Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 Spurningin Kvíöir þú fyrir jólunum? Rúnar Gunnarsson verkamaður: Nei, ég get ekki sagt það. Björgvin Kristbergsson borgar- starfsmaður: Já, svo sannarlega. Ég vildi að allt væri ódýrara í stressmánuðinum. Jóna Ósk Konráðsdóttir skrif- stofum.: Nei, alls ekki. Elvar örn Brynjólfsson nemi: Nei, það er nógur tími. Bára Þórðardóttir ncini: Nei, alls ekki. Kristján Hreinsson skáld: Nei, ég er vel undirbúinn, m.a.s. búinn að gefa út bók. Lesendur Jesús Kristur og James Bond Kraftaverkið í kvikmyndahúsinu Bondaðdáandi skrifar: Mikil reynsla sem ég varð fyrir á nýjustu Bond myndini segir mér að Jesú Kristur sé aftur kominn til að lækna mannkyn og gera fólk betra. Nú er hann í gervi James Bond.. Þannig var að ég fór ásamt 11 ára syni mínum í Laugarásbíó til að berja augum nýjustu mynd syrpunnar sem nýtur gíf- urlegra vinsælda sem fyrr. Við settumst fram- arlega í salinn og þegar herlegheitin hófust kom í ljós að við vorum of ná- lægt tjaldinu. Drengurinn stakk upp á að við færðum okkur aftar í salinn sem við gerðum. Hann hafði forystu og valdi sér bekk sem var ósetinn að öðru leyti en því að tvær pelsklæddar konur sátu á bláendanum. Þar sem ég var í humátt á eftir drengnum sem beiö þess að þær hleyptu hon- um fram hjá heyrði ég að konan á endanum sem virtist vera um sex- tugt sagði hálfbrostinni röddu að hún gæti ekki staðiö upp. Ég fylltist samúð og hnippti í soninn og sagði honum að við skyldum setjast ann- arstaðar. Við völdum bekkinn fyrir framan konuna og til að barnið átt- Nú er Jesú Kristur í gervi James Bond. aði sig á kringumstæðunum skýrði ég fyrir honum að hún væri lömuð. Við nutum myndarinnar til hins itrasta enda gerði Bond hvert kraftaverkið á fætur öðru. Hver mannraunin af annarri var sem leikur í meðförum hans. Þegar ljós kviknuðu til merkis um að hlé væri komið til að endurnýja poppkorns- birgðir stóðum við upp og settum stefnu á sælgætissöluna. Það var þá sem við urðum fyrir umræddri upplifun sem varð okkur og þá sérstaklega mér til að trúa því að Kristur birtist mannkyni sem James Bond. Þar sem við skutum okkur á milli sætaræðanna sáum við aftur loðklæddu kon- urnar á bláendanum. Okkur til ólýsanlegrar undrunar stóð lamaða konan upp. Svo var ekki að sjá að lömun hennar væri lengur til staðar og hún gekk tiltölulega styrkum skrefum í átt að sælgætissölunni ásamt hinni loðklæddu ver- unni. Við feðgar fylgdum agn- dofa á eftir og minnstu munaði að við gleymd- um að kaupa popp sem okkur var þó ofarlega í huga. Sem í leiðslu tók- um við okkur stöðu við hlið lömuðu konunnar og ræddum málið okkar í millum. Svo var að sjá að hún væri sjálf ekkert upp- næm yfir kraftaverkinu og hún leit undan og roðnaði frekar en leyfa okkur að heyra af upplifuninni. Eftir hlé var okkur tíðrætt um at- burðinn þegar tóm gafst frá hraðri atburðarás myndarinnar. Niður- staða mín er sú að Jesús Kristur birtist mannkyni með þessum hætti og geri kraftaverk í kvikmynd og á bíógestum. Drengurinn er meira ef- ins og hann er á þeirri skoðun að þarna hafi einfaldlega verið á ferð venjuleg kona sem ekki hafi nennt að standa upp í bió. Hver veit? Spillingin í Framsókn Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifar: Nú er lag, Finnur! Þegar sjálfseyðingarhvötin ríður ekki við einteyming þýðir ekki að benda á að allt sé öðrum að kenna. Framsóknarmenn hafa mátt horfa upp á minnkandi fylgi í hverri skoð- anakönnuninni á fætur annarri. Og hverjar eru skýringarnar? Menn hafa nefnt allt milli himins og jaröar en að mínu viti er ekkert jafnhættulegt stjórnmálaflokki og spilling, sérstaklega þegar slíkur hrunadans er dansaður fyrir opnum tjöldum í fjölmiðlum. Það sem nú er að koma upp á yfirborðið varðandi Guömund Bjarnason, fyrrum land- búnaðarráðherra, vegna landakaupa í ráöherratíð hans er og á eftir að reynast flokknum dýrt. Ég tek það fram að ég hef oft séð ástæðu til að styöja Framsókn og þess vegna er þetta blóðugra en ella. Þetta lítur illa út og maður hreyk- ir sér ekki af því á vinnu- stað að hafa stutt flokkinn. Nú hefur Finnur gefið út yf- Finnur Ingólfsson. þegar færi gafst að koma sér upp úr spillingarfarinu og gera eitthvað af viti, annað hvort halda áfram að spara og ráða engan í stað Stein- gríms eða að setja flinkan fagmann í stöðuna, þá er þetta útkoman. Það verður auðvitað hlegið að svona ráðslagi. Finnur, gerðu nú eitthvað smart i stöðunni, komdu irlýsingu þess efnis að maður úr „réttum flokki" verði ráðinn í Seðlabankann. Og nú les maður að það verði hugsanlega Helga Jónsdóttir! Loks okkur upp úr bitlingaruglinu, nóg er að gert. Fjallið er að taka jóðsótt eftir eins og hálfs árs meðgöngu og allir bíða spenntir. Best væri að engin mús fæddist. íþróttir í vanda: Sjálfboðaliða vantar Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Körfuknattleiks- sambands íslands, skrifar: Stefán Ingólfsson vill meina í kjallaragrein í DV að körfuknatt- leiksíþróttin eigi í vanda og nefnir fækkun á iðkenda- og áhorfenda- fjölda. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í körfuknattleiknum á undanfómum árum. Um þróun iðk- endafjölda boltagreina hérlendis vísast til hjálagðrar töflu og geta lesendur dæmt hver fyrir sig um vanda körfuknattleiksins. Aldrei hefur verið varið jafnmiklum fjár- munum til fræðslu- og uppbygging- arstarfs og einmitt undanfarin ár. Ný félög hafa sprottið upp um allt land. Einnig á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk KKÍ hefur verið að búa til umgjórð fyrir þessi félög til að 11 mwj^ftsis^.-ssggp Ik'Sísn -bMbl Q=ͧ>IM]QMí þjónusta allan sólarliringiiin 'j'JÖ 'J -r) H Lesendur geta scnt mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasfðu Þaö dettur engum í hug að foreldrar í sjálbo&astarfi reki félagsmi&stö&v- arnar í borginni. starfa innan og hefur það tekist mjög vel. Vandamál höfuöborgarsvæðisins hefur verið að fá fólk til starfa. Það er ekki nýtt vandamál. Sum af nýju félögunum sem stofnuð voru á höf- uðborarsvæðinu hafa ekki lifað af. Þar hefur ekki verið um að kenna skorti á iðkendum heldur skorti á sjálfboðaliðum til starfa hjá deild- unum. Þannig var körfuknattleiks- deild lögð niður sem var með á milli 90 og 110 iðkendur í yngri flokkum. í dag eru þessir iðkendur á götunni. Ástæðan; skortur á sjálfboðaliðum. Þaö er auðvelt að gagnrýna en erfiðara að koma með lausnir. Ég sakna þess að Stefán skuli ekki koma fram með hugmyndir að lausn á vandamáli íþrótta í Reykja- vík. Körfuknattleiksráðið og íþróttabandalag Reykjavíkur eiga að krefjast þess af Reykjavíkurborg að borgin ráði starfsmenn sem vinni fyrir deildir félaganna. Þessir starfsmenn sjái um allan almennan rekstur deildanna og taki þá vinnu af þeim sjálfboðaliðum sem starfa innan þeirra. Þannig fengist festa og meiri gæði í starf deildanna. Það dettur engum í hug að foreldrar í sjálfboðastarfi reki tónlistarskólana í borginni. Það dettur engum i hug að foreldrar í sjálboðastarfi reki fé- lagsmiðstöðvarnar í borginni. Það virðist hins vegar vera í lagi að for- eldrar í sjálfboðastarfi reki íþrótta- hreyfinguna, stærstu forvarnarsam- tök landsins! Þverpólítískt sukk EJ skrifar: Það vakna ýmsar spurningar vegna erfiðleika í atvinnurekstri á ísafirði og Flateyri þar sem þing- maður er ekki langt undan. Skel- fiskur ehf. á Flateyri og Básafell á ísafirði eru fyrirtæki í klandri sem Einar Oddur Kristjánsson tengist sterkum böndum . Stutt er síðan kúffiskvinnsla Skelfisks á Flateyri sem mikið hafði verið látið með lokaði og var flutt til Langaness. Fyrirtækið virðist hafa þegið hundruð milh'óna króna í styrki af almannafé. Sérstaklega hafði Finn- ur Ingólfsson iðnaðarráðherra ver- ið örlátur á styrki af fé sem eyrna- merkt er ráðherra. Byggðastofnun hefur lánað ómælt til stofnunar- innar. Þá fékk fyrirtækið niðurfell- ingu skulda í nauðasamningum og hefur aftur farið fram á hið sama. Þarna kemur alþingismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson við sögu sem aðaleigandi. Þá er annar stór eignaraðili alþingismaðurinn Ágúst Einarsson. Annar er í stjórn en hinn í stjórnarandstöðu. Getur verið að þarna sé á ferð þverpólítískt sukk? Öld kveður og árþúsund einnig: Tímamótum verður ekki frestað Ýmsir góðir menn vilja endilega fresta þessum miklu tímamótum um eitt ár - til ársloka __ 2000. Þeir ¦ skrifa lærðar g< greinar í blöð- g in, sumar gf' þónokkuð lang- ar og hafa með- ¦ al annars fyrir £' sér fyrri tíma <¦ menn sem voru I ekki alveg með á 1 nótunum frekar en þeir sem lengi slógu því föstu að jörðin væri flöt. Birgir Sveinsson 2§ skrifar hér í blaðið 29. nóvember: g „Ávallt verður að I ljúka hverjum tug til S" þess að talan 10 S- verði til." Alveg lauk- | rétt, eins og meðfylgj- andi mynd af mál- stokk^ýnir glögglega: Talan; 10 verður til | strax og hún birtist, en 3 ekki þegar komið er aö tölunni 11. Teljarinn a byrjar á 0, bæði í hinu if efnislega og hinu hug- Mæ|istik. læga.tímatalmum.a. an b . Þanmgfæðistbarmð ánú,Vog ekki 1 ars, Jesu-barnið ekki heldur, sem hið kristna tímatal er mið- að við. Þannig er nú það. En þeim sem ekki fást til að byggja á stað- reyndum er auðvitað frjálst, í lýð- ræðinu sem við lifum við - og öllu tjáningarfrelsinu, áð byggja á öðru, jafnvel sandi. En það reynist ekki mjög haldgott. En njótum nú helgi aðventunnar, hinnar síðustu á þessari öld og árþúsundi. Tilboð óskast: Mokstur Fram- sóknarfjóssins Axel hringdi: Ég er með auglýsingu. Fólk vantar til að moka út Framsóknar- fjósið. Verkefnið er fólgið í að hanna sérstök siðblindugleraugu. Flokkurinn ábyrgist nóg af til- raunadýrum, enda vandamálið út- breitt innan flokksins. Moksturs- verkefnið er fjölbreytt, allt frá manni sem gefur vinum, flokks- systkinum og vandamönnum ríkis- jarðir, upp i það að flytja heilar ríkisstofnanir út á land bara vegna þess að framsóknarmanninn lang- ar til að búa þar eftir að hann hætti sem ráðherra. Annar ráð- herra setur landið undir vatn svo við íslendingar getum haldið áfram að greiða niður raforku fyr- ir erlend álver- og Framsóknar- flokkinn. Tilboð óskast. í- f «C I _* S>J fr\ þaö gera allir hlut- ir. Ekkert byrjar á einum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.