Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 Útlönd Pútín vill auka völd ríkisins Vladimir Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, fullyrti í ræðu í neðri deild rússneska þingsins að efnahagur landsins væri á bata- vegi og að stríðið i Tsjetsjeníu gengi samkvæmt áætlun. Pútín lagði á það áherslu að hann hefði ekki einungis verið skipaður til að leysa Tsjetsjeníudeiluna. Þá 100 daga sem hann heíði veriö við völd hefði hann gert áætlun um þróun efnahagsmála. Nauðsynlegt væri aö styrkja völd ríkisins. Aukin völd myndu ekki vera í andstöðu við markaðshagkerfi. Trimble gefur IRA lokafrest David Trimble, leiðtogi stærsta sambandsflokksins á N-írlandi, hefur hótað aö hætta við þátttöku í nýrri stjóm landsins hafi IRA, írski lýðveldisherinn, ekki lagt niður vopn fyrir lok ársins. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Peter Mandelson, írlands- málaráðherra Bretlands, lýsti því yflr fyrr í þessari viku að hann myndi leysa nýja stjóm N-írlands upp stæðu aðstandendur hennar ekki við gerða samninga. Flokkur Trimbles mun ákveða á laugardag hvort hann styður samkomulagið um nýja stjórn. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi elgnum: Háaleitisbraut 121,4ra herb. íbúð á 1. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Axel ViðarEg- ilsson, Karitas lensdóttir og Pétur Már Egilsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 29. nóvember 1999, kl. 10.00. Hverfisgata 108, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, eystri íbúð í N-hlið, merkt 0203, Reykja- vík, þingl. eig. Auður Þorkelsdóttir, goð- arbeiðandi Borgarbyggð, mánudaginn 29. nóvember 1999, kl. 10.00. Langholtsvegur 90, rishæð, þingl. eig. El- ías Rúnar Sveinsson, geiðarbeiðandi fbúðalánasjóður, mánudaginn 29. nóvem- ber 1999, kl. 10.00, SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Indónesísk stjórnvöld gagnrýnd vegna Austur-Tímor: Hindra rannsókn á voðaverkunum Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna var ekki fyrr komin til Dili, höfuðborgar Austur-Tímor, í morg- un til að rannsaka voðaverkin sem þar voru framin en hún sakaði stjórnvöld í Indónesíu um að hindra framgang rannsóknarinnar með ráðnug hug. Sonia Picado, einn nefndarmann- anna fimm, sagði við komuna til Dili að stjómin í Djakarta bæri ábyrgð á því hversu seint meö því tefja fyrir að SÞ gæfu leyfl fyrir starfseminni. Picado, sem er frá Kostaríka, sagði fréttamönnum á flugvellinum í Dili að Indónesar hefðu enn ekki gefið nefndarmönnum vegabréfsá- ritanir til að feröast til Jakarta, höf- uðborgar Indónesíu, og til Vestur- Tímor til að sinna rannsóknum þar. Tugþúsundir Austur-Tímora, sem lögðu á flótta undan vígasveitum hliðhollum stjórnvöldum í Jakarta, Sjálfstæðishetjan Xanana Gusmao ræddi við heimamenn á Austur- Tímor í gær. búa við bágar aðstæður í flótta- mannabúðum í Vestur-Tímor, sem er indónesískt yfirráðasvæði. Fregnir herma að flóttamennimir sæti ofsóknum í búðunum. „Við vorum svo sannarlega tilbú- in til að koma fyrr,“ sagði Picado viö fréttamenn. Indónesíski herinn vísaði fregn- um um ofsóknir á hendur flótta- mönnum alfarið á bug og sagði að þær ættu sér ekki stoð í raunveru- leikanum. Herinn hvatti einnig Xanana Gusmao, leiðtoga sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímora, og Carlos Belo bisk- up til að tryggja öryggi þeirra Aust- ur-Tímora sem vilja snúa aftur til síns heima. Indónesíustjórn hefur hafnað rannsóknarnefndinni, sem Mary Robinson, mannréttindastjóri SÞ, setti á laggirnar. Stjómin hefur skipað eigin rannsóknarnefnd. íbúar Quito, höfuðborgar Ekvadors, áttu heldur óskemmtilegar stundir í gær þegar nærliggjandi eldfjall sendi ösku- mökkinn yfir borgina. Því var ekki um annað að ræða en setja grímu fyrir vitin. Bandaríkjaforseti sýnir af sér stórmennsku: Þyrmdi lífi kalkúnans Harrys Bandaríski þjóðarkalkúnninn Harry slapp með skrekkinn þegar Bill Clinton forseti þyrmdi lífi hans í gær. Sama verður ekki sagt um milljónir annarra kalkúna sem Bandaríkjamenn gæða sér á i dag, þakkargjörðardaginn. „Áður en ég gæði mér á einum af þeim 45 milljónum kalkúna sem verður fórnað, ætla ég aö gefa þess- um líf. Hann fer senn í gæludýra- garö þar sem hann mun eyða efl- inni,“ sagði Clinton við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið. Harry kalkúnn heitir í höfuðið á Harry Truman, fyrrum forseta, sem innleiddi þann siö árið 1947 að þyrma lífi að minnsta kosti eins kalkúns á þakkargjörðardaginn. Bandaríkjamenn halda þakkar- gjörðardaginn hátiðlegan ár hvert til að minnast góðgjörðanna sem landnemar frá Englandi nutu eftir góða uppskeru áriö 1621. Stuttar fréttir dv Peningabíll rændur Vopnaðir ræningjar skutu á kvenbílstjóra peningaflutninga- bíls norðan við Örebro í Svíþjóð í nótt. Ræningjarnir komustu und- an á stolnum bíl og árabát. Vill hreinsa nafn sitt Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, stökk upp úr sæti sínu á þingfundi í gær og krafðist taf- arlausra rann- sókna á ásökun- um um spill- ingu í flokki hans, Kristilega demókrata- flokknum. Kohl hefur harðlega vísað ásökunum um spiflingu á bug. Hann kveðst ekkert vita um meinta mútugreiðslu til flokks síns upp á 1 mflljón marka gegn því að greitt yrði fyrir sölu stríðsvagna til Sádi-Arabíu. Watson til Færeyja Paul Watson, leiðtogi Sea Shepherdsamtakanna, ætlar að koma aftur til Færeyja á flagg- skipi sínu á næsta ári hafi Færey- ingar þá ekki hætt að veiða grind- hvali. Þetta kemur fram I fær- æyska blaðinu Sosialurin I dag. Grænt Ijós á breskt buff Stjóm Frakklands hefur beðið matvælaeftirlit landsins um að aflétta banni við innflutningi á bresku nautakjöti. Þar með virð- ist kjötstríðið vera að leysast. Gaseitrun í flugvél Flugmenn í Braathensflugvél, sem flugu þrjár ferðir milli Stokk- hólms og Malmö 12. nóvember síðastliðinn, voru nær fallnir i yf- irlið vegna gaseitrunar í þriðju ferðinni. Dæmdur fyrir njósnir Rússneskur kafteinn var í St. Pétursborg dæmdur í 5 ára fang- elsi vegna njósna fyrir Svíþjóð. Kerfisbundið ofbeldi Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational segja yfirvöld í Irak beita shiamúslíma og Kúrda kerfisbundnu ofbeldi auk þess sem aftökur fari fram án dóms og laga. Námumenn HlV-smitaðir Um .45 prósent námuverka- manná I S-Afríku er smitaðir af alnæmi. Námumennimir smitast af vændiskonum og bera smitið til eiginkvenna sinna þegar þeir fara heim í frí. Walesa gerist leikari Lech Walesa, fyrrverandi for- seti Póllands, kann að velta fyrir sér möguleikan- um á að gerast leikari í kjölfar þátttöku í gam- anmynd um stjómmál. Leik- stjórinn, Hen- ryk Dederko, var ánægður með frammistöðu Walesa sem reyndar ætlar í forsetaframboð á næsta ári. U.Opjj'/O < bi'Vo J Vinnifr va||. sín j nJjooj Lógmúla 8 • Sími 530 2800 Kr* stðr Favorit 6280U-W Gerð undir borðplötu: H: 82-88 B:60 D:57 Orkunotkun: Hraðkerfi BI0 50°C 0,95 kwst. Venjulegt 65°C kerfi 1,25 kwst. Vatnsnotkun: Hraðkerfi BI0 50°C 15 lítrar Venjulegt 65°C 19 lítrar Fuzzy-logig: Sjálvirk vatnsskömtun, notar aldrei meira vatn en þörf er á Ryðfrítt innra byrgði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) Hægt að lækka efri grind með einu handtaki Hægt að stilla start-tíma allt að 19 klst. fram í tímann Sjálfvirk hurðarbremsa. Hnífaparagrind opnast eins og bók Innbyggt hita-element .S* •'cr, %%, %> % *ðt heitum Þ'® Tekur 12 manna stell Mjög hjóðlát vél aðeins 45 db (re 1pW) 6 þvottakerfi TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri 4 hitastig Aqua Control, sex-falt vatnsöryggiskerfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.