Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Page 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Vopnað rán: Otaði hníf að af- greiðslustúlku je Vopnaö rán var 1 sölutuminum Toppmyndum í Lóuhólum 1 Reykjavík í gærkvöldi. Maður kom inn í sölu- tuminn vopnaður hníf sem hann ot- aði að starfsstúlku söluturnsins. Hann skipaði henni að afhenda honum pen- inga sem hún varð við. Eftir að hafa fengið þá í hendur var hann á bak og burt með ránsfenginn. Stúlkuna sak- aði ekki en hefur óneitanlega verið brugðið. Kallað var eftir leitarhundi lögreglu og tæknideild. Málið er hjá rannsóknardeild lögreglunnar. -hól Danska lögreglan: Fer fram á • 4 vikur Lögreglan í Sonderborg á Suður- Jótlandi fór í morgun fram á fjögurra vikna framlengingu á gæsluvarðhaldi Kio Briggs og tveggja kvenna sem búa þar í bæ - hámarks gæslu sem völ er á þar í landi vegna flkniefnamáls sem þessa þar sem fólkið er grunað um innflutning á 700-800 e-töflum. Önnur kvennanna er islensk en hin dönsk. Þegar DV fór í prentun lá ekki fyr- ir hvort dómari féllst á kröfu lögregl- unnar. Að sögn talsmanns dönsku lög- MUglunnar gengur rannsóknin vel. Bú- ist er við að dómur gangi í upphafi næsta árs. -Ótt *Einn í myrkrinu I helgarblaði DV er rætt við Frið- geir Jóhannesson sem missti sjónina i vinnuslysi fyrir tæpu ári en hefur nú fengið sér til aðstoðar fyrsta blindra- hundinn á íslandi í rúm 30 ár. Frið- geir dó fjórum sinnum í höndum lækna eftir slysið en er staðráðinn í að ná tökum á tilverunni í myrkrinu. DV fer á hnotskóg á skemmtistaði sem bjóða upp á berar konur og horf- ir á sveiflumar á stönginni af hlut- leysi og forvitni. Birtir eru kaflar úr tveimur nýjum bókum. Annars vegar hinni umtöluðu bók Kári í jötunmóð eftir Guðna Jó- hannesson, bók sem lýsir tilurð ís- lenskrar erfðagreiningar í nýju ljósi fjallar um frumkvöðulinn Kára Stefánsson af hreinskilni. Hinn kaflinn er úr ævisögu Sveins Þormóðssonar, ljósmyndara. Ægir Örn Valgeirsson, l.t.v., þótti langflottastur í stórum strákahópi og var valinn herra ísland með viðhöfn á Hótel íslandi í gærkvöld. Unnar Jósepsson, í miðið, varð annar en hann var einnig valinn Ijósmyndafyrirsæta DV. Skúli Þór Hilmarsson varð þriðji í valinu, Magnús Þór Guðmundsson fjórði og Garðar Sigvaldason fimmti. DV-mynd Teitur Eignir Rimax kyrrsettar í stóra fíkniefnamálinu: Fiknin varö tann- lækninum aö falli - þáði kókaín fyrir tannviðgerðir og hlut í fyrirtæki Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness frá í gær, þar sem fall- ist er á kröfu efnahagsbrota- deildar ríkislög- reglustjóra um kyrrsetningu eigna kjötvinnsl- unnar Rimax, Sverrir Þór Gunn- virðist Ijóst að arsson. hlutur Egils Guðjohnsens tannlæknis í stóra fíkniefnamálinu helgast að stórum hluta af baráttu tannlæknisins við kókaínfíkn sína. Egill seldi Sverri Þór Gunnarssyni, einum höfuð- pauranna í stóra fíkniefnamálinu, þriðjungshlut í Rimax í sumar á þrjár miiljónir króna. Þar af greiddi Sverrir Þór tannlækninum jafn- virði einnar milljónar króna með kókaíni og eftirgjöf gamallar kókaínskuldar. Samkvæmt heimildum DV var tannlæknir- inn fastur í neti fíkniefnasalans Egill Guðjohn- Sverris Þórs sem sen. þegar hefur játað á sig sölu fíkni- efna fyrir tugi milljóna króna. Sverrir Þór gekk undir nafninu Sveddi tönn í undirheimum Reykja- víkur, vegna tannlýta, þar til hann flækti tannlækninn i fikniefhanet sitt. Eftir það smíðaði tannlæknir- inn upp í hann nýjar tennur fyrir hálfa milljón króna sem nær víst má telja að Sverrir Þór hafi greitt fyrir með kókaíni. í framhaldinu leiddi kókainfíkn tannlæknisins til þess að hann neyddist til að selja Sverri Þór hlut í kjötvinnslunni Rimax til að fjármagna neyslu sína. Egill Guðjohnsen tannlæknir var sem kunnugt er hnepptur í gæslu- varðhald vegna þessara viðskipta við Sverri Þór en sleppt aftur þegar hlutur hans í málinu þótti að fullu upplýstur. Hóf hann aftur störf á tannlæknastofu sinni í Mjóddinni en hefur verið í leyfi síðustu vik- una vegna veikinda. Engin starfsemi hefur verið í Kjötvinnslunni Rimax frá því að stóra frkniefnamálið kom upp. Hluti starfsmanna Rimax hefur stofnsett nýja kjötvinnslu í gömlu fiskverkunarhúsi i Haftiarfirði und- ir nafninu Eöalkjöt. -EIR Greinargerö Gunnars: Beðin að kynna málið - segir prófastur „Ég var beðin um að kynna þessa greinargerð fyrir prestum hér í pró- fastsdæminu og það gerði ég,“ segir sr. Agnes Sigurðardóttir prófastur um greinargerð sr. Gunnars Bjöms- sonar sóknarprests þar sem hann gagnrýnir sóknarböm sín harðlega. Sr. Agnes kvaðst hafa kynnt prest- unum málið fyrir um það bil hálfum mánuði en greinargerðin hefði aldrei átt að fara í fjölmiðla. „Ég er harmi slegin yfir þessu máli öllu,“ sagði sr, Agnes sem kvaðst ekki sjá annað en að málið yrði í biðstöðu þar til áfrýjunar- nefnd skilaði af sér. Ekki náðist í sr. Gunnar Bjöms- son i morgun. Sjá bls. 2. -JSS Björk Guðmundsdóttir kynnti sjón- armið sin og fyrirætlanir á náttúr- verndarmálum á blaðamannafundi í gær. Stórsveit Bjarkar í náttúrvernd Björk Guðmundsdóttir segir ís- lendinga standa á krossgötum varð- andi viðhorf til náttúmnnar og það sé úrelt hugsun að fóma þurfi nátt- úrunni til að ísland verði tækni- vædd nútímaþjóð. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Björk sendi frá sér í gær ásamt fimm öðrum mönnum; foður sínum Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands íslands, Frið- riki Þór Friðrikssyni kvikmynda- gerðarmanni, Guðjóni Má Guðjóns- syni, stjómarformanni Oz, Kristni Hauki Skarphéðinssyni lífFræðingi og Tryggva Felixsyni hagfræðingi. Björk og GusGus hópurinn hafa samið lag sem verður gefið út á Net- inu og verður það fé sem hlustend- ur greiða fyrir að hlusta á lagið nýtt til að stofna nýsköpunarsjóð til að efla hugvit og atvinnulíf á lands- byggðinni. -GAR Veðrið á morgun: Breytileg átt Á morgun verður breytileg átt, víðast 5-10 m/s. Dálítil él norð- austanlands en annars yfirleitt þurrt. Þykkna mun í lofti vestan- lands síðdegis. Frost verður á bilinu 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins norð- anlands og vestan. Veöriö í dag er á bls. 29. Vandaðar kveðjur Sími 569 4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.