Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 18
MIDVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 Fréttir Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Lindargata Klapparstígur Baröaströnd Fornaströnd Látraströnd Víkurströnd Vesturströnd Álfhólsvegur Digransheiði Gnípuheiði Lyngheiði Heiðarhjalli. ^ Upplýsingar veitir afgreiðsla DVísíma 550 5777 Seljalandsmúli við Skutulsfjörð: 240 milljóna varnargarður - sem á að tryggja öryggi íbúðahverfis á hættusvæði Samkvæmt tillögum verkfræð- inga er fyrirhugað að byggja snjó- flóðavarnargarð í Seljalandsmúlan- um við Skutulsfjörð. Framkvæmd- um var frestað i vor en líkur eru á að þær hefjist næsta sumar. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Isafjarðarbæjar, segir að nú séu í skoðun framkvæmdir við byggingu varnargarðs í Múlanum. Þegar hann verður kominn upp á að vera hægt að haida áfram byggingafram- kvæmdum í Seljalandshverfi og á svokölluðu Skeiði sem nú er talið á hættusvæði vegna hugsanlegra snjóflóða. „Framkvæmdir áttu að hefjast við varnargarðinn sl. vor en við frestuð- um þeim," segir Halldór. „Það verður tekin ákvörðun um það á bæjarstjórnar- fundi á fimmtu- daginn hvort framkvæmdum verður frestað i eitt ár í viðbót eða hvort verkið verður boðið út og byrjað næsta vor. Við Halldór dórsson. Hall- stöndum frammi fyrir þvi að þurfa annaðhvort að kaupa upp allar hús- eignir á svæðinu eða verja þær. Okkur eru ekki gefnir neinir aðrir valkostir. Það er talið ódýrara að gera varnargarð en fara í uppkaup. Þarna eru m.a. tvær íbúðablokkir sem vega þungt. Það er verið að tala um að mannvirkið kosti um 240 milljónir króna. Reyndin er þó sú að tilboð í slík verk hafa verið á milli 60 og 70% af kostnaðaráætlun. Það eru verulegar líkur á að ráðist verði í þessar framkvæmdir á næsta ári." -HKr. Reykjanesbær: Slökkviliðsmenn á skólabekk DV, Suöurnesjum: Sextán slökkviliðsnemar eru á námskeiðinu Slökkviliðsmaður I sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ. Hrólfur Jónsson, formaður skóla- nefndar Brunamálaskóla ríkisins og slökkviliðsstjóri í Reykjavík, og Sig- mundur Eyþórsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Suðurnesja, settu námskeiðið sem er 114 kennslu- stundir og er samstarfsverkefni slökkviliðs BS og Slökkviliðs Reykjavíkur í umboði Brunamála- skóla ríkisins. Fyrri hluti nám- skeiðsins fer fram hér í Reykjanes- bæ í umsjá BS og munu slökkviliðs- menn frá þeim og Slökkviliði Kefla- víkurflugvallar sjá um kennslu. Samkvæmt reglugerð um mennt- un, réttindi og skyldur slökkviliðs- Frá setningu námskeiösins Slökkvili&smaöur I í Reykjanesbæ. manna verða slökkviliðsmenn að ljúka þremur áföngum í slökkvifræðum ásamt því að vinna í ákveðinn tíma í slökkviliði til að öðlast löggildingu sem slökkviliðs- menn. Þetta er í annað sinn sem slökkvi- DV-mynd Arnhei&ur lið BS heldur slíkt námskeið en ákveðið var að fela stærri slökkvi- liðum landsins þetta verkefni til reynslu. Fyrra námskeiði var í októ- ber og þá útskrifuðust 15 slökkvi- liðsnemar. -AG MlBBnnHHMBHHHIHi Iþróttamaður verðl.a.u.n. I. IjGÖI íþróttamaður ársins fær veglegan bikar og glæsileg bóka- verðlaun frá Máli og menningu. Heppinn þátttakandi hlýtur 25.000 kr. vöruúttekt frá versluninni Intersport. Nú er komið að vali á íþróttamanni ársins á DV. Hver finnst þér hafa skarað fram úr í íþróttum á liðnu ári? Fylltu út atkvæðaseðil í DV, sendu í pósti, faxaðu (550 5020) eða sendu í tölvupósti (dvsport@ff.is) fyrir 24. desember og taktu þátt í að móta söguna! Einnig er hægt að velja íþróttamann ársins á íþróttavef DV á Vísi.is. V INTER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.