Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF,
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Hverrar krónu virði
í stóra fikniefnamálinu, sem svo hefur verið kallað,
var árangri lögreglunnar lýst sem unninni orrustu. Þar
náðist að loka fikniefnaleið frá Kaupmannahöfn. Sú
smyglleið var notuð lengi og mikið af efnum barst
þannig á íslenskan flkniefnamarkað. Þessum áfanga-
sigri lögreglunnar var fagnað að vonum. Hald var lagt
á gnótt af hassi, e-töflum, amfetamíni og kókaíni. Sölu-
verðmæti fíkniefnanna var metið á 100-150 miUjónir
króna. Margir menn voru handteknir og úrskurðaðir í
gæsluvarðhald. Flestir þeirra sitja enn bak við lás og
slá enda er rannsókn málsins enn í gangi.
En stríðið við glæpalýðinn heldur áfram þótt lögregl-
unni hafi tekist að loka þessari tilteknu smyglleið.
Fíkniefnasmyglarar, knúnir áfram af blindri gróðavon,
leita annarra leiða til þess að koma eitri sínu á mark-
aðinn. Þeir skeyta engu þótt athæfi þeirra fýlgi ógæfa
einstaklinga og fjölskyldna, hörmungar og jafnvel
dauði þeirra sem ánetjast. Þá varðar heldur ekkert um
það þótt aðrir og alvarlegir glæpir í samfélaginu séu
oftar en ekki tengdir fíkniefnaneyslu. Tíð innbrot í fyr-
irtæki, heimili og bíla tengjast oft þeim sem í örvænt-
ingu leita vamings sem hægt er að selja til þess eins að
fjármagna áframhaldandi eiturneyslu.
Hótanir, kúgun og líkamsmeiðingar eru hinn bitri
veruleiki þeirra sem rata í þessa undirheima. Seljendur
fíkniefnanna ganga hart eftir því að þeir sem fá efni til
dreifingar eða neyslu, nema hvort tveggja sé, greiði það
sem upp er sett. Þar eru grið ekki gefin. Þekktar aðferð-
ir innheimtumannanna eru að leigja til ofbeldisverka
svokallaðra handrukkara. Dugi ekki hótanir rukkaranna
hika þeir ekki við að limlesta fórnarlömbin. Hræðsla
veldur því síðan að fæstir þora að kæra hrottana.
Baráttan við menn sem svífast einskis heldur því
áfram. Lögreglan hefur nú fylgt eftir góðum árangri í
stóra fíkniefhamálinu. Þrír menn sitja nú í gæsluvarð-
haldi vegna rannsóknar á nýju, stórfelldu fíkniefna-
máli. Þeir em grunaðir um að hafa ætlað að smygla til
landsins 30 kílóum af hassi frá Barcelona á Spáni. Með
aðgerðinni hefur lögregluyfírvöldum hér og í Barcelona
tekist að loka nýrri smyglleið sem hugsanlega átti að
taka við af þeirri sem lokaðist frá Kaupmannahöfn.
í báðum þessum fíkniefnamálum skilar sér góð sam-
vinna lögregluyfirvalda hér og ytra. Alþjóðadeild emb-
ættis ríkislögreglustjóra óskaði eftir því, í Barcelona-
málinu, að látið yrði til skarar skríða nú í vikunni.
Meðferð málsins, í báðum löndum, hefur hins vegar
staðið hátt á annað ár. íslenskir lögreglumenn voru
meðal annars við störf ytra vegna málsins.
Rannsókn þessara tveggja fíkniefnamála sýnir í hnot-
skum hversu umfangsmikil þau em og um leið kostnað-
arsöm fyrir lögregluembættin. Afrakstur hinnar miklu
vinnu vekur þó vonir. Árangurinn skekur fikniefna-
heiminn hér í annað sinn á stuttum tíma. Hann sýnir að
lögreglan þekkir til þeirra sem að innflutningi eiturefn-
anna standa, grípur inn í á réttum tíma og gómar þá.
Mikilvægt e,r að áfram verði haldið á sömu braut.
Það er skylda stjórnvalda að leggja fram það fé sem
þarf til þess að standa undir kostnaðarsömum aðgerð-
um sem óhjákvæmilega eru undirstaða þess að árang-
ur náist.
Takist með því að koma glæpamönnum undir manna
hendur, og fækka um leið þeim sem eitrinu ánetjast, er
það hverrar krónu virði og vel það.
Jónas Haraldsson
Gíinther Grass hlaut nóbels-
verðlaun og það var efnt til dag-
skrár um hann í Þjóðleikhúskjall-
ara. Þar rakti Hjálmar Sveinsson í
ágætu spjalli misjafnt gengi þessa
merka þýska rithöfundar meðal
sinnar þjóðar: seinni bækur hans
hafa einatt verið rifnar niður, við
sjálft liggur að yngri höfundar í
landinu hati Grass og margir fleiri
verða til að leggja fæð á hann.
Ástæðan er sú að Grass hefur ekki
verið til friðs, hann er alltaf að
segja þjóð sinni sannleikann um
fortíð og nútíð, hann skrifar „af-
stöðubókmenntir". Hér er komið
að gamalli og nýrri þrætu.
Annars vegar vilja menn ekki
að rithöfundar gerist svo frekir að
hafa vit fyrir öðrum, taka afstöðu
fyrir þá, enda viti þeir ekki meira
en aðrir um deiluefni hvers tíma.
Og nógir aðrir til að sinna uppeld-
isskyldum og siðaboðum. Hins
vegar hafa þær raddir orðið
áhrifamiklar sem telja að þá rísi
bókmenntir hæst ef þær óttast
ekki að „taka mál til umræðu" og
láta af sér vita „í stormi sinna
tíða“ (Stephan G.), hika ekki við
að koma við kaunin á þeim sem
með völd og fé fara.
Bæði rétt og rangt
Allir hafa rangt fyrir sér, allir
hafa rétt fyrir sér, sagði Tolstoj
gamli. Afstaða má ekki gerast frek
og mælsk í skáldsögu, niðurstöður
eru best faldar undir steini, boð-
skapur má ekki valda skáldi andar-
Gúnther Grass. - Ætlar hann aldrei að vera til friðs?
Hver hatar
Giinther Grass?
þó ekki væri nema
„milli lína“ í textum
sínum. Ungir þýskir
höfundar eins og
Grass og Heinrich
Böli stóðu eftir stríð
andspænis þeirri
nauðsyn að segja lönd-
um sínum - á því máli
sem örlög og sam-
skipti skáldsöguper-
sóna tala - frá því af
miskunnarleysi hver
þeir væru og hefðu
verið á nýliðnum dög-
um stríðs og nasisma.
Grass hefur ekki látið
þar við sitja, hann hef-
ur líka rýnt í samtím-
ann með óvægnum
„Og svo viö gleymum ekki
Giinther Grass: Ef þaö er rétt aö
hann sé hataöur í heimaiandi
sínu þá er þaö ágætt. Höfundur
sem uppsker hatur fyrir skrif sín
skiptir aö minnsta kosti máii.u
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
teppu, slík ærsli
verða fljótt leiðigjöm
og áhrifalitil. Það er
líka út í hött að
heimta að rithöfund-
ar upp til hópa blandi
sér í deiluefnin miklu
- því svo margir em
allsendis ófærir um
það. Á hinn bóginn er
mikils misst ef menn
taka upp á því að
flæma burt alla af-
stöðu, alla áráttu
skálda til að segja les-
endum beiskan sann-
leika eða dæma hana
marklausa. Þá eru
tennur dregnar úr
textum fyrirfram, þá
þarf enginn að óttast
að skáld sé ekki til
þægðar „þeim sem
með völdin fóru á
landi hér“ ( Steinn
Steinarr).
Tímar og aðstæður
senda skáldum og
misjöfn skilaboö.
Rússnesk skáld
bjuggu lengst af við
ritskoðun, einmitt þess vegna var
beint til þeirra kröfum um að þau
létu ekkert tækifæri ónotað til að
koma að nauðsynlegri gagnrýni,
hætti, minnt velmegunarfólk á
neyð fólks í öðrum heimshlutum -
og svo kann vel að fara að elsku
andskotans lesendurnir telji sig
hafa fengið nóg. Gleymum því
ekki heldur að margir vilja gjama
að rithöfundar séu grimmir við
vald og spillingu einhvers staðar í
öðrum sóknum en telji það óþarft
og heimskulegt að þeir séu með
einhver læti heima hjá sér: það er
svo sem allt í nokkuð góðu lagi hjá
okkur - til þess að gera.
Góðkynja hatur
Sú glíma sem sífellt vaknar
milli „afstöðubókmennta" og
„hreins skáldskapar" er líka tengd
þeirri hvunndagslegu staðreynd
að menn verða leiöir á ríkjandi
veðurátt. Ef boðskaparárátta hefur
ríkt lengi í bókmenntum þá verð-
ur gerð uppreisn í nafni réttarins
til að vera laus við boöskap. En ef
sú sama árátta situr lengi í
skammarkróki þá mun sú freist-
ing upp koma aö „taka vandamál
til umræðu".
Og svo við gleymum ekki
Gúnther Grass: Ef það er rétt að
hann sé hataður í heimalandi
sínu þá er það ágætt. Höfundur
sem uppsker hatur fyrir skrif sín
skiptir að minnsta kosti máli. Ef
enginn nennir að leggja fæð á rit-
höfund þá eru bókmenntir komn-
ar ískyggilega langt út á jaðar okk-
ar sjónarsviðs.
Árni Bergmann
Skoðanir annarra
I sömu sporum eftir umhverfismat
„Niðurstaðan af umhverfismati samkvæmt nýjum
lögum í viöbót við það umhverfismat, sem þegar hef-
ur verið gert samkvæmt eldri lögum getur ekki orð-
ið önnur en sú sem þegar blasir við að umhverfisá-
hrifin verði mjög mikil. Við munum því standa í ná-
kvæmlega sömu sporunum eftir nýtt umhverfismat
- frammi fyrir þeirri pólitísku ákvörðun hvort já-
kvæð atvinnu- og byggöasjónarmið vegi þyngra en
þau neikvæðu umhverfisáhrif sem óhjákvæmilega
verða af virkjunarframkvæmdum."
Jakob F. Ásgeirsson, í Mbl. 18. nóv.
Baráttan viö bakmenn fíkniheimsins
„Undanfarin ár hefur það verið nokkuð algeng
skoðun að íslensk stjómvöld væru búin að tapa
stríðinu við eiturlyfjasmyglarana.... Þá virtust fikni-
efnin streyma inn í landið án þess að stjórnvöld
gætu rönd við reist, nema hvað annað slagið tókst að
hirða einhver burðardýr í Leifsstöð. ... Lögreglan
hefur nú mun sterkari vopn á hendi en áður til að
takast á við bakmennina í fikniefnaheiminum - þau
fúlmenni sem fjármagna kaup á slíkum efnum er-
lendis og „þvo“ síðan afraksturinn af sölunni hér
heima. Hægt er að leggja hald á þær eigur hinna
grunuðu sem taldar eru tengjast fikniefnagróðanum.
... Þetta er eitt merki um að íslensk stjómvöld ætli
ekki að sýna þessum kaupahéðnum dauðans neina
linkind. Það er veí.“
Elías Snæland Jónsson, í Degi 18. nóv.
Skrýtnir draumar
„Það er að sjálfsögðu búið að sveifla íslandi inn í
hringiðu heimsins, og einangrun okkar er í raun
engin, Maður sér sem betur fer að það em að kvikna
hér ýmsar nýjabrumshugmyndir, þrátt fyrir stööuga
drauma um álver. Mér fmnst skrýtið að draumar
manna í lok þessa árþúsunds séu þeir sömu og fyrir
30 - 40 árum. Mér fmnst það skrýtið. Það hefur
margt gerst á þessum 30 - 40 árum sem ætti í raun
að móta drauma fólks. En sern betur fer eru margir
að búa hér til góða hluti, og við höfum alla burði til
þess að nýta okkur þá byltingu sem er aö eiga sér
stað.“
Ólafur Jóhann Ólafsson, í viðtali í Mbl. 18. nóv.