Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 33
IDV FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 37 Jón Baldur Hlíðberg sýnir myndir af fuglum og fiskum í Hafnarborg. Lífríki lands og sjávar í Hafnarborg stendur yflr sýn- ing á myndverkum Jóns Baldurs Hlíðbergs. Jón Baldur fæddist í Reykjavík 1957. Fljótt fór að bera á miklum áhuga á náttúrufræði, þó einkum fuglum. Þessi áhugi á fuglum sameinaðist teikniáráttu sem síðar varð til þess að hann fór að sækja námskeið í teikningu við Myndlistarskólann í Reykjavik veturinn 1982-83. Þaðan lá leiðin í Myndlista- og handíðaskóla ís- ---------------lands en þar ^vnÍnSfAr var hann við ðyiiinga nám ]983 }!5 Strax að skóla loknum hóf hann störf við myndlýsingar þótt oft væru verkefnin stopul á þeim vettvangi í upphafi. Hin síðari ár hefur Jón þó helg- að sig teiknarastarfinu. Auk þess að hafa teiknað myndir í Fugla- bókina hefur Jón málað myndir í aðrar bækur um fugla, fiska og hvali. Jón vinnur nú að nokkrum stórum verkefnum á þessu sviði og er meðal annars væntanlegt stórt alþjóðlegt rit um líffræðilega fjölbreytni, en Jón var valinn sem einn helsti myndhöfundur þess úr stórum hópi teiknara. Á sýning- unni í Hafnarborg verða myndir af fuglum, fiskum, hryggleysingj- um og blómum og kynnt verða mismunandi vinnubrögð á bak við myndimar með skissum og öðrum vinnugögnum ásamt stuttri myndbandsspólu. Sýningin stendur til 13. desember. Einar Ben: Geir og Furstarnir Söngvarinn góðkunni, Geir Ólafs- son, stendur í stórræðum þessa dag- ana. Auk þess að vera að syngja á hinum ýmsu stöðum hefur hann lát- ið gera boli sem seldir eru til styrkt- ar krabbameinssjúkum bömum. Skemmtanir Meðal annars verður bolurinn til sölu á Einari Ben f kvöld en þar Geir Ólafsson syngur þekkt lög á Einari Ben í kvöld. mun Geir Ólafsson skemmta ásamt hljómsveit sinni, Furstunum, en í henni era landskunnir kappar, Guð- mundur Steingrímsson á trommur, Carl Möller, píanó, Ámi Scheving, bassa, og Þorleifur Gíslason, saxó- fónn. Sérstakur gestasöngvari í kvöld er Mjöll Hólm. Djass á Klaustrinu í kvöld verða Þóra Gréta söng- kona og Andrés Þór gítarleikari með tónleika á Klaustrinu, Klappar- stíg 26. Á efhisskránni verða ýmsar djassperlur í skemmtilegum bún- ingi. Tónleikamir heQast kl. 22.30. Gospelrokk Páll Rósinkrans and The Christ Gospel Band halda tónleika í Bíla- skála Borgarholtsskóla f dag, kl. 14. Tilefhið er 1000 ára kristni á íslandi. Aðgangur er ókeypis. Kormákur og Skjöldur Árleg herrafatasýning Kormáks og Skjaldar verður haldin í Þjóðleik- húskjaUaranum í kvöld og hefst dagskráin kl. 21.30. Sem fyrr munu landsþekktir, sem og alls óþekktir herramenn, sýna fatnaðinn. Menning og list Menningar- og listakvöld verður haldið í Safnaðarheimili Krists- kirkju, Landcikoti, í kvöld kl. 20. Sölusýning verður á austurlenskum hEmdofnum teppum, „töfrateppum", og saga þeirra rakin. Eggert feld- skeri sýnir nýjustu línuna í loðfeld- um. Frá Tékkkristal verða sýndir skartgripir og lifandi tónlistarflutn- ingur verður einnig. Allur ágóði rennur til viðhaldssjóðs orgels Kristskirkju. Sjálfsákvörðunarréttur aldraðra Siðfræðistofnun Háskóla íslands, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Framkvæmdastjóm árs aldraðra efna til málþings á morgun kl. 14-18, er nefnist Sjálfsákvörðun- arréttur aldraðra. Á málþinginu, sem verður í Hátíðarsal Háskóla ís- ________________lands, verð- Samkomur £ ----------------- stöðu aldr- aðra í ljósi þessa réttar, hvort þessi rpttur sé nægilega virtur þegar aldr- aðir eiga í hlut og hvemig megi varðveita og efla sjálfræði fólks á þessu aldursskeiði. Háskólafyrirlestur í dag kl. 16.15 flytur Runólfur Pálsson, sérfræöingur í nýmasjúk- dómum, fyrirlesturinn Innsýn í meinmyndun blöðrunýmasjúkdóms með ríkjandi erfðum, í málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags íslands, efstu hæð. Kafliveitingar veröa frá kl. 16. Ofbeldi í samfélaginu og fjölskyldunni í dag kl. 17.15 verður fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði í stofu 101, Odda, HÍ. Marjorie A. White, fyrrverandi prófessor við Flóridaháskóla 1 Bandaríkjunum, flytur fyrirlestur- inn Ofbeldi í samfélaginu og fjöl- skyldunni: Hvað liggur að baki? Léttskýjað og frost Norðlæg átt, 10-15 m/s norðaust- anlands en annars hægari. Snjó- koma eða él norðanlands en létt- Veðrið í dag skýjað sunnantil. Norðaustan 10-15 austanlands i kvöld og nótt en hæg- ari vestanlands. Þykknar upp sunn- anlands í fyrramálið. Frost víða 0-6 stig í dag en 3 til 9 í nótt. Höfuðborgarsvæðið: Fremur hæg norðaustlæg átt en heldur vax- andi i kvöld. Léttskýjað og frost 0 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 16.02 Sólarupprás á morgun: 10.29 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.51 Árdegisflóð á morgun: 08.14 Veðrið kl. 6 í morgrni: Akureyri úrkoma í grennd -2 Bergstaðir skýjaö -2 Bolungarvík skýjaö -4 Egilsstaðir -1 Kirkjubœjarkl. léttskýjað -3 Keflavíkurflv. léttskýjað -1 Raufarhöfn snjókoma -2 Reykjavík léttskýjað -3 Stórhöfði léttskýjað -2 Bergen skúr á síð. kls. 8 Helsinki alskýjaö 0 Kaupmhöfn þokumóða 6 Ósló súld 8 Stokkhólmur 3 Þórshöfn haglél á síð. kls. 3 Þrándheimur rign. á síð. kls. 4 Algarve heiðskírt 9 Amsterdam þokumóða 8 Barcelona þokumóða 4 Berlín þoka 1 Chicago skýjað 1 Dublin skýjað 7 Halifax þokumóða 11 Frankfurt þokumóða 4 Hamborg þokumóöa 8 Jan Mayen snjóél -2 London rigning og súld 12 Lúxemborg þoka 4 Mallorca léttskýjað 2 Montreal skýjað 7 Narssarssuaq heiðskírt -16 New York þokumóða 17 Orlando París þokumóða 7 Róm þokumóða 6 Vín skýjaö 1 Washington skýjað 14 Winnipeg léttskýjað -4 Hálka og snjór Færð á vegum hefur spillst í snjókomunni síðast- liðna daga og er þungfært um einstaka vegi. Um norðanvert landið hefur snjóað töluvert og vegir spillst og skafrenningur hefur verið á Vestfjörðum. Færð á vegum Nokkrar leiðir em ófærar. Færðin er best á suð- austurhominu og á Austurlandi, nokkur hálka er þó á Suðurlandsundirlendinu og hálkublettir á Austurlandi. ísak Daði Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist 15. september síðastliðinn á fæðingardeild Landspítal- ans. Við fæðingu var Barn dagsins hann 3.960 grömm og 52 sentímetrar. Foreldrar hans eru Hjördís Krist- insdóttir og Ingvi Krist- inn Skjaldarson. ísak Daði á tvær systur, Elfu og írisi Dögg. Fjölskyldan býr i Breiðholtinu. Bruce Willis og Haley Joel Osment í hlutverki sálfræðingsins og drengsins. Sjötta skilningarvitið Sjötta skilningarvitið (The Sixth Sense) sem Laugarásbíó og Regn- boginn sýna er sálfræðitryllir. Hinn átta ára Cole Sear (Haley Joel Osment) sér sýnir, hann fær heim- sókn af draugum. Cole litli er hræddur við þessar sýnir sínar, skilur þær ekki og þorir því ekki að segja neinrnn frá þeim fyrr en hann hittir barnasálfræðinginn Malcolm Crove (Bruce Willis) sem nýlega hefur lent í því að ungur sjúklingur hans framdi sjálfsmorð. Cole segir Malcolm frá öllu því sem hann sér og heyrir og þótt Malcolm haldi í fyrstu að þetta séu ///////// Kvikmyndir '4gj|| örar hjá drengnum ákveður hann að rann- saka hann og kemst fljótt að því að drengurinn hefúr hæfileika sem erfitt er að skilgreina. Auk þeirra Bmce Willis og Harleys Joels Osment leika í mynd- inni Olivia Williams og Toni Colette. Leikstjóri er M. Night Shyamalan. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöilin: Blair Witch Project Saga-bíó: Runaway Bride Bíóborgin: October Sky Háskólabíó: Lake Placid Háskólabió: Torrente Kringlubíó: Tarzan Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Rght Club Stjörnubíó: Örlagavefur Krossgálan 1 2 3 4 5 6 7 1 s \b 11 \í 14 16 17 18 19 20 21 >2 Lárétt: 1 eyða, 7 góði, 8 kyrrð, 10 þrengsli, 11 einkenni, 12 skynsöm, 14 nema, 16 veina, 17 hár, 19 sköp- un, 21 Ijómar, 22 umdæmisstafir. Lóðrétt: 1 leit, 2 hætta, 3 minnkar, 4 inn, 5 nudd, 6 lak, 9 sauð, 10 sterk, 12 ánægður, 13 viðkvæm, 15 hraði, 18 kusk, 20 svell. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1 seðja, 5 er, 7 tifa, 9 fri, 10 óri, 11 klók, 13 laskast, 15 leka, 17 fái, 18 óna, 19 rati, 21 an, 22 rýrt. Lóðrétt: 1 stóll, 2 eira, 3 jakkar, 4 afl, 5 er, 6 ríkti, 8 fiskar, 12 ósátt, 14 afar, 16 enn, 18 óa, 20 ið. Gengið Almennt gengi Ll 25. 11. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 72,440 72,810 71,110 Pund 116,680 117,270 116,870 Kan. dollar 49,360 49,670 48,350 Dönsk kr. 9,9260 9,9810 10,0780 Norsk kr 9,0550 9,1050 9,0830 Sænsk kr. 8,5890 8,6360 8,6840 Fi. mark 12,4141 12,4887 12,6043 Fra. franki 11,2524 11,3200 11,4249 Belg. franki 1,8297 1,8407 1,8577 Sviss. franki 46,1400 46,4000 46,7600 Holl. gyllini 33,4940 33,6952 34,0071 Þýskt mark 37,7390 37,9658 38,3172 ít líra 0,038120 0,03835 0,038700 Aust. sch. 5,3641 5,3963 5,4463 Port escudo 0,3682 0,3704 0,3739 Spá. pesetí 0,4436 0,4463 0,4504 Jap. yen 0,692500 0,69670 0,682500 írskt pund 93,720 94,283 95,156 SDR 99,200000 99,80000 98,620000 ECU 73,8100 74,2500 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.