig megi
þá leiðrétta það.
Samkeppni meðal leikhúsa
hefur farið ört vaxandi síðustu
ár. En aðstaða íslenskra leik-
húsa er með ólíkum hætti. í
þvi sambandi nefnir Þórarinn
Eyfjörð, formaður Bandalags
sjálfstæðra leikhús, að Þjóð-
leikhúsið og Leikfélag Reykja-
víkur fái styrk frá hinu opin-
bera sem nemur hundruðum
milljóna en styrkur til sjálf-
Frá blaðamannafundi í Kaffileikhúsinu í gærdag sem Bandalag sjálfstæðra leikhúsa
stóð fyrir. Þórarinn Eyfjörð kynnti stöðu sjálfstæðu leikhúsanna á íslenskum mark-
aði en í framhaldi var haldið til Samkeppnisstofnunar og lagt fram erindi um hvort
óeðlilegir viðskiptahættir eigi sér stað á leikhúsmarkaðnum. DV-mynd Einar Ól.
stætt rekinna leikhúsa skiptir tug-
um milljóna.
Borgum með okkur
Innan Bandalags sjálfstæðra leik-
húsa eru um 30 starfandi leikhús eða
leikhópar. Hafa þau verið starfrækt
um alllangt skeið en bylting hefur
verið gerð á starfi þeirra síðustu ár.
Frumsýningum hefur ijölgað úr 8-10
á ári í 32 frumsýningar árlega sl. þrjú
ár. Þá hafa leikfélögin verið ötul að
fLytja sýningar út á landsbyggðina og
út fyrir landsteinana.
„Við höfum ekki átt í neina sjóði
að sækja og erum oft að borga með
sjálfum okkur,“ sagði Þórarinn.
„Miðaverð á leiksýningar hérlend-
is hefur verið með því lægsta sem
þekkist hjá nágrannalöndum okkar og
fer enn lækkandi. Við viljum lágt
miðaverð til að sem flestir geti sótt
leikhús en þar sem við höfum fengið
takmarkaða styrki getum við ekki
niðurgreitt miðana eins og önnur leik-
hús. Það er ekki hægt að bregðast við
þessu nema láta Samkeppnisstofnun
skoða þessi mál og fá úrskurð um
hvort verið sé að brjóta samkeppnis-
lög,“ sagði Þórarinn. -hól
Sigfús A. Schopka fiskifræðingur.
Talsvert rek á þorskseiðum til Grænlands:
Getur skilað sér í góð-
um afla eftir 6-7 ár
- segir Sigfús A. Schopka fiskifræðingur
DV, Akureyri:
„Þessar mælingar komu fram í
leiðangri Þjóðverja við Grænland í
haust en niðurstöður þeirra mælinga
hafa ekki enn borist okkur. Þetta er
samt sem áður spennandi mál og
gæti haft áhrif á þorskgengd hér við
land eftir 6-7 ár,“ segir Sigfús A.
Schopka, fiskifræðingur hjá Hafrann-
sóknarstofnun, um að þýskur rann-
sóknarleiðangur hafi mælt talsvert
magn þorskseiða við Grænland sem
munu vera komin af miðunum við ís-
land.
„Þetta er þekkt, að seiðarek hafi
verið héðan til Grænlands, og þegar
sá fiskur hefur orðið kynþroska hef-
ur hann leitað aftur hingað til hrygn-
ingar. Þegar um stóra árganga hefúr
verið að ræða við Grænland, sem eru
komnir úr seiðareki við ísland, hafa
þeir í talsverðum mæli skilað sér
hingað til lands og verið búbót í ver-
tíðaraflanum. Þess eru fjölmörg
dæmi, t.d. vissum við að 1945 voru að
vaxa upp seiði við Grænland sem ör-
ugglega voru komin úr klakinu hér
við land. Þegar þessi seiði voru 8 ára
árið 1953 gengu þau hingað inn á
miðin og voru hér í veiðinni 1954 og
1956 í talsverðum mæli. Þá veiddust
550 þúsund tonn á íslandsmiðum og
hluti þess var úr þessari göngu,“ seg-
ir Sigfús Schopka.
Talið er að þetta seiðarek frá ís-
landsmiðum að Grænlandi hafi átt
sér stað tvö sl. haust og að seiðin hafi
nú betri lífsmöguleika þar en oft
áður, m.a. vegna þess að sjór sé
hlýrri en verið hafi um tíma. Þessi
seiði gætu svo skilað sér til baka að
6-7 árum liðnum og þýtt stærri
hrygningarstofn og stærri veiðistofn
einnig. „Það tekur um 6-8 ár að þessi
seiði skili sér, það segir reynslan
okkur. En fari saman núna góð skil-
yrði við Grænland og stjórn á veið-
um þá má reikna með að þetta eigi
eftir að skila sér vel til baka,“ segir
Sigfús.
Hann segir að klakið við Island í
ár hafi verið mjög gott en hversu
mikið magn hafi farið til Grænlands
liggi ekki fyrir. „Það verða ávallt
mikil affóll af þessum seiðum og
margt sem kemur til, s.s. sjálfrán.
Hins vegar eru ekki miklar líkur á
því við Grænland núna vegna þess að
þar er svo til enginn þorskur fyrir.
Það er þvi hugsanlegt, ef ekkert ann-
að kemur upp á og lífsskilyrði seið-
anna að öðru leyti verða góð, að seið-
in ættu að hafa þetta af þangað til
þau komast aftur hingað á miðin,"
segir Sigfús. -gk
Aflmeiri vélar í Sultartanga en búist var viö:
Aukabónus
í raforku
- Þjórsá nægir ekki til aö keyra þær á fullu
Önnur hinna nýju véla Sultar-
tangavirkjunar hefur gefið meiri
orku en gert var ráð fyrir í upp-
hafi. Um er að ræða tvær vélar
sem áttu að vera 60 megavatta.
Önnur þeirra var tekin í notkun í
fyrradag samkvæmt áætlun. Að
sögn Þorsteins Hilmarssonar,
blaðafulltrúa Landsvirkjunar, er
talið að hún geti skiíað 68-70
megavöttum. Ekki verður hægt
að keyra báðar vélamar af fullum
þunga því vatnsmagnið í Þjórsá
nægir ekki til þess. Þá þykir ekki
ráðlegt að keyra vélarnar svo
hart að staðaldri.
„Við höfum alla Þjórsána til að
knýja aðra vélina núna,“ sagöi
Þorsteinn. „Hún getim tekið
ákveðinn hluta af vatninu sem
hin myndi annars nota. En þetta
kemur vel út, vélarnar nýta betur
vatnið heldur en kröfur voru
gerðar til. Þetta gefur okkur aug-
ljóslega aukið svigrúm í raf-
magnsframleiðslu, e.t.v. tíu
megavött í aukabónus.
Hins vegar verður að reikna
dæmið til enda. Flytja þarf raf-
magnið frá vélinni, út úr stöðinni
og inn á raforkukerfið. Þar er ým-
is annar búnaður og þar er
veikasti hlekkurinn sem skil-
greinir hversu mikla orku er
hægt að nota að staðaldri. Ríflega
65 megavött virðast geta gengið."
Hin vélin í Sultartangavirkjun
verður tekin í notkun í lok janú-
ar, samkvæmt þeim áætlunum
sem liggja fyrir. -JSS
Qgppin)
Léttur næringardrykkur
Léttur næringardrykkur inniheldur nauðsgnleg vítamín og bætiefni
sem líkaminn þarf og er jafnframt hitaeiningasnauður. Léttur er
blanda flókinna kolvetna, mysuprótein og trefjar sem innihalda
gerla FOS (Fructo Ollgosaccharides) sem aðstoða við að viðhalda
góðri meltingu og vinna gegn óvinveittum gerlum í þörmum.
Rannsóknir í Japan og Bandaríkjunum hafa sýnt að FOS getur
bætt bakteríu flóru í þörmum og aðstoðar líkamann við að framleiða
sjálfur góðar bakteríur í þörmum (Bifidobacteria)
,£g er hressari og á auðveldara með að viðhalda kjörþgngd með
léttum næringardrgkk"
ZElva 'Bíörk ‘Barkaraóttír
Sölustaðir: fæst í íþrótta- og útivistarverslunum, Fjarðarkaup,
Hagkaup, Hraðkaup, Nýkaup, Nóatún, 11-11, KÁ. og fleiri
matvöruverslunum um allt land. Sjá nánar á www.leppin.is