Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og piötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hvorki hefnd né lækning Fólk er ekki á einu máli um, hversu þungir dómar eigi aö vera. Algengast er, að kvartaö sé um, að of vægt sé tekið á afbrotum. Refsingar séu of lágar, enda liggi nið- urstöður dómstóla oft í lægri jaðri svigrúmsins, sem lög- gjafarvaldið hefur markað í lögum frá Alþingi. Hafa verður í huga, að það er ekki hlutverk refsinga að lækna afbrotamenn. Dómstólar og fangelsi eiga ekki að leika hlutverk sálfræðinga, geðlækna eða meðferðar- fulltrúa. Slíkt leiðir þessar stofnanir í gíslingu afbrota- manna, sem verðu fljótt meðferðarsérfræðingar. Algengasta orsök afbrota hér á landi er neyzla vímu- efna, einkum áfengis, en einnig læknalyfja og ólöglegra fíkniefna. Sumir hallast að því að segja: „Jón greyið, hann var fullur“, rétt eins og stjómleysi áfengisneyzl- unnar losi mann undan ábyrgð á gerðum sínum. Menn bera áfram ábyrgð á sjálfum sér, þótt þeir hafi misst stjórn á sér, til dæmis vegna ættgengrar fíknar, sem þeir ráða ekki við og mundu ekki ráða við, hversu viljasterkir, sem þeir væru. Reynt er að bjóða þeim með- ferð, en það breytir ekki hlutverki refsinga. Ekki er heldur hlutverk refsinga að hefnast á þeim, sem trufla gangverkið í þjóðfélaginu, þótt slíkt sé heit ósk margra þeirra, sem verða fyrir barðinu á afbrota- mönnum. Við erum komin fram úr Gamla testamentinu og heimtum ekki einu sinni tönn fyrir tönn. Þegar fyrst var farið að skrá lagabálka, þótti eðlilegt að vana kynferðisglæpamenn, handhöggva þjófa og háls- höggva ofbeldismenn. Þetta tíðkast ekki lengur. Enn eim- ir þó eftir af þeirri hugsun, að markmið refsinga sé að fæla aðra frá því að feta í fótspor afbrotamanna. Fátt bendir til, að lengd eða harka refsinga fæli fólk frá afbrotum, allra sízt í þjóðfélagi, þar sem meirihluti af- brota er framinn af ungum körlum, sem hafa misst stjóm á sér af völdum löglegrar áfengisneyzlu. Við fækk- um ekki glæpamönnum með því að herða dóma. Raunverulegt hlutverk refsinga er fyrst og fremst að losa þjóðfélagið undan þjáningunni af umgengni við sí- brotamenn. Með refsingum er verið að taka þá úr umferð í samræmi við það grundvallarhlutverk ríkisins að gæta lífs og lima borgaranna, öryggis og eigna þeirra. í mörgum tilvikum eldast afbrotin af mönnum, en í öðrum tilvikum ekki. Afbrot fylgja gjama ungum karl- mönnum, sem ekki em búnir að festa ráð sitt. Sumir þeirra vaxa aldrei upp úr mgli sínu. í báðum tilvikum ber ríkinu að sjá um, að þeir skaði ekki aðra. Þess vegna ber að taka vægt á fyrsta afbroti og hækka gjaldskrána síðan, þegar afbrotunum fjölgar og fara að lokum upp í efri jaðar heimilda um refsingar. Mikilvægt er, að refsing komi fljótt eftir fyrsta brot, en menn safni ekki upp hundrað afbrotum fyrir fyrstu afplánun. Jafn mikilvægt er, að dómstólar veiti ekki neins kon- ar magnafslætti af afbrotum, til dæmis með því að slengja mörgum afbrotamálum í einn pakka og líta á þau sameiginlega sem eitt brot. Slíkt hvetur afbrotamenn til að vera sem afkastamestir á sem stytztum tíma. Ekki þýðir að fóma höndum og haga sér eins og refs- ingar séu tilgangslausar, þegar menn gerast síbrota- menn. Ríkinu ber skylda til að taka slíka menn úr um- ferð og því ber ekki síður skylda til að taka þá úr umferð ævilangt, ef þeir hætta ekki afbrotaferli sínum. Tilgangur ríkisins er að gæta öryggis borgaranna og gangverksins í þjóðfélaginu. Refsingar eiga að miðast við það og fela því hvorki í sér hefnd né lækningu. Jónas Kristjánsson Vegna loftslagsbreytingarinnar, sem við öll stuðlum meira og minna að, stækka eyðimerkur, flóðum fjölgar og hvirfilbyljir sem jafna allt við jörðu fara ört vaxandi." - Reykjavík f hálfu kafi. • • Old umhverfisins Ef litið er til baka í mannkynssögunni kem- ur í ljós að síðustu ald- irnar bera einkenni sem aflnarka þau á vissan hátt og gera þau sérstök og frábrugðin öðrum sem á undan eru gengin. Þessi einkenni eru svo sterk og ailsráð- andi að þau hafa veru- leg áhrif á menningu hvers og eins tíma. Öld hagfræðinnar Tuttugasta öldin er öld hagfræðinnar. Sá sem er raunsær, eða að minnsta kosti telur sig vera það, rökstyður við- skipti sín á hagfræðileg- an hátt, og ef þau upp- fylla hagfræðilegar kröfur þá borga þau sig og eru í flestum tilfell- um einnig lögmæt. Við skiptum heiminum nið- ur eftir hagfræðilegum einkennum þegar við tölum um „háþróuð“ og „vanþróuð" lönd. Hér skipta þá hlutir eins og veöurfar, stjórnarform eða trúarbrögð ekki máli. Evrópubandaiagið er líka eft- ir Maastricht (desember 1991) við- skiptabandalag. Þegar breytingam- ar urðu í Austur-Evrópu báru menn fyrst og fremst þá von í brjósti að efhahagsástandið yrði betra. Aðalþrætueplið á umhverfísráð- stefnunni i Ríó de Janeiro árið 1992 sneri að ólíkum hagfræðilegum sjón- armiðum flestra landa sem þar voru. Ef við lítum um öxl, flettum sögu- bókum sem fjalla irni liðin árhund- ruð, kemur í Ijós, mörgum eflaust til mikiilar undrunar, að hagfræðileg sjónarmið, rök og reglur eins og við þekkjum þau í dag, skiptu sáralitlu eða engu máli fyrir 1900. Raunsær er sá aðeins .... Verk okkar og gjörðir lúta fyrst og fremst hagfræðOegum sjónar- miðum og gildismati. Gæti ekki Kjallarinn Hafdís Björg Hjálmarsdóttir umhverfishagfræðingur farið svo að mörg hin hagfræðOegu gOdi sem í dag eru í hávegum höfð og stjórna lífi okkar verði harðar dæmd og talin meiri heimska af komandi kynslóðum heldur en t.d. gUdi trúar- stríðsins, lénsskipu- lagsins eða þjóðrík- isins? Ef ég á að segja eins og er, þá held ég að svo geti fariö, ef við gætum ekki að okkur. Ef við höldum áfram á sömu braut undir merki hagfræðinnar kippum við grund- „Til þess ab halda uppi okkar vestræna standard, hinna tíu rík- ustu prósenta ájörðinni, er fram- in grimmdarleg rányrkja. Núna á meðan þú ert að lesa þessa grein skolast burt um 1000 tonn afjarðvegi á einni sekúndu.u vellinum undan velferð okkar og jafnvel tilveru. í dag höfum við þegar spfllt gæð- um jarðar svo mikið að það verður mjög erfitt að bæta skaðann - burt- séð frá öllu óréttlætinu og eymd- inni sem hagkerfi okkar færir mörgum þjóðum. Hvað varðar nátt- úru, umhverfí og komandi kynslóð- ir eru lágmarkskröfur uppfylltar sem settar eru með lögum. Raun- sær er aðeins sá sem fer eftir póli- tískum og hagfræðUegum reglum samtímans, hugsar alls ekki of langt fram í tímarrn né lætur eigin- girni, græðgi og skammvinnan gróða ráða ferðinni. Nokkrar staðreyndir Gegndarlausri neyslu okkar eru takmörk sett. Það sem tíu prósent af mannkyninu nota af orku, landi, vatni, lofti og öðrum náttúruauðæf- um er ekki hægt að færa yfir á hin níutíu prósentin.Vistkerfi jarðar- innar myndi hrynja saman og það væri ekki lengur hægt að lifa hér á jörðinni. Samt sem áður er það markmið margra annarra þjóða að ná'okkar lífsstandard. Við erum fyrirmynd þeirra. En hvað kostar það eiginlega að halda uppi slíkum lífsstO? TO þess að halda uppi okk- ar vestræna standard, hinna tíu ríkustu prósenta á jörðinni, er framin grimmdarleg rányrkja. Núna á meðan þú ert að lesa þessa grein - skolast burt um 1000 tonn af jarðvegi á einni sekúndu; - minnka skógar jarðar eitthvað um 3000 m2 á sekúndu. Á ári jafh- gUdir þetta stærð Austurríkis og Sviss til samans; - útrýmum við daglega 10 eða jafiivel allt upp í 50 dýra- og plöntutegundum - setjum við i kringum 1000 tonn á sekúndu af hinum svokölluðu gróðurhúsalofttegundum út i andrúmsloftið. Markmiðin skipta máli Vegna loftslagsbreytingarinn- ar, sem við öll stuðlum meira og minna að, stækka eyðimerkur, flóðum fjölgar og hverfilbyljir sem jafna aUt við jörðu fara ört vaxandi. Þetta hljómar kannski eins og hver önnur hrakspá, kannski furða sumir sig á þessari bölsýnissýn sem ég hef dregið hér upp og hugsa með sér að ég hljóti að vera mjög svartsýn kona. Svo er alls ekki, þvert á móti er ég svo bjartsýn að ég trúi því að við get- um glímt við vandann ef við gerum okkur grein fyrir stöðunni í dag. Auðvitað verða áfram sett efha- hagsleg og hagfræðUeg markmið sem ekki endUega ná langt fram í tímann. Og auðvitað skipta slík markmið áfram miklu máli og eru nauðsynleg. En tU þess að slík markmið verði i framtíðinni trú- verðug og ef við eigum að halda áfram að lifa hér á jörðinni þá þarf að taka náttúruna með í reikning- inn. Hafdís Björg Hjálmarsdóttir Skoðanir annarra Landbúnaður og kaupmáttaraukning „Ef fslendingar færu að reka landbúnað eins og hverja aðra atvinnustarfsemi væri hægt að stórauka kaupmátt hér á landi samkvæmt útreikningum margra hagfræðinga. Mismunur á meðalbúvöruverði hér á landi og i OECD-ríkjunum er aum 40%. Miklar líkur eru á að hægt væri að ná verði á landbúnaðar- afurðum niður sem þessu næmi ef markaðslögmálin fengju að ráða ferðinni. Reynsla annarra þjóða, t.d. Færeyinga, gefur það augljóslega tO kynna. Við þessa breytingu má gera ráð fýrir að kaupmáttur hækki hjá láglauna- og bamafólki um 10% á ári.Að meðaltali mætti gera ráð fyrir 3% kaupmáttaraukningu." Bjarni Már Gylfason i Viðskiptablaðinu 24. nóv. Þátttaka og varðstaða HÍ „Aukin alþjóðavæðing, hnattvæðing og sífellt meiri útbreiðsla og áhrif bandarísks menningariðnaðar gef- ur til kynna að það muni verða æ erfiðara að halda í sérkenni eins og íslenska tungu og menningu. Há- skóli íslands þarf vitanlega að vera þátttakandi í því alþjóðlega samfélagi sem hann og þjóðin eru hluti af en hann verður einnig að standa vörð um sérkenni sín og þjóðarinnar sem felast fyrst og fremst í ís- lenslm timgu og menningu, rækt þeirra og eflingu." Úr forystugreinum Mbl. 24. nóv. Verslun og miðbær Akureyrar „Miðbær Akureyrar markar bænum sérstöðu með- al bæja og þorpa utan höfuðborgarsvæðisins....Fram- kvæmdir undanfarinna ára hafa miðað að því að gera við götótta bæjarmynd miðbæjarins og styrkja mikil- væga drætti hennar með það að markmiði að gera umhverfið áhugaverðara, fallegra og þægilegra. Enn er þó margt ógert í þessu tilliti.Dreifð verslunar- hverfl í iðnaðarumhverfi eins og Ármúli og Skeifan í Reykjavík, hverfið austan Reykjavíkurvegar í Hafnar- friði og Hvannavellir/Furuvellir og Gleráreyrar á Ak- ureyri kalla á „einhæfar" verslunarferðir þar sem einu erindi er sinnt í hverri bílferð og jafnvel ekið til- tölulega stuttar vegalengdir milli verslana....Sam- þjöppun verslana og þjónustu í miðbæ styður almenn markmið í umhverfismálum, sem bæjarbúar settu sér í nýju aðalskipulagi Akureyrar 1988, m.a. markmið um að stemma stigu við aukinni bílaumfer." Árni Ólafsson í Degi 24. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.