Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 15 Jólaljósin geta valdið fjárhagstjóni - gáleysið algengasta orsökin Rafmagn er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans. Á ári hveiju veröa margir eldsvoðar sem eiga upp- tök sín í raíbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en algengara er að gá- leysi okkar sjálfra sé um að kenna. Jólin er hátíð ljóssins og þá er kveikt á fleiri ljósum og lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbún- ingi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum. Til að tryggja að rafmagnið setji ekki brennimark sitt á heimilið um jólin er nauðsynlegt að sýna aðgát í hvívetna og fara yflr allan ljósabún- að. Látum ekki loga yfir nótt Engin jólaljós eru svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum. Varasamt er að láta loga á jólaseríum sem og öðrum jólaljósum innanhúss yfir nótt eða þegar enginn er heima. Sérstaklega á það við um ljós á jólatijám. Flestar nýrri ljósaseríur til notkun- ar innandyra eru þannig gerðar að þegar ein pera „deyr“ logar áfram á hinum. Eftir því sem logar á færri perum eykst ljósastyrkur hverrar peru og þar með hitinn. Ljós sem of- hitna geta auðveldlega valdið bruna. Jólaljósin geta valdið miklu fjárhagstjóni ef ekki er varlega farið. Skiptum því strax um bilaðar perur á ljósaseríum. Algengt er að fólk haldi upp á göm- ul jólaljós sem eru úr sér gengin. Oft endar þessi hirðusemi með íkveikju eða slysi af völdum ljósanna. Hendum því gömlu ljósunum eða látum fag- mann yfirfara þau ef minnsti grunur leikur á að þau séu í ólagi. Réttur styrkur skiptir máli Aldrei má setja sterkari peru í ljós en gert er ráö fyrir á leiðbeiningum frá framleiðcmda. Röng gerð, stærð eða styrkur getur vald- ið ofhitnun sem leiðir til íkveikju. TUað i fá ör- ugg 1 e ga rétta ljósa- peru í stað bila ðrar pera í jóla- seríu er best að taka ljósa- búnaðinn með sér þegar ný pera er keypt. Sölu- menn vita hvaða perur henta best. Vegna hitans sem stafar frá ljósa- perum er mikilvægt að alltaf sé nægi- leg fjarlægö frá ljósi í brennanlegt efhi. Rafljós geta t.d. kveikt í glugga- tjöldum engu síður en kertaljós. Sýn- um því sérstaka varúð gagnvart jóla- stjömum og öðm pappírsskrauti sem sett er utan um ljósaperur. Ef ljósa- pera liggur við brennanlegt efni eins og pappír er stórhætta á íkveikju. Þegar farið er yfir jólaljósin er áríðandi að skipta tafarlaust um brotnar klær og brotin perastæði. Göngum einnig úr skugga um að all- ar rafmagnsleiðslur séu heilar, að einangrun sé alls staðar í lagi og að ekki sjái i bera víra. Inniljósin ekki utandyra Jólaljós utandyra eiga að vera sér- stakiega gerð til slíkrar notkunar. Á öllum jólaljósum eða umbúðum þeirra sem seld era hér á landi sem inniljós á að standa á íslensku að þau séu eingöngu til notkunar innanhúss. Að nota inniljós utandyra getur verið lífshættulegt. Útiljósaseríur sem ekki era tengd- ar við spennubreyti eiga að vera vatnsvarðar. Brýnt er að perur úti- ljósa vísi ávailt niður svo ekki sé hætta á að vatn safnist í perastæðin. Einnig er mikilvægt að festa útiljós vandlega þannig að perur geti ekki slegist til og brotnað. Logandi kerti era vitaskuld vara- söm en komist þau í kynni við raf- magn er enn meiri hætta á ferðum. Því er brýnt að láta kerti aldrei standa ofan á raftækjum eins og sjón- varpi eða hljómflutningstækjum. Kertið getur brætt sér leið niður í tækið og kveikt í því. Einnig getur kveikurinn failið logandi af kertinu ofan á tækið eða vax lekið niður í það og valdið íkveikju. -GLM Heimild Löggildingarstofan Ný verðkönnun í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu: Bónus hækkar en Nýkaup lækkar frá asta mánuði i Verð i verslunum Nóatúns hefur hækkað um 5,9 prósent ffá því i mars en verð i Hagkaupi hefúr lækkað mest á sama tímabili eða um 5,76 prósent. Nóatún hefúr með þessu skipað sér í flokk þeirra verslanakeðja og stór- markaða sem bjóða hæst vöraverð. Lægsta vöraverðið er sem fyrr í Bón- usi og hefur bilið milli Bónuss og Nettós aukist ffá síðustu verðkönnun enda lækkaði verð í Bónusi frá könn- un sem gerð var í september en hækk- aði í Nettó. Verð í Bónusi hefur þó hækkað frá því í október um 2,5%. Verslanimar sem sýndu mesta verð- hækkun í síðustu könnun hafa nú lækkað verð nánast að sama skapi. Þetta kemur meðal annars ffam í nýrri verðkönnun sem Neytendasam- tökin gerðu i 11 matvöraverslunum á Góð ráð fyrir jólin - Látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt eða þegar engirrn er heima. - Hendum gömlum jólaljósum sem era úr sér gengin. - Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrkleika. - Gætum þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljósunum. - Óvarinn rafbúnaður getur vald- ið raflosti. - Vörum okkur á óvönduðum jólaljósum. - Inniljós má aldrei nota ut- andyra. - Látum logandi kerti aldrei standa ofan á raftæki. - Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyrir hver jól. höfuðborgðarsvæðinu. Könnunin var gerð fostudaginn 19. nóvember og náði til 104 vörategunda. Tekið skal fram að hér er um beinan verðsaman- burð að ræða en ekki er lagt mat á þjónustustig sem er afar mismunandi. Bónus hækkar mest Helstu niðurstöður könnunarinnar era: Lægsta verðið er í Bónusi, 82,3 miðað við meðalverðið 100 í öllum verslununum. Aðrar verslanir undir meðalverði era Nettó, Hagkaup og Fjarðarkaup. Hæsta meðalverð mældist í Ný- kaupi og Nóatúni eða 107,1 og 107,0 miðað við meðalverðið 100. Meðalverð í Nóatúni í sambærilegri könnun í mars var 101,6. Af verslununum ellefú hefur verðið hækkað mest í Bónusi frá því i október eða um 2,5% og lækkað mest i Ný- kaupi eða um tæpt 1%. Baugur hæstur og lægstur Könnunin var gerð í eftirfarandi verslunum: Bónusi Holtagörðum, Fjarðarkaupum, Hagkaupi Smára- torgi, 10-11 Glæsibæ, Nóatúni Hring- Hlutfallslegur verðmunur - milli matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu 100(---------------------- XUV^L 106^. 107,8. Meðalverö=100 kr. DV Bónus heldur stöðu sinni sem ódýrasta matvöruverslunin á höfuð- borgarsvæðinu. braut, Samkaupum Vesturbergi, 11-11 Grensásvegi, Nýkaupi Kringlunni, Þín verslun Seljabraut og Strax Hófgerði. Veröbreytingar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu - frá 22. okt ta 19. nóv 1999 2,5,________________:__________L_______________m 2,0 1,5 1,0 0,5 0,0 -0,5 -1,0 1,00 1,05 -0^6- ÍA-------Jj 4,94 ■®-8* -0,56 -0*4 -046 DV Könnunin var eins og verðkannanir DV era gerðar, þ.e. á sama tíma í öll- um verslununum og ekki var tilkynnt um verðkönnun heldur höguðu verð- takendur sér eins og þeir væra í versl- unarferð. Þegar búið var að renna vör- unum í gegnum kassann var tilkynnt um verðkönnunina. Með þessum hætti endurspeglast best vöraúrval verslan- anna á þeim tíma sem verðkönnunin er gerð og einnig er komið í veg fyrir aUt misferli Ef Fjarðarkaup er frátalið fara inn- kaup verslananna tíu í könnuninni ýmist í gegnum Búr eða Baug. Versl- animar sem mælast með hæsta og lægsta verð tilheyra báðar Baugi, þ.e. Bónus og Nýkaup, og talsverður verð- munur er einnig á Hagkaupi og 10-11. Búrsverslanimar Strax, 11-11 og Nóa- tún raða sér hins vegar í efstu sætin ásamt Nýkaupi. -GLM Sparn- HeimatUbúinn húsgagnaáburður er bæði ódýr og góður. Hann má búa Ul á eftirfarandi hátt Blandið saman soðinni linolíu, terpentínu og edUd í jöfnum hlutfóUum. Berið á með mjúkum klút og nuddið þar tU það sem borið er á er þurrt. Strjúkið þá með öðrum mjúkum klút. Reynið ekki að sjóða línolíu sjálf, kaupið hana tUbúna í bygg- ingavöraverslun. Brunablettir Branabletti, t.d. eftir sígarettur, má fjarlægja með svoköUuðu inn- siglingarlakki sem fæst í mörgum Utum í málningar- vöruverslunum. Skrapaðu burt skemmda blett- inn. Hitaðu hnif og láttu heitt blaðið nema við lakkstautmn og bræddu lakkið. Breiddu úr lakkinu með fingrunum. Þú skalt aUtaf vega og meta verðmæti húsgagnsins áður en þú ferð sjáUúr að reyna að gera við. Ef um dýran hlut er að ræða borgar sig að fá fagmann í verkið. Sígarettubrunablettum má einnig ná af með því að blanda saman fin- um sandi og salatolíu. Nuddið blöndunni á blettinni og fylgið við- aræðunum ef um viðarhúsgagn er aö ræða. Hreinsið af með klút, vætt- um í viðaroUu. Þurrkið vel af með tusku. Fastur pappír TU að fjarlægja pappír sem fastur er á viðaryfirborði er gott að heUa örUtlu af sal- atolíu á pappírinn og láta standa í stutta stund. Síðan er pappírinn nuddaður af borðinu með mjúkum klút. Notið alls ekki hníf tU að ná pappír af viði. Gamla límmiða má fjarlægja auð- veldlega með því að bera á þá tært edik með pensU. Gefið edikinu tima tU að dragast inn í myndimar. Skrapið miðana siðan varlega af. Marmarinn fægður Skerið sítrónu í tvennt og stráið salti í sár annars helmingsins. Nuddið varlega yfir marmarann. Nuddið þó ekki fast því annars er hætta að bónhúðin sem fyrir er skemmist. Þvoið af með sápu og vatni. Einnig má nudda deigi úr matarsóda og vatni á plöt- una. Látið standa í nokkrar mínút- ur áður en skolað er af með vatni. Á slæma bletti á marmara má reyna eftirfarandi: Settu marmara- borðið út í sólina og láttu það standa þar í eina klukkustund. Þá skal bera á það hvítan hreingem- ingarlög. Berið síðan á það með klukkustundar mUlibiU þar Ul blett- urinn er horfinn. Skolið síðan af með vatni og þurrkið. Færið í skugga og fægið með pálmaoUu- bóni. Notið aldrei oUur eða mjúkt bón á marmara. -GLM Barnamvndatökur Ef þú ætlar að láta mynda bömin þín fyrir hátíðar þarft þú að panta strax. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.