Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 Afmæli Sigurður Hallmarsson Sigurður Hallmarsson, leikari, myndlistarmaður og fyrrv. skóla- stjóri, Baughóli 29, Húsavík, varð sjötugur i gær. Starfsferill Sigurður fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Húsavik- ur 1947, kennaraprófi frá KÍ 1951, stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1948-51, lauk prófi sem myndmenntakennari frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1968, var í einkanámi í myndlist hjá Pétri Friðrik listmálara, sótti nám- skeið í fórðun hjá Leikskóla Leikfé- lags Reykjavíkur 1967-68, stundaði nám í myndlist við Myndlistaskól- ann við Freyjugötu 1967-68 og hefur sótt fjölda kennaranámskeiða hér- lendis og erlendis. Sigurður var kennari í Flatey á Skjálfanda 1947-48, á Eskifirði 1951- 52, við Bamaskóla Akureyrar 1952- 53 og við Bamaskóla Húsavík- ur 1953-72. Hann var skólastjóri Bamaskólans á Húsavík 1972-87, fræðslustjóri Norðurlands eystra 1987-89, kennari við Gagnfræðaskóla Húsavík- ur 1970-72, stundaði kennsluráðgjöf í list- greinum frá 1991. Þá var hann fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavíkur 1961-66. Sigurður sat í stjóm Leikfélags Húsavíkur 1954-70 og var formaður þess um árabil, formaður Skákfélags Húsavíkur 1954-56, formaður íþróttafélagsins Völsungs 1955-56, einn af stofnend- um Hestamannafélagsins Grana 1964 og formaður þess, í stjóm Sjúkrahúss Húsavíkur 1966-70, í náttúruverndarráði Húsavíkur 1974-78, í svæðisstjóm um málefhi fatlaðra 1987-89, í stjórn Landssam- bands hestamanna 1988-90, formað- ur Kennarasambands Norðurlands eystra 1974, og formaður Hrossa- ræktarsambandsins Hauks, austan Öxnadals- heiðar 1970-74. Sigurður hefur haldið einkamálverkasýningar, tekið þátt í samsýningum og hannað leikmyndir og félagsmerki. Sigurður hefur leikið með Leikfélagi Húsa- víkur og víðar í rúma hálfa öld. Hann hefur leikstýrt fjölda leikverka, einkum á vegum Leikfé- lags Húsavíkur, á Eski- flrði og fyrir útvarp og kennt víða á leiklistarnámskeiðum. Þá leikstýrði hann söngleiknum Síldin kemur og síldin fer í Færeyj- um. Hann var stjómandi Lúðra- sveitar Húsavíkur um árabil, hefur stjórnað Karlakórnum Þrym og Harmonikufélagi Húsavíkur. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Herdís Kristín Birgisdóttir, f. 15.7. 1926, húsmóðir. Hún er dóttir Birgis Steingrímssonar, f. 7.11. 1900, d. 23.12. 1987, bókara, og Aðalbjargar Jónsdóttur, f. 10.12.1903, húsmóður. Böm Sigurðar og Herdísar Krist- ínar em Hallmar, f. 21.5. 1952, leik- stjóri í Reykjavík, kvæntur Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt og eiga þau eina dóttur; Katrín, f. 1.9. 1957, óp- erusöngkona og minkabóndi að Ásaskóla í Gnúpveijahreppi, gift Stefáni Guðmundssyni, söngkenn- ara og minkabónda, og eiga þau þrjá syni auk þess sem hún á son frá fyrra hjónabandi; Aðalbjörg, f. 23.2. 1964, læknaritari á Húsavík, gift Ragnari Emilssyni rafvirkja og eiga þau þrjár dætur. Foreldrar Sigurðar voru Hallmar Helgason, f. 17.9. 1904, d. 30.9. 1990, sjómaður á Húsavík, og Jónína Katrín Sigurðardóttir, f. 15.7. 1894, d. 13.10. 1981, húsmóðir. Sigurður og Herdís Kristín taka á móti gestum í sal Dvalarheimilisins Hvamms á Húsavík nk. laugardag. Sigurður Hallmarsson. Hanna S. Hjartardóttir Hanna S. Hjartardóttir skóla- stjóri, Skerjavöllum 9, Kirkjubæjar- klaustri, er fimmtug í dag. Starfsferill Hanna fæddist á Herjólfsstöðum í Álftaveri og ólst þar upp. Hún stund- aði nám við Kvennaskólann í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan 1968, stund- aði síðan nám við KÍ og lauk þaðan kennaraprófi 1971. Að námi loknu hóf Hanna störf við Kirkjubæjarskóla á Síðu, fyrst sem kennari, síðan aðstoðarskólastjóri og er nú skólastjóri þar frá 1990. Hanna vinnur nú að lokaverkefni í mastersnámi i skólastjórnun við KHÍ. Hanna var oddviti Kirkjubæjar- hrepps 1982-90 og hefur setið í fjölda stjórna og nefnda á vegum ríkis og sveitarfélaga, m.a. í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þá hefur hún sinnt ýmsum félagsmálum, bæði í fijálsum félagasamtökum og innan síns stéttarfélags. Hún var um skeið formaður Skólastjórafélags Suður- lands og er nú í stjórn Skólastjóra- félags íslands. Hanna hefur haft um- sjón með rekstri Upplýsingaþjónustu fyrir ferðafólk í mörg sumur fyrir hönd Skaftárhrepps. Fjölskylda Hanna giftist 12.6. 1971 Vigfúsi Ólafssyni, f. 25.12. 1946, deildar- stjóra í Landsbanka íslands. Hann er sonur Ólafs Vigfússonar og Fann- eyjar Guösteinsdóttur en þau voru bændur á Þverá á Síðu. Böm Hönnu og Vigfúsar eru Hjörtur Freyr, f. 31.8. 1971, íþrótta- kennari við nám í stjómunarfræö- um við Coastal Carolina University en sambýliskona hans er Jónína Bima Bjömsdóttir markaðsfræðing- ur; Ólafur Fannar, f. 7.5.1975, kenn- ari en unnusta hans er Kristrún Jónsdóttir kennari; Vignir Snær, f. 7.7.1979, tónlistar- kennari en unnusta hans er Þorbjörg Sæmundsdótt- ir, nemi við HÍ. Systkini Hönnu eru El- ín Magnea, f. 17.2. 1948, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir; Hannes Þröst- ur, 6.2.1953, læknir. Foreldrar Hönnu em Hjörtur Sigurður Hannes- son, f. 14.3. 1921, fyrrv. bóndi og póstur að Herjólfsstöðum í Álfta- veri, og Vigdís Marta Magnúsdóttir, f. 16.1. 1920, húsfreyja og fyrrv. bóndi að Herjólfsstöðum. Þau eru nú búsett á Kirkjubæjarklaustri Ætt Hjörtur er sonur Hannesar, b. á Herjólfsstöðum Hjartarsonar, b. á Heijólfsstöðum Bjamasonar, b. á Heijólfsstöðum Magnús- sonar. Móðir Hjartar Bjamasonar var Guðrún Hjartardóttir. Móðir Hannesar var Elín Jóns- dóttir. Móðir Hjartar Sigurðar var Signý Þorkelsdóttir, b. í Snæbýli og síðar í Bú- landsseli Ámasonar, b. í Hvammi Sigurðssonar. Móðir Þorkels var Sigríð- ur Þorkelsdóttir. Móðir Signýjar var Signý Bárð- ardóttir, b. á Borgarfelli Bárðarsonar. Móðir Signýjar Bárðar- dóttur var Guðrún Steinsdóttir. Vigdís Marta er dóttir Magnúsar, b. í Steinum undir Eyjafjöllum Tóm- assonar, og Elínar Bárðardóttur. í tilefni afmælisins verður Hanna og fjölskylda hennar með „opið hús“ á Hótel Kirkjubæjarklaustri, laugar- daginn 27.11. kl. 21.00-23.00. Hanna S. Hjartardóttir. Ögmundur Guðmimdsson Ögmundur Guðmunds- son rafvirki, Hraunbæ 82, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Ögmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykja- vik, lærði rafvirkjun hjá Haraldi Hermannssyni, lauk sveinsprófi 1964, öðl- aðist meistararéttindi Ögmundur Guðmundsson. 1968 og landslöggildingu sama ár. Ögmundur starfaði hjá Rafveri hf. 1960-68, hjá Bræðrunum Ormsson 1969, hjá McCall Printing Co. í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum 1970-73, hjá Snorra Ásgeirssyni rafverktaka 1973-75, hjá Rafveri hf. 1975-78, stofh- aði þá rafverktakafyrir- tækið Rafkraft hf. og hef- ur starfrækt það síðan. Fjölskylda Eiginkona Ögmundar er Kristín Guðjónsdóttir, f. á Skjaldfónn í Naut- eyrarhreppi við ísafjarðardjúp 14.8. 1941, húsmóðir. Hún er dóttir Guðjóns Gunnars Jóhannssonar, f. 15.6. 1910, húsasmiðs í Reykjavík, og k.h., Kristínar Jónsdóttur, f. 2.12.1916, hús- móður. Böm Ögmundar og Kristínar eru Guðjón Gunnar Ögmundsson, f. 18.2. 1960, rafvirki hjá Rafkraft, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Birgis- dóttur og eiga þau tvö börn; Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, f. 27.7. 1964, blaðamaður og heildsali í Reykjavík, gift Stefáni Kristjánssyni og eiga þau tvö böm; Guðmundur Kristinn Ögmundsson, f. 13.5. 1980, nemi í for- eldrahúsum. Ögmundur á þrjú systkini. Foreldr- ar ögmundar: Guðmundur Ögmunds- son, f. 7.4. 1906, d. 3.5. 1971, rafvirki í Reykjavík, og k.h., Sólveig Dóróthea Jóhannesdóttir, f. 6.2.1909, húsmóðir. Ögmundur er í Flórída um þessar mundir. Hl hamingju með afmælið 25. nóvember 90 ára Signý Hildur Jóhannsdóttir, Garðbraut 85, Garði. 85 ára Helga Ingimarsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri. 80 ára Úlfhildur Þorsteinsdóttir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í sal Þjón- ustumiðstöðvarinnar, Bólstaðar- hlíð 43, laugard. 27.11. kl. 15-18. Aðalbjöm Jónsson, Hólavöllum, Garði. Hann verður að heiman. Sigríður Ólafsdóttir, Lágholti 6, Mosfellsbæ. Sveinborg Jónsdóttir, Seftjöm 5, Selfossi. 75 ára Micala J. Hannesson, Háaleitisbraut 44, Reykjavík. Þórður Snæbjörnsson, Stafholti 14, Akureyri. 70 ára Guðbjörg Jónsdóttir, Dalbraut 6, Búðardal. Karl Vigfússon, Flókastöðum, Fljótshlíðarhr. Lára Eðvarðsdóttir, írabakka 34, Reykjavík. Sigmundur Vigfússon, Flókastöðum, Fljótshlíðarhr. 60 ára Brynja Sigurðardóttir, Túngötu 9, Ólafsfirði. Rannveig Kjæmested, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. Sigríður Pálmadóttir, Barmahlíð 31, Reykjavík. 50 ára Birgir V. Sigurðsson, Hvassaleiti 16, Reykjavík. Guðfinna Magnúsdóttir, Bjarkargrund 32, Akranesi. Guðrún Stefánsdóttir, Þinghólsbraut 41, Kópavogi. Hjördís Karlsdóttir, Hörðalandi 2, Reykjavík. Maja Loebell, Kópavogsbraut 47, Kópavogi. Samúel Jón Samúelsson, Kambaseli 42, Reykjavík. Sigríður Gísladóttir, Hvannahlíð 8, Sauðárkróki. Þórir S. Matthíasson, Fljótaseli 5, Reykjavík. 40 ára______________________ Anna Heiða Óskarsdóttir, Hafrafelli 3, Egilsstöðum. Birgir Jónsson, Engjateigi 17, Reykjavík. Claudius Branolte, Steinum 11, Djúpavogi. Elisabet Anna Cochran, Selvogsgmnni 33, Reykjavík. Eyþór Sigurgeir Guðmundsson, Arnarheiði 24, Hveragerði. Friðþjófur Friðþjófsson, Kársnesbraut 78, Kópavogi. Guðjón Þór Victorsson, Frostaskjóli 75, Reykjavík. Gunnar Þór Guðjónsson, Bakkaseli 7, Reykjavík. Jens Daníel Holm, Aðalgötu 17, Suðureyri. Jens Willy ísleifsson, Frostafoid 22, Reykjavík. Jónas Þór Hreinsson, Seljabraut 76, Reykjavík. Láms Ármannsson, Hafnarbyggð 25, Vopnafirði. Sigurður Daníel Sveinsson, Hraunbæ 122, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.