Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Krýsuvík: Borhola á uppboði - var vígð fyrir nokkrum dögum „Viö vorum að vígja þessa holu á laugardaginn og okkur þykir slæmt ef hún er strax komin á upp- boð,“ sagði Lovísa Christiansen í Krýsuvíkurskóla en sýslumaður- inn í Reykjavík hefur boðað í aug- lýsingu að „borhola með öllum fylgihlutum, dælum og rörum“ verði seld á uppboði næstkomandi laugardag í Tollhúsinu við Tryggvagötu. „Við boruðum þessa holu árið 1994 en þrýstingurinn í henni var þvílíkur að allar leiðslur gáfu sig og sprungu. Fyrir bragðið höfum við þurft að kynda með olíu öll þessi ár og það hefur kostað okkur 250 þúsund krónur á mán- uði,“ sagði Lovisa Christi- ansen. Lionsmenn víða á land- inu hafa safnað fyrir nýj- um leiðslum í borholuna og með aðstoð Hitaveitu Suðumesja og Hafnar- Lovísa Christiansen fjarðarbæjar var þeim komið fyrir því og holan vígð sem ný síð- astliðinn laugardag. For- ráðamenn Krýsuvíkursam- takanna og Krýsuvíkur- skólans eru staðráðnir í því að bjarga borholunni undan hamri sýslumanns nú loks þegar hún er kom- in í gagnið: „Við erum á góðu róli með rekstur skólans eftir erfiðleikatímabil sem nær setti okkur á hausinn. Hér er nú fullskipaður skóli, 21 vistmað- ur, en hingað kemur enginn nema eiga 20 áfengismeðferðir að baki eða fleiri. Krýsuvíkurskólinn er fyrir þá sem eiga ekki aðra mögu- leika og hafa reynt allt til að hætta. Við höfum einsett okkur að verða besta meðferðarstofnun norðan Alpaíjalla en til þess að svo geti orðið verðum við að hafa borhol- una okkar," sagði Lovísa Christi- ansen. -EIR Hræringar á internet- markaði Bjalla þingforseta glumdi án afláts í hnakka Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns í ræöustóli Alþingis í gær þingmanninum til armæöu. Snerist hann öndveröur gegn þingforseta og bað hann hætta þessu sífellda bjöllustandi. Sinnti forseti því lítt og hélt áfram að klingja - nú í andlit þingmannsins. DV-mynd Hilmar Þór Eftir snjóflóöið í Esjunni: Líöur bölvanlega Nýhafið samstarf íslandsbanka og Íslandssíma um ókeypis intemetteng- ingar til handa öllum landsmönnum hefur þyrlað upp moldviðri á inter- netmarkaðinum hérlendis. Lands- bankinn og Landssíminn bmgðust skjótt við og tilkynntu daginn eftir um víðtækt samstarf sín á milli á þessu sviði. Sú tilkynning virðist hafa komið sumum forsvarsmönnum bankans í opna skjöldu þar sem heyrst hefur að bankinn hafi borið til baka að um nokkurt samstarf sé að ræða. Vitað er að Landssíminn og Búnaðarbankinn hafa átt í óformleg- um viðræðum um samstarf á Netinu og kom því tilkynning Landsbankans um samstarf við Landssímann óþægi- lega við þá Búnaðarbankamenn. Vit- að er að símafyrirtækin og bankarnir hafa einnig þreifað fyrir sér með sam- starf við intemetmiðilinn Vísi.is og þykir ýmsum ráðning ritstjóra Vís- is.is til Íslandssíma vera vísbending um samstarf þessara fyrirtækja. Intemetfyrirtækin hafa einnig ráðið ráðum sínum varðandi viðbrögð við þessu óvænta útspili Islandsbanka og Islandssíma. Landssíminn hefur boð- að að intemetfyrirtækin fái innan skamms hlutdeild í simagjöldum vegna intemetnotkunar til að standa betur í harðnandi samkeppni. Sjá einnig frétt bls. 13 „Henni líður bölvanlega en hann er ferðafær," segir Leifur Öm Svavarsson hjá íslenska alpa- klúbbnum um fólkið sem lenti I snjóflóðinu í Esjunni um helgina. íslenski alpaklúbburinn var með námskeið í isklifri í fjallinu um helgina. „Við vorum á laugardag- inn inni í Hvalfirði en það var spáð mjög hvössu veðri og við vild- um ekki fara langt frá bænum því það átti að hvessa þegar leið á dag- inn. Búhamramir þar sem slysið varð eru lágir klettar og það er stutt að labba frá bíl og auðvelt að koma sér aftur til Reykjavíkur. Ég var annars staðar í fjallinu með 15 manna námskeið en þau vom tvö, stelpan og finnskur strákur með leiðbeinanda, á framhaldsnám- skeiði." Að sögn Leifs er stúlkan ökkla- brotin og var hún skorin upp og nagli settur til að halda ökklanum saman. Finnski strákurinn fékk högg á bringuna og er jafnvel rif- beinsbrotinn auk þess sem hann fékk rispu á kinnina. Hann er þó ferðafær en stúlkan var ekki eins heppin. „Henni líður bölvanlega. Þú getur alltaf hugsað að þetta hefði getað farið verr, fyrir útivist- armanneskju er ferlega vont að brjóta ökklann og maður veit ekki hvort þetta gæti verið til lang- frama.“ „Leiðbeinandinn sem var með þeim er mjög vanur og hefur feng- ið mikla snjóflóðaþjálfun, hefur sótt öll námskeið sem haldin hafa verið. Þau era bæði vant ferðafólk, það er enginn snjór í fjallinu og þetta er mjög lítið snjóflóð. En þau eru á mjög bröttum stað og renna þarna niður í gilið og á grjót þar. Ég ræddi við Finnann og hann taldi að það hefði ekki verið hægt að varast þetta. Stúlkan var bara með mannbroddana á fótunum og einhvers staðar rekur hún niður fótinn,“ segir Leifur Öm. -hdm Ólafsfjörður: Sæunn Axels í gjaldþrot DV, Akureyri: Stærsti atvinnuveitandinn í Ólafs- firði hefur verið tekinn til gjald- þrotaskipta. Fiskverkun Sæunnar Axels sem veitt hefur 50-60 manns atvinnu var i gær úrskurðuð gjald- þrota hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra og skipaður skiptastjóri. Miklir erfiðleikar hafa hrjáð fyrir- tæki Sæunnar Axels enda á fyrirtæk- ið ekki kvóta og hráefnisöflun hefur því verið mjög kostnaðarsöm. Þá hafa markaðsmál erlendis verið fyr- irtækinu erfið, en Sæunn Axels hef- ur fyrst og fremst verið í saltfisk- vinnslu. Á síðasta ári tapaði fyrir- tækið um 140 milljónum króna og nema heildarskuldir þess um 830 milljónum. Fyrirtækið sótti um úthlutun á byggðakvóta en var hafnað. Þá hefúr Byggðastofnun einnig hafnað ítrek- uðum erindum fyrirtækisins um fjárhagsaðstoð. Sæunn Axelsdóttir hefur ekki farið leynt með þá skoöun sína að það, ásamt mjög miklum erf- iðleikum við hráefhisöflun, hafi vald- ið mestu um hvemig staða fyrirtæk- isins var orðin. -gk Bláa lónið í 600 milljónir „Vegna breytinga sem orðið hafa á verktímanum á upphafleg ijárhags- áætlun upp á 500 milljónir í raun ekki við. Ætli við endum ekki i rúm- lega 600 miiljónum þegar fullnaðar- uppgjör liggur fyrir,“ sagði Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri um kostnaðarhækkanir sem orðið hafa við byggingu Bláa lónsins. „Hér er um einstakt verk að ræða og útilok- að að beita kostnaðaráætlunum eins og verið væri að byggja venjulegt íbúðarhús í Reykjavik. Hér höfum - þúsund gestir á dag við orðið að gera hluti sem aldrei hafa verið gerðir áður eins og það að fylla lónið og byggja hraunhella. Það gat enginn vitað hvað kostaði," sagði Grímur Sæmundsen sem telur að arðsemi af verkinu sé að mestu ónæm fyrir fjárfestingarkostnaði. Arðsemi Bláa lónsins sé metin út frá gestajölda og Grímur Sæmundsen þeirri þjónustu sem gestim- - hefur ekki iæknaö ir kaupa á staðnum. „Hér mannlengi. hefur farið fram margvísleg nýsköpun á byggingartíman- um sem ógerlegt er að festa tölur á,“ sagði Grímur. Á þessu ári em gestir Bláa lónsins orðnir 250 þúsund og er reiknað með að þeir veröi 350 þúsund á næsta ári eða 1000 gestir á dag að meðal- tali. Þýskt ráðgjafafyrirtæki vinnur nú að hagkvæmnisat- hugun vegna byggingar 150 herbergja hótels við Bláa lón- ið og og mun skila skýrslu innan 6 mánaða. Eigendur Bláa lónsins em Hitaveita Suðumesja, Olís, Nýsköp- unarsjóður, Flugleiðir og hlutafélag- ið Hvatning þar sem Grímur Sæ- mundsen heimilislæknir og fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins er meðal hluthafa. „Það er langt síðan ég hef læknað mann. Ég tók þá ákvörðun að snúa mér að viöskiptum og stjómun fyrir áratug eða svo,“ sagði Grímur Sæ- mundsen. -EIR Olli titringi Yfirlýsing Krist- jáns Ragnarssonar, stjórnarformanns íslandsbanka, um forystuhlutverk bankans í samein- ingarferli með Landsbanka ollu miklum titringi í ríkisbankanum að sögn Dags, svo miklum að til stóð að selja bréfin í íslandsbanka. Margir vinna Atvinnuþátttaka íslendinga er mest meðal vestrænna þjóða. Þar skjótum við Norðmönnum, Sviss- lendingum, Dönum og fleirum ref fyrir rass. Tæplega 90% vinnufærra íslendinga á aldrinum 18-64 ára tóku þátt í atvinnulífinu árið 1997. Efni á bannlista Hollustunefnd hefúr mælt með því við umhverfisráðherra að 800 eftium verði bætt á bannlista. Efnin geta aukið líkur á krabbameini og hugsanlega valdið stökkbreytingum og ófrjósemi. Fastur í rúllustiga Lítill drengur festi í gær fingur í rúllustiga við Nýkaup. Drengurinn var í stiganum á milli foreldra sinna en þegar þrepið nam við gólf settist hann á gólfið og festi fmguma i stig- anum. Drengurinn var losaður með kúbeini en fingurbrotnaði á einum fingri. Meirihluti I Gagnalind Nýtt hugbúnaðarfyrirtæki, eMR, hefur yfirtekið 75% af hlutabréfum í Gagnalind sem voru í eigu íslenskr- ar erfðagreiningar og Landssímans. Stofnendur eMR eru Tölviuniðlun, íslensk erfðagreining, Landssími ís- lands og Hugvit. Breytt skattalög Geir H. Haarde fjármálaráðherra mun á næstu dög- um leggja fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um breyt- ingar á skattalög- um þess efnis að eign manna á ríkisverðbréfúm verði ekki lengur tekin úr samhengi við skuldír þeirra. Mbl. sagði frá. Eign og vald ekki saman Eignarráð ráðherra í ríkisfyrir- tækjum í samkeppni og reglugerðar- vald þeirra á viðkomandi markaði fer ekki saman að mati Samkeppnis- ráðs. RÚV sagði frá. Skulda skýringar Hannesi G. Sigurðssyni, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, finnst sljómvöld skulda aðilum á vinnumarkaði skýr- ingar á þeirri launastefnu sem ríkt hefur hjá hinu opinbera. Undanfarin ár hafi laun hjá hinu opinbera hækkað aö jafnaði um 8% á ári en um 5,5% á almennum markaði. Vildu á Ungfmna Færri komust að en vildu á sýn- ingu á kvikmyndinni Ungfrúin góða og Húsið á opnunardegi íslensku kvikmyndayikunnar í New York á fóstudag. RÚV sagði frá. Ráðstefha um Mars Verið er að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um Mars sem haldin verð- ur hér á landi næsta sumar. Efar skýrslu Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasa- fræðingur og prófessor við Há- skóla íslands dregur í efa ýmsar fullyrðingar sem fram koma í skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar. Vildi verndun Náttúravemd- arsamtök íslands hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau vekja athygli á því að Kristján Pálsson alþingismaður, sem leggst gegn mati á umhverfis- áhrifum Fljótsdalsvirkjunar, hafi haldið því fram í grein í próf- kjörsbaráttunni fyrir ári að vernda bæri Eyjabakka. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.