Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 T>V nn Ummæli Eg er við góða heilsu „Ég er viö góða heilsu og bý viö þaö lán að hafa gaman af þeim verkefnum sem ég er að vinna aö. Ég ætla mér ekki að biðjast lausnar." Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra, í Degi. Gaman að fóbolta verður að fylgja „Ég myndi ekki mæla með kaupum á hlutabréfum í Stoke City við neinn sem ekki hefur gaman af fóbolta... Það fé sem lagt er fram þarf að mega tapast. Slikt er eðli áhættufjárfestinga." Heiðar Már Guðjónsson verðbréfamiðlari, í Við- skiptablaðinu. Gömlu góðu veðurheitin „Með því að hætta að nota þessi gömlu góðu veðurheiti er verið að verðfella is- , lenska tungu enda fátt um meira rætt hér á landi en veðrið og veð- urútlit.“ Kristján Pálsson al- þingismaður, í Degi. Hinar fornu borgir „Þó að Róm hafi ekki veriö byggð á einum degi þá mæli ég eindregið með því að hinar fornu borgir, Röskva og Vaka, verði lagðar í eyði. Og það sem allra fyrst svo hægt sé að leggja grunninn að betra, sam- einaðra og öflugra Stúdenta- ráði við Háskóla íslands." Hlynur P. Pálsson háskóla- stúdent, form. Torfhildar, í Stúdentablaðinu. Fjármál fyrirtækja „Ef Fjármálaeftirlitið ætti að upplýsa í hvert sinn sem eitthvað væri að í fjár- málafyrirtæki væri viðskipta- vinum oft unn- inn meiri skaði en gagn.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í Viðskiptablaðinu. Engin færibandavinna „Það er ekki færibanda- vinna að vinna á leikskóla. Það er ekki hægt að minnka hraðann á færibandinu eða geyma verkefnin til næsta dags. Þetta er vinna með böm sem hafa sinar þarfir." Kristín Björk Jóhannsdóttir leikskólakennari, í Morgun- blaðinu. 1.111«—'«» ,0—nimi imir—■ j I I Sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar Straumnesviti, ■ Ö Hornbjargsviti ö Grimsey O Rauðignjúpur Ö Fontur Þverfjáll Seljalandsdalur jSúðavík QL Bjargtangar Gufuskálar O föi Dynjandisheiði : . O O Patreksfjöröur O Gjögur Siglufjaröarv., , Siglunes Siglufjöröur'-' GilsfjörðurO O Holtavöröuheiöi Þingvellir Reykjavík J StraumsvíkJ> Hellisheiöi q GaröskagavitiÖ ® Búrfell -. —-O—■ . Grindavík Þorlákshöfn J Dalvík Kolka J Neslandatangi J Vopnafjaröarheiöi j Dalatangi Fjaröarheiöi J J OGagnheiði Möörudalsöræfi J J Sandbúöir j Þúfuver OVeiöivatnahraun O O Hallormsstaöur Kambanes Jökulheimar OHvanneyri O Skaftafell O Mýrdalssandur O Skarðfjöruviti r»rai Sigrún Þorgeirsdóttir, stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur: Starfið er einnig áhugamálið Maður dagsins „Á þessum jólatónleikum okkar erum við með sambland af íslensk- um og erlendum jólaiögum með ís- lenskum textum auk þess sem við syngjum verk eftir Gustav Holst, Ava Maria, sem er fyrir tvo fjögurra radda kóra. Við erum með ein- söngvara með okkur sem er Egill Ólafsson og mun hann syngja meö okkur í nokkrum lögum auk þess sem hann syngur einn eitt lag. Yfir- skrift tónleik- anna er Ljómar nú jata lausnarans og er það byrjun á einu jólalagi sem við syngjum,“ segir Sigrún Þor- geirsdóttir, stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur, en jólatónleikar kórs- ins verða á sunnudag og þriðjudag. Að sögn Sigrúnar rokkar það dá- lítið hvað margar konur eru í kóm- um hverju sinni: „Nú eru sjötíu og fimm konur í kórnum, sem er að- eins færra en oft hefur verið, en kórinn er stór á okkar mælikvarða og innan hans eru svo starfræktir fjórir minni kórar þar sem yfirleitt enginn sama kona er í tveimur kór- um.“ Þetta er þriðja árið sem Sigrún stjórnar Kvennakór Reykjavíkur: „Það er mjög skemmtilegt starf að stjóma kómum. Ég hafði ekk- ert starfað með honum fyrr en mér bauðst að vera stjómandi hans, hafði aðeins farið á tón- leika. Viö æfum tvisvar í viku fast en bætum svo við rétt fyr- ir tónleika. Ég reyni að hafa sem fæstar aukaæfingar. Við höldum frekar hópinn í kringum félagsstarfið sem hefur tekist mjög vel. Ég held að það sé ekki hægt að halda úti áhuga- mannakór með góðu móti nema fólkið standi saman í félagslífinu.“ Auk þess að stjórna kórnum er Sigrún með Kórskól- ann: „Þetta er vinsæll skóli og inn í hann koma mjög áhugasamar konur, sem svo skila sér víða í kórstarf- ið, bæði til okk- ar og í ýmsa aðra kóra.“ Sigrún marg- reynd í kórum, bæði sem söngvari og stjómandi: „Þetta er mitt aðalstarf. Ég er í þeirri óskastöðu að geta sam- einað áhugamálið og vinnuna. Auk Kvennakórsins og Kórskólans þá stjórna ég Kór Menntaskólans í Kópavogi og syng svo við ýmis tæki- færi. Ég var átta ára gömul þegar Éég fyrst fór að syngja í kór og hef sungið síðan i hinum ýmsu kórum. Segja má að lif mitt k hafi verið samfelldur kór. K Einnig er ég í söngkvart- E ettnum Rúdolf. Hann byrj- aði sem söngkvartett á jól- unum en við höfum verið að færa út kvíarnar og Syngjum nú allt árið. Eigin- maður Sigrúnar heitir Þór Heiðar Ásgeirsson og er hann einnig í Rúdolf. Þau eiga tvær dætur, Hall- gerði Önnu og Bryn- hildi Þóru. -HK 5 á Richter spilar á Grandrokk í kvöld og annað kvöld. Grandrokk: 5 á Richter, kotra og pílukast - Það verður mikið um að ^era á Grandrokk, Smiðju- stíg 6, um helgina. Hljóm- sveitin 5 á Richter treður upp bæði í kvöld og annað kvöld. 5 á Richter er einkum þekkt fyrir að spUa j?amla og góða rokkslagara og hefur einnig getið sér orð fyrir afar líflega sviðsfram- komu. Hljómsveitina skipa Guðjón HUmarsson trommu- leikari, Kristinn Ingi Sigur- jónsson, á bassa, Ásgeir Guð- mundsson, á gítar, Magnús Finnur Jóhannsson söngvari og Kristján Þórarinsson, á gítar. Á morgun, klukkan 13, verður haldið einstaklings- mót í pUukasti og er það öllum opið. Klukkan 15 hefst svo opið mót í kotru (backammon) en þaö spil nýtur vaxandi vinsælda á Grandrokk. Skemmtanir Kuldaskór Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Fedru. Fedra Nú er aðeins eftir ein sýning í Þjóðleikhúsinu á franska harm- leiknmn Fedru eftir Jean Racine. Fedra var frumsýnd snemma í haust og var það í fyrsta sinn í ís- lensku leikhúsi. Hefur sýningin hlotið einróma lof áhorfenda sem gagnrýnenda en víkur nú af Smíða- verkstæðinu fyrir næstu uppfærslu. Tinna Gunnlaugsdóttir fer með hlutverk Fedru, drottningarinnar sem er heltekin af forboðinni ást til stjúpsonar síns sem leikinn er af HUmi Snæ Guðnasyni. Aðrir leik- endur eru Anna Kristín LeíkHÚS Arngrímsdótt- ________________ ir, Arnar Jónsson, Halldóra Björns- dóttir, LUja Guðrún Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Gjaman er talað um Racine sem skáld ástríðnanna. Sú áhersla sem Racine lagði á tilfinningar persón- anna og tilhneiging hans tU að leita inn á svið undirmeðvitundar hlýtur að teljast nútímaleg og segja má að hann hafi lagt granninn að sálfræði- drama nútímans. Annað sem var nýstárlegt hjá Racine var sá áhugi sem hann sýndi kvenpersónum sin- um. Racine var óskoraður meistari harmleiksins í sinni tíð, líkt og Moliere var meistari gamanleikj- anna. Sveinn Einarsson leikstýrir. Bridge Haustleikar ameríska bridgesam- bandsins (ACBL) standa nú yfir í Boston á austurströnd Bandaríkj- anna en þeir eru spilaðir dagana 18.-28. nóvember. Þar er spiluð keppni af öUu tagi, sveitakeppni og tvímenningur og margir bestu spU- arar heims eru þar meðal þátttak- enda. Hér er eitt spU úr einni tví- menningskeppni leikanna. Banda- ríkjamaðurinn Mark Itabashi dró rökrétta ályktun af sögnum and- stæðinganna og fann glæsUegt út- spil. Suður gjafari og AV á hættu: * 74 V 7 * 10953 * Á86432 * ÁKD3 * ÁKG4 * Á4 * G105 * G5 » 106532 * G862 * K9 Suður Vestur Norður Austur pass pass 3 lauf dobl pass 4 spaðar pass 5 spaðar p/h Itabashi ákvað að opna á hindrun- arsögninni þremur laufum i þriðju hendi vegna þess að hann var á hag- stæðum hættum. Austur doblaði tU úttektar, vestur stökk í spaðageimið og varla er hægt að álasa austri fyr- ir að gefa slemmu- áskorun á sín spU. Vestur var aug- ljóslega lítið spenntur fyrir slemmu en fimm spaðar virtist að vísu vera sterkur samningur. En Ita- bashi hafði fylgst vel með sögnum, taldi liklegt að vömin ætti a.m.k. tvo slagi á lauf og sú væri ástæðan fyrir passi vesturs á slemmuáskor- uninni. Með það fyrir augrnn fann hann hið banvæna útspU, lítið lauf. Suður fékk fyrsta slaginn á kónginn, spUaði laufi tU baka og þriðji slagur vamarinnar kom á spaðagosa þegar Itabashi spUaði þriðja laufinu. Það var súrt í broti fyrir AV að fara nið- ur á þessum samningi. ísak örn Sigurðsson J A * 109862 * D98 ♦ KD7 ♦ D7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.